Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 115. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979
Minning:
Magnús Kristinn
Einar Sigfinnsson
Magnús Kristinn Einar Sigur-
finnsson var fæddur í Háu —Kotey
í Meðallandi 14. september 1884.
Foreldrar hans voru þau Kristín
Guðmundsdóttir og Sigurfinnur
Sigurðsson. Einar heitinn ólst upp
með móður sinni, foreldrum henn-
ar og. stjúpa Sigurði Sigurðssyni,
fyrst í Háu — Kotey, en þaðan
fluttust þau að Lágu — Kotey
1901. Hjá þeim var hann til ársins
1910. 14. ágúst 1910 kvæntist hann
fyrri konu sinni Gíslrúnu Sigur-
bergsdóttur frá Háu — Kotey. Þau
hófu búskap á Syðri — Steinsmýri
í Meðallandi, en bjuggu þar aðeins
eitt ár. Fluttust þau þá að Efri —
Steinsmýri vorið 1911 en þar bjó
hann til vorsins 1913. Þar fæddust
þeim hjónum tveir synir þeirra,
þeir dr. Sigurbjörn núv. biskup
íslands, 30. júní 1911 og Sigurfinn-
ur verkstjóri í Vestmannaeyjum 3.
desember 1912.
Á nýársdag 1913 dó Gíslrún af
afleiðingum brunasára er hún
hlaut annan dag nýliðinnar jóla-
hátiðar. Kviknað hafði í feitar-
potti er stóð á olíuvél á miðju
baðstofugólfi. Eldur læsti sig í
klæði hennar, en hún þreif yngri
son sinn frá voða eldsins vafinn í
sænjí, komst með hann óskaddað-
an út á bæjarhlað þar sem slökkt
var í fötum hennar. Einar kom inn
í þessari andrá frá gegningum
þreif eldri son þeirra, Sigurbjörn,
og tókst að bjarga honum ómeidd-
um út, og slökkva eldinn á bað-
stofugólfi. Sjálf hlaut Gíslrún þau
brunasár er leiddu hana til dauða.
Á þriðja degi jóla var yngri sonur
þeirra, Sigurfinnur, skírður, svo
sem ætlað hafði verið, en þá við
sjúkrabeð móður sinnar.
Þannig lauk æfi hinnar glæsi-
legu konu Einars, sem allir dáðu
er þekktu og var samhent manni
sínum í margþættum félagsstörf-
um meðal sveitunga sinna, sem
hann hafði unnið að á undanfar-
andi árum. Þegar neyðin er stærst
er hjálpin næst. Þá, sem alla æfi,
leitaði Einar styrks í trú sinni og
bænarmáli við Guð sinn. Hjálp-
andi hendur bjóðast. Tengdafor-
eldrar hans í Háu — Kotey taka
Sigurbjörn að sér, en mamma
hans og stjúpi taka Sigurfinn.
Sjálfur býr hann einn í bæ sínum
út veturinn. I einveru sinni á Efri
— Steinsmýri þennan dimma vet-
ur yrkir hann ljóð sér til hugar-
hægðar, er hann tileinkar látinni
eiginkonu sinni. Þar eru þessi
erindi
I'ail hryrist ri andartak.
- hlkttt rr f hytruð.
¦ K hjartaA rr nákulda IokHA.
llm hádi'KÍ nolin rr húmdttkkva sk.vitirrt
hvarmljoHÍA fi'Kiirsta hroNtlA.
Vfr Klrymum ri hattunnar xrixva'nu tíA
rr xrkkst |)ú hin sIAiimIu Hporin.
mrt huKprýAi þrryttir hiA þunKhara stríA
aí þolmaKni ka-rlrikanH hurin.
