Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 36
36 T --"7. .................. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Faöir okkar. t HARALDUR EYJÓLFSSON, fré Gautsdal, lést 31. júlí. Börnin. t Sonur minn, KRISTINN HELGI DAGBJARTSSON, Furugrund 26, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 3. ágúst kl 10.30. Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna. Margrét Runólfsdóttir. t Útför fööur okkar, MAGNÚSAR SIGURDSSONAR, fré Miklaholti, fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 3. þ.m. kl. 3 e.h. Guöríöur Magnúsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Siguröur Magnússon, Þóröur A. Magnússon. t Faöir minn, JÓHANN VIGFÚSSON, jórnsmiöur, andaöist í Landspítalanum 31. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Olafur J. Jóhannsson. Eiginmaöur minn, ÓLAFUR A. GUÐMUNDSSON, frá Eyri, er látinn. Gunnhíldur Arnadóttír. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, EIRÍKUR ÞORSTEINSSON, Löngumýri Skeiöum veröur jarösunginn frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 14. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Kona mín, dóttir, móöir, tengdamóöir og amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Trönuhólum 14, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Páll Kristinsson, Guðrún Helgadóttir, Helga Pálsdóttir, Þórir Eyjólfsson, Krístínn Pálsson, Geröur Siguröardóttir, og barnabörn. t Útför sonar okkar og bróður, RAGNARS BJARNA STEINGRÍMSSONAR, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 3. ágúst kl. Steingrímur Gunnarsson, Hjördís Þorsteinsdóttir, íris Randversdóttir, Randver Randversson, Lára Björk Steingrímsdóttir, Rafnar Steingrímsson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar. GEORGS E. HOWSER, Stekkjarkinn 3, Hafnarfiröi, verður jarösunginn frá Þjóökirkjunni 3. ágúst. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Kraböameinsfélag íslands. Lilja Hjartardóttir Howser og börn. Þómrirm Guðmundsson fiðluleikari Fæddur 27. marz 1896. Dáinn 25. júlí 1979. í dag er Þórarinn Guðmunds- son, fiðluleikari og tónskáld — Nestor íslenskra tóniistarmanna til moldar borinn. Tónlistarmenn á landi voru og tónlistarunnendur minnast hans með þökk og virðingu fyrir langt og merkilegt æfistarf. Þórarinn mun vera fyrsti maður hérlendis, sem hafði tónlistarstörf og hljóð- færaleik að atvinnu alla æfi. Þórarinn var kornungur er hann fór til Kaupmannahafnar ásamt móður sinni og bróður og þar stundaði hann fiðlunám við tónlistarháskólann. Og að loknu prófi var hann við framhaldsnam hjá einkakennara. Síðan kom Þórarinn heim, og hér starfaði hann alla æfi. Hann var fiðluleikari, kennari, hljóm- sveitarstjóri, útsetjari, tónskáld og sitthvað fleira. Þegar stofnaður var vísir að hljómsveit hér, var hann lífið og sálin í því starfi. Og honum auðnaðist að sjá Sinfón- íuhljómsveit íslands spretta úr grasi og hann tók þátt í starfsemi hennar þangaö til hann komst á eftirlaunaaldur. Vöxtur og við- gangur Sinfóníuhljómsveitarinnar var honum mikið að þakka. Nú eru það nemendur nemenda hans sem bera hita og þunga starfsins þar. Fyrst var hann „faðir" íslenskra fiðluleikara og síðar „afi“. Einnig tók Þórarinn þaft í félagsstarfi hljóðfæraleikara og einn af stofnendum hagsmuna- samtaka þeirra. Þórarinn var prýðilegt tónskáld, en samdi ekki mjög mikið. Lag- línugáfa hans var ótvíræð og lög hans bera með sér menningar- legan þokka þeirrar heimsborgar sem mótaði hann ungan. Þau eru létt og auðlærð enda njóta þau enn í dag mikilla vinsælda með þjóð- inni. Þórarinn átti einnig til al- varlegri tóna, eins og sjá má af lagi hans Land míns föður sem verðlaunað var á Lýðveldishátíð- inni. Þórarinn