Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 209. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
Móölr okkar,
lézt 23. þ.m.
+
GUDBJÖRG GESTSDÓTTIR,
fré ísafiröi,
Hanna og Bjðrg Kristjánsdastur.
+
Elskulegur eiginmaöur minn og faöir okkar,
KRISTÓFER JÓNSSON,
Ljðsheimum 20,
andaöist þann 23. september.
Quðrún Guðmundsdðttir og synir.
+
Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
HELGA MARTEINSDOTTIR,
vaitingakona
andaöist sunnudaginn 23. þ.m.
Jaröarförin auglýst síöar.
Eifn Quömundsdðttir,     Ragnar Magnúason,
Sigurður Guðmundsson,  Astrid Ouðmundsson,
barnabðrn og barnabarnabðrn.
+
Eiginkona mín
SIGRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR
lést 14.9.
Jaröarförln hefur fariö fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu.
Elt Qunnarsson
og bðrn hinnar látnu.
+
Elskuleg móðir okkar og tengdamóöir,
HULDA INGIMARSDÓTTIR,
frá Akureyri,
Teigaseli 9
lést aö Vífilsstaðaspítala, 21. september.
María Sigurðardóttir,
Béra Siguröardóttir,
Vilhelmína Sigurðardóttir,
Sigurður V. Jðnsson,
Svarrir Banediktsson,
Hjalti Hjaltason.
+
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi
HJÁLMAR SVEINBJORNSSON,
múrarameistari,
Vitastíg 16, Reykjavfk,
andaöist í Landspítalanum, föstudaginn 21. sept.
Útför hlns látna verður gerö frá Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 27.
sept. kl. 10.30.    Jon|na Q Jon8dottir>
Halla G. Hjélmarsdóttir,  Guðjón Skúlason,
Erla Arnardóttir,
Halga Guölónsdðttir,
Jðna Guöjónsdóttir.
+
Sonur okkar, bróöir og faöir,
Orn helgi ingólfsson,
sem  lést  af stysförum  þann  16.  þ.m.  veröur jarösunginn
Fossvogskirkju miövikudaginn 26. september kt. 15.
Fyrir hönd ættingja og vina,
frá
Ingólfur Jónsson,
Jón Arilfus Ingðlfsson,
Guöbjðrg Erla Ingólfsdóttir,
Hðrður Gunnar Ingólfsson,
Jsnný Arnardðttir,
Vigdfs Ólafsdðttir.
Ingibjðrg Ariliusdóttir,
Bjarnfrföur Guðjðnsdóttir,
Þðröur J. Eyþórsaon,
+
Eiglnmaður minn,
SIGURBJÖRN SIGFINNSSON,
Austurborgi 10,
andaðist í Borgarspítalanum 22. september.
Quðrún Gísladðttir
og vandamann.
+
Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafí
INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON,
Hverfisgötu 101
andaöist í Borgarspítalanum föstudaginn 21. september.
Heigi G. Ingimundarson,   Birna Þóröardóttir,
Rðsa E. Ingimundardóttir,  Halldðr Þorstainsson,
barnabðrn og barnabarnabðrn.
Haukur Gröndal
—minningarorð
Fæddur 3.febrúar 1912
Dáinn 17.september 1979
Það er ónotalegt að vakna upg
við það að Haukur sé dáinn. í
fyrstu hugsar maður: hvílíkt
óréttlæti að missa svo yndislegan
mann frá leik og starfi sem
Haukur var. Það létta andrúms-
loft, sem honum fylgdi og fyllti
umhverfið, verður sárt að kveðja.
En minningin lifir og léttir sorg-
ina
Að starfa með Hauki verður
ógleymanleg endurminning. Hann
gat alltaf spilað á léttu strengina
á hverju sem gekk. Já, strengina í
orðsins fyllstu merkingu, því það
var hans yndi og áhugi þar sem
fiðlan var honum kærust. Tónlist-
in átti alltaf sterkust ítök í huga
hans, sem birtist best í starfi hans
í Tónlistarfélaginu. Allsstaðar
miðlaði hann fólki þeim yndislegu
tónum sem hugur hans var sam-
settur af.
Ég bið algóðan guð að styrkja
þau í sorginni, eftirlifandi eigin-
konu hans Súsönnu Halldórsdótt-
ur, börn hans og ættingja og ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þessum yndislega manni.