Um vorið fluttist Einar frá
Steinsmýri til móður sinnar og
stjúpa í Lágu — Kotey. Fékk hann
þar til afnota hluta af jörð þeirra
og er þar í húsmennsku. Hann
byggði upp hús fyrir fénað sinn,
+
Faöir minn og tengdafaöir,
GUÐLAUGUR GUDMUNDSSON,
fré önnuparti, Þykkvabæ,
Leifsgötu 21,
lést á elliheimilinu Grund mánudaginn 21. maí. Jaröaö veröur frá
Hábæjarkirkju laugardaginn 26. maí kl. 2.
Guölaug Guolaugsdóttir
Níels Gislason.
Móðir okkar og		amma,	h	
		ÁSTA ÓLAFSSON SMITH,		
		Hrafnistu,	Hafnarfirði,	
lést	mánudaginn	21. maí.		
			Hulda Haraldsdóttir,	
			Gréfar R.	Haraldsson,
			Olafur H.	Ólafsson.
+
Alúöarþakkir fyrir auosýnda samúo viö andlát systur okkar
GYÐU SVEINSDÓTTUR KENNETT
Bournemouth Englandi.
Ragnheiður Sveínsdóttir,
Unnur Sveinsdóttir,
Nanna Sveinsdóttir.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, er sýndu okkur samúö og
vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar,
tengdatöður, afa, bróður og mágs,
ÁSGEIRS B. JÓNSSONAR,
fré Asi,
Sólheimum 23.
Aðalbjörg Pélsdóttir,
Már Asgeirsson,
Dagný Asgeirsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir,
Jónína Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir,
Elvar Bjarnason,
Auðbergur Indríöason
og barnabörn.
bætir jarðarhluta sinn svo til var
tekið, hlóð áveitugarða og veitti
vatni á slægjulöndin, ræktaði lítið
tún kring um fjárhúsin sín og
annaðist þar fénað sinn af sér-
stakri natni. Umgengni hans bar
vott um handlagni og snyrti-
mennsku, en hann var smiður
góður svo sem hann átti kyn til, en
hagsýni og fyrirhyggja hans kom
m.a. fram í því að hverju vori
stóðu ríflegar fyrningar í garöi að
lokinni vetrargjöf.
Hann tók drengina sína til sín
1919, — námstími þeirra var
fraundan. Hann kenndi þeim ekki
aðeins að lesa og skrifa heldur og
að vinna og meta gildi starfsins,
virða hina lífrænu náttúru sem
þeim var falin til verndar og
gæslu, og undrið mikla, sem birt-
ist allt í kring. Hann kvað sjálfur:
(¦'.« undrast fjall i>k (oHxahfim
friknadjúpiA hláa.
hnattamrrKA f háum Krim
<>K haKahlómiA smáa.
1925 fluttist Einar frá
Lágu—Kotey til Reykjavíkur með
sonu sína. Þeirra var saknað af
sveitungum þeirra, er þeir hurfu á
fjarlægar slóðir.
Hann stundaði um skeið verka-
mannavinnu hér í borg, einkum
við höfnina. Hann tók þátt í
félagsstörfum     verkamanna,
kynntist bágum kjörum þeirra,
erfiði og öryggisleysi og vonleysi
fjöldans er hópaðist í vinnuleit
niður að höfn á hverjum morgni.
Þá hefur hugur hans eflaust oft
leitað til sveitanna og nábýlisins
við búfénaðinn. Sumarið 1927 fer
hann í kaupavinnu að Syðra —
Langholti í Hrunamannahreppi.
Þar kynntist hann eftirlifandi
konu sinni, Ragnhildi Guðmunds-
dóttur, en þau gengu í hjónaband
1928. Eg leyfi mér að taka hér
orðrétt upp ummæli Einars um
þennan ráðahag sinn, er birtist í
tímaritinu Bliki í Vestmannaeyj-
um.  „Þetta  hjónaband  var  og
hefur alltaf verið mér mikið gæfu-
spor. Traust vinátta, tryggð og
hugulsemi einkennir eiginkonu
mína og hetjulund og dáðadyggð
hennar kemur gleggst í ljós, þegar
mest á reynir." Þau Einar og
Ragnhildur eignuðust einn son,
Guðmund, fæddan 19. janúar 1929,
nú garðyrkjubóndi í Hveragerði.
