Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. MAÍ1979
13
margir þeir sem nú þykjast til
kallaðir mættu gjarna hafa meira
af. Helgi Hallgrímsson átti líka
metnað vegna sinna nánustu og
hann gladdist við hvern áfanga
sem ættingjar hans og vandamenn
lögðu að baki, hvort sem var í
vísindum, listum eða viðskiptum.
Hann fylgdist náið með hvar hver
var í lífsbafattunni og gladdist
einlæglega að sjá þá, sem hug
hans áttu í stöðugum fararbroddi.
Helgi var glaður maður, hann lifði
lífinu lifandi og ánægja hans af
mannlegum samskiptum var eink-
ar vel til fallin að létta skap
annarra ef svo bar undir. Nú,
þegar hann er allur og litið er til
baka, er vinar saknað í stað, sem
jafnan var reiðubúinn að ræða
viðburði samtíðarinnar í ljósi
reynslu, þekkingar og skilnings en
kunni jafnframt að draga fram
broslegu hliðar mannlífsins, sem
full oft vilja gleymast.
Ættingjum og vandamönnum
Helga Hallgrímssonar sendi ég
hugheilar samúðaróskir með
minningunni um góðan mann, sem
kveður nú sáttur við Guð og menn.
Pétur Kjartansson.
Kynni okkar Helga Hallgríms-
sonar hófust í frumbernsku minni,
eða frá því hann hóf kennslustörf
á Eyrarbakka árið 1913, ásamt
eiginkonu sinni, frú Ólöfu sálugu
Sigurjónsdóttur, og hafa staðið
fram á seinustu ár. Er mér og
fjölskyldu minni því æði mikill
sjónarsviptir að burtför hans
héðan úr heimi, þótt aldinn væri
hann orðinn að árum, eða nýlega
88 ára gamall.
Hann var fæddur hinn 14. apríl
1891 að Grímsstöðum í Álftanes-
hreppi í Mýrasýslu, sonur hjón-
anna Hallgríms hreppstjóra
Níelssonar og konu hans, Sigríðar
Steinunnar Helgadóttur frá Vogi
á Mýrum. Voru þeir bræður Hall-
grímur faðir Helga og Haraldur
prófessor Níelsson, en systur Sig-
ríður móðir Helga og Ragnheiður
vinkona mín Helgadóttir frá Vogi,
móðir Bjarna Ásgeirssonar sendi-
herra og þeirra systkina. Er ætt-
bogi sá allur hinn merkasti og
margt mikilhæfra manna og
kvenna innan þess frændgarðs,
sem of langt yrði að minnast hér.
Helgi lauk kennaraprófi árið
1912 og voru þeir bekkjarnautar
og herbergisfélagar hann og
Bjarni sál. Bjarnason á Laugar-
vatni og entist vinátta þeirra til
æviloka Bjarna. Helgi var síðan
kennari í Keflavík í eitt ár, en
fluttist þá til Eyrarbakka ásamt
konu sinni, ólöfu Sigurjónsdóttur
kennara og höfðu þau verið gefin
saman 2. okt. 1913. Voru þau
búsett á Eyrarbakka til ársins
1917 og þar fæddist frumburður
þeirra, dr. Hallgrímur, hinn 3.
nóv. 1914. Frá Eyrarbakka flutt-
ust þau til Reykjavíkur, þar sem
Helgi hóf störf á Hafnarskrifstofu
Reykjavíkur 1918. Á skólaárum
sínum hafði Helgi numið hljóð-
færaslátt hjá Brynjólfi Þorláks-
syni og Sigfúsi Einarssyni. Kom
brátt að því að hann hóf að spila
við guðsþjónustur hjá frænda
sínum próf. Haraldi Níelssyni, og í
dómkirkjunni í forföllum Sigfúsar
Einarssonar.
Árið 1923 setti hann á stofn
Nótnaverzlun Helga Hallgríms-
sonar í Lækjargötu. Voru þá
erfiðir tímar og listin ekki hátt
skrifuð, en Helgi greiðvikinn að
eðlisfari og mun ekki hafa auðgast
á verzluninni og hætti eftir fáein
ár að reka hana.
Snemma gerðist hann þátttak-
andi í félagsmálum opinberra
starfsmanna og var löngum í
stjórn Starfsmannafélags Reykja-
víkur  og  um  árabil  forseti  á
þingum B.S.R.B.
Þeim hjónum varð alls fjögurra
barna auðið auk Hallgríms, sem
áður er getið. Þau eru: Ástríður
sendiherrafrú, Sigurður, forstjóri
Flugleiða, Gunnar lögfræðingur
og Jón Halldór fiskiðnfræðingur,
búsettur í Bandaríkjunum og stýr-
ir þar stóru fiskiðnaðarfyrirtæki.
Aðalhugðarefni Helga Hall-
grímssonar var tónlistin og að
bæta úr sáru menntunarleysi
þjóðar sinnar í þeim efnum. Hann
var sískrifandi i blöðin og flutti
mörg eggjunarerindi í útvarpið
eftir að það tók til starfa. Hann
var einn helsti frumkvöðull að
stofnun þess vísis að hljómsveit,
sem nú er orðin að Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Um skeið fannst mér
hann vera hrópandinn í eyðimörk-
inni, en smátt og smátt bættist
honum liðsauki og menntuðum
tónlistarmönnum fjölgaði en grát-
lega seint fannst honum róðurinn
sækjast á stundum. Mér gleymist
seint, er hann lýsti fyrir mér
þjóðhátíðardegi Norðmanna, þeg-
ar lúðrasveitir allra skóla komu
leikandi á lúðra hver frá sínum
skóla og börnin í skrúðgöngu á
eftir með blaktandi fána í hönd.
