Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 t Faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURÞÓR ÞÓRÐARSON fyrrv. brunavörður, Brekkustíg 14, Reykjavfk, lést aöfararnótt 25. sept. Elín Sigurþórsdóttir, Síggeir Sverrisson, Sigrún E. Siggeirsdóttir, Elinborg A. Síggeirsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlót og jaröarför, GUDRÚNAR MARELSDÓTTUR, Siguröur Már Hilmarsson, Siguröur Marelsson, Sigurbjörg Marelsdóttir, Már Marelsson, Soffia Marelsdóttir, Eirfkur Marelsson. t Jaröarför móður okkar, MARGRÉTAR STEFÁNSDÓTTUR, Bröttugötu 12A, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju, laugardaginn 29. sept. kl. 2 e.h. Btóm vinsamlegast afþökkuö. Sigurgeir Sigurösson, Magnús Sigurðsson, Sigurbjörg Siguröardóttir, Hávaröur Sigurösaon. t Eiginmaöur minn, GUÐMUNDUR AXELSSON, fyrrum bóndi og múrari, frá Stóragerði, Austurbraut 8, Keflavík er andaöist föstudaginn 21. september, verður jarösunginn, laugardaginn 29. september kl. 2 fró Keflavíkurkirkju. Fyrlr hönd barna, stjúpbarna, tengdabarna, barnabarna, systkina og annarra vandamanna. Anna Gústafsdóttir. t Eiginkona mín og móðir, ÞORBJÖRG GUÐRÚN KRISTÓFERSDÓTTIR, frá Helludal, veröur jarösungin frá Skálholtskirkju, laugardaginn 29. september kl. 2 e.h. Jarösett veröur í Haukadal. Blóm afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Ifknarstofnanir. Bílferö veröur frá Umferöamiöstöðinni kl. 12 á.h. Fyrir hönd ættingja. Tómas Tómasson, Kristófer A. Tómasson. + Móðir okkar, tengdamóöir, amma og lan gamma, HELGA MARTEINSD OTTIR, veitingakona, verður jarösungin föstudaginn 28. september frá Dómkirkjunni kl. 1.30. Elín Guðmundadóttir, Ragnar Magnússon, Sigurður Guðmundason, Astrid Guömundsson, Gunnlaugur Ragnarsson, Sigfríð Þorvaldsdóttir, Helga Rósa Ragnarsdóttir, Rúnar Jakobsson, Ragnar Ragnarsson, Elín Bára Njálsdóttir, barnabarnabörn. íris Kristjánsdóttir. Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður okkar og tengdafööur, PÉTURS FRIÐRIKSSONAR frá Reykjarfiröi, Sígríður E. Jónsdóttir, Guöbjörg Pátursdóttir, Jóhannes Pátursson, Friörik Pátursson, Matthías Pátursson, Jón Pátursson, Gunnar Guöjónsson, Kristín Björnsdóttir, Jóhanna Sveinbjörnsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Rósa Sigtryggsdóttir. Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KRISTINAR SIGURÐARDÓTTUR, Sigrún Sveinsdóttir, Sveindís Sveinsdóttir, Theódóra Sveinsdóttir, Guórún Sveinsdóttir, Haukur Sveinsson, Haraldur Sveinsson, Konráö Sveinsson, og barnabörn. Jón Sólmundsson, Hólmfríður Sölvadóttir, Stella Lange, Guöbjörg Jónsdóttir, Erna Hermannsdótt- ir — Minningarorð Fædd 15. nóvember 1936. Dáin 16. september 1979. Hvort sem menn líta á endalok mannlegs lífs sem upphaf annars og æðra tilverustigs eða ekki, eru sorg og tregi fylginautar dauðans. Sá er mannlegur eiginleiki að trega sína nánustu og þá úr hópi samferðamanna, sem þar hafa stærst rúm skipað, þótt svo að hinn látni hafi runnið sitt ævi- skeið á enda og lokið að mestu eða öllu því lífsstarfi, sem eðlilegt má teljast. Þeim mun stærra tilefni harms og hryggðar verður það er sú lífsbraut, sem að okkar skamm- sýna mati virðist björtust og beinust, endar einmitt þar, sem gera má ráð fyrir að hæst beri á þroska- og blómaskeiði mannsæv- innar. Því er það með djúpri sorg og sárum trega að Erna Hermanns- dóttir er lögð til hinstu hvíldar aðeins tæpra 43 ára að aldri. Hún lést þ. 16 þessa mánaðar. Lífsferill Ernu Hermannsdóttur er að ýmsu leyti dæmigerður fyrir fjölda annarra reykvískra kvenna, sem lifðu þá umbreytingartíma í