Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 236. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
37
Nokkur minningarorð:
Haukur Gröndal
framkvœmdastjóri
I dag kl. 2.30 hefjast tónleikar á
vegum Tónlistarfélagsins í Há-
skólabíói. Þar leika þeir Wolfgang
Schneiderhan fiðluleikari frá Vín
og Helmuth Deutsch píanóleikari.
Wolfgang Schneiderhan er ekki
ókunnugur íslenzkum hljómleika-
gestum, því að hann hefir komið
hér nokkrum sinnum áður, fyrst
sem undrabarn, og ávallt hrifið
alla sem á hann hafa hlýtt, með
sinni miklu list, enda einn af
mestu meisturum fiðlunnar á
þessari öld.
Þessir tónleikar verða helgaðir
minningu Hauks Gröndals fram-
kvæmdastjóra sem lézt h. 17.
september s.l. Haukur var einn af
stofnendum Tónlistarfélagsins og
einn helzti máttarstólpi þess
merka félagsskapar allt til dauða-
dags. Ég sem þessar línur rita
kynntist Hauki er við vorum báðir
við nám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík, þeim skóla sem Hauk-
ur átti sinn þátt í að stofna, eh
eins og alkunna er, þá var það
einmitt Tónlistarfélagið sem kom
Tónlistarskólanum á fót. Þetta
sýnir hversu mikils álits Haukur
naut þegar á unga aldri, en hann
var rétt rúmlega tvítugur er hann
var valinn sem einn af stofnend-
um félagsins. Þrátt fyrir sex ára
aldursmun á okkur Hauki, urðum
við fljótlega hinir mestu mátar, en
hann var frá fyrstu kynnum
ákaflega geðþekkur ungur maður,
fullur af lífsfjöri og áhuga á því að
koma tónlistarmálum okkar á
góðan rekspöl. Það hefir mikið
vatn runnið til sjávar síðan þessir
tímar voru, þá var alger ládeyða í
tónlistarmálum þjóðarinnar, en
með stofnun Tónlistarfélagsins og
Tónlistarskólans fóru hjólin að
snúast. Síðan hefir þróunin í
tónlistarmálum okkar tekið
slíkum stakkaskiptum til hins
betra, að mann hefði ekki getað
órað fyrir því í þá daga. Eins og
áður segir, vann Haukur ötullega
að framþróun þessara mála sem
einn af forystumönnum Tónlist-
arfélagsins, og einnig sem virkur
listamaður. Hann lék lengi í
gömlu Hljómsveit Reykjavíkur á
lágfiðlu, og einnig tók hann þátt í
mörgum kammertónleikum. Vilég
fyrst og fremst minnast hins
drenglynda vinar míns með þess-
um fátæklegu orðum. Haukur var
með afbrigðum jákvæður maður í
öllu viðhorfi sínu, og var unun að
vera í návist hans og ræða við
hann, sérstaklega um tónlist, en
um hana hafði hann óvenjulega
frískar og persónulegar skoðanir
og var hann ekkert að fara í
launkofa með það, ef honum líkaði
ekki túlkun eða sjálf tónlistin.
Hann var hreinn og beinn, en
alltaf sanngjarn.  Ég á margar
Afmœlis-
og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
af mælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu mali. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.
ógleymanlegar   minningar  un
samverustundir okkar í gegn un
árin, og ber þar ef til vill hæst e:
við nokkrir vinir stofnuðum klúbl
til að hittast og hlusta á vandaði.
tónlist á plötum. Þessi klúbbur
entist í þó nokkur ár. Þar heyrði
maður oft músik sem ekki var
tækifæri að öllu jöfnu að hlusta á,
og svo var þessi skemmtilegi andi
sem sveif yfir vötnunum á þessum
samkomum okkar. Nú eru margir
félagarnir fallnir frá, allt menn á
bezta aldri, og nú síðast Haukur
Gröndal. Mér finnst það vel við
eiga, að Wolfgang Schneiderhan
skuli leika á tónleikum helguðum
minningu  Hauks  Gröndal,  því
Schneiderhan var einn af eftirlæt-
isfiðluleikurum hans alla tíð. Það
er mikill sjónarsviptir að manni
eins og Hauki Gröndal, og mikill
harmur kveðinn að ástvinum og
vinum við fráfall hans.
