Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 209. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
Skoraði 70 stig
og setti nýtt met
TVÆR umf erðir fóru f ram
í Reykjavíkurmótinu í
körfuknattleik um helgina
og verður að segjast að
fátt varð um óvænt úrslit.
KR vann viðureign jötn-
anna gömlu, KR — ÍR, en
mesta athyglina vakti
Bandaríkjamaðurinn í liði
Ármanns, Danny Showers,
sem skoraði 134 stig í
tveimur leikjum. Þar af 70
i öðrum leiknum og er það
stigamet á íslandi. Svo
gæti farið, að kappi þessi
skori 100 stig í 1. deildinni
í vetur, ef sá er gállinn á
honum. En lítum á leikina.
Ármann — Fram
100-124(48-63)
Þessi fyrsti leikur Reykjavíkur-
mótsins í körfuknattleik var milli
þeirra liða, sem slógust um að
komast í úrvalsdeildina í ár.
Framarar urðu hlutskarpari og
enn höfðu þeir yfirhöndina er liðin
áttust við á laugardaginn. Ár-
menningar skörtuðu nýjum Am-
eríkana, Danny Showers að nafni,
og þrátt fyrir að sá skoraði 64 stig
í þessum leik, þá voru Framarar
mun jafnari í skoruninni. I hálf-
leik var staðan 48—63 Fram í vil,
en lokatölur urðu 124—100.
Sem fyrr sagði skoraði Danny
Showers 64 stig, en aðrir voru 50
stigum á eftir honum. Hjá Fröm-
urum var John Johnson stiga-
hæstur, skoraði 38 stig, Símon
Ólafsson skoraði 23 og Þorvaldur
Geirsson 22. Þorkell Sigurðsson
kom síðan með 11 stig.
KR-ÍR
99-89 (46-45)
Leikir KR og ÍR eru nær alltaf
jafnir og var þessi leikur engin
undantekning. Bæði lið mættu til
leiks með nýjan útlending, KR
með mikinn risa, Dakarsta Web-
ster að nafni, og IR-ingar með
stigahæsta leikmann íslandsmóts-
ins í fyrra, Mark Christensen, sem
áður lék með Þór á Akureyri. Eins
og áður sagði var leikurinn jafn og
brá oft fyrir góðum köflum hjá
báðum liðum. Er 4 mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik var ÍR
komið 11 stigum yfir, en þá skor-
uðu KR-ingar 19 stig í róð og náðu
forystunni, sem þeir létu ekki af
hendi og sigruðu 99—89. Hjá KR
var Jón Sigurðsson langbestur, en
einnig átti „nýliðinn" Geir Þor-
steinsson góðan leik. Webster
sýndi ekkert sérstakt í sínum
fyrsta leik. Mark Christensen stóð
sig ágætlega og skoraði 23 stig í
sínum fyrsta leik með ÍR. Þá voru
bræðurnir Jón og Kristinn góðir
og skoruðu 24 og 23 stig. Fyrir KR
skoruðu mest Jón 25 stig, Webster
24 og Geir 16.
Valur - I.S.
102-90 (54-51)
Valsmenn náðu þegar í upphafi
að komast í 8—0 og leiddu leikinn
allt fram undir miðjan hálfleik-
inn, en þá minnkuðu ÍS-menn
muninn og komust yfir 47—45 rétt
fyrir hálfleik, en í lokin skriðu
Valsmenn aftur fram úr, en stað-
an var 54—51 í hálfleik Val í hag.
Stúdentar gáfu síðan Vals-
mönnum 10 fyrstu stig seinni
hálfleiks og eftir það voru þeir í
litlum vandræðum með að inn-
byrða sigurinn. 12 stig skildu liðin
út allan hálfleikinn og lokatölur
voru 102—90.
Tim Dwyer og Þórir Magnússon
voru bestu menn Vals í þessum
leik, en auk þeirra var Torfi
Magnússon sprækur.
Trent Smock var bestur stúd-
enta, en Jón Héðinsson átti ágæta
kafla og gæti vafalaust meira ef
hann legði sig fram við það.