var sérkennilegur persónuleiki og hafði mikinn, frumlegan húmor. Hann var sögu- maður og frásagnarsnillingur. Hverdagslegir atburðir urðu honum uppspretta kátlegra kynja- sagna. Margar sögur gengu um hann manna á meðal og sjálfur bætti hann óspart við ævintýri lífsins. Þórarinn var manna hressastur fram á elliár. Hann sótti jafnan fundi tónskálda en hann var heiðursfélagi Tónskáldafélags ís- lands. Seinast í vetur gladdist hann með starfsnautum sínum, kátur að vanda og sagði sögur. — Mrrning Fyrir hönd Tónskáldafélagsins votta ég aðstendendum Þórarins samúð okkar. Atli Heimir Sveinsson. Mig langar til að þakka Þórarni Guðmundssyni tveggja áratuga samfylgd innan vébanda Ríkisút- varpsins. Hann brá iðulega svo líflegum glampa á tilveruna með kímni sinni og græskulausri hnyttni að sannarlega er þakkar- vert. Oft var hlegið dátt í tónlist- ardeildinni niðri í Landsímahúsi, þegar starfsfólkið kom þar saman til að drekka miðdegiskaffið, og alveg óbrigðult ef Þórarinn eða Páll ísólfsson voru í hópnum, annarhvor eða báðir. Sjálfsagt eiga samstarfsmenn Þórarins í útvarpshljómsveitinni (og sinfóníuhljómsveitinni) öðrum fleiri minningar um skemmtileg tiisvör hans og hnyttiyrði, og væri ómaksins vert að halda þeim sem flestum til haga. Ég tryði þeim lágfiðlufélögunum Indriða, Sveini og Skafta manna bezt til að koma því í kring, ef af gæti orðið. Þegar slíkt ber á góma, að bókfesta sögur um Þórarin og eftir honum, kemur ósjálfrátt upp í hugann hinn náni skyldleiki hans við Arna prófast Þórarinsson á Stóra-Hrauni, einn hinn frægasta sagnamann, er um getur. Sem betur fer eru mörg dæmi um frásagnarlist Þórarins geymd í ævisöguþáttum þeim, sem Ingólf- ur Kristjánsson rithöf. skráði eftir honum í bókinni „Strokið um strengi". Sú bók er enginn leið- indalestur. En auk þess að vera skemmti- legur förunautur okkar á lífsins brautum, var Þórarinn Guð- mundsson mikill listamaður, fiðluleikari góður en stóð þó enn framar sem sönglagatónskáld. Lög hans eru yfirleitt hugljúf eða leikandi létt og um leið sönghæf (melódísk) í bezta máta. Sum hreinar perlur. Munu þau varð- veita nafn höfundar síns í aldir fram. Eitt ágætasta lag hans er „Land míns föður“, sem fellur afburðavel að anda lýðveldisljóðs Jóhannesar skálds úr Kötlum. Þórarinn getur þess í bók sinni að skemmtileg hafi verið sú tilviljun, að þeir starfsbræðurnir í músík- málum útvarpsins, Emil Thorodd- sen og hann, skyldu verða hlut- skarpastir í samkeppni um hátíð- arlögin 1944. Undir það er vert að taka. Börnum Þórarins og góðrar konu hans, Önnu ívarsdóttur, Ivari vini mínum og Þuríði systur hans, votta ég hluttekningu, svo og öðrum nákomnum. Baldur Pálmason. Með fráfalli Þórarins Guð- mundssonar er lokið merkum kafla íslenzkrar tónmenntasögu. Hann er fyrsti atvinnufiðluleikari íslands. Svo stutt er okkar þróunarbraut. Einstaka tón- stundaspilari hafði rutt honum leið, án þess þó að um fyrirmynd væri að ræða. Má þar nefna Jónas Helgason, Einar spillemann og ýmsa danska aðkomumenn, en einn hinn síðasti þeirra var Frederiksen slátrari. Þórarinn nemur fiðluleik á konservatóríunni í Kaupmanna- höfn eftir að hafa heima lært undirstöðu hjá Henriette Brynjólfsson. Þar með fylgdu önnur skyldufög, sem sem pianóleikur, hljómfræði, músík- saga og kammermúsík. Með hon- um við músíknám var bróðir hans, Eggert Gilfer, skákmaðurinn alkunni. Ber það Þórarni fagurt vitni, hve annt hann lét sér ávallt um þennan einhleypa bróður sinn, sem var útlærður organisti með góðu prófi, spilaði með honum á konsertum, á gildaskálum og í útvarpi. Svo samrýmdir voru þeir, þó að frami þeirra væri æði ólíkur. í Kaupmannahöfn hélt móðir þeirra bræðra, Þuríður