Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 88. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979
Halldór Fjalldal
— Minningarorð
Fæddur 31. maí 1910.
Dáinnll.apríll979
Halldór Fjalldal var fæddur 31.
maí 1910 að Melgraseyri við Isa-
fjarðardjúp. Dáinn 11. apríl 1979 á
Landspítalanum í Reykjavík.
Foreldrar Halldórs voru Jón
Halldórsson Fjalldal, fæddur 6.
febrúar 1883 að Rauðumýri í
Norður-ísafjarðarsýslu, og kona
hans, Jóna, f. 1882 og d. 1932,
Kristjánsdóttir bónda í Tungu í
Nauteyrarhreppi Franzsonar. Jón
hreppstjóri og gagnfræðingur frá
Flensborg 1901. Búnaðarpróf frá
Vinterlandbrugskolen í Ósló 1906.
Bóndi á Melgraseyri, formaður
yfirkjörstjórnar, búnaðarþings-
fulltrúi og gegndi fjölda annarra
trúnaðarstarfa. Hlaut heiðurs-
verðlaun úr styrktarsjóði Chr.
konungs IX.
Voru foreldrar Jóns hreppstjóra
Halldór Jónsson bóndi að Lauga-
bóli í N-ísf. Halldórsson og kona
hans Guðrún Þórðardóttir á
Laugabóli Magnússonar. Halldór
mikilsmetinn, hreppsnefndarodd-
viti og búfræðingur frá búnaðar-
skólanum í Stend, Noregi. Halldór
bóndi að Rauðumýri um langan
aldur. Kona hans Guðrún Jóns-
dóttir frá Skarði á Skarðströnd.
Hinn vestfirzki höfðingi Halldór
Fjalldal, kaupmaður í Keflavík á
Suðurnesjum, kvæntist fyrir 41 ári
sinni góðu og umhyggjusömu
konu, frú Sigríði Skúladóttur tré-
smiðs Skúlasonar í Keflavík, og
bjuggu þau í Keflavík í ástríku
hjónabandi um langan aldur.
Börn þessara heiðurshjóna voru
þessi:   Skúli   tæknifræðingur,
kvæntur danskri konu og eru
búsett í Danmörku, Guðrún
hjúkrunarkona, Jóna hjúkrunar-
kona og Oddur læknir við Land-
spítalann.
Þá rak Halldór ásamt konu
sinni myndarlega verzlun um
margra ára skeið í Keflavík, og
mun hans góða kona hafa átt
stóran þátt í þeim verzlunar-
rekstri.
Halldór Fjalldal var allsstaðar
vel kynntur, enda höfðingi af
vestfirzkum höfðingjaættum.
Afkomandi hinna elstu Vatns-
fjarðargoða, sem héldu Vatns-
fjarðargoðorð mann fram af
manni. Þá var hann kominn frá
hinum gömlu Skarðverjum, Birni
Þorleifssyni riddara og hirðstjóra
og konu hans, Ólöfu ríku Lofts-
dóttur á Skarði, Skarðströnd.
Um tuttugu ára tímabil höfum
við Halldór Fjalldal verið starfsfé-
lagar á Keflavíkurflugvelli á
vegum Varnarliðsins og störfuðum
við þar saman sem fulltrúar
starfsfólks Birgðastöðvar Varnar-
liðsins með yfirmönnum Birgða-
stöðvarinnar um margra ára skeið,
enda kosnir árlega sem fulltrúar
nefndar til viðræðna um ýmiss-
konar vandamál varðandi Birgða-
stöðvar Varnarliðsins við yfir-
menn þess. Nefnd þessi er kölluð
Employee Council.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um, og þessi góði vinur minn er
allur, þá er komið að kveðjustund.
Starfsfélagar hans hjá Varnar-
liðinu, yfirmenn Varnarliðsins,
hin góða kona hans og börn, ásamt
fjölda ættingja og vina kveðja nú
þennan ágæta íslending með trega
í hjörtum sínum og biðja aigóðan
Guð að blessa minningu hans og
heimkomu til æðri heimkynna.
Halldór Fjalldal verður jarð-
settur í Keflavík í Keflavíkur-
kirkjugarði föstudaginn 20. apríl
kl. 2. sd.
Arni Ketilbjarnar
f rá Stykkishólmi.
Halldór Fjalldal var sterkur
kvistur af vestfir'skum stofni,
fæddur 31. maí . 1910 að
Melgraseyri við ísafjarðardjúp og
sannarlega lágu rætur hans til
vesturs, svo oft talaði hann um
sveit sína, sem hann unni alls hins
bezta. Foreldrar hans voru
merkishjónin Jóna Kristjánsdóttir
frá Tungu í Nauteyrarhreppi og
Jón Halldórsson Fjalldal frá
Rauðamýr, þjóðkunnur fyrir störf
sín að sveitarstjórnarmálum og
framförum í landbúnaði. Jóns
Fjalldals verður þó sennilega
lengst minnst fyrir frumkvæði sitt
að mennta- og menningarsetrinu á
Reykjanesi við Djúp.