Hvíli minn kæri vinur í friði.
Rbgnvaldur Sigur jónsson
Senn er liðin hálf öld síðan tólf
ungir áhugamenn stofnuðu Tón-
listarfélagið í Reykjavík í þeim
tilgangi m.a. að reka tónlistar-
skóla í höfuðborginni og efla
tónleikahald með öllum tiltækum
ráðum. Var hér brotið upp á
nýmæli, sem síðan hefur orðið til
fyrirmyndar í öðrum byggðarlög-
um.
Árin hafa færzt yfir þessa menn
eins og aðra, og helmingur þeirra
er nú horfinn yfir móðuna miklu.
Samt hefur merkið ekki verið látið
falla, og að ýmsu leyti hefur
starfsemi félagsins staðið með
miklum blóma fram á þennan dag,
þótt umsvifin séu minni en stund-
um áður, enda aðstæður breyttar
á margan hátt.
Yngstur tólfmenninganna og
ekki minnstur áhugamaður var
Haukur Gröndal, verzlunarmaður
og síðar framkvæmdastjóri Af-
greiðslu      smjörlíkisgerðanna.
Hann stóð á tvítugu, þegar félagið
var stofnað.
Haukur Gröndal var fæddur í
Reykjavík 3. febrúar 1912, sonur
hjónanna Sigurlaugar Guðmunds-
dóttur og Benedikts Þorvaldsson-
ar Gröndal, bæjarfógetaritara og
skálds, en Benedikt var dótturson-
ur Sveinbjarnar Egilssonar, rekt-
ors. Haukur brautskráðist ungur
úr Verzlunarskólanum, og á sviði
verzlunar og viðskipta vann hann
hversdagsstörf sín. En tónlistin
var ævilangt höfuðáhugamál
hans. Hann var meðal fyrstu
nemenda Tónlistarskólans, gerðist
ágætur fiðlu- og lágfiðluleikari og
tók virkan þátt í starfi þeirra
hljómsveita, sem hér komu fram á
árabilinu  1930—50,  eða  þar  til
HHI Þórður Einarsson frá
Blönduhlíð - Minning
Sinfóníuhljómsveit íslands var
stofnuð og skipuð atvinnuhljóð-
færaleikurum. Atti hann sjálfur,
með ráðum og dáð, drjúgan þátt í
að það skref var stigið.
Síðustu árin hvíldu umsvif
Tónlistarfélagsins mjög á herðum
Hauks Gröndal. Naut sín þá enn
eldlegur áhugi hans, stórhugur og
ósérhlífni, sem aldrei brást. Það
var mikið og óvænt skarð höggvið
í fámennar raðir Tónlistarfélags-
manna, þegar Haukur Gröndal
féll frá, fullur starfsorku og at-
hafnavilja að því er virzt hafði,
hinn 17. september síðastliðinn.
Tónlistarfélagið helgar minn-
ingu hans tónleika sína í dag í
virðingarskyni og með þökk fyrir
áratuga vináttu, órofa tryggð og
ótnetanlegt starf í þágu félagsins
og baráttumála þess.
Jón Þórarinsson.
Mig langar til að minnast míns
kæra vinar Hauks Gröndals með
fáeinum orðum en því meira
þakklæti.
Við Haukur höfum þekkst náið
um langt árabil, allt frá því er
hann var ungur að árum. Þá og
ætíð síðan var tónlistin Hauki
bæði nautn og leikur í senn. Þessi
ástríða varð happadrjúg fyrir
Tónlistarfélagið, en hann átti
drjúgan þátt í að stofna það á
sínum tíma. Varð hann síðar —
með óþrjótandi áhuga sínum og
ósérhlífni — stoð félagsins og
stytta. I þessu brautryðjanda-
starfi að eflingu tónlistarlífs í
landinu nutu hæfileikar hans sín
einkar vel. Verður það seint full-
þakkað þótt Haukur hafi ekki
síður hlotið lof og prís fyrir hina
einstöku mannkosti sína, kímni-
gáfu, lipurð og ljúfmennsku.
