Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. MAÍ1979
KR marði Hauka
KR-INGAR mörðu Hauka 1-0 á
Hvaleyrarholtsvellinum í gær-
kvöldi í leik liðanna í 1. deild.
Ekki hefði verið ósanngjarnt að
Haukar hefðu hlotið annað stigið
og jafnvel bæði. Liðið barðist
mun betur í leiknum og uppskar
tvö mörk en bæði voru þau dæmd
af vegna rangstöðu. Voru það
hæpnir dómar og umdeilanlegir.
En dómarinn hefur úrskurðar-
valdið og við hann þýðir ekki að
deila. „Eg er illa svikinn ef þessir
menn verða ekki gerðir að heið-
Segulstál
•*«csss "
Vigtar 1 kíló. Lyftir 60 kílóum.
Stærö 8x9x3 sentimetrar.
Gott til aö „fiska" upp járnhluti
úr  sjó,  ám,  vötnum,  gjám,
svelg, tönkum. Líka til aö halda
verkfærum og smíöahlutum.
Sendum í póstkröfu.
Vesturgötu 16, sími 13280
gomais
Is-álfar (furireiiin).
I liril kfingfótt kexk.ika
1 itór iskula  1 kramarlms
tahlaup.
Leggið ískúluna á kexk>.
Setjið avaxlahlaup i
sptautupoka mi'O mjoiim
stúl og spfautið augu. rtef
oq miinn á iskúluna.
S'ijii> kfamarhúsið á
siin liúlu og þér getið
verið viss um að yngstu
börnin munu hafa gaman
af.
Makkarónu-ís.
skerió 2 litra af Vrinilluis
ðar, leggið í !ö<jum a
:ð giófmuldum
makkarónum sem
ia! ¦ legið-i bleyti i 2 glös-
sherry í 2 klst.
•viiö m<-<> þev
og sn    risfúð
ess
ursfélögum í KR", — sagði Egg-
ert þjálfari Hauka eftir leikinn
og átti við dómaratríóið.
Eina mark leiksins kom á 38.
mínútu fyrri hálfleiksins. KR fékk
hornspyrnu, sem Sverrir Her-
bertsson tók, og eftir mikla þvögu
inni í markteig Hauka hrökk
boltinn í hönd eins varnarleik-
mannsins og dómarinn dæmdi
vítaspyrnu. Sverrir framkvæmdi
vítaspyrnuna yfirvegað og skoraði
af öryggi án þess að Gunnlaugur
markvörður Hauka gerði tilraun
til þess að verja boltann.
Fyrri hálfleikur var frekar leið-
inlegur á að horfa. Mikið var um
langspyrnur og hlaup og breidd
vallarins var ekki notuð. Hauk-
arnir áttu öllu meira í hálfleikn-
um, börðust af krafti og sóttu
meira. KR-ingar voru hins vegar í
daufara lagi. Á 40. mínútu leiksins
var Erni Guðmundssyni KR vikið
af leikvelli fyrir að sparka í Ólaf
Haukar
— KR
0—1
Jóhannesson, og léku KR-ingar
því einum færri það sem eftir var
íeiksins. Eitt besta marktækifæri
hálfleiksins kom á 42. mínútu er
Sigurður Aðalsteinsson var í
dauðafæri á markteig en náði ekki
góðri fyrirgjöf.
Síðari hálfleikur var mjög líf-
legur, og allur annar á að horfa
en sá fyrri. Haukarnir hófu leik-
inn af miklum krafti og strax á 2.
mínútu skora Haukar mark, var
þar Lárus að verki en dómarinn
dæmdi rangstöðu. Margir vildu
samt meina að annar bakvörður
KR hefði verið staðsettur við
marksúluna. Rétt mínútu síðar á
Lárus góðan skalla en rétt yfir
þverslána. En KR-ingum var ekki
alls varnað og þrátt fyrir að þeir
væru einum færri sóttu þeir
ótrauðir á brattann og sýndu nú
góðan baráttuvilja og fóru að
sækja mun meir en áður.
Sköpuðu þeir sér nokkur góð
tækifæri við mark Hauka en
ávallt vantaði samt meiri brodd í
sóknina til að reka á hana enda-
hnútinn.
Wilhem átti gott skot á 73.
ntínútu sem var vel varið, og á 77.
mínútu voru bæði Stefán og Jón í
góðu marktækifæri við markteig,
en allt kom fyrir ekki.
