Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 45 Stóranúpskirkja 70 ára Sunnudaginn 18. nóvember síðast liðinn var haldið upp á sjötíu ára afmæli Stóranúps- kirkju. Hátíðahöldin hófust með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 14.00. I upphafi söng kirkjukórinn sálm, sem séra Valdemar Briem orti í tilefni af kirkjuvígslunni fyrir 70 árum. Biskup íslands, herra Sig- urbjörn Einarsson, prédikaði, sóknarpresturinn, séra Sigfinnur Þorleifsson, þjónaði fyrir altari, ásamt þeim séra Sveinbirni Svein- björnssyni í Hruna og séra Bern- harði Guðmundssyni, sem þjónaði prestakallinu um eitt skeið. Kirkjukórinn söng undir stjórn Hauks Guðlaugssonar, söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar, en organ- leikari var Steindór Zóphóníasson, Ásbrekku. Séra Gunnar Björns- son, sóknarprestur í Bolungarvík, lék á selló, en hann er einn margra presta, sem verið hafa vikapiltar í sveitinni og dóttursonur Gunnars Ólafssonar, Ásbjarnarsonar í Njarðvíkum, sem er hinn eini eftirlifandi af kirkjusmiðum Stóranúpskirkju. Aðfaranótt 29. desember 1908 gerði fárviðri um Suðurland og fauk þá kirkjan á Stóranúpi af grunni, ásamt tveimur öðrum kirkjum, kirkjunum í Hrepphólum og á Kotströnd. Fljótlega var hafist handa um smíði nýrrar kirkju á Stóranúpi og var hún vígð hinn 31. október 1909, fagurt og sérkennilegt guðshús, teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni. Umsjón með kirkjubyggingunni hafði Gestur Einarsson, bóndi á Hæli, en yfir- smiður var Bjarni Jónsson frá Galtafelli. Ásgrímur Jónsson, list- málari, gerði altaristöflu og réð litavali. Að guðsþjónustu lokinni þágu kirkjugestir kaffiveitingar í Ár- nesi. Þar flutti Bjarni Einarsson ágrip af sögu kirkjunnar, sem faðir hans, Einar Gestsson, Hæli, hafði tekið saman. Halla Guð- mundsdóttir, Ásum, las ljóð eftir séra Valdemar Bríem, sem sungin voru við kirkjuvígsluna fyrir 70 árum. Auk þess tóku til máls prófasturinn, séra Eiríkur J. Eiríksson, sóknarpresturinn, séra Sigfinnur Þorleifsson, séra Bern- harður Guðmundsson, Jón Sig- urðsson, Hrepphólum, séra Gunn- ar Björnsson og Steinar Pálsson, Hlíð, formaður sóknarnefndar, er stýrði samkomunni. Veður var með eindæmum gott og fagurt þennan dag. Jón Olafsson Eystra-Geldingaholti Stóranúpskirkju bárust margar góðar gjafir á sjötugsafmælinu, m.a. þessi keramikstöpull undir skírnarskál frá hjónunum Elíasi ívarssyni og Guðrúnu Sveinsdóttur, Búrfelli. Á myndinni sést listakonan, Steinunn Marteinsdóttir, sem gerði gripinn. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, í prédikunarstóli Stóranúpskirkju. Aðrir á myndinni eru frá vinstri: Séra Sigfinnur Þorleifsson, séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson og séra Bernharður Guðmundsson. Séra Gunnar Björnsson lék á selló við undirieik Steindórs Zóphóníassonar bónda í Ásbrekku. Einhver gerðin af EKTRA hlýtur að henta þér. 'Ktxiak EKTRA vasamyndavél meö handfangi HANS PETERSEN HF ‘t BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ S: 20313 S:82590 Umboðsmenn um land allt AUSTURVERI S:36161 Kodak EKTRA 32 Með aödráttarlinsu sem gefur skarpari og stærri myndir Verö kr. 32.570.- Nú er leikur fyrir hvern og einn að taka góðar myndir og festa á filmu augnablik sem aldrei koma aftur, en gott er að ylja sér við á komandi árum, —ef myndavélin var með í ferðinni. Kodak EKTRA 52 Með sjálfvirkum Ijósmæli. Verö kr. 43.920.- Kodak EKTRA12 Ein stilling Verö niniy ^ kr. 18.180.- S Kodak EKTRA 22 Tvær hraðastillingar. Verö kr. 22.790.- 7TWM Þú tekur myndimar Leíkandi létt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.