Sannarlega hefur Tónlistarfé-
lagið orðið fyrir miklu áfalli vegna
fráfalls Hauks. Og þó að komi
maður manns í stað og margt sé
góðra manna er vandséð að Tón-
listarfélagið og tónlistarlíf á
Islandi eignist aftur þvílíkan hauk
í horni.
Við hjónin höfðum um áratugi
náin samskipti við Hauk og hans
ágætu fjölskyldu. Við minnumst
og þökkum af hjarta fyrir þá
vináttu og hlýju sem við nutum af
þeirra hendi.
Hans nánustu óskum við allra
heilla og velfarnaðar í vissu þess
að minning Hauks Gröndal verður
langlíf.
Stefán Kristinsson
Kveðjuorð:
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson lést að heimili
sínu 17. þ.m. áttræður að aldri.
Við systkinin fjögur eigum ekki
orð til að lýsa þakklæti okkar til
afa fyrir allt sem hann hefur fyrir
okkur gert og hjálpað. Afi var
lærður vélstjóri og var til sjós í
mörg ár, síðan vann hann í landi.
Hann sagði okkur frá ýmsu sem
fyrir hann kom frá fyrri og seinni
tímum því hann kom alltaf vel
fyrir sig orði og var gaman að
hlusta á sögur hans. Hann vildi
okkur alltaf vel og gerði allt fyrir
okkur sem hann gat. Við vildum
óska, að okkar dagar hefðu verið
fleiri saman. Einn kemur og annar
fer og líf er að þessu loknu. Við
þökkum Guði fyrir góðar minn-
ingar um afa. Guð varðveiti elsku
... En þú gaist ðllu lií og lit,
svo leikið var þitt smlðavit.
Af starfgþrá rik var hðndin hðg
og hugsýn glðgg á eðlislög.
Svo orti Stefán frá Hvítadal um
fóstbróður sinn, Jón Samúelsson.
Hinn 19. október síðastiiðinn and-
aðist sveitungi Stefáns, Þórður
Einarsson frá Blónduhlíð á heim-
ili sínu í Keflavík, áttræður að
aldri.
Hann afi var ekki orðinn svo
gamall, allavega ekki í anda. Það
er sárt að þurfa að kveðja hann
svona snöggt. Hann afa, sem með
fádæma skörungskap var við fulla
atorku, búandi bíl sinn undir
veturinn svo eitthvað sé nefnt.
Hvers vegna núna? Hefur hann
fengið annað hlutverk?
Þórður Einarsson fæddist 3. júlí
1899. Hann var sonur hjónanna
Einars Guðmundssonar bónda í
Blönduhlíð í Dölum og Bjargar
Þorvarðardóttur. Hann ólst upp í
Blönduhlíð og aðstoðaði við bú-
störfin þar til hann hélt til
Reykjavíkur tvítugur að aldri. Þar
lærði hann trésmíði hjá Kristjáni
Hanssyni. Á næstu árum nam
hann smíðar og byggði mörg hús í
Reykjavík. Dvaldi hann um skeið í
Dölum, byggði þar vegleg bæjar-
hús og smíðaði utanum marga
sveitunga.
Handbragð Þórðar þótti gróft,
en umfram allt traust og til að
standa. Það má vera að forsjónin
hafi gert honum að vanda þann
grunn er á skyldi byggt það sem
eftir átti að koma. Árið 1930
giftist Þórður Sigurlaugu Guð-
mundsdóttur frá Núpi í Haukadal.
Á Núpi dvelja þau hjónin eitt ár í
kaupmennsku, og síðan í Blöndu-
hlíð. Þaðan liggur leið þeirra að
Hlíðartúni, þar sem þau reisa bú.
Á þessum árum verður þeim
tveggja barna auðið, þeirra Guð-
mundar Hauks og Oldu. Haustið
1935 bregður fjölskyldan búi og
flyst til Keflavíkur þar sem hún
fær samastað að Hafnargötu 66.
Þórður stundar einkum húsasmíð-
ar þar í bæ og tekur stóran þátt í
örum uppvexti Keflavíkur á þeim
árum. Enn er forsjónin að verki. Á
þessum gróskuárum í Keflavík
fjölgar í fjölskyldunni, því þau
hjónin eignast aðra dóttur, Sól-
veigu Sigurbjörgu, og síðan annan
son, Einar Hörð.
