Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1979 Magnús Gíslason dr. phil skólastjóri — Minning Fæddur 25. júní 1917 Dáinn 16. apríl 1979 Öðlingurinn dr. Magnús Gísla- son, skólastjóri á Konungahellu í Svíþjóð, er allur langt um aldur fram. Hann fæddist á Akranesi 25. júní 1917 og voru báðir foreldrar hans Borgfirðingar. Hann tekur kennarapróf 19 ára gamall, kennir um hríð hér heima en hverfur svo til frekara náms og kennslustarfa í Danmörku. Hann tekur stúdents- próf frá Höng Gymnasium og hefur svo háskólanám í Stokk- hólmi, sem hann lýkur 1949 með embættisprófi í norrænum málum, uppeldisfræði og sálarfræði og norrænum þjóðlífsfræðum. Kórón- an á fræðaferli hans var svo doktorsritgerð um íslensku kvöld- vökurnar, sem undirrituðum hefur því miður ekki gefist færi á að lesa. Með háskólanáminu stundaði hann kennslu en lauk því samt á fimm árum. Hann stundaði enn- fremur söngnám og tók mikinn þátt í félagslífi Islendinga og stúdenta almennt. Hann söng í karla- og stúdentakórum og var síðar gerður að heiðursfélaga stúdentakórsins Orphei Drángar í Uppsölum. Einsöngvari var hann með Karlakór Reykjavíkur í för í Ameriku og sænskum kór suður um Evrópu. Þá söng hann einnig einsöngshlutverk á óperusviði í Stokkhólmi. Honum hefur sjálf- sagt staðið opinn meiri frami á þessu listasviði. En hann kaus að koma heim að loknu námi í Stokk- hólmi, og hafði þá kvænst framúr- skarandi konu, Brittu, sænskrar ættar. Hin ljúfasta og elskulegasta manneskja og var með þeim mikið jafnræði. Þau höfðu eignast dætur tvær, þegar hér var komið sögu. Magnús gerðist skólastjóri héraðs- skólans að Skógum og kæmi mér ekki á óvart að sá hálfur áratugur sem þau Britta og Magnús settu svip á staðinn væri með þeim hætti að þeir sem þangað sóttu myndu það meðan þeir lifðu. Glað- værð og alvara tvinnuð saman í starfi og leik. Það er ekki að efa að fengur hefur það verið fyrir byggðarlagið að fá þessi hámennt- uðu hjón, sem þó framar öllu voru skilningsrík og hlý við alla alþýðu. Skólinn var sannkallað menning- arsetur. Árið 1954 hverfur Magnús að nýju starfi, verður námsstjóri gagnfræðaskólanna í Reykjavík. Hann mótar það starf, sem var mjög erfitt og annasamt. Börnum þeirra fjölgar á þessum árum og þyngist því róðurinn að sjá heimil- inu farborða. Börnin eru sjö tals- ins en 1956 urðu þau alls níu. Árið 1955 ræðst Magnús til Norræna félagsins sem fram- kvæmdastjóri. Hann hafði alla tíð haft mikinn áhuga á norrænni samvinnu og m.a. flutt fyrirlestra á vegum Norræna félagsins í Svíþjóð svo hundruðum skipti. Þar fór því maður sem hafði verulega reynslu í norrænu starfi. Hann sinnti þessu starfi í auka- vinnu í vaxandi umsvifum félags- ins í áratug og leitaðist sannarlega við að leysa það eins vel af hendi og aðstæður frekast leyfðu. Aug- t Móöir okkar ELÍN MARTEINSOÓTTIR Hringbraut 34, Hafnartiröi lést í Borgarspítalanum 24. apríl Anna Lísa Siguröardóttir Marteinn Rafn Sigurösaon. t Maöurinn minn og faöir okkar, LARS MOE HAUKELAND, lasknir andaöist 22. apríl í Drammen í Noregi. Þuríöur Eyjólfsdóttir Haukeland Kristín Haukeland, Thor Elías Haukeland Lars Haukeland. Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma JÓHANNA SIGUROARDÓTTIR, Engjaseli 11, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. apríl kl. 10.30 árdegis. Ingibjörg EyÞórsdóttir, Svava Eybórsdóttir, Margrét Eypórsdóttir, Eiríkur Garöar Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. t Faöir okkar, fósturfaöir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON, myndskeri og bóndi, Hörðubóli, Dalasýslu, lézt í Heilzugæslustööinni í Búöardal, 11. apríl. Útför hans var gerö í kyrrþey, aö ósk hins látna. Þökkum auösýnda hluttekningu. Erlíngur N. Guðmundsson, Ragnhildur Hafliöadóttir, Péll Guómundsson, Auóur Kristjánsson, Aöalsteinn Valdimarsson, barnabörn, og barnabarnabörn. Skrifstofa okkar verður lokuð eftir hádegi miövikudaginn 25. apríl, vegna jaröarfarar. Steinavör h/ff. Tryggvagötu 4. ljóst var á þessum árum að Magn- ús vann of mikið, en aldrei kom það álag fram á þeim sem hann umgengust, ljúfmennskan og lip- urðin var alla tíð hans aðal. Hann var framkvæmdastjóri Norræna félagsins á annan áratug eins og fyrr segir og sér þess að sjálfsögðu víða stað. Árið 1966 hverfur hann til Svíþjóðar og verður kennari og síðar skólastjóri norræna lýðhá- skólans á Konungahellu og sat þar með sæmd uns yfir lauk. Var unun mikil að sækja þau hjónin heim þar eystra. Rausnin og ylurinn frá þessum úrvalshjónum fylgdi manni lengi á eftir ómurinn af fögrum söng þeirra beggja — öll sú minning hæfði höfðingjum af Svíþjóð og Islandi. Ekki féllu niður störf hans fyrir norræna samvinnu nema síður væri. Það sögðu mér þeir sem gerst máttu vita að enginn einn maður hefði þar um slóðir lagt eins að sér í sambandi við Vest- mannaeyjasöfnunina í Suður-Sví- þjóð. Alltaf reiðubúinn að koma á fundi og samkomur til framdrátt- ar málstaðnum. Hann var forustu- maður Norrænu félaganna á þessu svæði um marga hluti. Reynsla hans, alúð og hæfileikar ullu því að menn leituðu til hans. Eftir að hann kom til Svíþjóðar skipulagði hann margar hópferðir svía hing- að heim, og tókust þær með ágæt- um. íslendingar, sem dvöldust á Konungahellu við nám eða sér til hressingar um lengri eða styttri tíma áttu sitt annað heimili hjá Brittu og Magnúsi, ekkert var of gott fyrir þá. Magnús var sem fæddur félagsmálamaður með alla þá birtu og elskusemi og lipurð sem hann átti í svo ríkum mæli. Það hvarflaði á stundum að mér hvort hann hefði ekki frekar kosið að helga sig eingöngu fræðistörf- um, ef aðstæður allar hefðu leyft. Eitt er víst að hann sýndi það með ritstörfum sínum unnum flestum þegar aðrir hvíldust, að þar fór vænn, vitur og vel ritfær maður. Félagar norrænu félaganna eiga að baki að sjá merkum félaga og forystumanni. Við færum honum alúðarþakkir fyrir störfin og frá- bær kynni, sem gera mann að betri manni. Brittu og börnin og annað venslafólk bið ég allar góðar vætt- ir að geyma og flyt þeim hlýjar samúðarkveðjur Norræna félags- ins á Islandi. Iljálmar Ólafsson. Útför Magnúsar verður gerð í dag, miðvikudag, f Kungálv. Kynni okkar Magnúsar Gísla- sonar hófust í Stúdentakórnum einhverntíma á sjöunda áratugn- um. Eg var þá einn af græningjun- um en hann traustur hornsteinn undir undirbúning söngfararinnar til Finnlands. En það var þó ekki fyrr en ég var orðinn sendikennari í Gautaborg sem samstarf okkar hófst að