Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Nefnd kanni öiy ggisútbún-
að við Reykjavíkurhöfn
FARIÐ hafa íram viðræður milli forráðamanna Eimskipafélags íslands
og Verkamannafélagsins Dagsbrúnar um tíð slys við Reykjavíkurhöfn og
hefur orðið að samkomulagi að báðir aðilar skipuðu tvo menn í nefnd,
sem kannaði hvaða úrbóta væri helzt þörf á hinum margþættu
verksviðum við höfnina. Verkefni nefndarinnar er að gera ráðstafanir til
úrbóta og auka öryggi þeirra manna, sem starfa við höfnina.
í nefndina hafa verið tilnefndir   greiðslur  annarra félaga teknar
frá Dagsbrún Jóhann Geirharðsson
og Guðmundur J. Guðmundsson og
frá Eimskip Viggó Maack skipa-
verkfræðingur og Guðni Sigurþórs-
son, yfirverkstjóri. Jafnframt lá
bréf frá Dagsbrún fyrir hafnar-
stjórnarfundi í gær, þar sem óskað
var eftir að sérfróður maður frá
Reykjavíkurhófn tæki þátt í þessari
könnun. Var þar tilnefndur Hannes
Valdimarsson,    verkfræðingur
Reykjavíkurhafnar.
Þessar upplýsingar fékk Morgun-
blaðið hjá Guðmundi J. Guðmunds-
syni. Hann kvað starf nefndarinnar
ekki myndu einskorðast við vinnu-
aðstöðu í afgreiðslu Eimskipa-
félagsins,  heldur  myndu  skipaaf-
fyrir á sama hátt. Kvaðst hann gera
ráð fyrir að þá vikju fulltrúar
Eimskips úr nefndinni og í stað
þeirra kæmu fulltrúar viðkomandi
félaga. Þá sagði Guðmundur að
forstjóri Eimskipaféiagsins hefði
tilkynnt að hann myndi ráða sér-
staklega þegar í stað öryggisfull-
trúa, sem hefði ekki annan starfa en
líta eftir öryggistækjum og öryggi
við vinnu. Jafnframt hafa verið
gefin út fyrirmæli til allra skip-
stjóra féiagsins um að þeir láti fara
fram sérstaka aukaskoðun á
öryggistækjum og búnaði skipanna
og tilkynni niðurstöður, þegar
komið er í höfn. Er hér um að ræða
sérstaka aukaskoðun.
Varð bráðkvaddur í
erfidrykkju bróður síns
Á SKÍRDAG varð bráðkvaddur í
Grenivíkurkirkju organisti
kirkjunnar, Baldur Jónsson
bóndi á Grýtubakka, 62 ára gam-
all.
Útför Baldurs var gerð frá
Grenivíkurkirkju laugardaginn 21.
apríl a.1. og í erfidrykkju að lokinni
útförinni varð Karl Jónsson, bróð-
ir Baldurs, bráðkvaddur. Hann var
77 ára gamall og elztur 9 systkina,
sem ættuð voru f rá Mýri í Bárðar-
dal.
Karl Jónsson bjó lengi á Mýri og
þar bjó Baldur einnig um
nokkurra ára skeið, en hann flutti
síðar að Grýtubakka og bjó þar til
dauðadags.Eft.rl.fand.konaBaW_
urs er Arnbjörg Aradóttir og varð
þeim 9 barna auðið. Eftirlifandi
kona Karls er Björg Haraldsdóttir
og varð þeim fjögurra barna auðið.
Útför Karls verður gerð í dag,
föstudag, frá Akureyrarkirkju.
FIDE til
iðs við
íorchnoi
Alþjóðaskáksambandið hvatti f
dag til þess, að einstök skáksam-
bönd í heiminum hættu tilraunum
til að koma í veg fyrir þátttöku
einstakra skákmanna. Hvatningin
birtist eftir að sovézka útlaganum
Viktor Korchnoi hafði verið til-
kynnt að hans væri ekki óskað á
skákmóti f Júgóslavíu sem ráðgert
er í næsta mánuði.
Friðrik Ólafsson skýrði frá því á
blaðamannafundi í Amsterdam í
dag, að áskorun Alþjóðaskáksam-
bandsins yrði send öllum skáksam-
böndum allra þjóða á næstu dögum.