STIG Vals: Dwyer 30, Þórir 24,
Torfi Magnússon 15, Ríkharður
Hrafnkelsson 11, Sigurður Hjör-
leifsson, Óskar Baldursson og
Kristján Ágústsson 6 stig hver og
Jón Steingrímsson 2 stig.
STIG ÍS: Smock 37, Gísli Gíslason
og Jón Héðinsson 13 stig hvor,
Atli Arason 11, Bjarni Gunnar
Sveinsson 6 stig, Ingi Stefánsson
og Gunnar Halldórsson 4 stig hvor
og Jón Óskarsson 2 stig.
KR — Ármann
124-107 (60-51)
Ármenningar komu nokkuð á
óvart og stóðu í KR-ingum lengi
framan af og í leikhléi var aðeins
9 stiga munur. KR jók forystuna í
síðari hálfleik og sigraði með 17
stiga mun, sem var minna en búist
var við. Það sem gerðist mark-
verðast í þessum leik var, að
Bandaríkjamaðurinn í liði Ár-
manns, Daniel Shouse, var alger-
lega óstöðvandi og setti nýtt met í
stigaskorun og skoraði hvorki
meira né minna en 70 stig og var
hittni hans með ólíkindum. í lið
KR vantaði Jón Sigurðsson, sem
meiddist daginn áður í leik gegn
ÍR, og munar um minna. Dakarsta
Webster var nú mun sprækari en í
leiknum gegn ÍR og skoraði 36
stig. Þá áttu Ágúst Líndal (18
stig), Geir Þorsteinsson (22 stig)
og Eiríkur Jóhannesson (12 stig)
ágætan leik.
ÍR-ÍS
101-92(48-44)
Fyrri hálfleikur í þessum leik
yar mjög jafn, en undir lokin sigu
ÍR-ingar framúr og höfðu fjögurra
stiga forystu í leikhléi. ÍR byrjaði
síðari hálfleikinn mjög vel og náði
góðri forystu, sem ekki varð ógnað
og TR-ingar sigruðu örugglega
þrátt fyrir að Mark Christensen
Tvöfalt
hjá Knapp?
VÍKINGARNIR frá Stafangri
tryggðu  sér  sæti  í  úrslitaleik
norsku bikarkeppninnar með því
að sigra Brann frá Bergen 1—0 í
undanúrslitum. __ ,
Víkmgur mættr
2. deildar liðinu Baugen í úrslit
um og á Vikingur nú mjög góða
mðguleika á þvi að vinna tvöfalt i
Noregi, þ.e.a.s.  bæði  deild og
bikar, en liðið stendur mjög vel
að vígi í norsku deildarkeppn-
inni.
Baugen gerði það gott i undan-
úrslitunum, vann 1. deildar liðið
Mjoendalen 3—1 á útivelli. Það
hefur verið gott ár hjá Baugen,
því að liðið hefur þegar tryggt
sér sæti í 1. deild að ári. Þrir
Englendingar leika með félag-
inu, Dennis Burnett, Steve Bob-
son og Dean Mooney.
fengi sína fimmtu villu um miðjan
síðari hálfleik. ÍR-ingar verða
vafalaust sterkir í vetur, en
breiddin er sem fyrr ekki nógu
mikil. Stigahæstir í leiknum gegn
ÍS voru Kristinn Jör. með 26 stig,
Mark með 23, Kolbeinn Kristins-
son með 17 og Jón Jór. með 15.
Stúdentar töpuðu báðum leikjum
sínum um helgina og virkuðu ekki
nógu sannfærandi. Trent Smock
var langstigahæstur með 35 stig,
Bjarni Gunnar skoraði 14 stig og
Jón Héðinsson 12.
Valur — Fram
94-68 (47-32)
Valsmenn sýndu það gegn Fram
að þeir hafa engu gleymt frá því í
vor. Tim Dwyer og félagar hrein-
lega gengu frá efnilegu liði Fram-
ara. Strax á fyrstu mínútunum
var ljóst hvert stefndi og í hálfleik
var orðinn 15 stiga munur Val í
vil. í seinni hálfleik slökuðu Vals-
menn aðeins á klónni, en Framar-
ar gátu aldrei fært sér það í nyt.