Blessuð sé minning hans.
Þórdís Sigtryggsdóttir.
Þegar ótíðindin bárust okkur
sagði stúlkan mín: „Þetta getur
ekki verið satt, hann Haukur,
þessi yndislegi maður, getur ekki
verið dáinn."
En þetta er því miður satt.
Haukur, vinur minn í meira en 40
ár og nánasti samstarfsmaður í
meira en aldarfjórðung, hefur
verið hrifinn burt í blóma lífsins.
Ég segi blóma lífsins, því hvaða
máli skiptir árafjöldinn, þegar
starfsþrekið er óskert og nýtt
æfiskeið með glæsilegri eiginkonu
er nýhafið.
Enda var það svo að Haukur
naut lífsins í fyllsta mæli og
hlakkaði til hvers nýs dags. Og
einmitt vegna þessa er það þeim
mun sárara og óskiljanlegra fyrir
okkur öll að missa hann og ég get
enn ekki gert mér grein fyrir því
hversu mjög ég mun sakna hans
og hans góðu ráða og hjálpar.
Þótt Haukur yrði fyrir þungum
áföllum í lífinu heyrði ég aldrei
æðruorð hrjóta af hans vörum,
enda hafði hann einstakan hæfi-
leika til að finna alltaf björtu
hliðarnar á hverju máli.
Hann var þetta fágæta sam-
band af listamanni og fram-
kvæmdamanni, þar sem hvor þátt-
urinn studdi hinn og stækkaði.
Tónlistin var hans líf og yndi,
hún var honum í blóð borin og ég
veit að hún hjálpaði honum yfir
marga erfiða hjalla. Hann var
vakandi og sofandi yfir velferð
þeirra fyrirtækja, sem honum
hafði verið trúað fyrir, og var
sífellt að leita sér nýrrar þekking-
ar og aðferða til að geta unnið
þeim enn betur.
Nú á kveðjustundinni er mér
efst í hug að þakka; þakka fyrir
áratuga órofa vináttu; þakka fyrir
áratuga hjálp og uppörvun; þakka
fyrir meira en 28 ára samstarf,
samstarf sem varð nánara og
traustara með hverju árinu sem
leið, og aldrei bar neinn skugga á.
Mér finnst ekkert lýsa Hauki
betur en hið fornkveðna: „Þá
kemur mér hann í hug er ég heyri
góðs manns getið."
Góður guð blessi minningu
hans.
Davið Sch. Thorsteinsson.
í heimi okkar mannanna skipt-
ast á ljós og skuggar. Stundum er
Ijósið svo hvítt og bjart, að sálin
lyftir sér á flug og losar um fjötra
hversdagslífsins.
En aðra daga dregur fyrir sólu
um miðjan dag eins og nú gerðist
við lát Hauks Gröndals. Það er
einkennir mannlífið er að horfa á
vini sína hverfa og sjást ekki
framar á þessu tilverustigi.
í hálfa öld störfuðum við Hauk-
ur saman eins og tveir bræður.
Aldrei bar skugga á vináttu okkar.
Starf okkar var svo samtengt,
fyrst sem stofnendur Tónlistar-
félagsins og samtímis í Smjörlík-
isgerðinni Smára. Við fráfall
Björns Jónssonar tók Haukur að
mestu við rekstri Tónlistarfélags-
ins ásamt syni sínum, Hauki
yngra.
Haukur Gröndal var drenglynd-
ur maður, traustur, duglegur,
gáfaður — og þannig mundi ég
orða þakklæti mitt og geta fyllt út
heilar blaðsíður.
Með þessum fátæklegu orðum
að skilnaði vildi ég mega endur-
taka þakklæti mitt til Hauks fyrir
marga fallega daga. Eins fyrir
drenglyndið sem ég hef ekki fund-
ið í ríkara mæli hjá nokkrum
öðrum manni.
R.J.
Minning:
Anna Jónsdóttir
frá Bíldudal
Fædd 16. april 1926
Dáin 6. september 1979
Anna Jónsdóttir fyrrverandi
húsfreyja í Dufansdal í Suður-
fjörðum, andaðist á Landspítalan-
um í Reykjavík hinn 6. september
s.l. eftir langa og stranga sjúk-
dómslegu. Barátta hennar við
banvænan sjúkdóm stóð í fimm
löng ár, heima og á sjúkrahúsum.