ráði. Þetta samstarf jókst síðan dag frá degi, fyrst innan Sænsk-íslenska félagsins í Gauta- borg en síðar í tengslum við norrænu menntastofnanirnar í Kungálv. Við deildum bæði gleði- efnum og áhyggjum og oft fannst mér að áhyggjuefnin bæru aðra hluti ofurliði, en aldrei var svo dimmt í lofti að Magnús sæi ekki ljósglætu einhversstaðar. Þá var burgðið á glens og kannski raul- aðir nokkrir glúntar ef því var að skipta. Mig skortir þekkingu til þess að ræða hin fjölda mörgu mál sem Magnús lét til sín taka en það eitt veit ég að norræn samvinna hefur nú orðið að sjá á bak einum sinna traustustu liðsmanna. Á Norræna lýðháskólanum í Kungálv er oft sagt að þar sé sjaldan talað um norræna samvinnu en þeim mun betur unnið að henni á hverjum degi. Allt starf Magnúsar miðaði að auknum skilningi og samstarfi milli Norðurlandanna og mig grunar að nú þurfi fleiri en einn og fleiri en tvo til þess að fylla hið auða rúm stafnbúans: Stórhugur og bjartsýni ein- kenndi Magnús Gíslason. Eitt síðasta dæmið um það var náms- ferðalag rúmlega eitt hundrað lýðháskólanema frá Kungálv hing- að til lands á páskum í fyrra. Mér er það minnisstætt hvernig Magnús stýrði því máli heilu í höfn þótt hann ætti þá við erfiðan sjúkdóm að stríða. Þá varð sam- vera okkar mjög náin og ég sannreyndi það sem ýmsir nemendur hans voru raunar búnir að segja mér, að Magnús hafi einstakt lag á því að lægja óveðursöldur og skapa andrúms- loft trausts og skilnings í kringum sig. Hann lifði ekki að sjá árangur þessarar ferðar á prenti, því Islandsbókin okkar er ekki komin út ennþá, en það verður unnið að henni áfram í anda hans. En það er ekki hægt að ræða um líf og starf Magnúsar án þess að nefna Brittu konu hans. Á heimili þeirra var gott að koma. Glaðværðin va alls ráðandi og ég veit að minningin um skólastjóra- heimilið í Kungálv og kvöld- stundirnar þar eru meðal björtustu stunda allra þeirra fjöl- mörgu nemenda sem þar hafa setið. Sjálfur sagði Magnús að allt starf sitt væri Brittu að þakka og ég veit engin hjón jafn samhent og einlæg í starfi sínu, Við félagarnir í Sænsk-íslenska félaginu í Gautaborg söknum góðs foringja. Magnús var árum saman stjórnarmaður og formaður félagsins. Það er siður okkar að hittast á Norræna lýðháskólanum í Kungálv einhvern fyrsta sunnudag í sumri og gera okkur glaðan dag. Það hvílir skuggi yfir sumarfagnaðinum í ár, en ég veit að ef Magnús gæti komið boðum til okkar myndi hann segja okkur að syngja nú fullum hálsi Vorið er komið og grundirnar gróa og Fyrr var oft í koti kátt. Og það verður kveðja okkar til hans og þökk fyrir langt og óeigingjarnt starf í þágu íslensku nýlendunnar á vestur- strönd Svíþjóðar. Sjálfur á ég Magnúsi Gíslasyni mikið að þakka. Hann hefur kennt mér margt og verið mér góður vinur. Það er bjart yfir minning- unni um slíkan mann. Og þegar ég nú ber fram þakklæti mitt og fjölskyldu minnar í þessum fátæk- legu línum hripuðum í flýti leitar stöðugt á hug minn fögur setning úr bókmenntum þeim sem við unnum báðir. Þessa setningu veit ég best eftirmæli um skólamann: „Öllum kom hann til nokkurs þroska". Kristinn Jóhannesson. Þeir eru ófáir, sem stórlega efast um gildi norrænnar sam- vinnu. Má og til sanns vegar