Sveitin dregur þau að sér. Þau
flytjast austur að Iðu í Biskups-
tungum vorið 1929 og stofna þar
bú. Næstu ár voru erfið fyrir
bændur landsins, hvað þá fyrir
frumbýling. Viðskiptakreppan
hrjáði bændur sem aðra, afurðir
féllu í verði, allsstaðar blöstu við
fjárhagsörðuleikar, en Biskups-
tungnamenn kunnu að meta nýju
húsbændurna að Iðu. Enn varð
eldurinn til að brjóta heimili
Einars niður. í byrjun júní 1932
brann bærinn þeirra að Iðu og
litlu einu var bjargað, en í þetta
sinn varð ekki mannskaði. Engar
lánastofnanir voru þá til sem
lánuðu til húsbygginga enda fjár-
þurrð fyrir. Kaupfélag Árnesinga
lánaði þeim efni til að endurreisa
bæ sinn og flutti það að Iðu. Synir
+
Útför mannsins míns,
PÁLS GEIRS ÞORBERGSSONAR,
fyrrverandi verkstjóra,
fer fram frá Fossvogskirk|u föstudaginn 25. maí kl. 15.
Anna Arnadóttir.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hluttekningu
viö andlát og útför
ELÍSABETAR ERLENDSDÓTTUR.
Sérstakar  þakkir  viljum  við  færa  hjúkrunarfólki  ellideildar
Sjúkrahúss Sigtufjarðar.
Anna Ingadóttir
og aðrir vandamenn.
+
Þökkum innilega samúð við andlát og útför,
HALLDÓRU SAMÚELSDÓTTUR,
Kristín Pétursdóttir,
Marta Pétursdóttir,
Guörún E. Halldórsdóttir,
Gunnar Pétursson,
Margrét Samúelsdóttir,
Baldvin Einarsson,
Björn Halldórsson,
Sigrún Guöbjarnardóttir,
og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn, faðir okkar og tengdafaðir,
SVAVAR ANTONÍUSSON,
frá Vestmannaeyium,
Sléttahrauni 25,
Hafnartirði,
sem lést 19. maí, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum n.k. laugardag kl. 2.
Kristín Halldórsdóttir,
Óiöf Svavarsdóttir,
Krístjana Svavarsdóttir
Halldór Svavarsson,
Valur Svavarsson,
Antonius Svavarason,
Margrét Svavarsdóttir,
Hjélmar Guönason,
Vigdís Ásgeirsdóttir,
Halldóra Valdimarsdóttir,
Hrafnhildur Siguröardóttir,
Jens Parbo.
þeirra, fórnfúsir nágrannar lögðu
fram vinnu sína og smiðir unnu að
byggingunni fyrir væga greiðslu.
Furðu fljótt tókst að reysa bæinn
svo íbúðarhæfur gæti talist.
Smiðshanda Einars biðu óleyst
verkefni. Á Iðu bjuggu þau hjónin
til vorsins 1955. Þá brugðu þau búi
og fluttust til Vestmannaeyja. Þar
vann hann aðallega hjá Landssím-
anum, bar út skeyti og kynntist
þar að vonum mörgum Vest-
mannaeyingum í gegnum starf
sitt. Samstarfsfólkið mat hann
mikils fyrir áreiðanleik, reglusemi
og trúmennsku í starfi, enda
kvaddi það þau hjón með virktum
þegar leiðir skildu. 1966 fluttust
þau hjónin frá Vestmannaeyjum
til Hveragerðis. Þar áttu þau
indælt, friðsælt heimili að Heið-
mörk 65 B, sem margir gistu og
nutu ánægjustunda með húsbænd-
unum. Á s.l. hausti fluttust þau að
Dvalarheimilinu Ási og undu þar
vel hag sínum í fallegri og þægi-
legri íbúð og ágætri aðstöðu. Þar
lauk æfi þessa merka öðlings að
morgni 17. þ.m.
