Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 88. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRIL1979
33
Til alþingismanna
um breytingu
áfengislaga o. fl.
Frétt um frumvarp til breytinga
áfengislöggjafar íslendinga hefur
vakið athygli og umtal.
Það sem mesta furðu hefur
vakið er sú staðreynd, að frum-
varpið virðist ekki taka minnsta
tillit til vísindalegra fullyrðinga
um ráð til að draga úr neyslu
áfengis og umgengni unglinga og
barna við þetta algengasta og
ægilegasta eiturefni, sem æskan
þarf að varast.
Samkvæmt fréttum af frum-
varpi þessu og sjónvarpsumræðum
þar að lútandi virðist eiga að
draga sem mest úr ölliim hömlum
og færa niður aldursmark til
kaupa og neyzlu þessa vímugjafa,
sem á helzt að vera til sölu og
neyzlu allan sólarhringinn að
minnsta kosti á veitingahúsum
höfuðborgarinnar.
Þetta gerist á sama tíma, sem
Alþjóða-heilbrigðisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna hvetur til að
hömlur og hindranir við dreifingu
og sölu áfengis verði hertar.
Til þess eru tiltæk ráð talin
heppilegust:
Hækka verð áfengis, minni fram-
leiðsla, innflutningshömlur, og
fækkun sölu og dreifingarstaða,
Segja má, að rannsóknir og
aðstaða í nágrannalöndum og
reynsla okkar íslendinga sjálfra
bendi allt í sömu átt:
Því minni hömlur, því meiri
neyzla. Fáir kunna sér þarna hóf
og mát. Fórnarlömbin verða því
mörg á þessum hryllilega blót-
stalli. Ábyrgðin verður þung, sem
löggjafinn verður að axla.
Þá höggur sá, er hlífa skyldi.
Frelsið verður að taumleysi
trylltrar ástríðu, græðgi og síðast
ólæknandi sjúkleika.
Nú er að verða vakning og
stefnubreyting víða um lönd í
þessum málefnum.
Flestir telja rétt að snúa sér til
bernsku og æsku. Fræðsla, hömlur
og vernd, ásamt heppilegum tóm-
stundaiðkunum og tómstunda-
stofnunum í skóla og utan, þar
sem heimilið verði þó fremst og
æðst eru talin helztu tækin til að
hlaða brjóstvörn og vígi gegn
þessum vágesti.
Hljómleikar
á Akranesi
Akramsi. 17. aprfl
TÓNLISTARFÉLAG Akraness
efnir til hljómleika í fjölbrauta-
skólanum á Akranesi á sumardag-
inn fyrsta, 19. apríl, klukkan 18:30.
Jónas Ingimundarson píanóleikari
leikur fjölbreytta efnisskrá sem á
eru verk eftir eldri og yngri
höfunda.
Júlíus.
-------------» ? .--------------
Leiðsögumenn
undirbúa ferða-
mannatimabilið
Félag leiðsögumanna hélt
nýlega sína árlegu helgarráð-
stefnu f ölfusborgum í
Hveragerði.
Á ráðstefnunni voru flutt þessi
fræðsluerindi: „íslenzkir stein-
gervingar", Leifur A. Símonarson
jarðfræðingur; „Útbreiðsla stein-
tegunda í íslenzkum jarðlögum",
Sveinn Jakobsson jarðfræðingur,
og „Ferð á Strandir í leit að
hákarlaminjum", Þór Magnússon
þjóðminjavörður.
Fulltrúum eigenda hópferðabif-
reiða var boðið til ráðstefnunnar
og áttu þeir viðræður við leiðsögu-
menn. I lok ráðstefnunnar var
haldið til Þorlákshafnar þar sem
Gunnar Markússon skólastjóri tók
á móti hópnum og sagði sögu
staðarins.
Baráttan gegn tóbakinu hefur á
síðustu tímum sýnt og sannað
þessa leið heppilega og nú þegar
varðað veginn, jafnvel að frum-
kvæði æskunnar sjálfrar og með
hennar liðsinni, litið augum barns-
ins.
