Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 39 Salvar ólafsson bóndi Reykjarfirði - Minning og vinur, og sá leíðbeinandi, er aldrei brást. Þessi verzlun Sigurbjargar, þarna á horninu, var auðsjáanlega einn af miðdeplum Laugarnes- hverfisins á þeirri tíð, — og kannske sá staður þá, þar sem einna flestir hverfisbúar hittust, í sambandi við sín daglegu innkaup. þegar ég hafði kom'ist að búðar- borðinu og borið upp erindi mitt við Sigurbjörgu — hvort ég mætti festa þar upp messutilkynningu hvern föstudagsmorgun, þá brosti hún við mér sínu hófsama, hljóð- láta og hlýja brosi — og kvað mér heimilt að festa þar upp messu— auglýsingu svo oft og mér hentaði. Þar með voru vináttubönd okkar knýtt. Síðar kom ég þar vikulega í nær tíu ár og festi messu-auglýsingu á vegginn, með fjórum bóium, sem ég hafði meðferðis. Við töluðum hverju sinni meira eða minna saman, eftir því, sem á stóð. Og greind hennar og vitsmunir og yfirsýn og velvild hennar í ann- arra garð, varð mér því ljósari og dýrmætari, sem lengra leið. En Sigurbjörg kom enn nánar við sögu, meðan allt var enn óvíst um framvindu kirkjulega starfs- ins í Laugarneshverfinu. Það var stofnaður blandaður kór til að syngja við messurnar. í fyrstu var æft í heimilum hinna ýmsu kórfé- laga, en á því voru mikil vand- kvæði, húsnæði var þá víðast miklu þrengra en nú er, fatækt meiri, og því minni möguleikar til allrar risnu. En enn fór það svo, að það var Sigurbjörg Einarsdóttir, sem bjargaði málum. Þegar líða tók á, urðu söngæfingarnar í stofunni hennar, björtu og rúmgóðu á Kirkjubergi, við orgelið hljóm- þýða, sem hún hafði átt í svo mörg ár. — Og oft fylgdi að auki kaffiveitingar og kökur til söng- fólks og söngstjóra, allt borið fram af takmarkalausri gestrisni. Nokkrum árum áður en ég hætti prestskap fyrir aldurs sakir og Sigurbjörg þá löngu áður hætt störfum og komin í skjól Sigríðar Sigurðardóttur, uppeldisdóttur sinnar og Þórarins Alexanders- sonar, manns hennar og Hönnu hjúkrunarkonu dóttur þeirra, — sem var Sigurbjörgu eins og ljós- geisli undir hið síðasta, — þegar þannig er komið sögu, þá sendir hún mér orð að finna sig. — Afhendir hún mér þá fagra Biblíu til að leggja á altari Laugarnes- kirkju, í stað þeirrar gömlu, er bæði var orðin lúð og nokkuð snjáð. Veit ég ekki betur en að hún liggi þar á altarinu enn, í því guðshúsi, sem hún sjálf, á sinni tíð, átti ríkan þátt í að reisa. A hinu kæra heimili Sigríðar og Þórarins átti Sigurbjörg svo æfi- kvöldið, við þá umhyggju og at- læti, sem var henni skjól ’ og styrkur, allt til hinztu stundar. „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru“ — segir Guðs Orð, — „því að þar eru uppsprettur lífs- ins“. Sigurbjörg Einarsdóttir varðveitti þannig hjarta sitt, í hógværð og hljóleika, — að hún hafði varanleg áhrif á alla, sem umgengust hana að ráði. Hún andaðist þann 8. júlí sl. og var jarðsett frá Dómkirkjunni þann 19. sama mánaðtar. Blessuð sé minning hennar ást- vinum hennar og samferðafólki öllu. Garðar Svavarsson. Þann 3. þ.m. lézt að heimili sínu, Reykjarfirði við ísafjarðardjúp, Salvar Ólafsson, fyrrum bóndi þar, rúmlega níutíu og eins árs að aldri. Með honum er genginn óvenju- legur öðlingsmaður, minnisstæður sveitungum sínum, frændliði og vinum. Hann fæddist í Lágadal í Naut- eyrarhreppi þann 4. júlí 1888 sonur Ólafs Jónssonar bónda þar og Evlalíu Kristjánsdóttur konu hans. Að þeim stóðu traustir ættstofnar, búmenn góðir, búnir ágætum kostum og farsælum gáf- um. Árið 1890 fluttist fjölskyldan frá Lágadal að Reykjarfirði og hafa þar búið síðan þrír ættliðir, Ólafur Jónsson, Salvar og nú Hákon Salvarsson. Salvar Ólafsson var kvæntur Ragnheiði Hákonardóttur, Magnússonar bónda á Reykhólum. Hún lézt árið 1977. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi, hér talin í aldursröð: Gróa, búsett i Reykjavík, ritari á Veðurstofu, gift Halldóri Víglundssyni frá Haugsstöðum í Vopnafirði, vita- verði og síðar ráðsmanni Eiða- skóla. Hann er látinn; Hákon bóndi í Reykjarfirði, kvæntur Steinunni Ingimundardóttur frá Hólmavík; Sigríður,- húsfreyja í Vigur, gift Baldri Bjarnasyni bónda þar; Arndís gift Júlíusi Jónssyni bónda og hreppstjóra í Norðurhjáleigu, Vestur-Skafta- fellssýslu; Ólafía, gift sr. Baldri Vilhelmssyni i Vatnsfirði. Öll eru börn þeirra Reykjar- fjarðarhjóna, Ragnheiðar og Salv- ars, vel gefið og vel gert afbragðs- fólk. Voru þau öll í bernsku og æsku með beztu skólaþegnum í Reykjanesi. Eigum við, sem þar störfuðum, um þau góðar minn- ingar og kærar. Niðjar þeirra er orðinn stór og gjörvulegur hópur. Reykjafjörður er höfðingjasetur að fornu og nýju, mikil og góð bújörð með nokkrum hlunnindum, en allerfið til búskapar á nútíma- visu, vegna takmarkaðra ræktun- armöguleika. Þar hefur því ávallt þurft mikla atorku til að nytja hennar kosti til framfærslu stóri búi. Hafa þeir feðgar, Ólafur Jónsson, Salvar og Hákon sonur hans setið þetta óðal sitt af miklum myndarskap. Á fyrri hluta aldarinnar var jörðin húsuð vel og myndarlega og ræktun aukin og er enn búið að þeim framkvæmdum, þótt vel hafi verið haldið í horfinu og aukinn húsa- Kveðja frá Sölumannadeild Verzlunarfélags Reykjavikur. Góður félagi og vinur er farinn í sína hinstu för. Ég hitti Steinberg fyrst fyrir mörgum árum á Akureyri. Var ég þá í söluferð og sat einn í hótelherbergi mínu að afloknum vinnudegi. Var ég öllum ókunnug- ur og vissi vart hvað ég átti af mér að gera. Þá var bankað og var þar kominn Steinberg, þess erindis að við færum saman í kvöldmat, því ekki mátti hann til þess vita að ég eyddi kvöldinu einn. Þetta var áður en Sölumannadeildin var stofnuð. Á þessu kvöldi ræddum við nauðsyn þess að stofna félagsskap sölumanna, svo atvik sem þessi, að menn færu einförum þegar aðrir sem líkt var ástatt fyrir, voru ef til vill á sama hóteli, kæmu ekki fyrir. Þannig var hann, þannig hugs- aði hann. Frá þeim tíma urðum við vinir. Nokkru eftir þetta var Sölumannadeildin stofnuð. Allt frá þeim tíma fylgdist hann kostur og margvíslegar umbætur hafi þar bætzt við á síðari árum. Salvar Ólafsson bjó ávallt stórt og myndarlega. Þar lagði hann sig allan til heilan og óskiptan. Þess nutu sveitungar hans í ríkum mæli, og þá ekki sízt næstu ná- grannar hans. Á frumbýlisárum Reykjanes- skólans var mikið leitað til Reykjafjarðarheimilisins um margs konar fyrirgreiðslu. Þá bjuggu þar félagsbúi Salvar og Ragnheiður og Magnús Hákonar- son frá Reykhólum og Ingunn Jónasdóttir kona hans. Til engra var betra að leita. Allt var ljúflega og fúslega veitt, sem í þeirra valdi stóð og oft óbeðinn veitt margvís- leg hjálp og fyrirgreiðsla, sem ekki verður að fullu metið og aldrei endurgoldið né fullþakkað. Reykjarfjarðarheimilið er róm- að fyrir rausn og myndarskap. Þar hafa margir átt athvarf, einkum þeir, sem voru einir síns liðs, þegar aldur færðist yfir og þrekið þvarr. Ragnheiður Hákonardóttir