Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
23
Sovéskir
dagar á veg-
um MÍR
HÓPUR áhugalistamanna frá
einu af Miðasíulýðveldum Sovét-
ríkjanna, Kazakhstan, er vænt-
anlegur hingað til lands hinn 6.
sept. n.k. til þátttöku í „Sovésk-
um dögum“, sem félagið MÍR
efnir orðið til árlega. Listafólkið
kemur fram á tónleikum og
danssýningum á nokkrum
stöðum á Norður- og Austur-
landi, auk Reykjavíkur.
25 manna hópur kemur frá
Sovétríkjunum til þátttöku í
„Sovéskum dögum" MIR að þessu
sinni, þeirra á meðal er 3ja manna
sendinefnd sem skipuð er þeim
Sjamelkhanov, varaformanni
Áætlunarráðs Kazakhstan, Kum-
antaévu kennaraskólarektor og N.
Pétkov starfsmanni Sovéska vin-
áttufélagssambandsins og félags-
ins Sovétríkin — ísland.
Aðrir í hópnum eru félagar í
Þjóðlaga- og dansflokknum
„Ulítá“ frá einni af yngstu byggð-
um Miðkazakhstan, Dsezkazgan-
héraði.
í hópnum sem hingað kemur eru
4 einsöngvarar, 7 hljóðfæraleikar-
ar og 10 dansarar og á efnisskrá
flokksins eru um 20 atriði: ein-
söngur, kvartettsöngur, hljóð-
færaleikur og þjóðdansasýning.
Úlítá-flokkurinn sýnir fyrst
fáein atriði efnisskrár sinnar að
Kjarvalsstöðum föstudagskvöldið
7. september, en þá verða „sovésku
dagarnir" settir þar og jafnframt
opnuð sýning á listmunum og
minjagripum, barnateikningum,
grafik og ljósmyndum frá Kaz-
akhstan, svo og forvitnileg sýning
á svartlistarmyndum við efni
Njálssögu eftir rússneska lista-
manninn Viktor Prokofiev. Við
opnun sýningarinnar verða flutt
ávörp og Baldur Pálmason dag-
skrárfulltrúi les upp ljóð. Aðgang-
ur að Kjarvalsstöðum er ókeypis
og öllum heimill.
Úlítá-þjóðlaga- og dansflokkur-
inn heldur tónleika og danssýn-
ingu í Þjóðleikhúsinu laugardginn
8. september kl. 3 síðdegis og síðan
verða tónleikar á Akureyri 10.
sept., Húsavík 11 sept., Neskaup-
stað 12. sept. og Egilsstöðum 14.
september.
Nauðsynleg at-
hugasemd vegna
yfirvofandi verk-
falls á dagblöðum
í MORGUNBLAÐINU í gær, 1. sept.,
er birt greinargerð frá Vélaverk-
stæði Sigurðar Sveinbjörnssonar hf.
vegna verka félagsins við breytingar
á r/s Hafþóri. Þessi greinargerð
gefur vissulega tilefni til umfangs-
mikilla andsvara, sem ekki verður
nú við komið vegna yfirvofandi
stöðvunar á útgáfu dagblaðanna. En
óhjákvæmilegt er að koma nú þegar
að einni athugasemd. í greinargerð-
inni segir m.a.: „Og var gert sam-
komulag við verkkaupann, dags. 23.
júlí s.l. undirritað af deildarstjóran-
um, Ingimar Einarssyni, f.h. sjávar-
útvegsráðuneytisins, þar sem sjávar-
útvegsráðuneytið tók við verkinu
sem fullbúnu af verktakanum, og
kemur þar fram, að öll verk verk-
takans teljist fullokin eftir því sem
fram kemur í úttekt eftirlitsmanna
sjávarútvegsráðuneytisins með
verkinu Skipatækni hf.“
I 2. lið samkomulags aðila frá 23.
júlí s.l. segir: „Öll verk við breyting-
una, önnur en breyting á togvind-
um, lagnir að þeim. stjórnun
þeirra, og drif þeirra (dælubún-
aður), teljast fulllokin o.s.frv.
Þarna kemur skýrt og ótvírætt
fram, hvers vegna verkkaupi taldi
óhjákvæmilegt að Vélaverkstæði
Sig. Sveinbjörnssonar yrði leyst frá
störfum við þetta verk.
Fjölmargt annað er athugavert
við þessar athugasemdir. En það
verður að bíða betri tíma.
Ingimar Einarsson.
UTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
Mikið góðar vörur
á makalausu verði!
Skólabuxur á unglinga!
Mikið magn af buxum í litlum númerum (25, 26, 27) á aðeins
ICr.öOOO
Nú er um að gera að fjárfesta í buxum fyrir veturinn (skólann).
Alliríbuxurnar!
Einnig stórglæsilegt úrval af buxum jafnt á dömur sem herra,
s. s. gallabuxur, flauelsbuxur og canvasbuxur.
Sitt mikið aí hverju!
Ennþá meira fyrir alla, s. s. peysur, skyrtur, léttar blússur og jakkar.
Einnig bolir, lang- og stutterma svo og bómullarpeysur og
síðast en ekki síst kuldaflíkur.
Lcrttu sjá þig og gerðu mikið góð kaup!
LAUGAVEGI47