Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979 23 Kynningar- fundur um skjalavörzlu SAMBAND ísl. sveitarfélajfa efnir f dag til umræðu- ok kynningar- fundar um skjalavörzlu sveitarfél- aga og fer hann fram 6 Hótel Gsju. Verður lavcður fram og kynntur bréfalykill fyrir sveitarfélöK sem sniðinn er eftir norrænum fyrir- myndum og lagaður að þörfum sveitarfélajía hér á landi. Þá verður rætt um meðferð og vörzlu skjala á vettvangi sveitarfél- aga og stofnana þeirra og kröfur Þjóðskjalasafns í slands varðandi geymslu gagna miðað við nútíma geymslutækni. Efnt verður til sýn- ingar á ýmsum búnaði sem notaður er við vörzlu skjala og röðun gagna á skrifstofum sveitarféiaga, en til- gangur fundarins er að kynna til- lögu að samræmdum lykli til notk- unar við vörzlu bréfa og annarra skjala sveitarfélaga. Leiðréttingar í GREIN minni um Norræna þýðingarsjóðinn í Morgunblaðinu f gær hafa fallið niður hlutar úr tveimur málsgreinum f III kafla, sem hér með leiðréttast. Fyrsta málsgrein á að vera þann- ig: „Þegar maður les lista þýðing- armiðstöðvarinnar fer ekki milli mála að hér hefur pólitík verið mikils ráðandi, a.m.k. hjá fulltrúum íslands og Færeyja og ef til vill fleirum, þrátt fyrir neitun Sveins Skorra, en hann segir f grein sinni hér í blaðinu: Mér er eiður sær ...“, o.s.frv." Næst síðasta málsgrein í sama kafla á að vera þannig: „Geta má í þessu sambandi að öll viðurkennd útgáfufyrirtæki í Danmörku mynda samtök með sér og fara eftir sérstökum reglum, sem aldrei er brugðið út af. Handrit sem berast eru lesin af tvcimur konsúl- entum og álit þeirra er lagt til grundvallar um hvort handrit verður tekið til útgáfu." Auk þess var í sama kafla leiðinleg prentvilla í heiti leikrits Nordahls Grieg, en það er rétt „Vár ære og vár makt“. 9. 5.1979 Jón Björnsson. Valbjörn opn- ar mini-golf MINI-GOLF salurinn við Skóla- vörðustfginn er nú tekinn til starfa eftir vetrarfrí, að sögn Vaibjarnar Þorlákssonar fþrótta- hetju er rekið hefur salinn f nokkur ár. Valbjörn sagði að í mini-golf salnum, sem væri gegnt Leifsstyttu, væru 15 brautir og væru þær misjafnlega erfiðar. Kvað Valbjörn það ágætt trimm að stunda mini-golf, þótt innandyra væri, einkum væri það góð jafnvægisæf- ing. Leiðrétting í FRÉTT blaðsins s.l. sunnudag um lát Elsu Sigfúss söngkonu var sagt að hún hefði látizt í Reykjavík. Það er ekki rétt. Hún lézt í Kaupmanna- höfn, en hún hefur átt heima í Danmörku síðan hún fór þangað til náms 1927. Ýmsir höfðu efast um að húsið kæmist á leiðarenda með þessum hætti, en hér er bfllinn að leggja f Krossá. Ljósm. Grétar Eirfksson. Ferðafélag íslands: En hann komst heilu og höldnu yfir ána og var þegar hafist handa við að koma húsinu fyrir á grunni sfnum. Reísa sæluhús fyrir 20-25 m. kr. á árinu FERÐAFÉLAG íslands lét um sfðustu helgi flytja nýtt hús f Þórsmörk. Er þar um að ræða geymslu- og verzlunarhús og var það sett niður rétt við skálann. Var húsið, sem er 8,4°4,4 m að stærð, flutt inneftir á vörubflspalli og gengu flutningarnir snurðu- laust fyrir sig að sögn Grétars Eirfkssonar. Flutningamenn lögðu úr bænum um kl. 2 aðfararnótt laugardags og voru komnir yfir Krossá og á leiðarenda kl. 11 að morgni, en þá höfðu þeir áð í 2 tíma við Drauga- ból. Þá verða í sumar flutt 2 hús inn á afrétt og sett niður á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Er það annars vegar lítið hús fyrir göngumenn, sem ganga vilja þarna á milli og hins vegar stærra hús fyrir þá sem ferðast um á bílum, en líklegt er talið að þeir verði öllu fleiri. Verða húsin sett niður á Syðri-Fjallabaksleið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við þessi þrjú hús kosti milli 20 og 25 milljónir króna. Auk þessara fram- kvæmda styrkir Ferðafélagið sælu- húsabyggingar hinna ýmsu ferða- félagsdeilda víðs vegar um landið. Grétar Eiríksson sagði að þegar fyrrgreind sæluhús yrðu komin á Syðri-Fjallabaksleið og brú á Emstru yrði greiðfært milli Þórs- merkur og Landmannalauga og leiðin þatfær öllum sem vildu og væri auðvelt að ganga hana á t.d. 3 dögum. Þeir sem vilja fara þarna á milli og tryggja sér gistingu í göngumannahúsinu verða að hafa samband við skrifstofu F.í. og fá lykil að húsinu, en það verður jafnan haft læst. Er það gert til að tryggja göngumönnum að þeir fái inni og hafi pantað rými. Grétar kvaðst búast við að húsin á Syðri- Fjallabaksleið yrðu flutt inneftir í lok júní eða strax og fært yrði. Um aðrar sæluhúsaframkvæmdir á næstunni sagði Grétar, að endur- skoða þyrfti Kjalarsvæðið og áhugi væri á að koma upp húsi á Snæ- fellsnesi. OMIC reiknivélin kom á markaðinn fyrir einu ári, ný vél sérhönnuð samkvæmt óskum viðskiptavina Skrifstofuvéla h/f. Móttökurnar voru frábærar. Á örfáum vikum varð OMIC metsöluvél. I framhaldi af þessum afburða góða árangri bjóða Skrifstofuvélar h/f tvær nýjar gerðir af OMIC reiknivélum: OMIC 210 PD OMIC 210 P ____OMIC reiknivélin hefur slegið sölumet angus 312 PD 210PD 210P OMIC vélar í einfaldari útfærslu en OMIC 312 PD. Komið og kynnist kostum OMIC: SKRIFSTOFUVELAR H.F. A- Hverfisgötu 33 ^ Simi 20560 Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns. HVERFISGATA 33 Ritsafn Gunnars Gunnarssonar J v j \ Saga Borgarættarinnar Vargur í véum Svartfulg Sælir eru einfaldir Fjallkirkjan I Jón Arason Fjallkirkjan II Sálumessa Fjallkrikjan III Fimm fræknisögur Vikivaki Dimmufjöll Heiðaharmur Fjandvinir S r S r Gunnar Gunnarsson hefur um tangt skeið verið einn virtasti hofund ur á Norðurlöndum Almenna BókafélagiO, Austurstrati 18, Sksmmuvsgur 38, sími 19707 simi 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.