Friðrik sagði: „Hvað svo sem Rússar
kunna að hafa á móti Korchnoi, og
þrátt fyrir að ég taki ekki sjálfur
undir með þeim, get ég skilið afstöðu
þeirra, en það er skoðun mín, að
skáksambönd eigi að hafa í huga hag
sjálfrar skáklistarinnar".
Bátarnir
losnuðu
ÞÓRSHAFNARBÁTARNIR Litla-
nes og Fagranes, sem setið hafa
fastir í ís á Þistilfirði undanfarna
daga, losnuðu af sjálfsdáðum úr
ísnum um hálf fjögur-leytið í gær
og komust til hafnar.____________
Grásleppuhrogn flutt út fyrir 912 milljónir í fyrra:
Aðeins búið að salta í
um 800 tunnur, en 4000 á
sama tíma á síðasta ári
í I5YR.IIIN þessarar viku voru aðeins komnar á land um 800 tunnur af
grásleppuhrognum, en á sama tíma í fyrra var það magn orðið hátt í
4000 tunnur. í fyrra voru fluttar út rúmlega 13 þúsund tunnur af
hrognum og heildar útflutningsverðmætið nam 912 milljónum króna.
Að auki voru um 1400 tunnur unnar hérlendis, m.a. í kavíar.
Brúttóverð fyrir hverja tunnu af hrognum er nú tæplega 99 þúsund
krónur.
Baldur Jónsson
Karl Jónsson.
Til skamms tíma höfðu íslend-
ingar mikla sérstöðu í útflutningi
á grásleppuhrognum og réðu þá
um 80% markaðarins. Á síðustu
árum hefur orðið breyting á þessu
og einkum vegna þess hve Kanada-
menn hafa stóraukið hrognafram-
leiðslu sína. Áætla þeir að fram-
leiða um 12 þúsund tunnur í ár, en
1977 veiddu þeir aðeins í um 2300
tunnur. Markaðsstaðan hefur því
versnað mjög og verðið hefur ekki
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins:
Enn óákveðið, hvort Albert
og Matthías verða í kjöri
LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins verður haldinn
dagana 3. til 6. maí næstkomandi og verður þar kjörin
forysta flokksins. Nokkrir menn hafa verið nefndir til
forystu og hefur alla tíð verið ljóst, að Geir Hallgríms-
son formaður flokksins er í kjöri áfram og í gær sagði
Gunnar Thoroddsen varaformaður flokksins í samtali
við Mbl., að hann yrði áfram í kjöri sem varaformaður.
Þá hafa verið nefndir Albert Guðmundsson og
Matthías Bjarnason og leitaði Morgunblaðið í gær til
þeirra til þess að spyrja um fyrirætlanir þeirra í
framboðsmálum. Bæði Albert og Matthías lýstu því, að
þeir hefðu ekki gert upp sinn hug.
Matthías        Bjarnason,    nýtur vaxandi  trausts.  Hann
alþingismaður, kvaðst ekki hafa
tekið ákvörðun um það, hvort
hann yrði í framboði til varafor-
manns. Aðspurður um, hvað
gæti haft áhrif á það, að hann
tæki ákvörðun, sagði Matthías:
„Það er skoðun mín, að það
eigi að vera víðtækt samstarf
við kjór forystumanna og ég tel
að það eigi að vera náið sam-
starf milli formanns og varafor-
manns Sjálfstæðisflokksins. Ég
tel það með tilliti til þess að
Sjálfstaeðisflokkurinn er í
cjruggri  sókn með þjóðinni og
hefur mótað nýja efnahags-
stefnu, sem er í samræmi við
grundvallarstefnumið flokksins
og leiðir til stóraukins frjáls-
lyndis, sem bezt sannast á því,
að andstæðingarnir óttast hana
og reyna að rangtúlka hana.
í framhaldi af því tel ég að
flokkurinn eigi fyrst og fremst
að standa traustan og tryggan
vörð um formann sinn og ég
mun hiklaust styðja hann með
öllu því, sem ég fæ áorkað.
Fyrsta skilyrði til þess að
flokkur geti notað hagstæðan
byr og unnið stóran sigur í
hæstu kosningum, er að flokks-
menn standi fast með formanni
sínum og láti vera að vega að
honum, enda er það að verða
ánægjuefni nokkurra and-
stæðingablaða. Það ætti að
minnsta kosti að sannfæra
sjálfstæðismenn um að þegar
andstæðingarnir láta svo við
forystu í einum flokki, þá er það
vegna þess að þeir óttast hana.