Hann fékk oft fræga listamenn
til að koma hingað til hljómleika-
halds og til að kynna okkur ís-
lendingum hvað fyrir honum vakti
með áróðri sínum. Hann sá í anda
þjóð sína þroskast til jafns við
það, er hann best vissi með
frændþjóðum okkar. Þótt Helgi
berðist stundum af mikilli hörku
fyrir hugðarefnum sínum og ætti
til að beita mælsku sinni svo
undan sviði, var það jafnan gert af
þeirri háttvísi og nærfærni, sem
var svo einkennandi fyrir Helga,
að flestir urðu vinir hans við
nánari kynni.
Snyrtimennskan var honum í
blóð borin og hvar sem hann kom,
hvort sem var á mannamót eða í
heimahús, varð hann jafnan hrók-
ur alls fagnaðar, með viðræðu-
snilli sinni og forsöng. Aldrei
gleymi ég rauða húsinu hans í
Gróðrarstöðinni, þar sem frú Ólöf
réð ríkjum og mannvænleg börn
þeirra uxu úr grasi. Aldrei var svo
gestkvæmt við matborð þeirra að
ekki væri rúm fyrir einn í viðbót.
Undrast ég hvers þau voru megn-
ug á þeim árum kreppu og fátækt-
ar. Mun þar ráðdeild og hagsýni
húsfreyjunnar hafa átt sinn
drjúga þátt. Guð blessi hana fyrir
öll gæðin við lítinn dreng.
Nú að leiðarlokum minnist ég
Helga Hallgrímssonar með þakk-
læti fyrir liðnar samverustundir,
samvinnuna við stóra borðið í
skrifstofu Kreppulánasjóðs, þann
tíma sem hann vann þar, allar
gleðistundirnar, sem við áttum
saman á góðra vina fundum og
síðast en ekki síst, það sem ég
lærði af honum í umgengni við
annað fólk, að ganga þannig um,
að ekki sæjust óhrein spor á gólfi
né snurða á þræði. Og þess er ég
viss, að þegar Helgi kemur fyrir
skapara sinn þá mun hann segja,
eins og Staðarhóls-Páll, er hann
gekk á konungsfund að leita rétt-
ingar mála sinna og hirðsiða-
meistarinn spurði hann hverju
það sætti að hann krypi ekki á
bæði kné eins og hirðsiðir mæltu
fyrir. Er mælt að Páll hafi svarað:
„Ég lýt hátigninni en stend á rétti
mínum", en út af þessum orðum
lagði Helgi, er hann hafði orð
fyrir þingfulltrúum B.S.R.B. í boði
forseta íslands að Bessastöðum.
Ástvinum Helga biðjum við
hjónin allrar guðs blessunar og
honum fararheilla til nýrra landa.
í guðs friði.
Tryggvi Pétursson.
umenitionl
Besti  mótleikurinn
gegn hækkandi
bensínverði.
HABERG hí
a
Ræða um félagsleg-
ar rannsóknir og
friðhelgi einkalif sins
Fimmtudaginn 31. maí
kl. 20.00 gengst Félag
þjóðfélagsfræðinga fyrir
almennum fundi í Æfinga-
skóla Kennaraháskólans
vid Bólstaðarhlíd. Fundar-
efni er: Félagslegar rann-
sóknir, friðhelgi einkalífs.
Flutt verða tvö stutt
framsöguerindi og að þeim
loknum verða almennar
umræður.
Frummælendur verða: Ragn-
hildur Helgadóttir, alþingis-
maður, og Þorbjörn Broddason,
dósent.
Fundur þessi er öllum opinn.
Félag þjóðfélagsfræðinga hef-
ur starfað um nokkurra ára
skeið. Fyrir tveimur árum var
það sameinað Félagsvísindafé-
lagi íslands, en það var stofnað
með tilkomu námsbrautar í
þjóðfélagsfræðum við Háskóla
Islands.
Félag þjóðfélagsfræðinga á
aðild að tveimur norrænum
samböndum, Norræna félags-
fræðingasambandinu og Nor-
ræna stjórnmálafræðingasam-
bandinu. Sambömd þessi gefa
hvort um sig út tímarit um
málefni sinna fræðigreina.
Félagsmenn í Félagi þjóðfé-
lagsfræðinga eru nú 63 talsins.
		» AUGI.YSINGASÍMINN ER: sáfs» 22480 __J 3H«r0ttnblabitk
af Philips
og Philco kæliskápum
	200 Lítrar	t-r
Öll mál eru í cm.
I—53   .....i
Frystir
53
Lítrar
Kælir
222
Lítrar
-55
Frystir
107
Lítrar
Kælir
303
Lítrar
-n
Kælir
210
Lítrar
Frystir
190
Lítrar
Frystir
85
Lítrar
Kælir
265
Lítrar
-60
340
Lítrar
Frystir
55
Lítrar
Kælir
265
Lítrar
,60——-i ("'...... 60
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTi 3 - 2Ó455 - SÆTÚN 8 - 15655

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32