Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 88. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979
Svanhildur
Svavarsdóttir
talkennari:
þjálfun. Chomsky telur hins
vegar að maðurinn hafi í sér
meðfæddan hæfileika til að til-
einka sér mál.
Allir hafa þeir eitthvað til
síns máls en hitt er víst að
hlutur foreldra er mikilvægur.
Hlutverk foreldra með því að
sýna barninu hlýju og umhyggju
og tala við það fyrstu árin í lífi
þess er lagður mikilvægur
grundvöllur ( og að sjálfsögðu
áfram). Leyfið barninu að
hjálpa til heima, taka þátt í því
sem þar er gert með því að tala
við það um atburðarrásina.
Það er líka góð málörvun að
setjast niður með barnið í fang-
ið og skoða myndabækur og tala
um myndirnar við barnið.
A þriðja ári fer svo barnið að
mynda tveggja orða setningar.
Það segir: mamma koma —
pabbi keyra — drekka mjólk.
Eftir þetta er málþróunin
mjög ör, svo fremri að barnið fái
það sem til þarf og að allt sé í
iagi með barnið. Oft virðist sem
Hvað er málþroski?
Hugtakið málþroski hefur oft
valdið misskilningi. Foreldrar
vilja vita hvort málþroski barna
þeirra er eðlilegur en vita oft
ekki í raun hvað þau eru að
spyrja um.
Málþroski er hugtak sem felur
í sér orðaforða, málskilning,
tjáningu og framburð. Mál-
þroski barna er mjög mismun-
andi þó svo þau séu á sama
aldri. Sum 3ja ára börn tjá sig í
heilum setningum, önnur aðeins
með orði og orði. Eitt 4ra ára
barn talar skýrt en annað
óskýrt. Þetta er að sjálfsögðu
ekki nægjanleg skýring á hug-
takinu málþroski.
Hvað er mál?
Mörgum finnst mál og tal
vera það sama en svo er alls
ekki. Tal er aðeins hluti af
málinu. Talið er það tæki sem
við notu.n til að tjá málið. Málið
er nokkurs konar kerfi með
táknum sem hafa ákveðið sam-
ban4 síi; á milli. Málið er yfir-
fæ ;la á því sem við skynjum í
umhverfi okkar, því sem við
sjáum, heyrum, snertum og
finnum lykt af. í þessu kerfi eru
þrjú svið, eitt sem felur í sér
merkingu     og     innihald
(semantik), annað sem felur í
sér uppbyggingu setninga
(syntax) og þriðja hvernig hljóð
og hljóðmynstur eru (fonologi).
Mál- og talþróun
Málþróunin er einnig í sömu
röð:
— Barnið lærir orð og skilur.
— Barnið lærir orð og skilur og
notar.
— Barnið lærir orð og skilur og
notar og ber rétt fram.
En einmitt á þessu þríþætta
kerfi byggir talkennslan. Tal-
kennari verður að auka orða-
forða og málskilning áður en
hann fer að leiðrétta framburð.
Það sem gerist áður en raun-
veruleg málþróun hefst er þróun
tals sem er ekki síður mikilvægt
fyrir málþroskann síðar meir.
Talþróunin hefst ef til vill strax
og barnið grætur við fæðingu.
Sumir viija meina að sá grát-
ur hafi litla aðra merkingu en
að barnið sé að gefa til kynna
andmæli sín við að fæðast inn í
þennan slæma heim.
En hitt er fullvíst að grátur
ungbarnsins er jafnmikilvægur
og orðin síðar meir. Börnin
þurfa að gráta til að þjálfa upp
öndunarfæri sín, en þau verða
líka að hjala sem er undirstaða
fyrir hljóðframleiðslu síðar
meir.
Hljóðin sem barnið gefur frá
sér fyrst eru ýmist merki um
Hvers má
ég vænta?
m
Ar barnsins
1979
UMSJÓN:
Alfred Haröarson kennarí.
Guðmundur Ingi Leifsson sál-
fræöingur.
Halldór  Árnason  viðskipta-
fræðingur.
Karl Helgason lögfræðingur.
Sigurgeir Þorgrímsson sagn-
fræöinemi.
vellíðan eða vanlíðan. Margt
bendir til þess að helstu orsaka
fyrir framburðargöllum hjá
börnum sé að finna fyrstu mán-
uði eftir fæðingu. Barnið þarf að
gráta og hjala og það þarf að
vera jafnvægi miili þessa
tveggja þátta þannig að hvorugt
trufli hitt. Smám saman hjala
börnin meir og gráturinn
minnkar. Einnig er nauðsynlegt
að sjá til þess að sogþörf þeirra
sé fullnægt. Pelatúttan má ekki
hafa of stór göt svo ekki sé of
auðvelt að ná mjólkinni. Börnin
þurfa þjálfun í að sjúga og þó
þau séu lengi er það betra en að
þau fari á mis við þá þjálfun
sem felst í því að sjúga.
