Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAI1979
Alþýðubandalagsráðherrarnir bóka mótmæli á rikisstjórnarfundi;
„Forsendur stjórnar-
stefnunnar brostnar"
EKKERT var í gær ákveðið
innan ríkisstjórnarinnar um að-
gerðir í kjaramálum og sam-
kvæmt ummælum Magnúsar H.
Magnússonar. heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, verður
ekkert af slíkum aðgerðiím að
frétta allra næstu daga. Vegna
þess samstöðuleysis. sem verið
hefur í þessum málum innan
ríkisstjórnarinnar, létu ráðherr-
ar Alþýðubandalagsins gera bók-
un á ríkisstjórnarfundi  í gær.
þar sem þeir segja að stefna
ríkisstjórnarinnar sé brostin —
biðlund almennu verkalýðsfélag-
anna sé nú á þrotum.
Bókun Alþýðubandalagsráð-
herranna er eftirfarandi:
„Ráðherrar Alþýðubandalags-
ins vilja minna á, að við myndun
þessarar ríkisstjórnar var að því
stefnt, að ekki yrðu almennar
grunnkaupshækkanir á fyrsta
starfsári stjórnarinnar, meðan
verið væri að draga úr verðbólgu.
Vilmundur sýknað-
ur af kæru Jósaf ats
í GÆR var kveðinn upp á bæjarþingi Reykjavíkur dómur f máli
Jósafats Arngrfmssonar kaupmanns f Keflavík gegn Vilmundi
Gylfasyni alþingismanni vegna meintra ærumeiðandi ummæla
Vilmundar um Jósafat í Kastljóssþætti í sjónvarpinu 20. desember
1974. Var Vilmundur sýknaður og málskostnaður felldur niður.
Dóminn kvað upp Emil Ágústsson borgardómari.
Þegar umræddur Kastljóssþátt-     Niðurstaða dómsins varð sú að
ur  var  fluttur  var  Vilmundur   Vilmundur  hefði  í  umræddum
menntaskólakennari. Hann var
spyrjandi í þættinum og sátu þar
fyrir svörum Baldur Möller ráðu-
neytisstjóri í dómsmálaráðuneyt-
inu og Jón Thors deildarstjóri í
sama ráðuneyti. Nafn Jósafats var
aldrei nefnt á nafn í þættinum en
hann taldi að ekki hefði farið milli
mála að Vilmundur hefði verið að
spyrja þar um mál hans. Höfðaði
Jósafat mál á hendur Vilmundi og
krafðist þess í fyrsta lagi og
ákveðin ummæli í átta liðum yrðu
dæmd dauð og ómerk, í öðru lagi
að Vilmundur yrði dæmdur í
refsingu samkvæmt lögum og í
þriðja lagi krafðist hann bóta að
upphæð ein milljón króna.
þætti ekki farið út fyrir þau mörk
að taka bæri til greina kröfur
Jósafats. Spurningar Vilmundar
hefðu fyrst og fremst falið í sér
gagnrýni á dómsmálayfirvöld og
hefði hann nefnt raunhæf atvik til
þess að leggja áherzlu á þessa
gagnrýni en hann hefði engin nöfn
nefnt í því sambandi. Jósafat hafi
hlotið dóm í Hæstarétti, sem hann
hafi ekki afplánað og þegar
þátturinn var fluttur var komin
kæra á hendur honum fyrir tékka-
misferli.
Benedikt Blöndal hrl. flutti mál-
ið fyrir Vilmund en Róbert Árni
Hreiðarsson flutti málið fyrir
Jósafat og var þetta prófmál hans.
Þessi stefnumörkun var þá reist á
þeirrí forsendu, að láglaunafólk
drægist ekki aftur úr i þróun
launamála og hámark eða þak
væri sett á vísitölubætur til
þeirra, sem eru ofarlega í launa-
stiganum.
Eftir atburði seinustu mánaða
eru þessar forsendur brostnar og
við því að búast, að biðlund
almennu verkalýðsfélaganna sé á
þrotum.
Alþýðubandalagið lagði fram
tillögu í ríkisstjórninni 10- maí
8.1,, þar sem lagt er til:
1)  að vísitöluþak komi á laun yfir
400 þús. kr.,
2)  að lögfest verði 3% almenn
launahækkun til láglauna-
manna, sem ekki eiga hana vísa
samkvæmt samningum,
3)  að þak sé sett á verðlagshækk-
anir,
4)  að ákveðið verði nýtt skattþrep
á hátekjur.
Þessi atriði hefði átt að lógfesta,
áður en Alþingi var slitið, en á það
var ekki fallizt.
