Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 53 Laxfosa (Laxá í Leiráraveit. Einar Hannesson: Laxaatigl (Laxá (Leiráraveit hjá Eyrarfoaai Vatnasvæði í skjóli Skarðsheiðar Hér á landi eru margar ár, sem heita Laxá. Ein af þeim er kennd við Leirársveit í Borgarfjarðar- sýslu, sunnan Skarðsheiðar. Hún ber nafn sitt með sóma, því hún er í hópi betri laxveiðiánna í landinu. Vatnakerfi Laxár er fjölbreytt og rík náttúrufegurð er við ána og í umhverfi því, sem hún hefur átt þátt í að skapa. Leirusvæði hennar er víðáttumikið og stöðuvötn í Svínadal vinsæl til útivistar og veiðiskapar. Þar eru Vatnaskógur með búðir KFUM, Lindarrjóður, vinsæll dvalarstaður ungra drengja um áratuga skeið, auk margra annarra sumarhúsa í grenndinni. í»rjú stöðuvötn Efstu upptök vatnakerfisins eru í norðanverðri Botnsheiði og það- an að sjávarósi Laxár eru tæplega 40 km. Leið vatnsins, ef svo má taka til orða, liggur fyrst um Grafardal og síðan í vötnin þrjú í Svínadal: Geitabergsvatn og heit- ir áin þar Draghálsá, þá úr því vatni eftir ánni Þverá, hjá Geita- bergi, í Glammastaðavatn, úr því um Selós í Eyrarvatn, en við útrennsli þess kemur Laxá sjálf til sögunnar, Eyrarvatn er í 77 metra hæð yfir sjó, en mesta dýpi þess er 12.5 m og meðaldýpi 3.4 m (Vatna- mælingar). Geitabergsvatn er tveimur metrum hærra yfir sjó en Eyrarvatn. Mesta dýpi í því er 24 m og meðaldýpi 6.6 m. Stöðuvötn- in eru hvert um sig 1 ferkílómetri að flatarmáli að stærð og er miðvatnið, Glammastaðavatn, stærst þeirra eða 1.3 km2. Mesta dýpi í því er 21 m og meðaldýpi 9.4 m. Á ferð sinni um Svínadal vex vatnið stöðugt vegna margra smærri áa og lækja, sem falla í það úr fjalllendinu beggja megin dalsins, sérstaklega í Skarðsheiði og aðliggjandi fjöllum og einnig Glámu, fjallinu austan stöðuvatn- anna, og úr hálsunum suðvestur af henni, auk lækja í Grafardal og í Dragafelli. Eyrarfoss og Laxfoss Skammt frá ósi Laxár úr Eyr- arvatni fellur áin fram af kletta- belti og þar heitir Eyrarfoss. Þegar kemur niður fyrir fossinn liðast áin um láglendi Svínadals vestan fyrrgreindra stöðuvatna og fellur síðan um Leirársveit og lýkur göngu sinni eins síns liðs, ef svo má segja, við ósasvæðið í Leirárvogi. Þar gætir sjávarfalla og sjóblöndu. Lengd árinnar frá Eyrarfossi að nefndum vogi er um 13 km og á þeirri leið myndar áin annan foss, Laxfoss, á móts við Lambhagabæina, sem laxinn stiklar léttilega. Stórt ósasvæði Ós Laxár í sjó er hjá Súlueyri, sem er skammt norðvestan við Akrafjall. Stærð landsvæðisins, sem vatn rennur af til Laxáróss er um 190 km2. Áin fellur, sem fyrr greinir, á leirusvæðið í Leirárvogi eða Grunnafirði, örstutt neðan þjóðvegar hjá Vogatungu. Er ósa: svæðið þannig um 6 km að lengd. í það falla nokkrar ár og lækir, eins og Leirá, vatnsmesta þverá Laxár, er kemur úr samnefndum dal vestan við Skarðsheiði; Urriðaá, en hún kemur úr Eiðsvatni, austur af Akrafjalli. Auk þess eru smærri lækir, sem koma úr Mela- sveit, eins og einn úr landi sam- nefndrar jarðar með því skemmti- lega nafni Fiskilækur, hinu