Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 30. MAÍ1979
9t®mM$foíh
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstotur
Auglýsingar
Afgreiðsla
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aöalstrssti 6, sími 22480.
Sími 83033
Askriftargjald 3000.00 kr. á mánuoi innanlánds.
lausasölu 150 kr. eintakið.
Misheppnuð land-
búnaðarpólitík
Landbúnaðarráðherra, Steingrímur Hermannsson, hefur síð-
ustu daga verið stórorður í garð Sjálfstæðisflokksins og kallað
það ofstæki í garð bændastéttarinnar að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins í neðri deild Alþingis utan tveir gátu ekki fallizt á að veita
ríkisstjórninni heimild til að ábyrgjast 3,5 milljarða króna lán til
Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Ráðherra hefur vitanlega viljað
hafa sem fæst orð um eigin framkomu í málinu og hvers vegna hann
svaraði ekki fyrirspurnum þingmanna m.a. um hvernig ætti að
endurgreiða lánið.
Það skyldi þó ekki vera, að ráðherrann væri með þessu tali sínu að
reyna að dylja eigin sárindi yfir því hversu illa honum hefur gengið
að koma tillögum sínum um landbúnaðarmál fram, bæði í
ríkisstjórn og hjá stjórnarliðinu. Landbúnaðarráðherra hefur jafnt
á þingfundum sem á bændafundum úti um land talað fjálglega um
hina nýju stefnu sína í landbúnaðarmálum. En vandi landbúnaðar-
ins verður ekki leystur með orðagjálfri einu saman heldur þurfa þar
að koma til margvíslegar aðgerðir. Tillögur landbúnaðarráðherra
hafa hins vegar reynst haldlitlar í þessum efnum.
Landbúnaðarráðherra lagði allt kapp á að koma í gegnum þingið
fyrir páska lagabreytingum, sem heimiluðu framleiðsluráði
aðgerðir til að draga úr framleiðslunni svo sem með fóðurbætis-
skatti og kvótakerfi. Enn hafa þessar lagaheimildir ekki verið
nýttar enda segja vísir menn í röðum bænda, að þær séu flestar
nánast óframkvæmanlegar og flokksbróðir landbúnaðarráðherra,
búnaðarmálastjóri, hefur sagt, að með þessum lagabreytingum hafi
Alþingi samþykkt vitlaus lög og komið upp bákni, sem bændur ættu
svo að borga. Þetta er aðeins eitt dæmið hversu hrapalega
núverandi landbúnaðarráðherra hefur tekist stjórn landbúnaðar-
málanna.
Annað dæmið um óstjórn ráðherrans á þessum málum er
þingsályktunartillaga hans um stefnumörkun í landbúnaði. Ætla
mætti að maður með þingreynslu landbúnaðarráðherra vissi að
hann býður hvorki bændum né öðrum að gera eitt eða neitt með
þingsályktun og hvað þá heldur með greinargerð hennar.
Sannleikur málsins er sá, að þingmenn sáu hversu þessi
tillöguflutningur ráðherrans var marklaus og svæfðu málið í nefnd.
Þeir vissu, að það þurfti ekki að segja bændum, að áhrifaríkasta
leiðin til samdráttar væri „að takmarka magn og gæði fóðurs",
fækka gripum og fækka framleiðendum.
Við afgreiðslu breytinganna á Framleiðsluráðslögunum fyrir
páska fluttu þingmenn Sjálfstæðisflokksins tillögu um víðtæka
heimild til að leggja fram fé úr ríkissjóði til að greiða fyrir sölu
óverðtryggðrar framleiðslu búvara. Landbúnaðarráðherra og
stjórnarliðið töldu sig hafa efni á að fúlsa við þessari tillögu, þrátt
fyrir að bændasamtökunum hefði áður verið gefið vilyrði um, að
ríkið aðstoðaði bændur við að selja óverðtryggðar afurðir þeirra
gegn því að bændur féllust á aðgerðir til að draga úr framleiðslunni.
Þegar ráðherrann var spurður fyrr í vetur hvernig hann ætlaði að
leysa þennan vanda bændastéttarinnar, svaraði hann því til, að
hann hefði hugsað sér að ríkisstjórnin lýsti því yfir, að hún myndi
beita sér fyrir ákveðnum aðgerðum í þessu sambandi og sagðist
hafa lagt fram tillögu í ríkisstjórninni um 3,5 milljarða lánsheimild.