Varla fengi Ár barnsins verð-
ugra viðfangsefni en það, að fylkja
sér í raðir gegn áfengisneyzlu og
öllu því böli, sem þar siglir í
kjölfarið. Hvergi eru fórnarlömbin
fleiri en úr hópi barna á heimilum
alkohólista.
Með þetta í huga bæði í baksýn
og framsýn af sjónarhóli manns,
sem um nær hálfrar aldar skeið
hefur helgað áhuga og störf þess-
um málum sem kennari, prestur
og íslenzkur borgari, vil ég leyfa
mér að benda Alþingismönnum,
stjórnendum þjóðar og borgar
ásamt alþjóð á eftirfarandi atriði í
uppeldismálum og áfengisvörnum,
þar á meðal áfengislögum:
1. Felið heimilum aukin áhrif til
uppeldis og handleiðslu foreldra
og eldri kynslóða. Bætið jafnvel
launalega aðstöðu heimavinnandi
mæðra til jafns við önnur þjóðfé-
lagsstörf til að hamla flótta þeirra
frá helgustu skyldum lífsins. Veit-
ið heimilum aukna heimild til
afskipta og áhrifa um útivist og
dvalarstaði barna.
2. Felið sérstökum eftirlits-
mönnum og leiðbeinendum í skól-
um sérstaka ábyrgð og starfsemi
við félagsuppeldi barna og ungl-
inga viðvíkjandi skemmtunum og
félagsmótum allt til 16 ára aldurs.
Þarna mætti gjarnan hafa til
hliðsjónar og fyrirmyndar starf-
semi barnastúkna eins og hún var
á fyrra helmingi aldarinnar. Betra
félagslegt uppeldi og veganesti
hefur varla gefizt í íslenzku þjóð-
lífi.  -
Nú ætti skólum og kennurum
yfirleitt að vera auðvelt og hægt
um vik á þessu sviði, með allan
laugardaginn í hverri viku til
umráða. Aður var aðeins sunnu-
dagurinn einn sem unnt var að
helga félagslegri mótun og mennt-
un nemenda.
3. Gefið kirkjunni meiri gaum.
Þar er margt hollt og heillavæn-
legt á hraðbergi. Æskulýðsstarf
kirkjunnar ætti löggjafinn að
styðja sem bezt með ráðum og dáð.
Starfsemi safnaðarheimila, ef vel
er að verki staðið ætti sannarlega
að njóta sömu kjara og skólar eða
aðrar uppeldisstofnanir til upp-
byggingar og árlegs starfrekstrar.
4. Takmarkið sem mest fjárráð
barna og æskufólks allt fram til
tvítugs, nema þá til náms og
uppbyggingar framtíðarhag. Eflið
sem bezt og tryggið sparifjárað-
stöðu unglinga. Sú hugsjón geng-
ii na æskulýðsleiðtoga mun ávallt
verða heilladís æskunnar í land-
inu, ef vel er að verki staðið.
5. Veita skal hollri félagsstarf-
semi ungs fólks sem allra mestan
stuðning fjárhagslega og til allrar
aðstöðu. Þar má fyrst minna á
íþróttafólkið. En þar skarar ís-
lenzk æska fram úr ekki sízt í
skák, fimleikum og dansi. Raunar
má hér minna á þá staðreynd, að
íslenzk æska er meðal hinna
fremstu í flokki afreksmanna í
heimi. Það er undur svo fámennr-
ar, afskekktrar þjóðar og sannar
öllu fremur hvílíkur auður er hér
til allrar varðveizlu og dýr hver
sem glatast fyrir hugsunarleysi og
heimsku.
Hér skal einnig minnt á gildi
hinna góðu og gömlu æskulýðs-
samtaka landsins. Ungmennafé-
lög, skátafélög, stúkurnar, æsku-
lýðsfélög kirkjunnar og íslenzka
ungtemplara í broddi fylkingar
eru allt heillaþættir í hamingju-
þræði þjóðarinnar í framtíð og
nútíð, og þurfa því sem bezta
athygli og umhyggju forystu^
manna þjóðarinnar hverju sinni.