eina í landinu. Að vísu er til bæjarnafn í Þverárhlíð, er heitir Veiðilækur. Allir vatnafiskar okkar: lax, urriði og bleikja eru í vatnakerfi Laxár. Silungur er þar bæði stað- bundinn í stöðuvötnunum og sem göngusilungur. Áður komst göngufiskur aðeins að Eyrarfossi, en eftir að gerður var fiskvegur um fossinn opnaðist leið fyrir hann á efri hluta svæðisins. Veiðifélagið 45 ára Veiðifélagið um Laxá í Leirár- sveit var stofnað árið 1934 og er því 45 ára á þessu ári. Það er annað elsta veiðifélag í landinu, en hitt er félagið um Blöndu í Austur-Húnavatnssýsiu og er það árinu eldra en Laxárfélagið. Blöndufélagið hafði áður verið fiskiræktarfélag allt frá árinu 1929, og er því liðin hálf öld frá stofnun þess. Bæði eiga veiðifélög- in að baki mikið og gott starf. 35 veiðijarðir Þegar veiðifélagið um Laxá var stofnað náði það aðeins til árinnar frá efri hluta leirusvæðis hennar og að Eyrarfossi og tók einungis til laxveiði. Þannig voru stofnjarð- ir félagsins 19 talsins. Seinna var félagið stækkað í báðar áttir, þ.e. 1954 voru teknar inn í það jarðir, sem land eiga að ám og vötnum ofan Eyrarfoss, og síðar, 1958, bættust því allar jarðir að ósa- svæðinu. Við þetta tvöfaldaðist jarðafjöldi innan félagsins og nú var félagið búið að taka á sig nær endanlega mynd, miðað við vatna- kerfi Laxár. Það nær yfir jarðir í þremur hreppum: Hvalfjarðar- strandarhreppi, Skilmannahreppi og Leirár- og Melahreppi. Arðskipting Hlutdeild jarða í veiði kemur fram í arðskrá veiðifélags. Erfitt er að glöggva sig á þróun arðskipt- ingar milli einstakra jarða frá stofnun Laxárfélagsins og til þessa vegna stækkunar þess. Síðasta arðskrá veiðifélagsins og reyndar sú fursta, er sýnir hlut- deild aðila á svæðinu öllu, er frá 1973, og þar eru 35 bújarðir. Þó má greina þar stefnu í átt til jöfnunar á arði. Vissulega hafa verðmæti laxveiðinnar á svæðinu aukist mikið, sérstaklega síðustu 10 til 15 árin. Til fróðleiks má geta þess að veiðitekjur félagsins munu hafa numið um 30 millj. kr. á þessu ári. Auk þess leigja bændur, sem eiga vötnin í Svínadal, veiðina í þeim til stangaveiði. Fiskrækt Töluverð fiskrækt hefur verið stunduð á vatnasvæði Laxár. Á vegum veiðifélagsins var þegar í upphafi reist klakhús að Tungu í Svínadal, sem mun hafa verið starfrækt í fimm ár. Þar var klakið út laxaseiðum, sem sleppt var í árnar. Síðar voru sett sumaralin seiði og gönguseiði í árnar, eftir að eldi á slíkum seiðum hófst hér á landi eftir heimsstyrjöldina síðari. Laxastigi var byggður í Eyrarfoss árið 1950 og endurbættur 1955. Það var Bjarni Bjarnason, læknir frá Geitabergi og félagar hans er stóðu fyrir þessari mikilvægu framkvæmd, en þessir aðilar leigðu svæðið af landeigendum, auk þess sem þeir áttu sjálfir hlutdeild í því. Auk laxastiga- byggingar slepptu þeir laxaseiðum í svæðið ofan fossins. Skömmu eftir 1970 byggði veiðifélagið nýj- an fiskveg um Eyrarfoss, þegar sá gamli eyðilagðist. Minnir það á, að fiskvegir þurfa viðhald og endur- nýjun eins og önnur mannvirki. V eiðif yrir komulag Róttækar