í lok leiksins ná Haukar nokkr-
um góðum sóknarlotum og upp úr
einni þeirra skorar Ólafur
Jóhannsson með góðu skoti utan
úr vítateig. Góð fyrirgjöf kom
fyrir markið og þaðan var boltinn
sendur út til Ólafs sem gaf sér
góðan tíma og skoraði fallega.
Ekki sá Hreiðar dómari neitt
athugavert við markið og Haukur
fögnuðu ákaft sem og í fyrra
skiptið, en þá kom í ljós að
línuvörðurinn hafði flaggað og
eftir að hafa ráðlagt sig við hann
dæmdi Hreiðár rangstöðu. Vel má
vera að einhver hafi verið rang-
stæður er fyrirgjöfin kom inn í
teiginn, en undirri'tuðum þykir
vafasamt að dæma rangstöðu eftir
að boltinn hafði gengið út í teiginn
aftur og dæma markið af. Dómar-
inn hlýtur að þurfa að fylgjast
betur með línuvörðum en svo að
allt þetta geti skeð án þess að
flautað sé.
Haukar gerðu nú allt sem í
þeirra valdi stóð til að jafna
leikinn og Björn Svavarsson átti
góðan skalia sem Hreiðar varði
vel. Guðmundur Sigmarsson kom
einn inn fyrir en flýtti sér um of
og skot hans fór fram hjá.
í lok leiksins átti Stefán Örn hjá
KR þrumuskot en rétt yfir.
í stuttu máli.
íslandsmótið     1.     deild.
Hvaleyrarholtsvöllur Hafnarfirði.
Haukar - KR 0-1. (0-0)
Mark KR. Sverrir Herbertsson
úr vítaspyrnu á 38. mín.
Áminning: Sigurður Pétursson
KR og Ólafur Jóhannsson
Haukum. Rautt spjald örn
Guðmundsson KR. Ahorfendur:
578.                  J>r
Stefán
íVal
HINN snjalli handknatt-
leiksmaður úr HK Stefán
Halldórsson sem verið hefur
í mikilli framför í vetur
hefur nú ákveðið félaga-
skiptin og á aðeins eftir að
ganga frá ýmsum formsatr-
iðum. Verður það Val styrk-
ur að fá Stefán í sínar raðir,
þar sem hann er markaskor-
ari mikilJ. Þá hefur Gunnar
Lúðvíksson úr Gróttu geng-
ið í raðir Valsmanna en
hann lék áður með Gróttu.
Gunnar er lipur hornaleik-
maður og skoraði mikið af
mörkum úr hornum fyrir
Grðttu.           _ þr.
Bækur
50%
afsláttur
Okkar árlegi bókamarkaður á gömlum og
nýlegum bókum íslenzkum og erlendum, hefst
í dag aö Skólavöröustíg 21, (áöur Bókhlaöan
hf.) Þúsundir góöra bóka á slíku yeröi, aö
elztu menn muna ekki annaö eins: íslenzkar
og erl. skáldsögur, fræöibækur, sagnfræöi,
læknisfræöi, Ijóö, leikrit, hagnýt fræði á
íslenzku, ensku og dönsku.
Hér er nýja krónan í gömlu verdgildi.
Bókavarðan,
— Gamlar bækur, og nýjar —
Skólavörðustíg 20 og 21
Reykjavík. Sími 29720.
• Jón Oddsson KR reynir skot að marki Hauka en dómarinn hafði þá
flautað og dæmt vítaspyrnu. Wilhem og Sigurður fylgjast með
framvindu mála.                           Ljósmynd. Emilía.
Sveinbjörn
tryggði ÍA
bæði stigin
AKURNESINGAR máttu hafa
fyrir stigunum þegar þeir mættu
KA á malarvellinum á Akranesi í
gærkvöldi. Akurnesingar unnu
leikinn 3:2 eftir að KA hafði
tvívegis náð forystunni. Akureyr-
ingarnir börðust hetjulegri bar-
áttu en urðu að lokum að lúta í
lægra haldi fyrir betra liðinu.
Leikurinn var allfjörugur og
bæði liðin sýndu ágæta spretti en
það setti auðvitað svip á leikinn
að hann fór fram á möl en ekki
grasi.
Fyrsta mark leiksins kom á 27.
mínútu. I>á misstu Skagamenn
boltann á eigin vallarhelmingi.
Gunnar Blöndal náði boltanum
og sendi inn í teiginn til óskars
Ingimundarsonar sem lék inn að
markinu og skoraði laglega.
