Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. MAÍ1979
29
VELVAKANDI
SVARAR ÍSÍMA
0100KL  10—11
FRÁ MANUDEGI
einnig væri vert að taka til greina
þá staðreynd að í allmörgum
tilvikum er einfaldlega ekki mögu-
legt að háfa dýr, ketti eða önnur,
margra hluta vegna, og undir
slíkum kringumstæðum er það
ábyrgðarhlutur að taka inn dýr til
þess eins að verða að losa sig við
þau fyrr en síðar, og þá á slíkan
máta og að ofan er greint.
Því miður hefur reynslan sýnt
aö oft er djúpt á mildi manna í
daglegri umgengni þeirra við dýr-
in. Og sá slæmi siður býsna
margra að fá kettlinga sem leik-
föng handa börnum sínum þyrfti
að hverfa úr sögunni. Höfum þao
hugfast að þetta eru lifandi dýr,
ekki leikföng, tilfinningalaus, eða
tuskubangsar. Þau þurfa mikla
umhirðu, mikinn félagsskap — og
gefa þá mikla ánægju sínum
félögum.
Offjölgunarvandamál kemur að
sjálfsögðu ávallt upp þegar læð-
urnar eiga kettlinga, og skal á það
bent að nauðsynlegt er að lóga þá
strax þeim kettlingum sem ofauk-
ið er. En ekki má undir nokkrum
kringumstæðum taka alla kettl-
ingana samtímis frá móðurinni.
Slíkt væri að fara út fyrir þau
takmörk sem hugtakið mannúð
setur.  ;
Að lokum má geta þess að til er
einfalt ráð til þess að koma í veg
fyrir offjölgun heimiliskatta, sem
sé það að sprauta læðurnar svo
þær breimi ekki. Slíkt framkvæma
dýrlæknar ef þess er óskað. Einnig
má vana högnana í fleiri tilvikum
en nú er gert.
Að síðustu, tökum saman hönd-
um um að stunda mannkærleika í
viðskiptum okkar við dýrin og
sýnum þeim, og okkur sjálfum um
leið, alla þá virðingu sem allt líf á
skilið.
F.h. Stjórn Kattavina-
félags Islands.
Svanlaug Löve, formaður.
• Enn um nýju
sfmaskrána
Sigrún Gísladóttir, Sólvalla-
götu 33, hrósar mjög útgáfu síma-
skrárinnar. Það er þakkarvert
öllum sem vilja spara en sparnað-
ur þarf að koma á réttum stað og á
réttan veg. Ég tel símaskrána
stórgallaða vegna þess, að of
smátt letur er á henni. Það er
erfitt fyrir sjóndapra að notfæra
sér hana. Að öðru leyti kann hún
að vera vel frá gengin. Ég hélt að
landiö ætti engan sem hefði svona
dapran hugsunarhátt, svo ég taki
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Hvítur leikur og mátar í f jórum
leikjum:
P  ¦  'WpmWmM
ÍiP  1§P 4 IflP  ¦
vægt til orða, því ég efast ekki um
að það er fjöldi af fullorðnu fólki
sem á erfitt með að lesa skrána.
Með virðingu fyrir öllu sem vel
er gert,
Ottó Þorvaldsson,
Laugarnesvegi 38.
• „Vor í Vín"
„Hvað vitið þið fegra
en Vínarljóð
hvað vermir svo hjarta
og örvar blóð
jafnt ríkum og snauðum
það fögnuð fær
við fljúgum á vængjum
þess himni nær."
Þannig  hljóðar  upphafið að
texta við fallegt og þekkt óper-
ettulag eftir Franz Schubert og
Staðan kom upp í skák Volov-
ichs sem hafði hvítt og átti leik, og
Rundquists á skákmóti í Sovét-
ríkjunum í fyrra. Lausnin er
þannig: 25. Hxg7+» - Kxg7, 26.
Dxh6+! og svartur gafst upp, því
að eftir tvo leiki til viðbótar er
hann mát.
segir það meira en mörg orð um
þann unað, sem hin gamla, hríf-
andi og hugljúfa valsahljómlist og
önnur þekkt óperettulög hafa
mörgum veitt.
Það voru því mikil vonbrigði,
þegar sjónvarpið lét af því í ár að
senda út hina árlegu nýárstón-
leika frá Vínarborg undir stjórn
Willi Boskowski. — Óvænt uppbót
urðu því þeir ágætu hljómleikar
Sinfóníuhljómsveitar Vínarborg-
ar, sem sjónvarpið sýndi í síðustu
viku í þættinum „Vor í Vín", og til
að auka á ánægjuna var frábær
söngur. Vonandi sér sjónvarpið
sér fært að sýna oftar slíka þætti,
en þeir eru algengir við sjónvarps-
stöðvar víða erlendis og njóta þar
mikilla vinsælda.
Á.G.
Steypudælubill til sölu
Uppl. hjá Jóni Þórðarsyni, ísafirði.
Sími: 94-3472 og 3372.
J

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32