íslensku þjóðlífi frá kreppuárun- um, svokölluðu fram til þessa dags, og höfðu mun meiri áhrif á líf kvenna en karla. Erna var fædd í Reykjavík þ. 15. nóv. 1936. Hún ólst upp á heimli foreldra sinna, Kristínar Bene- diktsdóttur og Hermanns Jónssonar kaupmanns, og var hún elst fjögurra barna þeirra. Hún naut ástríkis og umhyggju í upp- vexti og uppeldisáhrifin mótuðust af heiðarleika, reglusemi og sjálfs- bjargarviðleitni, sem svo títt var á traustum alþýðuheimilum. Fjöl- skyldan bjó á Brekkustíg 6, en fluttist þaðan á Öldugötu 57, og þar stofnaði Erna síðar sitt eigið heimili og bjó til dauðadags. Hún var því rótgróinn Vestur- bæingur; þar gekk hún í skóla og eignaðist hóp félaga og vina, sem margir héldu tryggð og vináttu við hana ævilangt. Þegar Erna var 19 ára árið 1956 giftist hún Hilmari Þ. Helgasyni. Þau keyptu þá íbúð og stofnuðu heimili á Öldugötu 57, ef til vill með það í huga að vera sem næst móður Ernu en hún bjó einnig í húsinu með börn sín, Hrein, Jón og Hermínu. Hermann faðir þeirra var þá látinn. Þær mægður bjuggu því alltaf í nábýli við hvor aðra og var sambandið milli þeirra og heimilanna beggja mjög náið. Þau voru ung og glæsileg, hjón- in á efri hæðinni á Öldugötu 57, og eins og margir munu minnast frá þeim tíma, frábærlega samhent um að fegra og prýða heimili sitt. Bæði unnu þau að því að gera það svo vistlegt sem verða mátti. Á þeim árum voru húsmæður ekki komnar eins langt út á vinnu- markaðinn ogdvarð á næstu árum. Erna var ein þeirra húsmæðra, sem naut þess að verja öllum sínum tíma á heimilinu. Hún saumaði og prjónaði fatnað á fjölskylduna og lagði með því sinn skerf í efnalegt öryggi heimilisins, auk þess að halda heimilinu og fjölskyldulífi í því horfi að ekki virtist verða á betra kosið. En þar var ekki aðeins aðlaðandi bústað- ur fyrir fjölskylduna; frændfólk, vinir og venslafólk eiga minningar um gestrisni, glaðværð og hlýtt viðmót á þessu heimili, sem fram- tíðin virtist brosa við. Erna og Hilmar eignuðust tvær dætur: Kristínu Herdísi og Elínu, sem báðar hafa verið heima þar til nú fyrir skömmu að Herdís stofn- aði sitt eigið heimili og eiga hún og maður hennar fárra mánaða gamla dóttur. Yngri dóttirin, Elín stundar nám í menntaskóla. Um þá sem virðast eiga vel- gengni að fagna og þurfa lítið fyrir lífinu að hafa er stundum sagt að þeir „baði í rósum". Vill þá gleymast að rósir hafa þyrna og undir ýmsu er komið hvernig tekst að forðast þá. Þótt lífsleið Ernu virtist björt og bein urðu áföll og torfærur á veginum. Fráfall föður hennar þegar hún var unglingur varð henni þungt áfall. Sjúkleiki eiginmannsins nú fyrir nokkrum árum, sem þó varð yfirstiginn reyndi mjög á hana. Sjálf varð hún ung fyrir heilsutjóni og kom það í veg fyrir að hún gæti með góðu móti unnið utan heimilis, sem hún reyndi eftir að dæturnar voru vaxnar úr grasi. Tíminn tók að líða hægar; dagarnir urðu langir í bið eftir að heimilisfólkið kæmi heim eftir vinnu eða skóla; flestir vinir og ættingjar orðnir önnum kafnir við störf utan heim- ilis daglangt, og þeim fór stöðugt fækkandi sem gáfu sér tíma til að líta inn. Heilsa hennar og kraftar fóru þverrandi ár frá ári. Þeir sem muna Ernu á þeim árum, þegar lífið brosti bjartast við henni, verður ef til vill fyrst fyrir að minnast þess hve falleg hún var. Hún vakti ekki aðeins athygli fyrir líkamsfegurð, bjart- an hörundslit og hrafnsvart hár, heldur einnig þá meðfæddu reisn og þokka sem einkenndu fram- komu hennar og látbragð. En hennar nánustu og þeim sem þekktu hana best verður minnis- stæðast hið hlýja og góða hjarta- lag