Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 27 V; Veglegt afmælismót skíðadeildar KR AFMÆLISMÓT skíðadeildar KR í tilefni að 80 ára afmæli félags- ins fór fram á skíðasvæði KR í Skálafelli 17. og 25. mars. í yngri flokkum 12 ára og yngri voru þátttakendur auk Reykjavíkurfélaganna frá Akureyri og Húsavfk sem voru auðfúsugestir og settu sinn svip á mótið. Skíðadeild KR sá um fram- kvæmd mótsins og að keppni lokinni var þátttakendum fyrir- liðum og starfsmönnum boðið tii veitinga í skfðaskála KR. þar sem verðlaun voru afhent auk sér- stakrar þátttöku viðurkenningar til allra keppenda. Að því loknu bað formaður skfðadeildar KR, Viggó Benediktsson, fulitrúa þátttöku- félaga fyrir kveðjur og afhenti þeim sérstakan afmælisfána deildarinnar, sem gjöf til félags síns, þar sem nýtt félagsmerki skfðadeildar KR er notað f fyrsta sinn. Helstu úrslit mótsins urðu þessi: STÚLKUR: 10 ára og yngri: 1. Kristín Ólafsd. KR 66,48 2. Arna ívarsd. AK 73,36 3. Gréta Björnsd. AK 90,94 11-12 ára: 1. Helga Stefánsd. ÍR 76,25 2. Bryndís ÝR Viggósd. KR 77,45 3. Tinna Traustad. Á 77,64 13—15 ára: 1. Þórunn Egilsd. Á 81,20 2. Bryndís Pétursd. Á 82,10 3. Marta Óskarsd. Á 82,63 DRENGIR: 10 ára og yngri: 1. Guðmundur Pálmas. Á 59,88 2. Sveinn Rúnarss. KR 66,72 3. Aðalsteinn Árnas. AK 68,74 11-12 ára: 1. Árni G. Árnas. HÚ 62,34 2. Guðmundur Sigurjónss. AK 62,72 3. Ragnar Sigurðss. KR 64,24 13-14 ára: 1. Örnólfur Valdimarss. ÍR 75,30 2. Ásmundur Þórðars. KR 80,54 3. Árni A. Arason Á 81,17 DRENGIR 15-16 ÁRA: 1. Einar Úlfss. Á 68,25 2. Ríkharð Sigurðss. Á 68,27 3. Óskar Kristjánss. KR 72,48 KONUR 1. Steinunn Sæmundsd. Á 71,66 2. Halldóra Björnsd. Á 76,40 KARLAR: 1. Hafþór Júlíuss. ÍR 64,99 2. Árni Þ. Árnason Á 67,34 3. Trausti Sigurðss. Á 72,86 Hilmar og Ted í leikjabann AGANEFND KKÍ dæmdi þá Hilmar Ilafsteinsson UMFN í 4 leikja bann, og Ted Bee í 1 leiks bann vegna framkomu þeirra í leik Vals og UMFN. Þá var UMFN gert að greiða 20.000 kr. sekt til KKÍ. -þr. Firmakeppni Hauka Fyrirtækjakeppni Hauka í innanhússknattspyrnu verður haldin f Haukahúsinu við Flatahraun á Skírdag 12. apríl n.k. og laugardaginn 14. aprfl n.k. Þátttökugjald er kr. 20.000 fyrir hvert lið. Þátttaka skal tilkynnt í síma 53712, eigi síðar en 6. aprfl n.k. Knattspyrnufélagið Haukar. Honum kippir í kynið þessum unga sveini, hann heitir Örnólfur Valdimarsson og er sonur hins kunna skíðafrömuðs Valdimars Örnólfssonar. Örnólfur sigraði í flokki 13—14 ára. Einn af fjölmörgum ungum og efnilegum keppendum á mótinu. óiafur Birgisson. 0 Jón Sigurðsson. Jón bestur 1 lokahófi Körfuknattleikssambands íslands.sem haldið var sfðastliðið föstudagskvöld voru afhent einstaklingsverðlaun fyrir afrek unnin á nýafstöðu íslandsmóti. Aðeins ein verðlaun voru veitt erlendum leikmanni. Tim Dwyer Val, en hann var valinn bezti erlendi leikmaðurinn. Önnur verðlaun voru bundin við fslenzka leikmenn. Eftirtalin verðlaun voru veitt af KKÍ: Bezti leikmaður íslandsmótsins: Jón Sigurðsson KR Stigahæsti ísl. leikmaðurinn: Kristinn Jörundsson ÍR Bezta ísl. vítaskyttan: Jón Jörundsson ÍR Prúðasti leikmaðurinn: Gunnar Jóakimsson KR Bezti dómarinn: Kristbjörn Albertsson. Bezti erlendi leikmaðurinn: Tim Dwyer Val Þá veitti Körfuknattleiksblaðið KARFAN tvenn verðlaun: Körfukóngur: Jón Sigurðsson KR Bczti dómari: Kristbjörn Albertsson. • Naoki Murata. 