stjórnaði heimili þeirra hjóna af miklum myndar- og skörungs- skap. Voru þau hjónin samhent um alla rausn og greiðasemi. Margir munu því minnast þeirra með virðingu og þökk. Salvar vinur minn var um margt hamingjumaður. Hann var vel kvæntur, átti ágæt börn og átti óskipta ástúð þeirra og umhyggju. Hann átti lengstum við ágæta heilsu að búa, lifði langa og starfsama ævi að feðrajörð sinni, sem hann unni og helgaði líf sitt allt göfugu starfi bóndans, sem allt á undir „sól og regni". Hann naut hins lífræna starfs og gekk því á hönd heill og óskiptur. Sveitungar hans, ættmenn og vinir munu lengi minnast hans fyrir þegnskap hans og prúða samfylgd og ekki sízt fyrir um- hyggju hans og nærgætni við menn og málleysingja, sem hjálp- ar þurftu með. Við hjónin og fjölskyldur okkar færum þessum látna vini okkar hugheilar þakkir fyrir heilsteypta vináttu og margvíslegar velgjörð- ir. BKörnum hans og öðrum ást- vinum færum við einlægar óskir um farsæld og blessun á komandi tímum. Blessuð sé minning Salvars Ólafssonar. 7. september 1979, Aðalsteinn Eiríksson, Jarðarför Salvars fór fram að Vatnsfirði 8. september sl. vel með vexti deildarinnar, var virkur félagi og ekki brást það að hann sendi okkur kveðjur sínar þegar mannamót voru og hann gat ekki verið með okkur vegna starfa sinna. Steinberg sagði eitt sinn við mig: „Mér þykir gott að koma til ykkar og mér þykir hreint og beint vænt um ykkur og Sölumanna- deildina." Þetta var gagnkvæmt og til að sýna honum lítinn þakklætisvott okkar gerðum við hann að heiðursfélaga deildarinn- ar. Steinberg var óþreytandi við það að leiðbeina okkur og gefa góð ráð, en mesta áherzlu lagði hann á það að menn ræktuðu innbyrðis vináttu og kynni, en fyrir það munum við lengst minnast hans. Sölumannadeild V.R. þakkar honum samfylgdina og sendir eft- irlifandi konu hans og börnum sínar innilegustu samúðarkveðjur. f.h. Sölumannadeildar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur Elis Adolphsson. Steinberg Jónsson sölumaður - Kveðja Núverandi stjórn Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Ágústsson ritari, Ulrich Richtcr formaður og Magnús Jóhannsson varagjaldkeri. Neðri röð frá vinstri: Ragnheiður Guðmundsdóttir gjaldkeri og Magnea Halldórsdóttir vararitari. Á myndina vantar Orm ólafsson varaformann. Ljósm.: Emilfa Kvæðamannafélagið Iðunn 50 ára KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ Ið- unn er 50 ára í dag, 15. septem- ber. Félagið var stofnað árið 1929 og var fyrsti formaður þess Kjartan Ólafsson. Tilgang- ur félagsins er að æfa kveðskap og safna kvæðarímum fornum og nýjum. í tilefni afmælisins mun Kvæðamannafélagið Iðunn og S.G. hljómplötur géfa út hljóm- plötu með 100 kvæðarímum. Flytjendur rímnanna eru allir núlifandi félagar í Iðunni en forseti íslands, dr. Kristján Eld- járn, ritar aftan á plötuumslag- ið. Félagar í Kvæðamannafélag inu Iðunni eru nú 140 og eru fundir í félaginu haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrartím- ann. Núverandi formaður Iðunn- ar er Ulrich Richter. í tilefni afmælisins heldur Iðunn hátíðarfund í Snorrabæ í dag, laugardaginn 15. september, kl. 20. óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: Lindargata Hverfisgata 4—62 Sóleyjargata Háteigsvegur Laugavegur frá 101 — 171 Vesturbær: Garöarstræti Túngata Miöbær Uthverfi: Austurbrún I |! í iilorruu .1 > Uppl. í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.