Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 35 Charles Múller aðalframkvæmdastjóri EFTA; „EFTA er góður vettvangur fyrir smáþ jóðir til að vernda hagsmuni sína með gagnkvæmum stuðningi” Aðalframkvæmdastjóri EFTA, Charles Miiller, er hér á landi til skrafs og ráðagerða við íslenzk stjórnvöld, í því tilefni að íslendingar hafa forsæti í EFTA-ráðinu á seinna misseri þessa árs, eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. — Á hádegisverðar- fundi, sem íslenzku meðlimir ráðgjafanefndar EFTA boðuðu til s.l. fimmtudag flutti Miiller erindi um EFTA og þátt íslands í því. Charles Muller fór í upphafi nokkrum orðum um stöðu og hag frjálsrar verzlunar í heiminum í dag. Hann sagði, að á undanförn- um árum hefðu vestrænu iðnríkin orðið að sætta sig við hægari hagvöxt og aukið atvinnuleysi. Þetta hefði ýtt undir verndar- sjónarmið í mörgum löndum, þannig að víða bæri á tilhneigingu til að vernda einstakar atvinnu- greinar. Reynslan frá fjórða áratugnum, þegar tollvernd og önnur við- skiptahöft breiddust ófluga út, sýnir að slíkar aðgerðir gerðu kreppuna enn alvarlegri. Þessi slæma reynsla varð til þess, að eftir heimsstyrjöldina síðari voru mynduð alþjóðasamtök til að vinna að afnámi viðskiptahafta og minnkun tollverndar. Þessi samtök hafa unnið mikið starf, sem aftur endurspeglast í því, að frá 1948 til 1973 jókst heimsfram- leiðslan um 5 prósent á ári að meðaltali og magn milliríkjavið- skipta um 7 prósent. Sem betur fer hafa samtök þessi og samningar þeir, sem þau hafa staðið að, komið í veg fyrir, að verndartollar og viðskiptahöft nái að skjóta upp kollinum í veru- legum mæli. Ymsar þjóðir hafa þó gripið til annarra aðgerða, meðal annars með því að fá útflutnings- lönd til að takmarka útflutning sinn eða beita miðurgreiðslum og öðrum stuðningsaðgerðum heima fyrir til að hjálpa eigin útflutn- ingsatvinnuvegum, en á þetta síðara atriði hafa íslendingar einmitt bent innan EFTA. Það hefur margoft sýnt sig, að þjóðir, sem leggja út á braut einangrunar frá milliríkjavið- skiptum og kjósa víðtæka toll- og viðskiptavernd, lenda fljótlega í erfiðri hringiðu, þar sem verð á vernduðum vörum hækkar, fram- leiðslukraftar landsins nýtast illa, öll framþróun atvinnuvega verður hægari, samkeppnishæfni þeirra Spönsk yfirvöld til- kynntu fyrir skömmu að tekjur vegna erlendra ferðamanna fyrstu fimm mánuði ársins hefðu numið alls 1,5 milljarði dollara, eða sem jafngildir um 500 milljörðum íslenzkra dregst aftur úr, sem aftur kalla á meiri viðskiptavernd. Þá sagði Muller: „Sé litið yfir gengi íslenzks efnahagslífs síðustu einn til tvo áratugi, er ekki hægt að segja annað en framvindan hafi verið mjög áltileg. Verðmæti útflutn- ingsvöru og þjónustu er um 40 af hundraði þjóðarframleiðslunnar, en á síðara helmingi sjötta ára- tugsins var hlutfallið ekki nema um einn fjórði. Frá 1960 til 1978 jókst þjóðarframleiðsla íslands um 4,5 af hundraði á ári að meðaltali en vergar þjóðartekjur um 5,1 af hundraði. Á þessum áratug hafa vergar þjóðartekjur vaxið að raunvirði um 6 af hundr- Charles Milller aðalframkvæmda- stjóri EFTA aði á ári, sem er mun meiri vöxtur en hjá hinum Norðurlöndunum. Auk þess er ísland eitt af fáum vestrænum löndum, sem komizt hafa af á þessum áratug án atvinnuleysis. Ein athyglisverð vísbending um velmegun íslend- inga eru þjóðartekjur á mann, sem námu 9100 dollurum á sl. ári miðað við meðalgengi þess árs. Er þetta mjög hátt og er ísland í miðjunni meðal EFTA landa hvað þetta snertir, þ.e. á eftir Sviss, Svíþjóð og Noregi. Hinu er ekki að neita, að þessi hagstæða mynd hefur sínar dekkri hliðar. Verðbólga er mikil hér, og virðast olíuverðshækkanirnar ætla að auka á hana. Mikill halli á viðskiptajöfnuði árin 1974 og 1975 varð til að auka erlendar skuldir íslands, þannig að hæð þeirra veldur skiljanlegum áhyggjum hér. Útflutningsverð og því út- flutningstekjur hafa sveiflast mun meira en í öðrum löndum í Vestur-Evrópu. Og