0 Yoshikio Iura. Frúarleikfimin fjármagnar þjálfarana Á förum af landi brott eru tveir japanskir júdómenn, sem starfað hafa sem júdóþjálfarar hjá júdó- deild Ármanns á undanförnum misserum. Þeir I.eita Naoki Mur- ata sem er 5.dan og Yoshihiko Iura sem er 4.dan. Báðir eru þeir háskólalærðir í fagi sínu og mjög hæfir þjálfarar. Murata var hér áður fyrir .fáeinum árum, fór sfðan, en kom aftur til starfa. Að þessum köppum meðtöldum hafa þá starfað hér á landi 4 japanskir þjálfarar á vegum Ármanns. Hin- ir voru Kiyosh Kobayshi, sem er 7.dan og Nabuaki Yamamoto sem er 5.dan. Starf þessara manna hér á landi f þágu júdófþróttar- innar hefur verið ómetanlegt, bæði þar sem þeir hafa getað veitt ungum júdómönnum viðeigandi grunnþjálfun og ekki sfður vegna þess að þeir hafa þjálfað innlenda menn til að annast slfka þjálfun. Það er þó erfitt fyrir júdómann að sjá um þjálfun, því að þá kann hans eigin þjálfun að verða ábóta- vant. Því mun annar Japani vera vætnanlegur fyrir næsta vetur til júdódeildar Ármanns. Það segir sig sjálft, að það er ekki gefið að sækja þjálfara allar götur til Japans. Fjármagn til þessa er að sögn Ármenninga fengið úr rekstri frúarleikfiminnar sem félagið rek- ur. Blaðamenn spjölluðu lítillega við þá félaga Murata og Iura fyrir skömmu. Létu þeir þess getið, að Islendingar ættu efnilega júdó- menn, gallinn væri bara sá, að því færi fjarri, að þeir æfðu nógu vel til þess að ná langt á alþjóðamæli- kvarða. Æskilegast væri að æft væri tvisvar á dag, en gott þætti hérlendis ef ein æfing væri á dag og hún mun styttri en Japanirnir töldu æskilegt. Murata hefur lagt mikla vinnu í ritgerð nokkra sem fjallar um júdóiðkun og -áhuga á Islandi. Er blaðamenn fengu að kíkja í ritverk Japanans, vakti athygli þeirra skoðunakönnun sem Murata gerði meðal 15 íslenskra stúlkna, hvers vegna þær stunduðu júdó. Alls kyns svör bárust frá stúlkunum, en svör þriggja valkyrja vöktu sérstaka og verðskuldaða athygli. Þau voru nefnilega á þá leið, að þær legðu stund á júdó vegna þess að þær hefðu áhuga á að verða sterkir slagsmálamenn! I lok fundarins með hinum japönsku þjálfurum barst í tal hin nýja stórstjarna og helsta von Japana í júdó. Sá heitir Jamasíta. Fullyrtu Murata og Iura, að ekki nokkur maður ætti möguleika gegn kappanum. Jamasíta er í hærra lagi, 1,80 metrar, en gæfu- muninn gerir, að hann vegur 120 kíló, þannig að ef svo ólíklega fer að einhver nái að koma á hann bragði, leggst flykkið hreinlega ofan á mótherja sinn í gólfinu og er þá eins gott að sá léttari gefist upp. Murata tjáði blaðamönnum, að afi Jamasíta hefði séð um uppeldið og fóðrað snáðann á fiskimjöli. Hvort það væri lykill- inn að kílóafjöldanum væri svo annað mál. Hitt er staðreynd, að gamli maðurinn agaði Jamasíta og enn þann dag í dag mætir sá gamli á hverja keppni hjá barnabarni sínu og ávallt þegar kjöthleifurinn japanski hefur skellt mótherja sínum og sigrað hann, vappar hann til afa síns og hneigir sig fyrir honum, þakkar uppeldið og ögunina. Trimmmót á skíðum LAUGARDAGINN 7. aprfl n.k. heldur Skiðadeild Fram trimm- mót fyrir almenning í skíða- göngu. Mótið verður haldið í grennd við Bláfjallaskálann í Kóngsgili. Keppt verður til vinn- ings SKÍ merkisins, samkvæmt reglum trimmnefndar SKÍ. Gönguvegalengdir kvenna verða 2, 3, 5 og 2,5 km, en karla 2, 3, 5 og 10 km eftir aldursflokk- um. Skrásetning fer fram við rás- mark. Þátttökugjaid er kr. 500. SKÍ merkið verður til sölu og afhendingar fyrir vinningshafa að göngu lokinni. Trimmmót þetta er fyrsta skíða- mót sem haldið er í grennd við Reykjavík, sem fyrst og fremst er miðað við þátttöku þeirra mörgu skíðaiðkenda sem stunda skíða- ferðir sér til ánægju og heilsubót- ar. Þessu fólki gefst nú tækifæri, til þess að vinna viðurkenningar- grip fyrir íþrótt sína. Að þessu sinni verður keppt um SKI merkið úr bronsi. Næsta ár gefst þeim, sem vinna bronsmerkið nú, kostur á að vinna SKI-merkið úr silfri, þarnæst úr emal og síðan gulli. Tímalágmörk til vinnings brons- merkisins eru mjög rúm, þannig að flestir eiga að geta náð til- settum tímum. Allar upplýsingar varðandi tilhögun, reglur o.fl. gefur Páll Guðbjörnsson í síma 31239. Áætlað er, að mótið hefjist kl. 14.00 á laugardaginn hinn 7. apríl, ef veður leyfir, annars verður því frestað til sama tíma á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.