Þórður var dugmikill maður og
hugði stórt, enda þannig skapi
farinn að hann lét allt ganga í
kringum sig. Hugsýn hans var
næm, enda rann skáldblóð í æðum.
Af þessu spratt förumannseðlið.
Hugur hans reikar í faðm sveitar-
innar og hann flyst með fjölskyldu
sína vestur að Leiðólfsstöðum í
Laxárdal. Þar auðnast honum að
endurbyggja bæinn og gera jörð-
ina að góðri bújörð. En forsjónin
segir honum að flytjast aftur til
Keflavíkur, því þar eigi hann verki
ólokið. Þar reisir hann myndarhús
með Hauki syni sínum, og stofnar
þar heimili. Heimili, sem átti
síðar eftir að verða sá miðpunktur
í lífi okkar barnabarnanna sem
raun varð.
Honum afa okkar var umhugað
að öllurn liði vel. Einkum þó
ungviði ættar sinnar. Þegar við
vöxum úr grasi, þá það á þeim
grunni sem hann hafði svo mjög
vandað til. Hjá afa og ömmu mátti
oft hitta fyrir góða gesti, því
margir höfðu yndi af að sækja þau
hjónin heim. Orðfimi Þórðar og
Ijúfmennska Laugu yljuðu mörg-
um um hjartarætur á útmánuðum
er norðankulið lék um Suðurnesin.
Ef menn týndu áttum í stjórnmál-
um, þá var helst að ræða við Þórð.
I nærveru hans var ekki um annað
að gera en að taka afstöðu. Óhætt
er að fullyrða að verslun sú, sem
hann rak síðari ár og kennd var
við hann hafi verið miðstöð
mælskusnillinga bæjarins.
Þau hjónin voru mikið fyrir
ferðalög. Lá leið þeirra oftast á
æskuslóðir í Dölum, þar sem þau
dvöldu mikið á sumrum. Þar var
litli bústaðurinn þeirra miðstöð
fyrir vini og vandamenn. Við
höfum oft notið þess að geta
dvalið með þeim þar sólríka
sumardaga. Nú þegar við kveðjum
þennan leiðsögumann okkar, þá er
það vissa okkar að forsjónin hafi
búið honum mikið og vandasamt
ævistarf, sem hann hefur unnið
giftusamlega. Þar hefur hann not-
ið samfylgdar sinnar bjargföstu
eiginkonu. Enginn hefur verið
honum meiri stoð en hún amma
okkar. Með þolinmæði sinni og
ljúfmennsku hefur hún vaxið við
hverja raun. Á þessari sorgar-
stundu hugsum við til hennar og
vottum henni dýpstu samúð.
Blessuð sé minning góðs manns.
Barnabörnin.
afa  og  ömmu  í  hennar  mikla
söknuði og veri með þeim báðum.
Sessa. Anton, Ingibjörg og Jonni.
SVAR MÍTT
EFTIR BILLY GRAKAM
Vinur minn er að störfum með öðrum karlmönnum í
nokkur hundruð kilómetra fjarlægð. Hann bað mig að
dveljast um helgi nálægt vinnustaðnum, á ódýrum gististað.
af þvi að hann fengi ekki fri i að minnsta kosti mánuð. Er
þetta rétt?
Ef þú vilt eyðileggja gott ástasamband, er þetta
bezta ráðið, sem ég þekki. Piltar missa strax
virðinguna fyrir stúlkum, sem eru fljótar að láta
undan, jafnvel þótt þeir virðist vera mjög ástfangnir.
Ef þú leigir þér herbergi í gistihúsi án móður
þinnar eða fullorðinnar fylgikonu, leiðir þú vin þinn í
freistingu, sem hann getur varla staðizt.
Slíkir tilburðir væru leyfilegir og réttlætanlegir, —
ef þú hefðir ekki samvizku, ef engar ógiftar mæður
væru til, og ef ekki væri Guð á himnum, en honum
eigum við að gera reikningsskil.
Viljir þú halda vini þínum, góðri samvizku,
samfélagi þínu við Drottin og mannorðinu, þá skaltu
segja vini þínum, að hann sé þér ákaflega kær, en þú
getir beðið, þangað til hann fái frí.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48