nú er svo komið, að íslenzkur iðnaður er farinn að finna fyrir króna. Er um 35% aukn- ingu að ræða frá síðasta ári. Erlendir gestir á þessu tímabili voru 2,897,433 en voru 2,789,463 á sama tíma 1978. áhrifunum af afnámi tollverndar gagnvart EFTA og EBE-löndun- um. Hin EFTA löndin gengu í gegnum þetta sama gagnvart hvort öðru á miðjum síðasta ára- tug, en það var ekki fyrr en á miðjum áttunda áratugnum, að tollar féllu niður af viðskiptum með iðnaðarvörur milli EFTA og EBE-landanna. Hin EFTA löndin eru því kunnug þeim vanda- málum, sem fylgja afnámi tollverndar og hafa því sýnt vanda Islendinga skilning. Skilningur þessi kemur fram í því, að EFTA löndin hafa nýlega samþykkt beiðni íslands um sér- stakt tímabundið þrjú prósent aðlögunargjald til viðbótar jöfnunargjaldinu, sem verið hefur í gildi í um eitt ár, auk innborgunargjalds á húsgögn og innréttingar. EFTA ráðið samþykkti að leyfa íslendingum að leggja aðlögunargjaldið, á þar sem það var talið líklegt, að erfiðleikar iðnrekstrar á Islandi stafaði af tollalækkunum. Því var íslendingum leyft að leggja þetta gjald á samkvæmt 20. grein EFTA sáttmálans, sem leyfir slíkar álög- ur fyrir lönd, er lenda í erfiðleik- um á aðlögunartímanum. En gild- istími gjaldsins er takmarkaður við átján mánuði, og er tilskilið, að það skapi ekki fordæmi. Það ber að vonum, að þetta gjald forði frekari rýrnun á af- komu íslenzks iðnaðar áður en áform um iðnþróun fara að hafa jákvæð áhrif á afkomu hans.“ Að síðustu sagði Charles Múller: Framlag EFTA til þessarar þróunar á fríverzlun í Evrópu er aðallega tvíþætt. í fyrsta lagi hefur tilvera EFTA sannað, að fríverzlunarsamtök sem slík eru gott form efnahagslegrar sam- vinnu. í öðru lagi varð það Efna- hagsbandalaginu smám saman ljóst, að EFTA-löndin höfðu hvert um sig mikilvæg viðskipti við EBE-ríkin og að til saman ættu löndin rétt á sérstöku sambandi við Efnahagsbandalagið á við- skiptasviðinu. Árangurinn var frí- verslunarsamningar EFTA-ríkj- anna við EBE 1972. ísland er auðvitað með í þessu fríverzlunarsamkomulagi. Það hagnaðist ekki á samkomulaginu sem skyldi í upphafi vegna frest- unar á gildistöku bókunar númer sex, en hin EFTA4öndin sýndu samstöðu sína með íslandi í þessu deilumáli. Samstaða EFTA-landanna kom einnig fram í nýafstöðnum við- skiptasamningum við Spánverja, sem undirritaðir voru fyrir hálf- um mánuði. Þessir viðskiptasamn- ingar gera EFTA-löndunum það kleift að selja iðnaðarvörur til Spánar á sömu tollakjörum og EBE-löndin. En sérhagsmunir ís- lands voru einnig viðurkenndir í þessum samningum með lækkun- um á tollum af fiskafurðum, auk þess sem spönsk stjórnvöld munu draga úr innflutningshöftum á saitfiski og öðrum fiskafurðum. Hér er að finna skýr dæmi um, hvernig smáþjóðir geta haft gagn af samtökum eins og EFTA. Nú á dögum eru margar mikilvægar ákvarðanir teknar af stórþjóðun- um. Því hefur það reynzt nauðsyn- legt fyrir smáþjóðirnar að vernda hagsmuni sína með gagnkvæmum stuðningi." „500 milljarðar” Ekki hef ég orðið þess var, að blaðagrein eftir mig hafi vakið eftirtekt, að undantekinni þeirri sem birtist í Morgunblaðinu 24. júní s.l. og ég nefndi Nafnabrengl í Breiðafirði. Þakkir hafa mér borizt úr ýmsum áttum — auk annars. Strax eftir að greinin birtist, talaði við mig í síma frú Emilía Biering ljósmóðir, greind merkis- kona fædd og uppalin á Barðaströnd, og sagði mér, að í sínu ungdæmi hefði Barðaströnd- in ekki verið talin ná lengra inn með Breiðafirði en að mynni Vatnsfjarðar, skammt innan við þrestssetrið Brjánslæk gegnt Hjarðarnesi. Ekki rengi ég það. Eflaust eru þar hin upprunaleg- ustu og elztu takmörk Barða- Bergsveinn Skúlason: Áratog Stutt svar strandar í austurátt þótt mér hafi sézt yfir það. I Landnámu segir svo: — „Geirleifr, son Eiríks Högnasonar ens hvíta, nam Barðaströnd milli Vatnsfjarðar ok Berghlíða." Þess- um orðum ber alveg saman við það sem frúin sagði mér, og sýnir aðeins hvað hinar eldri