Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 87. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tanzaníuher sækir austur Kampala, 17. aprfl. Reuter. AP. TANZANÍUHER sækir í austurátt írá Kampala gegn leifum hers Idi Amins marskálks og náði í dag mikiivægri brú yfir Nfl við Jinja að sögn ráðherra í nýju stjórninni. Þar með náði herinn stóru raforkuveri við Owen-fossa sem sér nær öllu Uganda fyrir rafmagni. Sókninni er heitið að landamærum Kenya því að nauðsynlegt er að tryggja aðflutning á matvælum og eldsneyti frá hafnarborginni Mombasa við Indlandshaf Gert er ráð fyrir því að megin- liðsafli Tanzaníumanna sæki til Óeirðir í Líberíu Monrovia, 17. aprfl. AP. FLOKKUR hermanna frá Guineu var sendur flugleiðis í dag til grannríkisins Liberíu til að hjálpa líberískum her- mönnum að koma á lögum og reglu eftir óeirðir sem geisuðu um helgina. í höfuðborginni Monrovia. I borginni er þannig umhorfs eftir óeirðirnar að líkast er því sem fellibylur hafi gengið yfir hana, en þó er allt með kyrrum kjörum. Oeirðirnar hófust með mótmælaaðgerðum nýstofnaðs stjórnarandstöðuflokks gegn fyrirhugaðri 50% hækkun á hrísgrjónum. Rán og gripdeild- ir sigldu í kjölfarið og skemmdarverk ollu gífurlegu eignatjóni. 29 biðu bana og 400 slösuðust. Jinja á næstu dögum og treysti yfirráð stjórnarinnar yfir þessum öðrum stærsta bæ Uganda. En talið er að leifar hers Amins leynist í þykkum skógum meðfram veginum til Jinja, og hann er því ekki tryggur. Enn er allt á huldu um dvalar- stað Amins en trúlegasta sagan er höfð eftir asískum vegavinnu- mönnum sem flúðu til Kenya og sögðu að þeir hefðu séð Amin á laugardag í Norðvestur-Uganda, handan Nílar og nálægt heima- byggð sinni Kakwa. Amin hefur ýmist verið sagður á ýmsum stöðum í Uganda, í Líbýu, Irak og grannlöndunum Súdan og Zaire. I Kampala vex þeirri skoðun fylgi að Amin kunni að vera flúinn til Líbýu. Fulltrúi brezku stjórnarinnar, Richard Posnett, sem er kominn til Kampala til að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Uganda, kvað það mat nýju stjórnarinnar að verðbólgan í Uganda væri 700% á ári. Ráðherr- ann kvað stjórn Amins hafa prent- að milljarða peningaseðla áður en hún féll. Slmamynd AP. STYÐJA TALEGHANI — Ungir stuðningsmenn trúarleiðtogans Ayatullah Taleghani lýsa yfir stuðningi við stefnu hans og hvetja til hreinsunar og aukins eftirlits með •félögum byltingarnefnda. Nokkrir þeirra handtóku tvo syni og tengdadóttur Taleghanis á fimmtudag og atburðurinn hefur magnað spennuna í Iran. Kjörsókn talin góð í Rhódesíu Salisbury, 17. apríl. Reuter. AP. TUTTUGU af hundraði kusu á fyrsta degi kosninganna um meirihlutastjórn blökkumanna í Rhódesíu í dag og það bendir til þess að mikil kjörsókn verði í kosningunum sem standa í fimm daga. P. K. Van Der Byl utanríkis- ráðherra lýsti ánægju með kjör- sóknina. „Við munum koma heiminum á óvart með þessum kosningum," sagði hann. Talsmaður hersins sagði að skæruliðar hefðu ráðizt á tvo kjör- staði, að vörubíll með svörtum kjósendum hefði ekið á jarð- sprengju í norðurhluta landsins og skæruliðar hefðu ráðizt á tvo hópa ættflokkamanna sem öryggissveitir gættu. Skothríðinni var svarað og uppreisnarmenn flúðu. Fréttamenn sem heimsóttu fjóra kjörstaði í Fort Victoria sögðu að aðeins 140 kjósendur af um 40.000 á því svæði hefðu kosið. Þeir sögðu að víða væri haft í hótunum við svarta kjósendur. Ian Smith forsætisráðherra skor- aði í kvöld á alla Rhódesíumenn að kjósa þar sem það væri nauðsynleg forsenda viðurkenningar, friðar, eðlilegs ástands og afnáms refsi- aðgerða. Hann skoraði einkum á Taleghani trúarleiðtogi varar við nýju einræði Teheran, 17. aprfl. AP. Reuter. UM 50.000 manns tóku í dag þátt í fjöldagöngu 1 Teheran til stuðnings trúarleiðtoganum Ayatollah Taleghani en urðu fyrir aðkasti 'ungra og herskárra múhameðs- trúarmanna. Þátttakendur í aðgerðunum