og tryggð hennar og ræktar- semi við fjölskyldu sína, frænd- fólk og vini. Þegar ég nú minnist hennar er það ekki fyrst og fremst vegna náinna ættatengsla í báðar ættir, heldur miklu fremur fyrir tryggð hennar og vináttu við mig og fjölskyldu mína og þátttöku hennar í lífi okkar á stundum gleði og sorgar. í mínum huga hefur hún alltaf skipað sérstakan sess í hópi skyldmenna okkar. Um leið og ég minnist þessarar elskulegu frænku minnar, verða ýmsar minningar frá liðinni ævi hennar mér hugstæðari en aðrar. Ég minnist hennar þegar hún var lítill telpuhnokki með dökkt hár og dökk spyrjandi augu; síðar falleg fermingarstúlka; og síðast en ekki síst hamingjusöm húsmóð- ir, eiginkona og móðir. Ég minnist einnig síðasta samtals okkar skömmu áður en hún lést, þegar hver dagur var orðinn henni þján- ing. En hugurinn var eins og áður bundinn fjölskyldunni og um- hyggjan fyrir velferð þeirra óbreytt, þótt vanheilsa og van- máttur kæmu í veg fyrir að hún gæti tekið þátt í lífi þeirra á sama hátt og áður. Ég reyndi að telja okkur báðum trú um að senn mundi birta af degi og heilsa hennar snúast til betra horfs; að vert væri að minnast þess að oft er dimmast í lofti fyrir dagrenningu. Sam- kvæmt trú hennar sjálfrar á framhaldslíf hefur nú runnið upp fyrir henni nýr og bjartur dagur. Ég vil enda þessi orð, sem segja svo fátt, með þeirri samúðar- kveðju til fjölskyldu hennar, sem ég kann besta: Drottinn gefi dán- um ró, hinum líkn sem lifa. Þuriður Árnadóttir Haukur Gröndal Kveðjuorð Minn góði vinur Haukur Grönd- al er látinn, en örugglega á honum oft eftir að bregða fyrir er fluttur verður kvartett eftir Beethoven eða strengjakvintett eftir Mozart. Samskipti okkar Hauks voru ekki mikil á viðskiptasviðinu, en góð og tær það sem þau voru. Litir og einkum tónar voru okkur sameiginlegt áhugamál. Spor Hauks Gröndal liggja víða í íslenskri tónlistarsögu, en ég vil aðeins nefna einn þátt, þar sem leiðir okkar lágu saman. Haukur Gröndal var einn þeirra, sem árið 1957 stofnuðu Kammermúsikklúbbinn. Þeir voru fáir og reyndi mikið á hvern þeirra. Áhugi Hauks var gífur- legur og smitandi og kom það sér oft vel. Samvinnan var löng og mér dýrmæt ekki sízt vegna þess + Dóttir mín, KRISTRÚN SVEINSDÓTTIR, frá Hrafnkelsstööum, Bjarnarstíg 10, Reykjavík, verður jarösungin frá Hrunaklrkju, laugardaginn 29. september kl. 14. Bílferð verður frá Umferðarmiöstööinni kl. 12.00. Sigríður Haraldsdóttir. t Eiginmaöur minn, ALFRED ÓSKARSSON, Skógarlundi 2, Garðabæ, verður jarösunginn frá Garöakirkju, föstudaginn 28. september kl. 13.30. Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna. Oddný S. Gestsdóttir. að Haukur hafði mikil áhrif á tónlistarþroska minn og kynnti mér ýmsar áður ókunnar víddir tónlistar. Haukur Gröndal hafði ávallt verið nátengdur starfi Tónlistar- félagsins. Fyrir nokkrum árum sköpuðust þær aðstæður þar, er kröfðust mikilla starfa af hendi Hauks fyrir Tónlistarfélagið og varð hann frá að hverfa að mestu úr hópi þeirra, er stóðu fyrir starfsemi Kammermúsikklúbbs- ins. Eftir þetta varð starfsemi klúbbsins nokkuð óörugg og hékk reyndar á bláþræði, þar til starf- semin var endurskipulögð. Þar til sú endurskipulagning átti sér stað vil ég hiklaust telja að stöðugar hvatningar Hauks og trú hans á hlutverk Kammermús- ikklúbbsins hafi verið það afl, sem kom í veg fyrir að starfsemin félli endanlega niður. Já, Hauk bregður ábyggilega fyrir er leiknir verða strengja- kvartettar Beethovens eða strengjakvintettar Mozarts. Guðmundur W. Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.