Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 11 j í Syngur í Dan- mörku og Svíþjóð Skólakór Garðabæjar heldur í söngfcrðalag síðar í þessum mán- uði til Svíþjóðar og Danmerkur. Sænsk íslenska félagið hefur boðið kórnum til Svíþjóðar og mun hann syngja á vorhátíð félagsins í lýðháskóianum í Kungalv, sunnudaginn 29. aprfl. Kórinn mun einnig syngja í sam- bandi við hátíðahöld kirkjunnar í Kungálv en hún er 300 ára um þetta leyti. Syngur kórinn við hátíðarmessu 29. aprfl og einnig á almennri hátíð bæjarbúa. Þá mun kórinn syngja á Val- borgarmessuhátíð Várnersborgar mánudaginn 30. apríl og í Liseberg 1. maí. Sérstök nefnd hefur skipu- lagt ferðir kórsins um Gautaborg og nágrenni, m.a. verða Volvoverk- smiðjurnar skoðaðar og skipastig- arnir í Trollháttan. Kórfélagar munu dvelja hjá íslenskum fjöld- skyldum meðan á dvölinni í Gautaborg stendur. Að lokinni dvölinni í Svíþjóð heldur kórinn til Danmerkur og syngur í Tívolí föstudaginn 4. maí kl. 17. Kórinn mun skoða Kaup- mannahöfn, dýragarðinn og cirkusinn. Þá verður hús Jóns Sigurðssonar heimsótt. Loks verð- ur farið í ferðalag um norður Sjáland sunnudaginn 6. maí og haldið heim síðdegis 7. maí. Sigurður Oskarsson matreiðslumaður í Kaupmanna- höfn hefur annast alla fyrir- greiðslu og verður leiðsögumaður kórsins í Danmörku. Allir kórfélagar, 37 að tölu, taka þátt í þessu fjórða söngferðalagi kórsins, auk 7 fullorðinna sem verða með í ferðinni. Fararstjóri verður Vilberg Lúðvíksson skóla- stjóri. Kórinn hefur æft í allan vetur fyrir þessa ferð. A söngskránni er fjöldi innlendra og erlendra laga, m.a. eftir Jón Asgeirsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson og Sigfús Halldórsson. Þá eru á söngskránni fjöldi þjóðlaga frá ýmsum löndum, kirkjutónlist, negrasálmar og söngvar frá Norðurlöndunum. Söngstjóri er frú Guðfinna Dóra Ólafsdóttir og píanóleikari Jónína Gísladóttir. N.k. sunnudag, 22. apríl, syngur Skólakór Garðabæjar í Bústaða- kirkju kl. 17 og eru það kveðju- og vortónleikar kórsins. Nokkrir ungir íslendingar héldu utan til Grænlands íyrir nokkrum dögum. þar sem þeir kcpptu við nágranna okkar á skíðum. Hér eru þeir við flugvélina á Reykjávíkurflugvelli áður en þeir lögðu af stað. Frá vinstri: Hörður Björnsson, Guðmundur Gunnlaugsson. Guðmundur Jakobsson, Axel Gunnlaugsson og Hafþór Júlíusson. í.iósm: Kristián. fl©S® í fln®T/n,®fl®fl Ænflcnflnflnm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.