skoruðu á Taleghani að koma aftur til höfuðborgarinnar. Hann fór þaðan á föstudag til að mótmæla því að ókunnir byltingarmenn höfðu tvo syni hans og tengdadóttur í haldi í einn sólarhring. Taleghani sagði í símtali við fjölskyldu sína í dag að hætta á nýju einræði vofði yfir landinu. Aðgerðirnar í dag nutu stuðnings vinstrihópa og varðliða sem munu hafa myndað bandalag með sér til að hamla gegn vaxandi áhrifum islamskra byltingar- nefnda. Efnt var til svipaðra aðgerða í öðrum bæjum. Margir þátttakendanna báru stórar myndir af Ayatollah Taleg- hani. En sumir báru líka myndir af Ayatollah Khomeini til að sýna að aðgerðirnar mætti ekki túlka sem árás á leiðtoga byltingar- innar. Dr. Karim Sanjabi, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra í gær, skoraði í dag á blaðamanna- fundi á hinar leynilegu byltingar- nefndir að fá völdin bráðabirgða- stjórninni. Hann kvaðst hafa sagt af sér vegna „algerrar upplausnar í her- aflanum, dreifingar vopna meðal óhæfra einstaklinga, glundroða í öllum félagslegum og efnahagsleg- um málum og getuleysis stjórnar- innar til að halda fram völdum sínum." Sjá fréttaskýringu bls. 47 og „Aftökum haldið áfram í Íran,“bls46. A LEIÐARENDA - GÖTUSTJÓRNMÁL Ian Smith skimar BlökkumannaieiðtoKÍnn áhyggjufullur út úr Abel Muzorewa biskup kjörklefa á kosninga- á götu i Salisbury þar ferðalagi. Kosningarnar sem hann skorar á marka endalok 15 ára svarta menn og hvíta að valdatíma hans. kjósa og fær góðar við- tökur. blökkumenn að láta ekki hræða sig. Samkvæmt óstaðfestum fréttum réðust rhódesískir hermenn á skrif- stofu Föðurlandsfylkingar Joshua Nkomos norðaustur af Lusaka í gærkvöldi, en ekki er vitað um manntjón. ísraelsk þotuárás á virki hjá Beirút Tel Aviv, 17. aprfl. AP. F'JÓRAR ísraelskar orrustuþotur gerðu árás á vígi Palestínu- manna umhverfis Beirút í dag í kjölfar landamærabardaga við palestínska skæruliða er kostuðu sex skæruliða og einn ísraelskan hermann lífið. Skæruliðar hafa tvívegis reynt að laumast gegnum víglínu ísraelsmanna undanfarna tvo daga til að reyna að spilla fyrir friðarsamningi ísraelsmanna og Egypta. Palestínskir skæruliðar særðu líka 12 manns í dag þegar þeir gerðu misheppnaða tilraun til að ná farþegaþotu E1 A1 á sitt vald á Briissel-flugvelli. Jafnframt gerðu kristnir her- kristinna manna í Suður-Líbanon menn sem ísraelsmenn styðja, árás á friðargæzlusveitir Samein- uðu þjóðanna í Suður-Líbanon í dag en engan sakaði. Líbanska stjórnin tilkynnti að hún mundi senda gæzluliði SÞ liðsauka her- manna úr fastahernum. Leiðtogi Saad Haddad majór, sagði seinna að lýst yrði yfir sjálfstæði svæðisins á morgun, þriðjudag. Bardaginn á landamærunum var háður í návígi og beitt var handsprengjum. Atökin urðu ná- lægt ísraelsku landamærabyggð- inni Zarit rétt sunnan við landa- mærin. í Beirút kváðust Frelsissamtök Palestínu (PLO) bera ábyrgð á árásinni og staðfestu að sex liðsmenn þeirra hefðu fallið. PLO sagði að árásin væri gerð til að hefna miskunnarlausra árása ísarelsmanna á palestínskar flóttamannabúðir og þorp í Suð- ur-Líbanon. Talsmaður SÞ sagði að kristnir hermenn hefðu skotið á hol- lenzka, írska og senegalska her- menn friðargæzluliðsins í Suð- ur-Líbanon. Hermennirnir eru undir forystu Saad Haddad majórs og berjast gegn því áformi Líbanonsstjórnar að tefla fram 500 líbönskum hermönnum sunnan Litani árinnar á svæði því sem friðargæzluliðið hefur eftirlit með. Það sem af er árinu hafa ísraelskir hermenn fellt 17 skæruliða sem hafa reynt að laumast yfir landamærin. Fjórar tilraunir hafa verið gerðar, tvær frá Líbanon og tvær frá Jórdaníu. Israelsmenn eru mótfallnir beit- ingu líbanskra herflokka nálægt landamærunum, en Bandaríkin hafa lagt á það áherzlu að líb- anski herinn fái að sækja suður á bóginn til að halda fram völdum líbönsku ríkisstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.