Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 88. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979
í næsta mánuði hefst sumar-
starf Skógarmanna KFUM í
Vatnaskógi og fer fyrsti dval-
arflokkur drengja í skóginn
hinn 30. maí n.k. Alls eru
ráðgerðir tíu dvalarflokkar í
sumar, um 90 í hverjum og eru
fyrstu flokkarnir fyrir 9—11
ára drengi og næstu flokkar á
eftir fyrir 10—11 ára. í dag,
sumardaginn fyrsta, hafa
Skógarmenn sína árlegu kaffi-
sölu í húsi KFUM við Amt-
mannsstíg og í kvöld verður
almennur Skógarmannafund-
ur, en í ár eru liðin 50 ár frá
því Skógarmannaflokkurinn
var stofnaður.
Um mánaðamótin júní júlí
verður haldið almenna kristi-
lega mótið eins og verið hefur í
áratugi, og eru þangað allir
veikomnir, og ættu gamlir Skóg-
armenn að huga að því hvort
ekki 'væri gaman að koma í
heimsókn á staðinn með fjöl-
skylduna. I framhaldi af mótinu
verður haldinn aðalfundur Sam-
bands ísl. kristniboðsfélaga.
Flokkarnir í júlí og ágúst
verða svo fyrir aldurinn 10 til 12
ára, nema dagana 3. ágúst til 13.
Dagurinn í Vatnaskógi byrjar og endar með fánahyllingu. Ljósm. Carsten Kristinsson.
Fimmtíu ár liðin frá stofn-
un ShógarmannaflokksKFUM
ágúst verður flokkur fyrir ungl-
inga 23 ára og eldri.
Um verzlunarmannahelgina
verður „opið hús í Vatnaskógi"
og verður þar minnst þess að 50
ár eru liðin frá því að flokkurinn
Skógarmenn KFUM var stofn-
aður, en þann flokk og stofnun
hans má telja með einu því
sérstæðasta í kristni á landinu.
Skógarmannaflokkurinn hef-
ur það meðal annars á stefnu-
skrá sinni að safna fé í sjóð til
að byggja í Vatnaskógi, og nú á
sumardaginn fyrsta verður
hann með kaffisölu eins og
undanfarin ár, til að efla þann
sjóð.
Auk þessa má geta þess að um
bænadagana dvöldu í Vatna-
skógi um 170 framhaldsskóla-
nemar á kristilegu skólamóti.
Þá verður haldið biblíunám-
skeið í byrjun september fyrir
þá sem eru 16 ára og eldri.
Þá ráðgera prestar úr Hall-
grímsdeild Prestafélagsins að
halda fermingarbarnamót í lok
Hin síðari ár hefur orðið
sífellt erfiðara fyrir krakka að
komast í sveit og veldur því
helzt að búskaparhættir hafa
breytzt. Nú er mest allt unnið
með vélum og mannshöndin því
ekki eins nauðsynleg, búin fara
einnig  stækkandi   og  helzt  er
þörf fyrir aðkeyptan vinnukraft
sem börn eiga ekki samleið með.
Þess vegna gleðjast kaupstaða-
börnin yfir því að fá tækifæri til
að dveljast í sveit og má reyndar
segja að börnin hafi aðeins smá
tíma til að komast í parís eða
„brennó" yfir hásumarið þegar
skóla sleppir.
Vatnaskógur í Svínadal er
einn þeirra staða sem strákar
geta komist að á til dvalar að
sumrinu og er um þessar mund-
ir að hefjast innritunn í dvalar-
flokkana þar en á þessu sumri
eru liðin 50 ár frá því stofnaður
var flokkurinn Skógarmenn
KFUM, en það var sr. Friðrik
Friðriksson sem fyrstur hélt
með KFUM drengi uppi Vatna-
skóg. Sumarbúðirnar eru starf-
ræktar frá því í byrjun júní og
fram í ágúst og dvelja áð jafnaði
um 90 drengir þar í einu, á
aldrinum 9—16 ára skipt í
flokka eftír aldri.
Starfslið er 11 manns og hefur
sr. Kristján Búason dósent við
guðfræðideild Háskóla íslands
jafnan dvalið hluta sumarsins í
Skóginum sem forstöðumaður á
síðari árum. Hefur hann sagst
yngjast heil ósköp við dvöl í
Vatnaskógi, en hann verður
einnig forstöðumaður í sumar
og eru honum til aðstoðar 6
vaskir piltar og um matseld sér
ráðskona með 3 aðstoðarstúlk-
um, eða ætti kannski heldur að
segja starfskröftum.
