Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 88. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1979
23
Sumar
dagur-
inn
fyrsti
Reykjavík
i 6
Skátatívólí og skemmtiatriði
• I Reykjavík sjá skátar um hátíðahöld dagsins. Hefjast þau með því að tvær skrúðgöngur leggja upp kl.
13.45 önnur frá Hlemmi og hin frá Melaskóla. Gengið verður niður á Lækjartorg. Lúðrasveitin Svanur og
Lúðrasveit Verkalýðsins leika fyrir göngunum.
Kl. 14.00 hefjast skemmtiatriði á Lækjartorgi. Koma þar fram Toddi trúður, Baldur Brjánsson
töframaður, barnasönghópur og einnig skemmta „Stelpurnar".
Kl. 16.00 verða skemmtiatriðin flutt út á Austurvöll og þar verður tízkusýning á vegum Model '79
danssýning undir stjórn Heiðars Ástvaldssonar og Jazzskóli Báru sýnir dans. Islandsmeistararnir í
paradanskeppni í diskódansi og unglingameistarar sýna dans, auk þess verður Fordbílaklúbburinn með
sýningu og Hestamannafélagið Fákur verður einnig með sitthvað á boðstólnum.
I lok skemmtidagskrárinnar verða sjóskátar með smásprell á Tjörninni.
Síðan en ekki sízt ber að geta þess, að skátarnir munu, eins og í fyrra, bjóða upp á Tívólí í Austurstræti
og Pósthússtræti.
Hafnarfjörður
Skátaskrúðganga og hlaup
• ÍHafnarfirði hefjast hátíðarhöldin kl. 10.00 áredegis með því að lagt verði af stað í skrúðgöngu frá
Skátaheimilinu Hraunbyrgi og gengið Reykjavíkurveg, Fjarðargötu, Strandgötu, Suðurgötu að kirkju,
þar sem skátaguðsþjónusta hefst kl. 11.00. Prestur er séra Gunnþór Ingason og stólræðu flytur Sigurður
H. Þorsteinsson. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur fyrir skrúðgöngunni.
Eftir hádegið mun F.H. gangast fyrir víðavangshlaupi í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, sem er 29.
okt. n.k. Hefst hlaupið kl. 14.00 við Lækjarskóla og verður keppt í nokkrum flokkum. Flokki 8 ára og yngri
stelpna og stráka, þau hlaupa 600 m. 9—12 ára stelpur hlaupa 1.000 m, 13 ára og eldri telpur 1.500 m,
9—13 ára strákar 1.000 m, 14—16 ára strákar 1.000 m og 17 ára og eldri 1.500 m. Veitt verða þrenn
verðlaun í hverjum flokki og faFandbikar fyrir bezta árangur.
Garðabær
Fjölskyldukaffi og tívólí
• I Garðabæ sjá skátar um hátíðahöldin. Kl. 11.00 árdegis verður skátaguðsþjónusta í Garðakirkju. Eftir
hádegið, kl. 14.00, verður safnast saman á mótum Karlabrautar og Hofsstaðabrautar og gengið þaðan í
skrúðgöngu um Flatir að Skátaheimilinu. Þar verður kaffisala á vegum skátanna og munu þeir einnig
kynna starf sitt með sýningum og skemmtiatriðum. Tvívolí, sem skátarnir hafa sjálfir útbúið, verður
öllum opið.
Kópavogur
Víðavangshlaup og fleira
• Kvenfélag Kópavogs annast framkvæmd hátíðarhaldanna. Hefst dagskráin kl. 10.00 árdegis með
víðavangshlaupi frá félagsheimilinu Fagrahvammi.
Kl. 13.30 hefst skrúðganga frá Digranesskóla að Kópavogsskóla með skátum og skólahljómsveit
Kópavogs í fararbroddi.
Onnur dagskráratriði verða: Ávarp, séra Arni Pálsson, kórsöngur, leikþættir, diskódanssýning og
verðlaunaafhending til sigurvegara víðavangshlaupsins. Kynnir Guðrún Stephensen leikari.
Mosfellssveit
Sumarfagnaður og fjölskyldukaffi
• I Mosfellssveit standa Stefniskonur fyrir sumarfagnaði yngri kynslóðarinnar. Hefst fagnaðurinn í
Hlégarði kl. 15.00. Lúðrasveit barna úr Mosfellssveit leikur, telpnakór syngur. Leikflokkur úr Kópavogi
kemur í heimsókn og sýnir nokkur atriði úr barnaleikritinu „Gegnum holt og hæðir", sem verið er að sýna
í Kópavogi. Einnig verður fjöldasöngur og í lokin stiginn dans. Félagar úr Karladórnum Stefni leika fyrir
dansi.
í Hlegarði verður einnig fjölskyldukaffi.
Seltjarnarnes
Skrúðganga og sumarkaffi
• Á Seltjarnarnesi verður safnast saman við félagsheimilið kl. 9.30 árdegis og gengið í skrúðgöngu með
skáta í fararbroddi um bæinn og til skátaguðsþjónustu í Neskirkju. -
Eftir hádegið mun Kvenfélag Seltjarnarness vera með sitt árlega sumarkaffi í félagsheimilinu og að
venju verður þar sitthvað til skemmtunar. Félagsheimilið opnar kl. 15.00
Nýtt happdrættisár D.A.S.