Þórarins- dóttir, um stjórnvölinn og gætti sona sinna. En faðir þeirra, Guðmundur Jakobsson hafnar- vörður, annálaður hagleiksmaður við hverskyns smíðar, einnig fiðlu- smíði, varð eftir í Reykjavík. Sýnir þessi ákörðun foreldranna óvenjulegt framtak og fórnarvilja. Þegar Þórarinn hefur nám sitt, er Island, tónmenntalega séð, ennþá ónumið land. Músík sem menningarþáttur er óþekkt fyrir- bæri. Fögur list en mögur, er viðkvæðið, og úrtölur eru tíðari en hvatning, þegar tónlistarstörf eru rædd. Ekkert megnar þá að breyta fyrirætlun foreldra og ákafri löng- un drengsins, sem þá er aðeins 14 ára að aldri. Fyrir tilsögn úrvals kennara eins og Anton Svendsen, Otto Malling, Acel Gade, Peder Möller og síðar Heinrich Schachtebeck í Leipzig tekst Þórarni að heyja sér þann forða kunnáttu, bæði í fiðluleik, píanó- leik og hljómfræði, sem þroskar og eflir þá miklu hæfileika, sem honum voru meðfæddir. Eftir fjögurra ára nám heldur Þórarinn heim aftur árið 1914. Ekkert fast starf sem hljóðfæra- leikari er þá til í landinu. Eftir sjálfstæða hljómleika verður margskonar lausavinna aðal- athvarf Þórarins. Hann spilar á dansleikjum, við jarðarfarir, við leikhússýningar, á veitingahúsum og við bíósýningar. Auk þess stjórnar hann söngkórum og annast kennslu í einkatímum. Öll þessi íhlaupavinna er erilsöm. En Þórarinn er léttur í spori og léttur í lund. Viðbrigðin frá Kaupmannahöfn eru þó geysimikil og tilbreytingar- leysi og fáinni valdi honum oft Margrét Hjörleifsdótt ir — Minningarorð Fædd 29. ágúst 1891 Dáin 28. júlí 1979 Nú þegar ég stend á þeim tímamótum, að amma er farin yfir móðuna miklu, þá koma upp í hug minn þær stundir, er við barna- börn og barnabarnabörnin áttum í hlýjum faðmi hennar, en skilning ömmu á þörfum barnssálarinnar fyrir hlýhug og ástríkju fundum við í ríkum mæli hjá henni, því stutt var upp á loftið. Það er því djúpt skarð komið í okkar hóp, við brottför hennar héðan. Margrét var Skaftfellingur í báðar ættir. Hún fæddist að Sandaseli 29. ágúst 1891. Faðir henar var Hjörleifur bóndi í Sandaseli í Meðallandi, þekktur fylgdarmaður yfir Kúðafljót á þeim tíma, sonur Jóns bónda Hjörleifssonar í Langholti og Efri Ey, Hjörleifssonar bónda í Efri Ey. Móðir Hiörleifs var Margrét Jónsdóttir, Olafssonar bónda á Syðri-Steinsmýri og konu hans Margrétar. Móðir Margrétar var Ragnhildur Guðmundsdóttir, ís- leifssonar, Jónssonar bónda í Ytri Skógum og konu hans Þórunnar Sveinsdóttur. Móðir Ragnhildar var Hallfríður Sigurðardóttir, Oddssonar bónda á Geitlandi og konu hans Ragnhildar Jónsdóttur. Margrét amma var glæsileg, stór og heilsteypt, kona, hún var trú sjálfri sér og átti svo margar ljúfar og skýrar minningar um æsku sína úr Meðallandinu, með hina fögru fjalla og jöklasýn, þar sem er Öræfajökull hæstur ís- lenzkra jökla. Minningar hennar um Kúðafljót hinn ógnvekjandi farartálma, sem þá var óbrúaður, átti drjúgan þátt í uppeldi hennar, því ótaldir eru þeir ferðamenn, sem lögðu leið sína á heimili foreldra hennar og óskuðu leiðsagnar yfir fljótið, en Hjörleifur faðir hennar var orð- lagður fyrir dugnað og öryggi og talinn mikill vatnamaður. Amma ólst því upp við fegurð á aðra höndina og ógnvekju á hina. Það gæti verið þetta sem gerði hana svo örugga og réttsýna, sem hún var. Ung að árum fluttist hún suður á Álftanes með foreldrum sínum, sem hófu búskap á Selskarði. Ári síðar kom reiðarslagið, faðir hennar varð úti í Gálgahrauni. Heimilið var leyst upp og fjöl- skyldunni tvístrað að þeirra tíma sið. Amma hóf störf hja prófast- hjónunum að Görðum, en þaðan lá leið hennar til Reykjavíkur, þar sem hún varð vinnukona á htimili Arent Claesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.