Nú um mánaðamótin fær há-
launamaðurinn fjórfaldar, jafnvel
fimmfaldar vísitölubætur á við
láglaunafólkið og starfsmenn
ríkisins fá 3% kauphækkun. Þessi
þróun er með öllu óverjandi og
hlýtur að vekja upp miklar launa-
kröfur almennt á vinnumarkaði.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins
ítreka nauðsyn þess, að gripið
verði í taumana, m.a. með setn-
ingu bráðabirgðalaga, og komið sé
í veg fyrir þá vaxandi mismunun á
vinnumarkaði, sem bersýnilega er
í uppsiglingu og hlýtur að leiða af
sér almennar kjaradeilur á næstu
vikum og mánuðum, ef ekkert er
að gert."
Ljósm.. Emilía.
Auður Elfsabet eftir krýninguna
— og hún brosti.
Auður
Elísabet
„ungfrú
Hollywood"
ÞAÐ var mikið um dýrðir í
Hollywood á mánudagskvöldið.
Þá fór fram krýning drottning-
ar staðarins — ungfrú Holly-
wood var kjörin. Og fyrir val-
inu varð 21 árs gömul af-
greiðslustúlka, Auður Elísabet
Guðmundsdóttir. Hún hlýtur
að launum draumaferð til há-
borgar kvikmyndanna, Holly-
wood. Alls tóku sex stúlkur
þátt í keppninni. Auk Auðar
voru það Edda Björnsdóttir,
Unnur Ingólfsdóttir, Ingunn
Egilsdóttir, Bryndís Arnadótt-
ir Scheving og Hafdís Alfreðs-
dóttir. Tímaritið Samúel, Flug-
leiðir og Hollywood stóðu fyrir
keppninni.
Mönnunum
sleppt í gær
MÖNNUNUM tveimur sem hand-
teknir höfðu verið vegna gruns um
aðild að nauðgunarmálum var
sleppt í gærkvöld eftir yfirheyrsl-
ur. Hafði í öðru tilvikinu verið
játuð nauðgun og var mál það
rannsakað áfram f gær, en ekki
þótti ástæða til frekara varðhalds.
Að sögn Arnars Guðmundssonar
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins var
erfiðara um sannanir í hinu tilvik-
inu, en það gerðist aðfararnótt
sunnudags í Kópavogi. Við rannsókn
komu í ljós meiðsli á konunni og
talið að henni hefði verið nauðgað.
Frekari rannsóknir eiga eftir að fara
fram, en báðum mönnunum hefur
verið sleppt.
Guðmundur og
Helgi í 2. sæti
ÁTTUNDA umferð svæðamóts-
ins í Luzern var tefld í gær og
gerði þá Helgi Ólafsson jafntefli
við Ibersohn frá ísrael. Margeir
Pétursson jafntefli við Hurme frá
Finnlandi. en Guðmundur tapaði
fyrir Wedberg frá Svíþjóð.
I a-riðli er þá Húbner efstur með
hVi vinning og biðskák, Guðmund-
ur í öðru sæti með 5 vinninga og
Wedberg með 4'/2 vinning og í
b-riðli er Griinfeld frá ísrael með 6
vinninga, Helgi og Hái frá Dan-
mörku með 4'/2 og Karlsson frá
Svíþjóð með 4 og biðskák. Níunda
umferö verður tefld í dag og teflir
Guðmundur við Soof frá Vestur-
Þýzkalandi, Margeir við Wedberg
og Helgi við Tachmann frá Vest-
ur-Þýzkalandi.
Fjallvegiríi-
ir að opnast
VEGIR eru víðast hvar færir og er
hafinn mokstur á Möðrudalsöræf-
um, Þorskafjarðarheiði og Vaðla-
heiði að sögn vegagerðarmanna.
Mikil aurbleyta er þó á vegum og
öxulþungi takmarkaður.
Engín samstaða, segir Tíniinn—Ólafur
á móti, segir Þjóðviljinn — Aðgerðir
nánast tilbúnar,segir Alþýðublaðið
brjú stuðningsblöð núverandi ríkisstjórnar fjalla um afstöðu
hennar til kjaramála í fréttum sinum í gær. Tíminn segir í
forsíðufrétt, að engin samstaða hafi enn náðst um aðgerðir og
segir að það megi fyrst og fremst skrifa á reikning Alþýðubanda-
Iagsins. Þjóðviljinn segir í forsíðufrétt í gær, að Ólafur
Jóhannesson. forsætisráðherra hafi haínað því að gripið yrði til
nokkurra aðgerða. Alþýðublaðið skýrir hins vegar frá því í
forsíðufrctt í gær, að ríkisstjórnin sé „nánast tilbúin með aðgerðir
í launamálum."