Toppvinning-
um fjölgað
HAPPDRÆTTI DAS er nú að
hef ja nýtthappdrættisár. hið 25. í
röóinni. Akveðið hefur verið að
hætta um sinn að hafa hús í
aðalvinning. eins og verið hefur.
en dreifa hæstu vinningunum á
fleiri númer.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi, er Sjómannadagsráð boðaði
til nýverið í nýjum húsakynnum
ráðsins að Hrafnistu í Hafnarfirði.
Aðalvinningurinn á næsta ári
verður húseign að vali vinnanda
fyrir 25. millj. kr. Þá verður í
júlí-útdrætti sumarbústaður að
Hraunborgum í Grímsnesi, full-
frágenginn og með öilum búnaði
og húsgögnum, að verðmæti 15
millj. kr. Bústaðurinn verður til
sýnis laugardaga og sunnudaga í
júní frá kl. 11 — 19 og hefjast
sýningar á hvítasunnunni, þ.e.
laugardaginn 2. júní.
íbúðarvinningar verða í 1. flokki
á 10 millj. og í öðrum flokkum á 7,5
millj. kr. Nú sem áður verða 100
bílavinningar á 2 millj. og 1,5
millj., en einnig verður dregið um
valdar bifreiðar, sem verða Simca
Matra Ranco í maí, Mazda 929 L
Station í ágúst og Ford Mustang í
október. Ferðavinningar verða
samtals 300 og húsbúnaðarvinn-
ingar samtals 5588.
Heildartala vinninga er 6.000,
samtals að upphæð 540 millj. kr.
Mánaðarverð miða verður 1.000 kr.
og verð ársmiða 12.000 kr.
Þetta kom fram í ávarpi fram-
kvæmdastjóra happdrættisins,
Baldvins Jónssonar og sagði hann
einnig: „Málum aldraðra er sem
betur fer sífellt meiri gaumur
gefinn og Reykjavík, Akureyri pg
heildartekjum happdrættisins er
varið í vinninga og af eftirstöðvun-
um er varið i0'7c til Byggingar-
sjóðsins.
„Gamla baðstofulífið
alveg úr sögunni"
Pétur Sigurðsson gerði síðan
grein fyrir stöðu byggingarfram-
kvæmda Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sagði hann m.a.: „Auk teiknivinnu
er þessa dagana unnið að öflun
tekna til fjármögnunar byggingar-
framkvæmdanna hér í Hafnar-
firði. Fengist hafa vilyrði 5 sveit-
arfélaga í Reykjaneskjördæmi, þ.e.
Grindavíkur,        Hafnarfjarðar,
Garðabæjar, Seltjarnarness og
Bessastaðahrepps. Auk þess hafa
nokkrar stúkur úr Oddfellowregl-
unni ákveðið að taka þátt í upp-
byggingunni.
Þörfin í dag er brýnust fyrir
sjúkt aldrað fólk og eftirspurn
eftir vistun er gífurlega mikil.
Gamla baðstofulífið er alveg úr
sögunni og oft hefur gamalt fólk í
ekkert hús að venda.
Fram að þessum framkvæmdum
hér í Hafnarfirði hefur okkur
tekist að reka fyrirtækið án
rekstrarhalla, en rekstrarhallinn á
s.l. ári er tilkominn vegna vaxta-
byrði og eigum við nú í miklu basli
að losa okkur úr skuldum. Munum
við í framhaldi af viðræðum við
sveitarfélög þurfa að sækja til
hins opinbera um aðstoð. Má
reyndar í því því sambandi benda
á, að þjónusta sú, sem við veitum
fellur að vissu leyti undir sjúkra-
húsgeirann, því ef litið er til
sjúkrahúsanna úti á landi þá eru
þau meira og minna yfirfull af
sjúku, öldnu fólki."
Veitum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld gæti þessi mynd heitið. en
hún er tekin í hinum vistlegu húsakynnum Hrafnistu í Hafnarfirði.
Forráðamenn D.A.S. við hlið Mustang-bifreiðarinnar. er dregin verður
út í október. Þeir eru. talið frá vinstri: Pétur Sigurðsson formaður
Sjómannadagsráðs. Baldvin Jónsson framkva'mdastjóri happdrættis-
ins. Hilmar Jónsson. Garðar Þorsteinsson og Tómas Guðjónsson.
mörg fleiri bæjarfélög út um land
vinna ötullega að þessum málum
og mörg þeirra hafa hlotið lán úr
Byggingarsjóði aldraðs fólks, en
einu tekjur þess sjóðs eru 40% af
hagnaði okkar happdrættis.
Við teljum sjálfir á þessum
tímamótum, að við getum sam-
fagnað framlagi Happdrættis
Dvalarheimilis aldraðra sjómanna
til málefna aldraðra og færum
viðskiptavinum happdrættisins
kærar þakkir fyrir þeirra dýr-
mæta stuðning."
Það kom einnig fram, að 60% af
Það kom fram hjá Pétri, að
samtals eru í lengri og skemmri
vistun á heimilum DAS í dag u.þ.b.
520 manns, þar af 100 manns á
Hrafnistu í Hafnarfirði og 420 í
Reykjavík. Sagði hann að vegna
endurbóta á húsnæðisaðstöðu
heimilisins í Reykjavík væri fyrir-
hugað að fækka þar vistmönnum.
Sá áfangi, sem fyrirhugað er að
vinna að á næsta ári er uppbygg-
ing annars hússins, en fyrirhugað
er að þau verði þrjú. ásamt því að
koma upp tengingum milli allra
húsanna á svæðinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48