breytingar hafa átt sér stað í veiðiskap á Laxársvæð- inu. Áður fyrr var netaveiði og ádráttarveiði stunduð í ánum. En með stofnun félagsins var þeirri veiði hætt í ánni sjálfri. Hins vegar voru netalagnir á ósasvæð- inu allt fram til ársins 1963, en þá var öll slík veiði lögð niður. Eftir það hefur eingöngu verið veitt á stöng. Undanfarin ár hefur hópur bandarískra stangaveiðimanna haft drjúgan hlut laxveiðinnar á leigu og íslenskir veiðimenn hinn hlutann. Silungsveiði hefur, eins og áður segir, verið leigð í stöðu- vötnunum í Svínadal og hefur yfirleitt verið unnt að kaupa stangaveiðileyfi þar svo að segja um leið og farið er til veiða. Um 35 veiðistaðir eru í Laxá sjálfri. Veiðifélagið hefur byggt stórt og rúmgott veiðimannahús og er það skammt frá Laxfossi. Laxveiðin Laxveiðin á stöng í Laxá hefur aukist ótrúlega mikið síðustu ára- tugi. Er skýringa þess að leita í þeirri fiskrækt, sem fram hefur farið á svæðinu, auknu landnámi laxins og upptöku neta á ósasvæði árinnar, sem fyrr greinir. Meðal- veiði á ári á stöng á árunum 1946-50 nam 172 löxum. Hins vegar er hliðstæð tala fyrir árin 1971-75 1706 laxar eða tæplega 10 sinnum meira en fyrrgreind ár. Er það um 260% betra en landsmeð- altai þessi sömu ár. Árið 1946 var stangaveiðin 120 laxar, en 1972 fengust 2220 laxar úr svæðinu, en það er 19 sinnum meiri veiði en fyrrgreint ár 1946! Frá 1974 hefur verið veitt í ánni með sjö laxa- stöngum. Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lambhaga formaður Fyrsti formaður veiðifélagsins við Laxá var Sigurður Sigurðsson, hreppstjóri í Stóra-Lambhaga og var hann formaður allt til ársins 1953, en þá tók við formennsku í félaginu Júlíus Bjarnason, bóndi á Leirá og gegndi hann því starfi til 1958. Það ár var kjörinn formaður Sigurður Sigurðsson, hreppstjóri Stóra-Lambhaga, sonur fyrsta formanns félagsins. Er Sigurður því búinn að vera formaður félags- ins í 21 ár. Aðrir í stjórn eru Jón Bjarnason, Hlíð, Jón Eggertsson, Eyri, Kristinn Júlíusson, Leirá og Þórður Jóhannsson, Bakka. Heimastjórn veiðimála Veiðifélag er heimastjórn veiði- mála á hlutaðeigandi svæði. Það skal skipuleggja og ráðstafa veiði pg því er skylt að stunda fiskrækt. í Laxárfélaginu, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, hefur verið unnið heilladrjúgt starf. Þar hefur verið starfað markvisst að þeim verkefnum, sem félag á að sinna, og óhætt er að segja að árangurinn hafi ekki látið á sér standa. Þröskuldar hafa verið yfirstignir, svo sem í sambandi við hagsmunaátök um lagnetaveiði á leirusvæði árinnar fyrr á árum og myndun heildarfélags um allt svæðið. Veiðimálastjóri og aðrir starfsmenn Veiðimálastofnunar hafa á grundvelli laga veitt leið- beiningar og aðstoð við uppbygg- ingu félagsins og framkvæmdir á vegum þess, eins og í veiðifélags- starfi almennt í landinu. Einar Hannesson. Heimildir: Veiðimáiastofnunin VatnamælinKar Or Svfnadal. Glammaataöavatn og fjaar séat til Gaitabargavatna. Bœrinn Þóriastaöir sóst á mióri mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.