Einnig er sjálfsagt að fylgjast
með hvort túttur á pela og snuði
séu ekki of stórar. Það getur
haft áhrif á lögun góms þannig
að tennur verða skakkar. Það
þarf ekki að gerast en getur hins
vegar gerst. Eins og áður var
sagt eru hljóðin sem barnið
framleiðir fyrstu mánuði nauð-
synlegur undanfari talhljóða
síðar meir. Foreldrar gera sér
yfirleitt fulla grein fyrir mikil-
vægi þessa tímabils, sem kallað
er babl, þ.e. samspil milli móður
og barns. Fyrst hermir barnið
eftir hljóðunum sem það býr til
sjálft, síðar meira eftir öðrum
úr umhverfi þess. Smám saman
hermir barnið ekki einungis
eftir hljóðum heldur orðum líka.
Barnið upplifir kraft orðanna
og við þá umbun heldur það
áfram að bæta við orðum. Orðin
koma ekki að sjálfu sér, barnið
verður að upplifa hlutina og það
verður að tala við barnið. Barnið
verður að læra að nota málið í
samskiptum við aðra. Það lærir
af því sem það heyrir og sér.
Lenneberg og fleiri segja að
barnið verði að lifa í málum-
hverfi til þess að geta tileinkað
sér mál. Skinner segir að börn
læri  mál  með eftirhermu og
barnið skilji töluvert flóknar
fyrirskipanir. Þá getur orsókin
verið sú að með handahreyf-
ingum eða bendingum höfum við
gefið til kynna hvað við vorum
að tala um. Þess vegna getur
verið gott að halda að sér hónd-
um og finna út hvað barnið
skilur raunverulega mikið.
Þessi athugun getur oft bent
til þess að talað sé of flókið mál
og ábending um að nota heldur
stuttar einfaldar setningar.
Skilningur barnsins á málinu
eykst og er ef til vill fyrst meiri
en tjáningargeta, en smám
saman þróast hæfileiki barnsins
til að mynda setningar.
Um 4—5 ára aldur hefur
barnið náð að mynda setningar
sem líkjast okkar hinna full-
orðnu.
Síðasti þáttur í tileinkun
málsins er samsetning hljóð-
anna.
Börn á aldrinum 4—5 ára eiga
oft í vandræðum með að ná
réttum hljóðum. Orsökin fyrir
því getur verið sú að hljóðgrein-
ing þeirra sé það ófullkomin að
þau heyra ekki mun á hljóðum.
Þá getur það verið ágæt örvun
að foreldrar endurtaki orðin
rétt svo þau heyri en ekki er
nauðsynlegt að þau geri það
sjálf. Ef hins vegar er um
verulega framburðargalla að
ræða er sjálfsagt að athuga með
heyrn og fá aðstoð ef þörf
krefur.
Það er ekki óvananlegt að
börn á aldrinum 3—5 ára endur-
taki orð og hljóð. Þetta er kallað
smábarnastam og gengur yfir
eftir smátíma. Þetta fyrirbæri
er algengt og eðlilegt, barnið
hefur tileinkað sér mörg orð og
hljóð og getur ekki valið eða
hafnað og veldur því að það
endurtekur. Ef börn stama leng-
ur en 4—5 mán. er sjálfsagt að
fá ráðleggingar svo hægt sé að
hafa áhrif á stamið.
Eins og framan greinir, er
ljóst að málþroski er afar víð-
tækt hugtak. En niðurstaðan
verður sú að barn á aldrinum
5—6 ára sem talið er vera með
eðlilegan málþroska, hefur til-
einkað sér orðaforða, málskiln-
ing, getur tjáð sig í setningum
og án teljandi framburðargalla.
Barnið hefur náð þeim þroska
að geta komið hugsun sinni í orð
og komið skoðun sinni á fram-
færi við aðra. Ef vel ætti að vera
mætti skrifa heila bók um mál-
þroska. Hér hefur aðeins verið
stiklað á stóru og reynt að skýra
þetta yfirgripsmikla hugtak.
Heimildir:
Charles Van Riper,
Speech correction (72)
Kerstin Hadding,
Barnets spaktilagnande (75)
Jon Eisensen,
Is your rhilils speech normal? (77)
Mette Kumoe,
Barnesprog (72)
Aukið áhuga bamsins á bókum.
Fóstrufélag fslands:
Skorar á menntamálaráðu-
neytið  að  leysa  hús-
næðisvanda  Fósturskólans
Á FJÖLMENNUM íundi í Fóstru-
félagi íslands. sem haldinn var í
LinrJarbæ 28. marz s.l., var skor-
að á menntamálaráðuneytið að
leysa nú þegar hinn mikla hús-
næðisvanda Fósturskóla íslands.
í fréttatilkynningu frá félaginu
segir, að það sé nauðsynlegt að
skólinn fái gott og varanlegt hús-
næði svo hann hafi möguleika á að
vaxa og dafna til jafns við aukið
hlutverk.
„Fósturskólinn er nú í leiguhús-
næði, sem er löngu orðið of lítið.
Það væri því vel við hæfi, að á
barnaári fengi skólinn húsnæði til
framtíðar. Með því lyki því óöryggi
sem skólinn hefur búið við s.l. 30
ár; segir í lok tilkynningarinnar.
Börn og fóstrur á barnaheimili starfsfólks á Kleppsspítala. Fóstran við enda borðsins er Marta
Sigurðardóttir formaður Fóstrufélags íslands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48