Tíu mínútum síðar höfðu
Skagamenn jafnað metin. Matt-
hias Hallgrímsson lék þá laglega
inn í vítateig KA en var brugðið
og réttilega dæmt vítaspyrna.
Matthías tók spyrnuna en skaut í
ía-ka 3:2
stöng. Markvörður KA hafði
hreyft sig og var spyrnan því
endurtekin og nú var það Árni
Sveinsson sem reyndi sig og skor-
aði örugglega.
Staðan í hálfleik var því 1:1 og
fyrsta stundarfjórðunginn í seinni
hálfleik sýndu Skagamenn sínar
beztu hliðar og hefðu átt að gera
út um leikinn en markstengurnar
komu í veg fyrir það. Sveinbjörn
Hákonarson skaut þrumuskoti í
þverslá af vítateig eftir mikinn
einleik og rétt á eftir skaut
Kristján Olgeirsson þrumu skoti í
stöng.
Á 65. mínútu tók KA óvænt
forystuna. Elmar Geirsson tók
aukaspyrnu frá vinstri og gaf
boltann vel fyrir markið þar sem
Einar Þórhallsson var einn og
óvaldaður og skoraði örugglega.
En nú kom að þætti Sveinbjörns
Hákonarsonar. A 70. mínútu skor-
aði hann stórglæsilegt mark og
jafnaði metin 2:2. Hann fékk
boltann á vítateigslínuna, drap
hann niður, sneri sér við og
skoraði með þrumuskoti, falleg-
asta mark leiksins. Tíu mínútum
síðar skoraði Sveinbjörn svo sig-
urmark ÍA. Guðjón Þórðarson tók
langt innkast, boltinn barst til
Sveinbjarnar sem skoraði með
góðu skoti rétt innan vítateigsl-
ínu.
Sveinbjörn  var  bezti  maður
Akraness og jafnframt bezti mað-
ur vallarins. Eins áttu þeir góðan
leik Kristján Olgeirsson og Guð-
jón Þórðarson. Hjá KA voru þeir
beztir Elmar Geirsson, Gunnar
Blöndal og Einar Þórhallsson.
.gg/SS.  gr.
I STUTTU MÁLI:
Akranesvöllur 29.  maí,  íslands-
mótið 1. deild, ÍA-KA 3:2 (1:1).
MÖRK ÍA: Árni Sveinsson á 37.
mínútu, Sveinbjörn Hákonarson á
70.og80. mín.
MÖRK KA: Óskar Ingimundarson
á 27. mínútu og Einar Þórhallsson
á 65. mínútu.
GUL SPJÖLD: Engin.
ÁHORFENDUR: 880.       g},
Giles kvaddi glæsilega
ÍRLAND <>k Argentfna léku vlnáttuland*
leik i knattspyrnu i Dublln ( KcrkvHldi oit
varð jafntefII 0:0.
Heimsffleistararnlr fri Argentfnu sýndu
entca sérataka snllll f gerkvUldi og úrslltin
voru réttlit. Nokkra af beztu monnum
Argentfnu vantaði en bezti maður HðxlnH
var hinn kornunal Diego Maradona. HJá
Irum var Liam Brady beztur en elnnig ittl
Johnny Giles mjðg góðan lelk. Þetta var
kveðjulelkur pewa lltrfka knattepyrnu-
manns og framkvæmdaatjðra íranna. Hann
hefur lelklð samfleytt f 20 ir. alls 59
landBleiki. sem er fnikt met.
Ajax bikarmeistari
AJAX nlgraðl Twente Enchede 3:0 f ursllta-
leik hollensku bikarkeppninnar f gærkvttldi.
Lelkið var i velll Feyenoord f Rotterdam.
Miirk Ajax akoruðu Ray Clarke. Simon
Tahamata og Diek Shoenaker en beztu menn
liðHÍng voru Anesen og Lerby.
AJax getur tryggt nér BÍgur f hollennku
deildarkeppnlnnl ef liðlð nær 2 stlgum úr
þremur sfðustu lelkjum afnum og verður
liðinu varla nkotaakuld íir þyf.
Fram og Valur
mætast í kvöld
í KVÖLD kl. 20.00 mætast á Laugardalsvellinum Valur og Fram í 1.
deildinni f knattspyrnu. Má búast við f jörugum og skemmtilegum leik
milli þessara liða. FramJiðið vann sannfærandi sigur á Víkingum á
dögunum og nú er að sjá hvort þeim tekst ekki að velgja
íslandsmeisturtinum undir uggum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32