Ólafur vffl tóte jreka
Alþýðubandalagsmenn
hlaupa út undan sér
I forsíðufrétt Tímans í gær segir
m.a.: „Samkvæmt öðrum heimild-
um blaösins, mun samstööu og
aðgerðaleysi stjórnarinnar fyrst
og fremst mega skrifa á reikning
Alþýðubandaiagsins. Þeir hlaupa
alltaf út undan sér, ef minnst er á
raunhæfar aðgerðir til að draga úr
verðbólgu en slá þess í stað um sig
með stórum yfirlýsingum um vísi-
töluþak og skatta á hátekjumenn.
Vísitöluþak við 400 þúsund kr.
mánaðarlaun gerir að flestra dómi
ákaflega lítið gagn, nema kannski
„móralskt".
Eríitt að vita
hvað kratar vilja
Tíminn segir ennfremur í sömu
frétt: „Einnig hefur gengið erfið-
lega að komast að því hvað krat-
arnir vilja, þar sem tveir af ráð-
herrum þeirra segja sitt hvor og
hinn þriðji leggur sem minnst til
málanna."
Ólaíur á móti Steingrími
se>dr Þjóðviljinn
Þjóðviljinn segir í forsíðufrétt í
gær: „Eftir því, sem næst verður
komizt mun Ólafur Jóhannesson,
forsætisráðherra hafa hafnað því
að gripið yrði til nokkurra sér-
stakra aðgerða í kjara- og verð-
lagsmálum fyrir 1. júní þrátt fyrir
tillögu m.a. Steingríms Hermanns-
sonar, flokksformanns þar um."
Þjóðviljinn segir að ráðherra-
nefndin hafikomið sér saman um
bráðabirgðalög um vísitöluþak en
síðan segir blaðið í þessari frétt:
„Ráðherranefndin mætti því
óvæntri andstöðu frá ráðherrum
Framsóknar- og Alþýðuflokks í
ríkisstjórninni".
Kröfugerð
láglaunahópa
Þjóðviljinn segir í sömu frétt:
„Afleiðingarnar af því að vísitölu-
bætur fara upp allan launastigann
1. júní eru m.a. þær, að þeir
launahæstu fá t.d. tíu sinnum
meiri verðbætur en þeir launa-
lægstu. Ljóst er einnig að slík
hækkun láglauna mun kalla á
eindregna kröfugerð fyrir hönd
láglaunahópa þegar á næstu vik-
um."
Verðhækkun á búvöru
Loks segir í þessari forsíðufrétt
Engin samstaða næst enn
nmaltoprBlr -annarfundur,dag  W#%
^^                      luBl^CMr HlldllWt I birMI   Kr» riii.nkn.rmw  *r«»u  -«¦>    ¦"•""  Vl*'",lu£',i,I.
MKI   - ,,m**»r..nfl«d,nhrll.r   ,-MirlMsl 1""»^ ^l"'*"""    unn. **<tttSStWl**  «B Ot «1    -rn. rt.r rh. -h,..lu 1 .» þrrr    -< «  ^•"^(JJ,
r^SiTtóiiÍst tiibuin með
aögerðir í launamálum:
R0 SRWST I
nRAV  - seeir Kjartan lóbannsso.1
Ur\u  nirW.FB -il
„Pa» er ekkerl algre^tl
blaóió
Þjóðviljans: „Þessi afstaða vekur
enn meiri furðu vegna þess að nú
um mánaðamótin koma fram veru-
legar verðhækkanir á land-
búnaðarvörum. Ofan á það bætist
að tillaga hefur verið flutt um það
í ríkisstjórninni að draga svo úr
niðurgreiðslum að hækkunin yrði
mjög tilfinnanleg fyrir launamenn
og bætti sölutregðu ofan á offram-
leiðsluvandann í landbúnaðinum.
„Nánast tilbúin
með aðgerðir
í launamálum"
Á forsíðu Alþýðublaðsins kveður
við annan tón en í Tímanum og
Þjóðviljanum. Þar segir í fyrir-
sögn: „Ríkisstjórnin er nánast
tilbúin með aðgerðir í launamál-
um". í fréttinni er samtal við
Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegs-
ráðherra og um það segir svo í
frétt blaðsins: „Kjartan Jóhanns-
son vildi ekki tjá sig um það í
hvaða formi eða með hvaða hætti
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
yrðu. „Við höfum skipst á skoðun-
um innan ríkisstjórnarinnar og
það er annar ríkisstjórnarfundur á
morgun (í dag) og þá ættu línurnar
að skýrast", sagði Kjartan.
Alþýðublaðið spurði Kjartan að
því, hvort skoðanamunur væri
mikill meðal samstarfsflokkanna
þriggja um aðgerðir í launamálum.
„Það eru mismunandi sjónarmið
uppi, en ég held, að menn hafi ekki
læst sig að ráði", sagði Kjartan
Jóhannsson að lokum."

A
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32