Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. MAÍ1979
31
Víkingur krækti í
sín fyrstu stig

VÍKINGUR íékk sín fyrstu stig í
1. deildinni þegar félagið sigraði
Þrótt á Laugardalsvellinum í
gærkvöldi 2:1, eftir að staðan
hafði verið 0:0 í hálfleik. Leikur-
inn var allsæmilegur og sigur
Víkings sanngjarn. Lfklega
verða Vfkingarnir um miðja
deildina eins og undanfarin ár en
eins og útlitið er benda líkurnar
til þess að Þróttarar verði að
berjast á neðri helmingi deildar-
innar þó að auðvitað setof
snemmt að slá nokkru föstu í
þeim efnutn. Þróttararnir hafa
sýnt það að þeir geta leikið góða
knattspyrnu þótt byrjun þeirra í
mótinu lofi ekki góðu.
Þróttararnir voru betri til að
byrja með í gærkvöldi þótt ekki
tækist þeim að skapa sér afger-
andi tækifæri. En Víkingarnir
fóru smátt og smátt að ná tökum á
leiknum og voru rriun betri lengst
af í fyrri hálfleiknum. Þeir fengu
þrjú góð tækifæri til þess að skora
og einu sinni munaði aðeins hárs-
breidd að boltinn hafnaði í mark-
inu. Það var á 30. mínútu að góð
sóknarlota Víkings endaði með því
að Óskar Tómasson sendi góða
sendingu fyrir markið þar sem
Hinrik Þórhallsson kom á fullri
ferð og skallaði glæsilega að
markinu. Boltinn small í þver-
slánni og fór út á völlinn aftur þar
sem Óskar Tómasson náði boltan-
um en honum var brugðið innan
teigs að því er manni sýndist helst
en ekkert dæmt.
Þróttararnir voru sprækari í
byrjun seinni hálfleiks og munaði
þá íitlu að Halldóri Arasyni tæk-
ist að skora með skalla en Sigur-
jón víkingsmarkvörður varði vel.
Á 8. mínútu seinni hálfleiks átti
Sigurlás Þorleifsson gott skot að
marki Þróttar en rétt framhjá.
Mínútu síðar barst knötturinn
fram völlinn til Óskars Tómasson-
ar, sem skallaði laglega inn í eyðu
til Sigurlásar. Hann ætlaði að
leika inn að markinu en var
felldur gróflega af Sverri Einars-
syni og vítaspyrna réttilega dæmd
og úr henni skoraði Gunnar Örn
Kristjarisson af öryggi.
Víkingarnir bættu svo við öðru
marki á 21. mínútu s.h. Aftur var
Óskar á ferðinni með góðan skalla
bolta fyrir fætur Sigurlásar. Hann
Víkingur- o.i
Þróttur   ^" I
brunaði upp að endamörkum
vinstra megin og gaf fyrir markið
og virtist engin hætta á ferðum en
öllum að óvörum misstu varnarm-
enn Þróttar af boltanum og Gunn-
ar Örn kom á fullri ferð og tókst
að pota boltanum í netið í erfiðri
aðstöðu.
Eftir markið sóttu Þróttararnir
mun meira. Sóttu þeir allt hvað af
tók en tókst aðeins að skora einu
sinni. Það var á 81. mínútu að Páll
Ólafsson fékk boltann inn í víta-
teig vinstra megin frá Ágústi
Haukssyni. Páll var í þröngri
aðstöðu og bjóst Sigurjón mark-
vörður við þrumuskoti en svo fór
ekki, skot Páls var laflaust og
sigldi neðst í hornið nær og kom
Sigurjón engum vörnum við.
Leikurinn var sem fyrr segir
allsæmilegur, bæði liðin tóku
spretti en slökuðu á þess á milli.
Var mikill munur að sjá liðin leika
á grasinu. Beztu menn Víkings í
þessum leik voru Heimir Karlss-
on, Óskar Tómasson og Sigurlás
Gunnar örn Kristjánsson (nr. 8) skorar annað mark sitt í leiknum f
gærkvöldi. Þetta reyndist sigurmark Víkings.          i.j«sm. Emíiía.
Þorleifsson, þótt hann gengi ekki
heill til skógar, en hjá Þrótti voru
þeir einna beztir Jóhann Hreið-
arsson og Ársæll Kjartansson.
Guðmundur Haraldsson dæmdi
leikinn vel.
— SS
í STUTTU MÁLI:
Laugardalsvöllur   29.    maí,
íslandsmótið 1. deiid, Víkingur —
Þróttur 2:1 (0:0).
Mörk Víkings: Gunnar Orn
Kristjaiísson á 54. og 66. mínútu.
Mark Þróttar: Páll Ólafsson á
81. mínútu.
Gul spjöld: Heimir Karlsson
Víkingi.
Áhorfendur: 380.
Jafntefli í Eyjum
VESTMANNAEYINGAR vígðu í
gærkvöldi nýjan grassvöll með
leik við Keflvfkinga f 1. deildinni.
Ekki gaf sá leikur mörk. Liðin
skildu jöfn 0—0. Vestmanna-
eyingar hafa því halað inn 3 stig
í fyrstu tveimur leikjunum, og
ekki fengið á sig mark. Keflvfk-
ingar hafa ekki heldur fengið á
sig mark f deildinni, en þeir hafa
heldur ekki skorað sjálfir. En
tvisvar sinnum núll núll hafa
gefið tvö stig.
Þetta var leikur fárra tækifæra,
en úti á breiðum vellinum gerðu
bæði liðin heiðarlegar tilraunir til
þess að leika knattspyrnu og tókst
vel upp á köflum. Báðum aðilum
var á hinn bóginn fyrirmunað að
koma knettinum löglega í netið
hjá andstæðingum enda þar til
varnar snjallir markverðir, Þor-
steinn Ólafsson hjá ÍBK sem mikil
IBK
ÍBV—
0:0
ánægja er að sjá hér aftur heima
og Ársæll Sveinsson hjá ÍBV, sem
leikur betur en hann hefur áður
gert.
Leikurinn var mjög jafn og
úrslitin því harla sanngjörn. Öllu
meiri broddur var þó í sókn
Eyjamanna, þó að það dygði ekki
til þess að snúa leiknum þeim í vil.
Satt að segja voru tækifæri lið-
anna svo fá að maður tók varla
minnisbókina úr vasanum allan
leikinn út í gegn. Fyrst brá maður
bók og penna á loft þegar Ómar
Jóhannsson „skoraði" en dómar-
inn dæmdi markið ógilt vegna
rangstöðu. Skömmu síðar átti Orn
Óskarsson þrumugott langskot af
um 40 metra færi sem Þorsteinn
varði uppi í bláhorninu.
í síðari hálfleik átti Ragnar
Margeirsson gott skot á mark ÍBV
en boltinn fór í stöngina utan-
verða. Þá er ekki meira að finna í
minnisbókinni, þetta var þannig
leikur. Ágætir sprettir úti á vell-
inum en tregt og dauflegt við
mörkin.
Lið Eyjamanna hefur komið
nokkuð vel frá fyrstu leikjum
sínum í deildinni þrátt fyrir mikl-
ar hrakspár. Greinilegt er að
leikmenn eru í góðri þjálfun og
allt eins víst að þeir eigi eftir að
bíta alvarlega frá sér í sumar og
safna góðum slatta af stigum.
Þeim hentar vel að vera vanmetn-
ir. Tómas Pálsson er mjög frískur
og snöggur og hefur glöggt auga
fyrir leiknum. Þá átti Sveinn
Sveinsson mjög góðan leik, þar fer
leikmaður, sem lítið ber á en
vinnur þeim mun betur.
Keflvíkingar hljóta að hafa
talsverðar áhyggjur af framlínu
sinni, enda hefur hún ekki gert
neinar rósir í vor. Annars er lið
þeirra Suðurnesjamanna mjög
jafnt og vinnur mjög vel. Ekki er
ég í vafa um að þeir eiga eftir að
ná sér á strik í deildinni í sumar.
Bezti maður ÍBK í leiknum var
Óskar Færseth, geysisnöggur og
fljótur bakvörður, harður í vörn
og mikill liðsauki í sókninni. Þá
var Þorsteinn ólafsson öryggið
sjálft í markinu.  .
Flautuglaður dómari var Þor-
varður Björnsson.
- hkj.
í STUTTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild, Helgaf-
ellsvöllur 29. maí, ÍBV - ÍBK 0:0
Gul spjöld: Gústaf Baldvinsson
ÍBV.
Áhorfendur: 789.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32