færa, að iðulega er hún hvorki meiri né merkilegri en koktelþamb og fá- nýtt hjal misviturra embættis- manna og pólitíkusa. En hún á sér aðrar og mikil- vægari hliðar. Þrátt fyrir allt er hún sú keðja er tengir saman bræðraþjóðir. Einn mikilvægasti hlekkurinn í þessari kveðju er norræni lýð- háskólinn í Kungálv. Ég var við nám í þessum skóla fyrir nokkrum árum, og ég hika ekki við að fullyrða, að fátt hafi mér reynst dýrmætara um dag- ana, en að kynnast þar fólki hvaðanæva frá Norðurlöndum. Þarna var saman komið fólk ýmisa skoðana. Einn var kommi, annar íhald eins og gengur og gerist. Þar fundust þrautleiðinlegir bindindismenn og gleðimenn góð- ir. Það gefur þvið auga leið, að oft var hart deilt um allt milli himins og jarðar. Én fyrir utan samnorrænan uppruna var eitt, sem sameinaði alla. Það var virðingin fyrir skóla- stjóranum, Magnúsi Gíslasyni. Það var ekki síst frábærri skipu- lagsgáfu hans að þakka, að skólinn var og er hin ágætasta mennta- stofnun. Og þó var lipurð Magnús- ar gagnvart nemendum og raunar einnig kennurum, skilningur hans á mannlegum þörfum og breisk- leika enn dýrmætari. Það er furðu- legt, hversu traust og um leið sveigjanleg þolrif þessi maður hafði gagnvart þeim, sem ekki höguðu sér ávalt beinlínis sam- kvæmt reglum skólans. Það veit sá sem ailt veit, að betur get ég borið vitni um það en ýmsir skólafélagar mínir. Mig langar til að nefna eitt dæmi: Það var einhvern laugardaginn, að tveir færeyskir skólabræður mínir og ég gerðum okkur glaðan dag, eins og títt er með unga menn. Það fór mjög í taugarnar á okkur, hversu teprulegir Svíar eru við drykkju sem og ýmislegt ann- að. Þessu vildum við mótmæla á eftirminnilegan hátt. Þegar líða tók á kvöldið gengum við því um skólasvæðið, kallandi margt ófag- urt orð um áðurnefnda þjóð. Gott ef tómar flöskur fengu ekki að fljúga áleiðis til himna í leið- inni. Heldur töldu menn ró sinni raskað við slikar aðfarir, enda fór svo, að kennari einn kærði okkur fyrir Magnúsi. Þegar ég kom í skólann næsta mánudag, hnippti Magnús í mig og bað mig ræða við sig einslega. Sagði hann mér frá kærunni, sem honum hafði borist, og lét þess getið í leiðinni, að hann kysi að ræða þetta mál við mig, en ekki Færeyingana, vegna þess að hann vissi að íslendingar bæru hvorki virðingu og enn síður ótta fyrir yfirvöldum, allra síst skóla- stjórum. Aftur á móti væri hann ekki eins viss með Færeyinga hvað þetta varðaði, og vildi því ekki styggja þá að óþörfu. Þegar hann hafði lýst þeim ásökunum, sem á okkur voru born- ar, öllum sönnum, lofaði ég náttúrulega bót og betrun fyrir mína hönd og félaga minna. Þá var það, að Magnús Gíslason mælti þau orð, sem seint munu líða mér úr minni: „Nei, nei, þó NN. viti það ekki, þá veit ég að fólk + Útför frænku okkar. LÁRUJÓNSDÓTTUR, fyrrverandi hjúkrunarkonu, veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 3. Systkinabörn og mágkona. Bróöir okkar og mágur REIMAR SIGURÐSSON, Hátúni 12. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 27. þ.m. kl. 1.30. ína Dóra Siguröardóttir, Jón Sigurósson, Rafn Sigurósson, Pálína Óskarsdóttir, Randý Siguróardóttir, Berghreinn Þorateinsson. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.