Dagur í Vatnaskógi líður
jafnan hratt og margt er þar
hægt að una við, leiki inni sem
úti, í gamni og alvöru, og eftir
biblíulestur að morgni er yfir-
leitt haldið út til leikja og
íþróttaiðkana. Þá er hægt að
fara í gönguferðir og er sr.
Kristján ólatur við að efna til
gönguferða og bendir þá á það
sem markvert er að sjá í blóma-
ríki í náttúrunni. Oddakot er
eyðibýli við enda Eyrarvatns og
þangað er oft haldið á góðviðris-
dögum til að sullast í vatninu.
Á sama hátt og drengirnir
koma jafnan til dvalar í Vatna-
skógi sumar eftir sumar hefur
starfsfólkið iðulega verið hvert
sumarið á fætur öðru og þar og
finnst því hvergi betra að vera
en í sumarbúðastarfi. Þá eru
jafnan um hverja helgi vinnu-
flokkar við ýmis störf, dytta að
húsakynnum, girðingu og þeir
koma einnig til lengri dvalar
áður en sumarbúðastarfið hefst
svo og eftir að því lýkur.
Pþ/jt.
íbúasamtök Vesturbæjar og Þingholta:
Hátt lóðamat leiðír af
sér þunga skattheimtu
ALMENNUR borgarafundur,
haldinn á vegum fbúasamtaka
Vesturbæjar og íbúasamtaka
Þingholta, mánudaginn 9. apríl
8.1., samþykkti eftirfarandi
ályktuii um mat íbúðarhúsalóða
í gamla bænum:
„Yfirlýst stefna borgaryfir-
valda í Reykjavík er að hamla
gegn brottflutningi fólks úr
gamla bænum og finna leiðir til
að efla heldur búsetu þar.
Einn af þeim þáttum, sem
mikil áhrif hafa á búsetuskilyrði
fólks í gamla bænum er mat
Fasteignamats ríkisins á lóðum,
sem ásamt húsmati myndar
grundvöll fyrir álagningu fast-
eignagjalda, auk eignarskatts.
Hið gífurlega háa mat á lóðum
í eða við miðbæinn leiðir af sér
þunga skattheimtu, sem á stóran
þátt í að gera búsetu í þessum
hverfum   erfiða   eða   jafnvel
ómögulega.
Ljóst er, að lóðamat á þessu
svæði er langt fyrir ofan mark-
aðsverð eða nýtingarmöguleika
lóða, og leiðir því af sér misrétti
í skattlagningu.
Fundurinn skorar því á borg-
aryfirvöld að beita sér fyrir því,
að nú þegar verði hafist handa
við endurmat lóða í Reykjavík.
Bendir fundurinn á nauðsyn
þess, að íbúðarhúsalóðir verði
skattlagðar eftir notagildi þeirra
og afrakstri á hverjum tíma —
en ekki eins og nú er eftir þeim
hugsanlegu nýtingarmöguleik-
um, er skapast vegna legu lóðar-
innar gagnvart miðbænum og
sem núverandi lóðamat byggir
á."
Garðyrkjufélagið gef-
ur út bók um sveppi
GARÐYRKJUFÉLAG íslands
hélt aðalfund sinn 6. marz s.J.
í skýrslu formanns kom fram,
að á s.I. ári gaf félagið út
Matjurtabókina  f annað sinn.
Garðyrkjuritið kom út í maí,
fréttabréfið Garðurinn kom út
fjórum sinnum. Einnig voru
haldnir fræðslufundir og félög-
um gafst kostur á að skoða
garða í Kópavogi og Tilrauna-
stöð Skógræktarfélags íslands á
Mógilsá. Félagsmenn eru nú
4.800 talsins. Félagsdeildir eru á
11 stöðum á landinu.
Félagið sér um blómaþáttinn í
„Blóm vikunnar" í Morgunblað-
inu undir umsjón Ágústu Björns-
dóttur. í sumar mun félagið gefa
út bók um sveppi, höfundur bók-
arinnar er Helgi Hallgrímsson
grasafræðingur á Akureyri.
Stjórn félagsins er þannig
skipuð:
Jón Pálsson formaður, Þórhall-
ur Jónsson varaformaður, Ólafur
Björn Guðmundsson ritari, Berg-
lind Bragadóttir gjaldkeri og
Einar Ingi Siggeirsson með-
stjórnandi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48