6. Stofna þarf og starfrækja
sérstaka  skemmtistaði,  helzt  í
hverju hverfi borgarinnar eftir
föngum og ráða til þeirra foringja,
sem kenndu fólki að skemmta sér,
einkum dans, söng, upplestur, leiki
og alla háttvísi. Þessir staðir verða
að öllu leyti hvað aðstöðu, um-
hverfi og skemmtikröftum viðvík-
ur að standa jafnfætis vínveit-
ingastöðum. Aðstöðumuninn verð-
ur hið opinbera að borga. Og þar
kemur til kasta löggjafans auðvit-
að með þá staðreynd í huga, að
þetta séu uppeldisstofnanir og
verndarvirki æskunnar til hollrar
gleði og heilla.
7. Stofna þarf til þegnskyldu-
starfa fyrir unglinga um tíma
árlega í tvö ár. Þarna yrði um að
ræða nokkurs konar stofnun til
eflingar hlýðni, trúmennsku, fórn-
arlund og þekkingar á sem breið-
ustum grunni á sviði þjóðlífsins.
Starfsemi þessa þyrfti að skipu-
leggja allt frá atvinnuháttum til
sjós og lands til þjónustustarfa á
stofnunum og sjúkrahúsum í fjöl-
menni, ekki sízt elliheimilum,
barnahælum og endurhæfingar-
stöðvum slasaðra og drykkju-
sjúkra.
8. Gera árlegar athuganir og
rannsóknir á neyzlu og dreifingu
áfengis, tóbaks og annarra áskap-
aðra bölvalda heilsu og heilla. Ög
nýta síðan árangur og staðreyndir
slíkra rannsókna til varnar og
verndar gegn þessum voða að
beztu manna yfirsýn.
9. Efla þær stofnanir til endur-
hæfingar og hjálpar alkóhólistum,
sem stofnaðar hafa og starfræktar
verið hin síðustu ár fyrir þrotlaus-
an áróður, dáð og dug ágætra
þegna.
10. Auka markvissa áfengis-
fræðslu í öllum skólum landsina á
grunnskólastigi og skipa þar
ákveðna eftirlitsmenn, með starfi,
bókakosti og prófun í þessari
mikilsverðu námsgrein. Kosta er-
indreka til fræðslu og leiðbeiningá
um áfengismál til að ferðast um
landið.
Heiðruðu landsfeður, ég hef oft
dáðst að snilli og einkum samn-
ingasnilld  íslenzkra  stjórnmála-
manna, sem hafa um áratugi leitt
þessa þjóð frá örbirgð og áþján til
frelsis, frama og álits meðal þjóða
heims í allri hennar smæð, um-
komuleysi og einangrun.
Þetta hefur gerzt án nokkurs
blóðdropa, án haturs og hefnda.
Og er sá samanburður ísl. stjórn-
mála við hin erlendu sannarlega
til fyrirmyndar.
Sýnið nú og sannið, að ekki sé
framsýni ykkar og snilld til úr-
ræða og samninga um vandamálin
við okkar eigin hjartastað síðri en
í viðskiptum við erlend stórveldi.
Sannarlega er sá eldurinn heit-
astur, er á sjálfum brennur.
Vissulega eru auðlindir okkar og
efnahagur mikils virði og vanda-
mál. En dýrmætasti auður hverrar
kynslóðar er æskan og framtíð
hennar.
Og gæfugullið henni til handa
heiman að er í okkar eigin barmi
og armi til umhyggju og hand-
leiðslu.
„Án  er  ills gengis,  nema  að
heiman hafi."
1. marz 1979.
Arelíus Níelsson.
BENIDORM
AUDVflAD MED OLYMPO
BROTTFARARDAGAR 1979.
23. maí  3 vikur   25. júlí    3 vikur
13. júní  3  -      15. ágúst  3  -
04. júlí  3  -      05. sept.   3  -
FARARSTJÓRAR: JESÚS OG MARÍA.
VIÐ HÖFUM REYNSLU OG ÞEKKINGU SEM KEMUR ÞÉR TIL GÓÐA.
TRAVEL
Norðurver/Nóatún, símar 29930 og 29830
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48