Þeim hjónunum á Melgraseyri,
Jónu og Jóni, varð tveggja barna
auðið, Halldórs sem kvaddur
verður frá Keflavíkurkirkju á
morgun — föstudag, — og Gerðar
sem búsett er í Reykjavík.
Halldór Fjalldal hleypti heim-
draganum snemma. Hugur hans
leitaði út, eðli hans var að kynnast
tilverunni, læra, hvort heldur var í
skóla eða af sjálfu lífinu, starfinu,
hvert sem það nú var á hverjum
tíma.
Halldór leitaði víða fanga, innan
lands og utan, kynntist mönnum
og málefnum, enda fór ekki hjá
því, að svo skemmtinn maður og
með þvílíka umræðugleði, yrði alls
staðar aufúsugestur og heima-
maður.
VIÐ ÓSKUM GESTUM OÐALS
lif
um
I kvöld mœta allir í sólskinsskapi
Þaö er alltaf eitthvað
um aö vera í Ooali!
, kvöld $&
- Þriójud. 24.apríl n##flm
Franskur matur og drykkjarföng
- skemmtiatriöi -
En á Suðurnesjum var segullinn,
sem dró ungan manninn Halldór
til sín og þar, í Keflavík, varð hann
heimilisfastur er hann kvæntist
Sigríði Skúladóttur sem lifir mann
sinn, ásamt fjórum börnum þeirra,
miklu myndar- og manndómsfólki,
Börnin eru: Skúli tæknifræðingur í
Odense, Jóna húsmóðir og
hjúkrunarkona á Akureyri, Oddur
læknir í Reykjavík, Guðrún
hjúkrunarkona sem starfað hefur
um skeið í Kaupmannahöfn en
flyst nú til starfa hér á landi.
Barnabörnin eru 7 og má með
sanni segja að þau hafi öll verið
augnayndi afa síns, enda var
Halldór heitinn sérstaklega barn-
góður og ekki langt að leita að
barnshjarta þessa látna vinar, sem
nú er kvaddur um sinn.
Halldór og Sigríður reistu sér
stórt hús í Keflavík, við Túngöt-
una á heimaslóðum Sigríðar.
Efnin voru ekki mikil, en þótt
stórhugurinn væri fyrir hendi,
fóru þau hyggilega að og húsið því
reist í tveimur áfögnum eða svo.
Þau lögðu bæði mikið að sér við
vinnu, svo að framtíðarheimilið
mætti verða hlýlegt og myndar-
legt, enda myndarskapur hús-
freyju slíkur að við hæfi er að geta
hans sérstaklega hér.
Þau hjónin stofnsettu snemma
sinn eigin atvinnurekstur, verzlun,
prjónastofu, allt lék í höndum
Sigríðar, en ekki vantaði
hvatningu og viðskiptaáhuga Hall-
dórs. Hann starfaði þó oft fjarri
verzluninni og síðastliðinn rúman
aldarfjórðung var hann við störf
hjá varnarliðinu.
Halldór kunni einstaklega vel
við sig í þeim störfum. Þar naut
hann mikils trúnaðar að mak-
leikum og var heiðraður af varnar-
liðinu fyrir störf sín. Hann hefði
því kosið að samstarfsfólki sínu
þar og stjórnendum varnarliðsins
væru færðar sérstakar þakkir nú
að leiðarlokum, sem nú er gert.
Halldór Fjalldal var alltaf
hrókur alls fagnaðar og þurfti ekki
fagnað til. Skemmtilegheit hans
voru með einsdæmum. Sögumaður
var hann slíkur, að smámunir voru
í meðförum hans heil ævintýri. En
gamansemi Halldórs meiddi
engan, hún var græskulaus eins og
allt hans líf.
Halldór Fjalldal er nú allur.
Litríku lífshlaupi lokið hér á jörð.
Vinum hans er áreiðanlega
söknuður í huga, en jafnframt
þakklæti.
Þegar ég, kona mín, börn og
tengdabörn kveðjum vin okkar
Halldór er okkur efst í huga
þakklæti til vinar okkar fyrir allan
hlýhuginn og kærleikann, sem
Halldór var svo ríkur af. Það var
alltaf lærdómsríkt, heilsu og gleði-
gjafi að hitta Halldór Fjalldal.
Sigríði og börnunum ásamt fjöl-
skyldum þeirra biðjum við Guðs
blessunar.
Jóhann Petersen.
BING0
BINGÓ í TEMPLARAHOLLINNI, EIRIKSGÖTU 5,
KL. 8.30 í KVÖLD.
18 UMFERÐIR. VERÐMÆTI VINNINGA 188.000.-.
SÍMI 20010.

Strandgötu 1 — Hafnarfirði
Opiítilkl.1.00      Diskótek
^iiíHíH flílrri;
jöi$:wi\"&\ $* 'i iw*\te!feiBip
FOSTUDAGUR
OISKÓTEK
fyrir   alla
aldurshópa
Opið til kl. 1.00. Aldurstakmark 20 ár.
m*. &¦ ffiM: $m ; #p-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48