Lokastaðan 94—68 og Valsmenn
líta því björtum augum á fram-
haldið.
STIGAHÆSTIR Valsmanna voru:
Tim Dwyer 26 stig, Þórir Magnús-
son 20, Torfi Magnússon 11 og
Kristján Ágústsson 12 stig.
Hjá Fram var John Johnson
með 29 stig, Símon Ólafsson 19 en
aðrir mun minna.
Eftir fyrstu tvær umferðir
þessa Reykjavíkurmóts verður
ekki annað sagt, en að veturinn
lofi góðu. Leikmenn virðast ætla
að halda áfram þar sem frá var
horfið í fyrra. Jafnvel dómgæslan
var betri en við mátti búast eftir
langa hvíld yfir sumarmánuðina.
ÁG/gig
STAÐAN:	1 u t	stig	
Valur	2 2 0	196:158	4
KR	2 20	223:196	4
ÍR	2   1	190:191	2
Fram	2 1 1	192:194	2
ÍS	2 0 2	182:203	0
Ármann	2 0 2	207:248	0
Hurð skellur nærri hælum við mark Valsmanna, en þarna vai
Hvaða lið f æ
Valur og Akranes [
ÞAÐ er enn óútkljáð hvort það
verður Valur eða Akranes sem
tekur þátt í UEFA-keppninni
næsta ár fyrir íslands hönd.
Aukaleik liðanna um 2. sætið í
íslandsmótinu og þar með þátt-
tökurétt i UEFA-keppninni, sem
fram fór á sunnudaginn, lauk
með markalausu jafntefli eftir
framlengingu. Liðin verða þvi að
reyna með sér að nýju og verður
sá leikur á Laugardalsvellinum
n.k. laugardag kl. 14. Það er eins
gott að úrsiit fáist i þeim leik þvi
á sunnudaginn halda bæði liðin
utan til þátttöku i Evrópumótun-
um og siðan liggur leið flestra
leikmanna til sólarlanda og þvi
alls óvíst hvenær hægt verður að
leika enn einn aukaleikinn. Má
telja liklegt að vitaspyrnukeppni
verði látin útkljá málið ef leikur-
inn á laugardag endar með jafn-
tefli.
Leikurinn á sunnudaginn var
bráðskemmtilegur á að horfa þótt
engin væru mörkin. Bæði Iið léku
vel en Valsmenn þó mun betur og
hafa þeir ekki leikið jafn vel frá
því í miðju íslandsmóti. Maður
var hreinlega búinn að gleyma því
hve góðir Valsmenn geta verið á
góðum degi, svo langt er um liðið
síðan þeir féllu í öldudalinn. Hvað
eftir annað komu þeir vörn Skaga-
manna í vandræði með góðum og
markvissum samleik og aðeins
frábær markvarzla hins unga
markvarðar Bjarna Sigurðssonar
kom í veg fyrir, að Valsmenn færu
9 Spánartitlar
í safni Barcelona
• Jón Sigurðsson körfubolt-
amaður, átti góðan leik með liði
sinu KR gegn ÍR, en var fjarri
góðu gamni gegn Ármanni.
BARCELONA er enginn nýgræð-
ingur i knattspyrnunni. Félagið
hefur níu sinnum orðið Spánar-
meistari, siðast 1974 undir stjórn
Johans Cruyff. 18 sinnum hefur
félagið unnið spænsku bikar-
keppnina, siðast 1978.
Barcelona er einnig eitt af
rikustu félögum veraldar og
óviða eru knattspyrnumenn jafn
hátt launaðir. Engan skal undra
það, þegar mæta að jafnaði
90.000 áhorfendur á hvern ein-
asta heimaleik liðsins. Völlurinn
tekur ekki fleiri. En forráða-
menn kunna ráð við þvi og nú eru
i gangi breytingar á áhorfenda-
svæðum vallarins Nou Camp, sem
gera mun 100.000 áhorfendum
kleift að troða sér inn á völlinn.
Ekki er vafi að þessi aukasæti
verða þéttsetin, þar sem jafnan
komast færri að en vilja á heima-
leiki Barcelona.
• Carlos Rexach, kunnur
spænskur landsliðsmaður
í liði Barcelona.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40