Það var á sínum tíma vegið að
Bjarna heitnum Benediktssyni
og þá var tekin upp sterk bar-
átta gegn honum, sérstaklega af
kommúnistum. Hann stóð allt
slíkt af sér og var viðurkenndur
þjóðarleiðtogi síðustu árin, sem
hann lifði. Það var líka vegið að
Stefáni Jóhanni Stefánssyni í
Alþýðuflokknum á sínum tíma
af kommúnistum. Þeir fengu því
ráðið að honum var ýtt úr
formannsstarfinu. Þess vegna
skulum við láta þessi víti verða
okkur til varnaðar sjálfstæðis-
mönnum og byggja upp sterka
forystu.
Morgunblaðið spurði Albert
Guðmundsson, alþingismann,
hvort hann væri búinn að taka
um það ákvörðun, hvor hann
bjóði sig fram á landsfundi í
formannssæti í Sjálfstæðis-
flokknum. Albert svaraði: „Ég
get ekki svarað öðru til en ég
sagði í Vísi á dögunum. Ég hef
aldrei verið nær því að taka
ákvörðun um að fara í framboð-
ið. Lengra er það ekki komið, því
að ég hef verið upptekinn við
aðra hluti."
Þá var Albert spurður, hvort
hann myndi styðja einhverja
ákveðna menn til annarra em-
bætta innan flokksins. Um það
sagðist Albert ekkert hafa
hugsað og hann kvaðst ekki hafa
haft tíma til að velta lands-
fundinum mikið fyrir sér, fram
yfir það starf, sem hann hefði
innt af hendi í framkvæmda-
stjórn flokksins. Morgunblaðið
spurði Albert um samvinnu
forystumanna flokksins og kvað
hann samvinnu sína og Gunnars
Thoroddsen ávallt hafa verið
góða og eðlilega. Hins vegar
kvaðst hann harma, að sam-
vinna almennt milli forystu-
mannanra skyldi ekki vera
víðtækari.
hækkað í samræmi við kostnaðar-
hækkanir samfara veiðunum að
sögn Guðmundar Lýðssonar
framkvæmdastjóra Samtaka grá-
sleppuhrognaframleiðenda.
Norður- og Austurland hafa
undanfarin ár verið mikilvægust í
framleiðslu grásleppuhrogna, en á
mörgum staðanna hefur ekkert
verið hægt að róa það sem af er
þessari vertíð. Á Austfjörðum
voru t.d. í byrjun vikunnar aðeins
komnar á land innan við 10 tunn-
ur. Frá Stróndum hefur ekki verið
að ræða um neina vertíð vegna
íssins og það er aðeins í Siglufirði,
sem eitthvað magn hefur komið á
land.
Á mörgum minni staðanna úti á
landi er grásleppuvertíðinni snar
þáttur í atvinnulífinu og þar er
víða ekki annarri atvinnu til að
dreifa á þessum árstíma. Er því
tjónið mikið á þessum stöðum og
hver dagur dýrmætur úr þessu að
hægt verði að komast á sjó. Að
auki hafa margir misst mikið af
netum undir ísinn. Á að gizka 700
manns hafa haft atvinnu af grá-
sleppunni undanfarnar vertíðar,
en það er ýmist að þessar veiðar
eru stundaðar sem tómstunda-
gaman eða full atvinna. Grá-
sleppuvertíð er nýbyrjuð suðvest-
anlands og lofar byrjunin góðu.
Garðabær:
Samþykktu
hlutafjárkaup
íOlíumölhf.
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar
samþykkti á fundi í gær með
atkvæðum allra bæjarfulltrúa að
bæjarsjóður tæki þátt í hlutafjár-
aukningu fyrirtækisins Olíumal-
ar hf. Verður hlutur Garðabæjar í
hlutafjáraukningunni 13 milljón-
ir króna.
Fjárhagsnefnd bæjarins var fal-
ið að ganga frá kaupum á hluta-
bréfunum að því tilskildu að þessi
hlutafjáraukning, sem stendur
fyrir dyrum hjá fyrirtækinu, leysti
fjárhagsvandræði þess.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32