Pálmi Jónsson, alþingismaður, benti þá réttilega á, að það væri ekki
sama að ráðherrann hugsaði sér að gefa einhverja yfirlýsingu og að
ríkisstjórnin hefði gefið einhverja yfirlýsingu. Enda kom það á
daginn, að það var hvorki ríkisstjórnin í heild eða landbúnaðarráð-
herra, sem bar fram tillögu um umrædda 3,5 milljarða króna
lánsheimild. Þá staðreynd ættu bændur að hafa í huga. Málið hafði
strandað í ríkisstjórninni og það var ekki fyrr en á síðustu dögum
þingsins, sem nefndarmenn í landbúnaðarnefnd sáu sig tilneydda til
að bera málið upp á Alþingi. Landbúnaðarráðherra ætti þyí að
beina orðum sínum að samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórn í stað
þess að skella skuldinni á sjálfstæðismenn.
Sumir flokksmenn landbúnaðarráðherra hafa verið það barnaleg-
ir í trú sinni að halda, að þessi umrædda lánsheimild væri
sambærileg við ríkisábyrgð á lánum til þotukaupa íslensku
flugfélaganna. Sá grundvallarmunur er þó hér á, að jafnan hefur
verið gengið út frá því sem vísu, að flugfélögin greiddu þessi lán og
ábyrgð ríkisins væri til vara. Landbúnaðarráðherra ætlaði sér hins
vegar aldrei að láta bændur greiða þetta umrædda 3,5 milljarða
króna lán. Þar um vitna skýr orð hans úr þingræðu fyrr í vetur.
Lánið átti samkvæmt orðum ráðherra að endurgreiða með hluta af
því fjármagni, sem heimilt er samkvæmt lögum að veita til
útflutningsbóta, en ekki kann að reynast nauðsynlegt að nýta að
fullu einstök ár næsta 5 ára tímabil. Til endurgreiðslunnar átti
einnig að nota fé, sem fengist skv. jarðræktarlögum en ekki yrði
nýtt til slíkra framkvæmda næstu 5 árin og í þriðja lagi með
fjárveitingum á fjárlögum næstu 5 árin.
Ástæða þess, að ráðherrann var fámáll er þingmenn spurðu undir
lok þingsins, var einfaldlega sú, að hann sá, að þetta dæmi gekk ekki
upp. Litlar sem engar líkur eru taldar á, að nokkurt fé sparíst af
útflutningsbótafé næstu 5 árin, jarðræktarframlögin segja hér lítið,
þó að ráðherra takist að næla sér þar í nokkrar krónur og um
fjárveitingar á fjárlögum næstu fimm ár getur ráðherra vitanlega
ekkert fullyrt.
Reykjavikurskákmótið 1980:
Átta erlendum og sex innlend-
um meisturum boðin þátttaka
Skáksamband íslands og Taflfélag Reykjavíkur hafa ákveðið að gangast
sameiginlega fyrir níunda Reykjavíkurskákmótinu. Er það ráðgert dagana 22.
febrúar til 10. marz á næsta ári að því tilskildu að ríki og borg veiti því fjárstuðning
líkt og verið hefur með Reykjavíkurskákmótin, að því er Einar S. Einarsson forseti
Skáksambands íslands upplýsti.
Ákveðið hefur verið að bjóða 14 meisturum þátttöku í mótinu, 8 erlendum og 6
íslenzkum. Erlendu meistararnir eru Korchnoi, Timman, Larsen, Tal, Hiibner,
Browne, Stean og einn stórmeistari frá Kúbu, Fernandez eða Garcia. íslenzku
skákmeistararnir eru Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson,
Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Ingvar Ásmundsson.
Einar S. Einarsson sagði að borist boð víða að um þátttöku _ Akveðin hefur verið þátttaka
fyrirkomulag mótsins yrði  með   yngri  skákmanna  í  mótum  og   íslands í Norðurlandamóti í Sund-
sama hætti og síðast, miðað yrði
víð nýju tímamörkin, verðlaunin
7.500 dalir sem skiptust í 7 hluta
og auk þeirra yrði greiddur bónus
fyrir hverja skák, 50 dalir fyrir
unna skák, 15 fyrir tapaða og 10
fyrir jafntefli og sagði Einar það
gert til að menn mundu frekar
tefla djarft. Mótið verður haldið
að Hótel Loftleiðum og um svipað
leyti og mótið fer fram verður
Taflfélag Reykjavíkur 80 ára.
Þá sagði Einar S. Einarsson að
ýmislegt væri framundan hjá
íslenzkum skákmönnum í sumar.