kynslóðir, sem byggðu landið alveg fram á okkar daga, héldu fast við forn örnefndi og kennileiti. Ber þeim þökk og heiður fyrir það. Ég þakka frúnni inniiega fyrir uppplýsingarnar, og mun hér eftir ef ég á eftir að minnast hinna fögru Barðastrandar, ekki gera neina tilraun til að teygja úr henni, hvorki inn með Vatnsfirði né austar yfir Hjarðarnes. — Skyllt er ævinlega að hafa það sem sannara reynist, hvað sem líður pári mínu og annara bfek- bullara um þessar mundir. Friðjón alþingismaður Þórðar- son telur að uppi séu þrjár kenn- ingar um mörk Gilsfjarðar, sem hann nefnir réttilega. Það er líka rétt, að ég aðhyllist þá kenningu, að Gilsfjörður nái ekki lengra en út á milli yzta odda Króksfjarðarness og Holtalands í Saurbæ. — örnefnið Kaldrana þekki ég ekki, enda ókunnugur í Saurbænum. Én þykir nú líklegt, að það sé gengt Króksfjarðarnes- tá, og fellur þá allt í ljúfa löð. Lengra út í Breiðafjörð viðurkenni ég ekki að Gilsfjörður nái. — Hitt er annað mál, að ég ólst upp við að Akureyjar í Skarðs- hreppi vaeru oft sagðar vera á Gilsfirði. Ég fór þarna um Breiða- fjörðinn nokkrum sinnum strákl- ingur með föður mínum, sem ólst upp í Bjarnareyjum, var síðan vinnumaður bæði á Reykhólum og á Melum á Skarðsströnd. Hann talaði oft um Akureyjar á Gils- firði. — Þá bjó stórbúi í Akureyj- um Ólafur frændi minn Stur- laugsson og þótti mér Akureyjar snemma fegurstar eyja á Breiða- firði — og svo er enn. Og ef vill er það vegna minninga frá æskuár- unum að ég segi, að vel megi við það una að eyjarnar séu sagðar vera á Gilsfirði. Mun það og hafa verið nokkuð gróin venja á þeim slóðum. Og það skal ég fúslega viðurkenna, að gamlar og grónar málvenjur eiga mikinn rétt á sér, þótt leiða megi landfræðileg rök að því að þær séu ekki laukréttar. Ög ekki veit ég hvort fræðajötn- ar þeir sem síðast gáfu út Stur- laugu (1946), og Friðjón vitnar í, hafa haft annað fyrir sér en daglega málvenju þegar þeir sömdu textann undir mynd nr. 6 í þeirri bók. — Ef ég man rétt, er hvergi talað um Akureyjar á Gilsfirði í Sturlungu. Nenni ég ekki að gæta að því að sinni. Mér þykir sú bók heldur leiðinleg, þótt sé þar snjöll smásaga og smellin tilsvörin. Annars hef ég lítið við grein alþingismannsins að athuga. Hann viðurkennir fyllilega til- ganginn með grein mini og þykir mér vænt um það. Hann var án verulegs tilefnis og af fljótfærni minni dreginn inn í þetta mál. Grein hans er prúðmannlega skrifuð svo sem vænta mátti. Hann kann vel áralagið, eins og margir breiðfirskir lagamenn á undan honum. — Ef til vill hefur hann einhvern tíman róið í Bjarn- eyjum. Það gerðu margir sýslung- ar hans í gamla daga. Það væri þá helzt, að mér þykir hann gera sér fullmikinn mat úr svo augljósri prentvillu í upphafi greinar minnar, að ég hélt að ekki þyrfti að leiðrétta hana, sízt fyrir svo vel lærðan mann og þaulvanan dagblaðalesara. Svo bið ég Friðjón alþingismann Þórðarson vel að lifa og óska honum góðs gengis í störfum, því margs mun okkar kæra Vestur- land enn við þurfa. — Nefni ég aðeins brú yfir Gilsfjörð einhvers staðar nærri því sem ég tel ytri mörk hans vera. Bergsveinn Skúlason. Sungið og kveðið í Norrænahúsinu FÉLAG fslenskra einsöngvara hyggst gangast fyrir söngvök- um í Norræna húsinu á þriðju- dagskvöldum klukkan 9 Ííkt og verið hefur undanfarin ár. Tónleikarnir verða sex og þeir fyrstu þriðjudaginn 17. júlí og síðan hvern þriðjudag fram til 21. ágúst. Söngvökur þessar eru einkum hugsaðar fyrir ferða- menn en allir eru velkomnir. Efnisskrá mun verða fjölbreytt, með íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Ennfremur munu kvæðamenn úr Kvæðamannafé- lagi Reykjavíkur koma fram með sína fornu list.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 161. tölublað (17.07.1979)
https://timarit.is/issue/117540

Tengja á þessa síðu: 35
https://timarit.is/page/1515493

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

161. tölublað (17.07.1979)

Aðgerðir: