Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 1
HANDBÓK VERZLUNARMAMNA A'SKRIFTARSÍIVN 16688 16688 16688 137. tbl. — Miðvikudagur 23. júní 1965 — 49. árg. HANDBÓK VERZLUNAR MANN A ÁSKRIFTARSÍIV!5 ; 16688 16688 I66fla Á myndlnni hér a8 neSan eru síðustu geimfararnir, sem valdir hafa verið af geimrannsóknarstofnun Bandaríkianna. Þeir voru valdir í okt. s.l. og eru nú f þjálfun fyrir tunglferðir, ásamt þeim geimförum, sem þegar var búið að velja. Geimfararnir hér á myndinni eru fjórtán og verða hoir í hnni Átiánmnnninnanna com Irnma til klonrlc í iúlí n I/ kanna hraun og gíga hér á íslandi JHM-Reykjavík, þrið'jdag. Þann 11. júlí n.k. kemur hingað til lands bandarískur rannsóknarleiðangur. í honum verða 18 geimfarar, 7 vís- indamenn og 5 fulltrúar frá geimvísindastofnun Bandaríkja- manna — NASA. Þessir 18 tunglfarar framtíðarinnar koma hingað í þeim tilgangi að kanna íslenzkt hraun og gíga til að hafa til samanburðar við það landslag, sem þeir þurfa að fást við á tunglmu, eftir nokkur ár. Hér er um einhvern merkilegasta vísindaleiðangur að ræða, sem komið hefur til fslands. Þrír menn, af þessum þrjátíu manna hópi, koma hingað til lands í byrjun næsta mánaðar til að undirbúa komú híhna. Dr. Sigrrð- ur Þórarinsson, jarðfræðingur, hef ur verið beðinn sérstaklega að að- stoða þessa menn og leiðbeina þeim. Bandaríska geimvísinda- stofnunin hefur þegar óskað eftir að leiðangurinn kanni staði eins og Öskju og Laka. Hópurinn mun dvelja hér við kannanir á hraun- gígum og við jarðfræðirannsókn- ir frá 11. júlí til 17. sama mán- aðar. Hópurinn kemur hingað eft- ir svipaðar rannsóknir á Hawaii og í Alaska. Búizt er við, að hóp- urinn rannsaki svipaða staði í Japan og ef til vill fleiri löndum. Þessi ferð er aðeins hluti af þjálfun þeirri, sem þessir geim- farar þurfa að ástunda, áður en þeir eru tilbúnir að leggja í tungl- ferðir. Eins og kunnugt er, þá ætla Bandarikjamenn að senda fyrstu mönnuðu geimflaugina til tunglsins í kringum 1970. í þess- um 18 manna hópi eru eflaust þrímenningarnir, sem síðar verða valdir í fyrstu ferðina. Eins og að ofan getur, þá eiga þessir menn að fá tilsögn í jarð- fræði og jarðeðlisfræði hér á landi, en það er hluti tilsagnar þeirrar, sem þeir fá um yfirborð tunglsins. Geimvísindamenn álíta að skyldleiki sé með eldgígum hér á jörðinni, og gígum þeim, sem NIÐURSKURÐUR VEGNA KALSINS? BÞG-Reykjavík, þriðjudag. „Það er óhætt að fullyrða það, að allir þeir, sem komu á fund Stéttarsambands bænda og aðrir þeir, er farið hafa um Austurland, séu samdóma um, að ekki hafi verið ofsagt í fréttum um hinar gífurlegu kalskenundir á Austur- landi. Mér hefði aldrei dottið í í hug, og aðrir hafa tekið í sama streng, að skemmdirnar væru eins stórkostlegar og raun er á. Víða eru heilir túnflákar, og sums stað- ar nær túnin öll, annaðhvort hvítir, sviðnir eða svart flag. Þarf engan að undra, þótt bændur standi uppi ráðalitlir og tali um að búast megi við stórfelldum nið urskurði búfjár.“ þannig mælti Gísli Kristjánsson, ritstjóri, er TÍMINN hafði tal af honum í dag, nýkomnum af Stéttarsambands- fundi. Fyrir nokkrum dögum birti Tim inn frétt um hið alvarlega ástand á Austurlandi í þessum efnum og skýrði frá því áliti bænda, að í sveitum minntust menn ekki svo stórfellds og almenns kals og nú. Sagði Gísli, að sízt hefði verið ofsagt um hið ömurlega ástand og það væri því verra, sem miklar kalskemmdir hefðu orðið á sömu slóðum árið 1962. Gísli sagði, að samt mætti ekki taka Austurland allt undir einn hatt í þessum efnum. Til væru staðir út við strönd og inn til dala, þar sem lítið ber á kali. í Fljótsdal, efst upp á Jökuldal og þegar kemur suður fyrir Breið- dal, ber einna minnst á kali. Sömuleiðis er ekki hægt að segja, að mikið kveði að kali yzt í Jökulsárhlíð, norður í Vopnafirði og Norður-Þingeyjarsýslu. Hins vegar um miðbik Jökul- dals og Fljótdalshéraðs og á fjörðunum frá Seyðisfirði og suð- ur á Breiðdal er ástandið aldeil- is óskaplegt, svo ömurlegt, að eng- Framhald á 15. sfSu. eru á tunglinu. Þeir byggja þessar skoðanir sínar á þeim ljósmynd- um, sem náðst hafa af tunglinu á s.l. tveimur árum. Að vísu háfa all margir af gígum tunglsins orð- ið til er loftsteinar hafa skollið Framhald á 15. sfðu Samningavið- ræður hafnar í Neskaupstað EJ-Reykjavík, þriðjudag. Eins og kunugt er, tóku gildi í gær, mánudag, kauptaxtar, sem verkalýðsfélagið á Neskaupstað auglýsti, og sem fela í sér 8% beina kauphækkun og 44 stunda vinnuviku. Atvinnurekendur á Neskaupstað komu saman til fundar í gær og ákváðu þar aö Framhald á 15. síðu. í VERKFALLI ÚT í PAPEY ÞS-Djúpavogi, þriðjudag. Verkfall hefur verið í dag hjá járniðnaðarmönnum þeim, sem vinna hér við byggingu síldarbræðslunnar. Er hér um að ræða 20 manna vinnuflokk frá Héðni í Reykjavík. Verk- fallsmennirnlr notuðu dag- inn vel og brugðu sér i skemmtiferð út i Papey, enda var veður mjög gott til slíkrar ferðar. Vinna við bræðsluna gengur vel, og er búizt við, að hún geti tekið til starfa fyrstu vik- una í júlí, ef ekkert óvænt kemur til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.