Fyrir mörgum árum batt hann
óskir sínar í eftirfarandi ljóðlínur:
l'i'Kar hlýt fin hinsta ból
hrimsins Ijiísin dvína.
óska ok mi'KÍ miirKUnsól
mitt á li'iAi skína.
Einar Sigurfinnsson verður
minnisstæður öllum þeim sem
honum kynntust um langa æfi.
Strax í æsku komu í ljós ótvíræðir
námshæfileikar hans. Séra Gísli
Jónsson síðastur búandi presta í
Langholtssókn fermdi hann og
lagði áherslu á að Einar færi í
skóla. En fátæktin lokaði mögu-
leikanum til skólagöngu. Enginn
efast um hver störf hann hefði
valið sér, ef hann hefði gengið
menntaveginn. Áreiðanlega hefði
hann valið prestsstarfið.
Hann var aldamótamaður, einn
af þeim sem hreifst af félags-
hreyfingum þeim sem fóru um
landið eftir aldamótin, — ung-
mennafélagshreyfingin,
bindindishreyfingin og samvinnu-
hreyfingin heilluðu hann. Einar
var í forystusveit þeirra ungu
manna í Meðallandi, sem unnu að
stofnun félaga í sveitinni í anda
þessara hreyfinga. Bindindismálið
var hugsjón hans alla ævi frá því
er góðtemplarastúkan Sygin var
stofnuð þar 1906, löngu síðar var
hann kjörinn heiðursfélagi IOGT.
Á þessum árum var þéttbýli í
Meðallandi og íbúar margir. Fólk-
ið félagslynt, kirkjurækið og hús-
lestrar sjálfsagðir á hverjum bæ.
Einar stofnaði æskulýðsfélag í
sveitinni, sem hann nefndi
Æskuna, en sem síðar sameinaðist
Ungmennafélaginu. Hann orti
hvatningarljóð í anda hugsjóna
ungmennafélaganna. Bindindi,
ræktun lands og lýðs undir merkj-
um kristindómsins var megin
inntak þeirra. Fundir félaganna
voru tíðir, þar voru framtíðarmál
sveitarinnar rædd, ræktunarmál,
skólamál, bókmenntir og saga
þjóðarinnar. Fjarstæða þótti
mörgum þá það sem ungmanna-
félagarnir ályktuðu á fundum
sínum, en margt af því er nú orðið
að veruleika. Eg efa að þeir, sem
ekki tóku þátt í störfum þessara
félaga, geti gert sér í hugarlund
hvað þessi félagsstarfsemi var
mikils virði fyrir æskufólk í
einangraðri sveit, og hvað sveita-
félagið stendur í mikilli þakkar-
skuld við þá sem skipuðu forystu-
sveitir félaganna á þessum árum.
Þegar Einar fluttist að Steins-
mýri stofnaði hann þar með konu
sinni ungmennafélagið Skjald-
borg. Steinsmýringar gátu naum-
ast sótt fundi vestur í Meðalland.
Hann tileinkar Skjaldborgu þar
hvatningarljóð. Þar er þetta
erindi:
Allir npp f rinu vrrki
rflum lýAsins hrill.
DriiKum hátt vort hrlxa mcrki
huKur sr ri vrlll.
Skulum þrtt I SkjaldborK Ntanda
Nkjiildur vor ní hrrinn.
Iliitiim afli anda uk handa
undan fl<i ri nrinn.
Vegna forystu Einars í félags-
málum Meðallendinga var hann
sem að líkum lætur kosinn til
margháttaðra trúnaðarstarfa í
þágu sveitarfélagsins. Hann var
góður fundarmaður, hélt einarð-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32