Hefði  Skáksambandinu  m.a.
skákbúðum, t.d. á Norðurlöndun-
um. Þegar hefur verið ákveðið að
Halldór Gr. Einarsson fari í skák-
búðir í Svíþjóð og hingað til lands
er kominn Magnús Fa—ldt
unglingameistari frá Svíþjóð, sem
dveljast mun í skákskólanum að
Kirkjubæjarklaustri á næstunni,
Jóhann Hjartarson og Margeir
Pétursson munu ásamt aðstoðar-
mönnum taka þátt í móti í haust
og íslenzkum skákmönnum hefur
verið boðin þátttaka í móti í
Noregi, Skotiandi og Grikklandi.
Sagði Einar óráðið hver þátttaka
af íslands hálfu gæti orðið, fjár-
hagurinn yrði að skera úr um það.
svall í Svíþjóð í sumar og fer
þangað sveit skipuð þeim Ingvari
Ásmundssyni, Aslaugu Kristins-
dóttur, Jóni L. Arnasyni og
Guðlaugu Þorsteinsdóttur og verið
er að athuga hvort hægt verður að
senda sveit á skákmót Norður-
landa í grunnskólum og fram-
haldsskólum er halda á í Viborg í
Danmörku í sumar.
Að lokum sagði Einar S. Einars-
son að nú stæði yfir undirbún-
ingur fyrir heimsókn Karpovs, en
hún er ráðgerð í september. Dag-
setningar liggja ekki endanlega
fyrir, en Einar sagði að það yrði
mjög fljótlega.
Landslag á Venus eins
og það heíur verið
teiknað eftir upplýsing-
um frá geimstöðvunum
Venusi 1. og Venusi 2.
PLANETAN Venus er ekki
jafnfábreytileg að lands-
lagi og loftslagi og áður
hefur verið haldið. Komið
hefur í ljós að á Venus er
mjög stórbrotið landslag,
þar er f jall sem er hærra en
Mt. Everest, háslétta sem er
stærri en nokkur sambæri-
leg slétta á jörðu niðri og
stærsti sprungudalur, sem
fundist hefur í sólkerfinu
til þessa. Á plánetunni er
jafnframt andrúmsloft,
sem er þannig samsett aó
einstakt er talið.
Þessar upplýsingar komu
fram í Washington í gær,
þegar bandarískir vísinda-
menn sendu frá sér fyrstu
meiri háttar skýrslu sína
um rannsóknir geimskip-
anna Venusar 1. og Venusar
Venus stórbrotnari
en áður var haldið
2. á plánetunni, en þeim var
skotið út í geiminn í des-
ember sl. Sjálfvirk tæki í
geimstöðvunum hafa síðan
sent radarupplýsingar og
myndir í sífellu.
Dr. Harold Masursky, sem
starfar við landmælinga-
stofnun     Bandaríkjanna,
sagði í gær á fundi með
fréttamönnum að á Venus
væri 11200 metra fjall, sem
menn kölluðu Maxwell og
þar væri háslétta sem væri
300 kílómetra löng og 1500
kílómetra breið, eða u.þ.b.
tvisvar sinnum stærri en
Tíbet-hásléttan hér á jörð-
inni. Jafnframt væri á
plánetunni um' 300 kíló-
metra langt eldfjallasvæði.
Dr. Alvin Seiff, sem starf-
ar     hjá     bandarísku
geimferðastofnuninni, sagði
að andrúmsloftið á Venus
væri mjög frábrugðið því á
jörðinni. Á jörðu gleypir
yfirborðið í sig sólarljós og
hitinn sem við það skapast
ásamt snúningi jarðarinnar
verða þess valdandi að loft-
lögin umhverfis jörðina
snúast frá vestri til austurs.
Á Venus, hins vegar, fer
sólarljósið ekki alla leið að
yfirborði plánetunnar held-
ur stöðvast í andrúmsloftinu
um 48—53 kílómetra frá
yfirborðinu með þeim afleið-
ingum að loftlögin færast
frá norðri til suðurs með allt
að 650 kílómetra hraða á
klukkustund. Vegna þessa er
allt gufuhvolfið umhverfis
Venus á stöðugri hreyfingu.
Dr. Seiff sagði, að þessi
vitneskja sýndi að veðurfar
á Venus væri ekki jafnfá-
breytt og haldið hefði verið
til þessa og jafnframt gætu
þessar upplýsingar auðveld-
að mönnum að átta sig á því
sem gerðist í andrúmsloft-
inu hér á jörðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32