Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 110. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sleppa Rússar Hess? Mottkvu, Berlín, London, 16. maí. AP-Reuter. VESTRÆNIR diplómatar í Moskvu sögðu í dajf. að þess væru engin merki að Rússar hefðu fallist á að Rudolf Hess. fyrrum aðstoðarmaður Hitlers, yrði lát- inn laus úr Spandau-fangelsinu f Berlín þar sem hann hefur verið ( haldi í 31 ár. Victor Louis, fréttaritari brezka blaðsins Evening News í Moskvu, lét í veðri vaka í grein, sem birtist í dag. að Rússar væru reiðubúnir að fallast á að Iless yrði látinn laus, þó með því skilyrði að stríðs- fanginn fordæmdi áður nasismann opinberlega. Sprengju- tilræði við Kohl? DtlsHeldorf, 16. maí, AP—Reuter. RÉTT áður en Helmut Kohl leiðtogi kristilegra demókrata sté f stól og ávarpaði útifund í Diisseldorf ( dag fann lögregla stóra, heimatilbúna tfma- sprengju í blómabeði (15 metra fjarlægð frá ræðustólnum. Er sprengjan hafði verið gerð óvirk sté Kohl í ræðustól og hélt sína ræðu eins og ekkert hefði í Kjarnorku settur stóll fyrir dyr í Þýzkalandi Hanover. 16. maí. AP. YFIRVÖLD í Vestur-Þýzkalandi hafa ákveðið að fresta um óákveðinn tíma leyfi fyrir endurvinnslustöð kjarnorkuúrgangs í hinni umdeildu jarðstöð við bæinn Gorleben. Ákvörðun þessi getur haft veruleg áhrif á kjarnorkumál Vestur-Þjóð- verja þar sem aðstaðan í Gorleben hefur verið órofa þáttur í framtíðar- áformum ráðamanna í þessu efni. Sjá (jórblöðung um kjarnorku bln. 23 - 26. KJARNORKA^: Ráðast örlög mannkyns af kjamorku? Efnahagsbandalagsríki: Olíuforði hefur minnkað skorist. Lögreglan sagði, að ætlun þeirra, sem komið hefðu sprengj- unni fyrir, hefði verið að granda Kohl, en sprengjan hefði tæpast verið nógu öflug til þess þó svo hún hefði sprungið. og notkun frekar aiddst Brllssfl. Hamborg. Washinifton. Doha, 16. maí, Reutor-AP. VARAFORÐI ríkja Efnahagsbandalagsins (EBE) af olíu hefur minnkað frá áramótum og rfkjunum hefur ekki tekist að halda áætlanir um takmörkun olíunotkunar, að því er talsmaður EBIE í orkumálum sagði (dag. I ársbyrjun samsvaraði forðinn 113 daga notkun miðað við 100 daga í dag. Talsmaðurinn sagði að engin ástæða væri að grípa til örþrifaráða og að svo komnu máli væri skömmt- un ónauðsynleg. Hann bætti þó við, að ef verðhækkanir á olíu það sem LEONID BREZHNEV, forseti Sovétríkjanna, faðmar Josip Broz Tito forseta Júgóslavíu er Tito kom í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í gær. Fréttastofufregnir hermdu, að Tito hefði virst öllu brattari en Brezhnev þótt sá síðarnefndi sé 14 árum yngri. Heilsu Brezhnevs hefur verið gefinn mikill gaumur upp á síðkastið og ber kunnugum saman um að honum hafi verulega hrakað á allra síðustu misserum. Sfmamynd ap. eftir væri ársins yrðu samsvarandi þeim hækkunum sem orðið hefðu fyrstu fimm mánuði ársins, þá ykjust útgjöld EBE-ríkja um 10 milljarða dollara og því væri nauð- syn að taka olíusparnaðarmálin fastari tökum en verið hefur. Á morgun, fimmtudag, koma orkuráð- herrar EBE saman til fundar í Brússel og verða þessi mál þá m.a. til umræðu. Samkvæmt skýrslu sem kunngjörð var seint í kvöld í Vestur-Þýzkalandi er búist við því að olíunotkun Vest- ur-Þjóðverja aukist í 133,1 milljón tonna 1979 miðað við 129,8 millj. tonn árið 1978. Vegna vetrarkuld- anna jókst eftirspurn eftir olíu, einkum til húsahitunar, og um tíma var ástand birgða í landinu alvar- legt. íbúar landsins hafa verið hvatt- ir til að sýna ráðdeild og samtök vestur-þýzkra olíufyrirtækja hafa hvatt stjórnvöld til að nýta aðrar orkulindir í auknum mæli og að samræmd alþjóðleg orkuáætlun verði gerð. Orkuráðherra Venezuela skýrði frá því í dag, að þarlend stjórnvöld hygðust hækka aukagjöld á hráolíu- tunnu um 60 sent, í 1,20 Bandaríkja- dali. Tilkynningin um ákvörðunina yrði birt innan skamms. Með þessari ákvörðun leggur Venezuela á sama aukagjald og olíuframleiðsluríki við Persaflóa að Saudi-Arabíu undan- skilinni sem ekki hefur krafist auka- gjaldsins. Feneyjar rísa á ný Fencyjum. Italíu. 17. maí. AP. EFTIR umfangsmiklar rannsóknir á vettvangi og í rannsóknarstofum hefur sveit ítalskra vísindamanna komist að þeirri niðurstöðu, að Feneyjar séu hættar að sökkva, en eftir 1920 hefur hin fræga borg sigið um 20 sentimetra miðað við sjávar- mál. Vísindamennirnir uppgötvuðu meir að segja, að borgin hefði risið á allra síðustu árum. Þessar niður- stöður hafa verið staðfestar í rannsóknarstofum víða um heim. Leglauskona ól stúlkubarn Auckland. Nýja-Sjálandi, 16. maí. AP — Reuter. FRC MARGRÉT Martin ól í dag fullhrausta stúlku þrátt fyrir að legið hefði verið fjar- lægt úr henni með skurðaðgerð fyrir átta mánuðum. Lfkurnar á slikri fæðingu eru aðeins ein á móti milljón, að sögn lækna. Legið var fjarlægt úr frú Martin í september er hún og eiginmaður hennar, sem vinnur á benzínstöð, ákváðu að eignast ekki fleiri börn. Læknar segja, að hún hljóti að hafa orðið fyrir þungun um tveimur dögum fyrir aðgerðina, þar sem frjóvgað egg hefði þá verið í eggjaleiðurunum á leiðinni úr eggjastokkunum í legið. Eggið hefði síðan tekið sér bólfestu í iðrum konunnar. Barnið, sem er fjórða dóttir Gregs og Margrétar Martin, var tekið með einfaldri skurðaðgerð. Það vó 9 merkur og leit dagsins ljós um mánuöi fyrir tímann. Það var ekki fyrr en fyrir um tveimur mánuðum að Margréti varð það ljóst, að hún var barns- hafandi. Hún hafði átt við morgunógleði að stríða, en lækn- ar töldu nær útilokað að hún væri þunguð, þar til hið sanna kom svo í ljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.