Anna var borin og barnfædd í
faðmi vestfirskra fjalla, og mér
fannst á æðruleysi hennar í sárri
raun á sjúkrabeðnum síðasta, sem
hún hefði fengið í vöggugjöf styrk
hinna bláu fjalla. Anna var fædd
að Litlu Eyri við Bíldudal h. 16.
apríl 1926, dóttir hjónanna Ingi-
bjargar Guðbjartsd. og Jóns Jóns-
sonar, sem þar bjuggu þá. Anna
ólst upp í stórum systkinahópi,
fyrst á Litlu Eyri og síðan á
Bíldudal eftir að foreldrar hennar
fluttust þangað með börnin sín.
Þá veit ég, að Anna hefur verið
glöðust af öllum, því að hún átti
alveg sérstaklega glaða og létta
lund, sem einkenndi hana allt til
enda. Árið 1953 giftist Anna eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Birni
Ólafssyni, sem þá var bóndi í
Dufansdal í Suðurfjörðum. Heim-
ili þeirra hjónanna stækkaði ört,
þau eignuðust níu mannvænleg
börn, fjórar dætur og fimm syni,
einn drenginn sinn misstu þau
nýfæddan.
Verksvið húsmóðurinnar í Duf-
ansdal var því mikið, en hún gaf
sig alla í fórnfúsu starfi fyrir
eiginmann sinn og börnin þeirra,
heimilið var henni allt, enda
skilaði hún sínu vandasama hlut-
verki með sannri prýði.
í Dufansdal bjuggu þau hjónin í
tuttugu ár, en árið 1971 fluttist
fjölskyldan til Bíldudals og þar
hafa þau átt heima síðan. Níí voru
börnin að komast upp og Anna
hefði getað eygt rólegri daga. En
þannig var ekki viðhorf hennar til
lífsins, sívinnandi vildi hún vera.
+
Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Sigþðr Marinósson,
tasknimaður,
Selvogsgötu 26,
Hafnarfiröi
lést í Borgarspítalanum 21. september.
Fyrlr hönd systkina hins látna
Aðalbjðrg Snorradóttir,
Aöalbjðrg Sigþðrsdóttir,  Gunnar Sigurðsson,
Rafn Sigþðrsson,         Guðný Albartsdðttir
Marfa Sigþðrsdóttir, og barnabðrn.
Hún fór því út að vinna með sínu
stóra heimili og dró hvergi af sér
frekar en hún var vörn. Glöð og
reif að venju gekk hún til vinnu
sinnar. Fljótlega syrti þó að, hún
gekk ekki lengur heil til skógar.
Anna vann heimili sínu oft
sárþjáð eins lengi og hún frekast
mátti, og í raun miklu lengur.
Menn undruðust það þrek sem
þessari smávöxnu konu var gefið.
Nú situr hnípinn hópur eftir að
Lönguhlíð 12 á Bíldudal, og bless-
ar minningu ljúfrar móður og
eiginkonu, hennar sem ætíð var
reiðubúin.
Á þessu bjarta sumri sem nú er
senn liðið, lá leið mín nokkuð oft
inn í skugga sjúkrahússins, til
hennar sem háði sitt lokastríð,
gjarnan með fáein blóm. Við
töluðum um að þau væru örlítið
brot af sumrinu fyrir utan, sem
hún vissi vel að var hennar síðasta
sumar hér á jörð. Þá brosti hún
bjarta brosinu sínu, þannig gekk
Anna á vit hins ókomna, örugg og
með bros á vör.
Og nú er hún komin heim, laus
við þjáningar og sorgir, það er
huggun harmi gegn.
Hún var til moldar borin frá
Bíldudalskirkju h. 18. september
s.l. Þar sem vagga hennar stóð,
var síðasta hvílurúmið hennar
einnig lagt í skjóli við fjöllin sem
hún unni.
Ég sendi bróður mínum og
börnum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur okkar hjónanna, svo og
öllum ástvinum hinnar látnu heið-
urskonu.
Henni þakka ég hjartanlega
fyrir lærdómsrík kynni.
Blessuð sé minning hennar.
Ragnheiður Olafsdóttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40