Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 288. tölublaš og Dagskrį śtvarps og sjónvarps 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1979
/7
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson
31. þáttur
Aldrei þessu vant slæddust
tvær stafvillur inn í síðasta
þátt, hvernig sem það hefur
gerst. í orðalista kylfinga
misritaðist pollur fyrir þoll-
ur, og í bréfi Jóns Bjarmans
átti að standa Reykíkíngar,
ekki Reykvíkingar.
I þessum sama þætti var
sett f ram sú gáta, hvað orðið
jól kynni að merkja upp-
runalega, en það var haft í
málinu fyrir kristnitöku og
fékk síðar nýtt merkingar-
inntak. I fornum bókum,
þegar sagt er frá háttum
fyrir kristni, er þess getið að
jólin „væri miðs vetrar nótt
og haldin þriggja daga jóT.
Ætla menn að þá hafi verið
fagnað lengri sólargangi og
blótað til árs og gróðrar.
En þegar kemur til upp-
runa og frummerkingar,
vandast málið, og skilst mér,
að menn hafi helst stað-
næmst við latneska orðið
jocus = leikur eða gamantíð,
en það orð á sér aftur
afkomendur í ensku: joke,
joker o.s.frv. Mætti þá ætla
að jólin væri tími gleðinnar.
Sólin tæki aftur að rísa en
væri ekki endanlega sokkin í
djúp hafsins.
Um daginn var ég að fetta
fingur út í eitt og annað í
máli stjórnmálamanna, þeg-
ar framboðsræður voru sem
tíðastar. Þar á meðal þótti
mér nykrað málið, þegar
talað var um að flóðgáttir
hefðu brostið.
Vegna þess skrifar mér
Vilhjálmur Þorláksson í
Görðum og á þennan veg:
„... Varðandi 28. þátt þinn í
Morgunblaðinu datt mér í
hug að nefna, að segja mætti
„flóðgarðar verbólgunnar
brustu" í stað „flóðgáttir
verðbólgúnnar brustu". Auð-
vitað er meint að lokurnar í
flóðgáttunum hafi brostið.
Þótt þessar lokur mætti éf til
vill kalla flóðlokur, mun það,
að mér er tjáð af starfs-
manni við orkuver, ekki vera
gert og er því ekki hægt að
tala um að flóðlokur hafi
brostið." (Innskot þáttarins:
Því ekki það?).
Vilhjálmur heldur áfram:
„Tálað er ýmist um að opna
dyr eða opna hurð og spyr ég
því, hvort það sé forkastan-
legt að tala um að flóðgáttir
bresti, þegar meint er að
lokur flóðgáttanna bresti."
Nei, forkastanlegt er það
ekki, en betur kann ég við að
lokurnar bresti en gáttirnar.
Enn segir Vilhjálmur
Þorláksson:
„Fyrst ég er byrjaður að
skrif a, sakar ekki að minnast
á orðtakið að ganga frá
Heródesi tjl Pílatusar. Oft
hef ég heyrt menn segja „frá
Pontíusi til Pílatusar" og hef
þá stundum gert við athug-
asemd, þar sem þetta hafi
verið einn og sami maðurinn.
Þjóðverjar tala ævinlega í
þessu samöandi um „von
Pontius zu Pilatus laufen",
en nefna ekki Heródes.
Ég læt þig svo um það
hvort ofanritað gefur tilefni
til frekari hugleiðinga."
Víst gefur þetta efni til
frekari hugleiðinga, einkum
þetta með þá frægðarmenn
úr Biblíunni. Aldrei hef ég
heyrt að menn gengju frá
Pontíusi til Pílatusar.
Aftur á móti gefa orða-
bækut- þann talshátt, þar
sem nefndir eru Heródes og
Pílatus. í Blöndalsorðabók er
talað um að vísa einhverjum
frá Heródesi til Pílatusar, en
ekkert dæmi er greint og
ekki verður af því giskað á
aldur orðtaksins í íslensku.
Það virðist þó ekki fjöl-
gamalt, því að ekki fann ég
dæmi um það í Fritzners
orðabók. Halldór Halldórs-
son tekur þetta ekki upp í
sína doktorsritgerð af skilj-
anlegum ástæðum, þar sem
fjallað er um myndhverf
íslensk orðtök. í orðabók
Menningarsjóðs er sagt að
fara frá Heródesi til Pílatus-
ar merki að þeytast erindis-
leysu milli ýmissa aðila.
Að sjálfsögðu hafa íslend-
ingar margt lært af Bibl-
íunni og verður þeim Oddi
Gottskálkssyni og Guðbrandi
Þorlákssyni og fleiri þeirra
líkum seint fullþakkað, er
þeir fluttu þjóð sinni heilaga
ritningu á móðurmálinu.
Ella töluðum við ekki ís-
lensku þann dag í dag. Fjöl-
mörg spakmæli og orðskviðir
eru frá Biblíunni runnir og
þarflaust að tíunda dæmi
slíks hér. Hinu er ekki að
leyna að í Biblíunni hefur
ýmislegt misskilist og í þeim
sálmum, sem frægastir hafa
út af henni verið ortir. Það
segir sína sögu, að kerlingar
eru löngum bornar þeim mis-
skilningi í þjóðsögum:
Síst mátti sorgum linna,
sút flaug í brjóstið inn,
segir í Passíusálmunum, og
auðvitað átti kerling að
skilja þetta svo að þarna
hefði fuglinn sút verið á
ferðinni. I annan stað segir í
sálmunum:
Pétur með svellu sinni
sverðið úr slíðrum dró.
Þetta skildi kerling svo, að
merkti: Pétur með konu sinni
o.s.frv. og mætti svo lengi
telja.
Verra var þó hitt, þegar
þýsk samtenging var gerð að
kvennmannsnafni úti á
íslandi. í Genesis segir á
þýsku: „Jedoch die Tochter
des Faraos" (enda þótt dóttir
Farós), en þýðandi nokkur
hélt að jedoch væri skírnar-
nafn konungsdótturinnar og
þar sem mönnum fannst
Jedoch heldur óíslenskulegt
utan um sig, þótti hóti
skárra að breyta „nafninu" í
Jedók. Biblíufastur og guð-
hræddur íslendingur lét svo
dætur sínar heita Rut, Maríu
og Jedók. Er mála sannast að
vegir málsins eða „örlög orð-
anna" eins og prófessor Hall-
dór Halldórsson segir, séu
órannsakanlegir þegar þýsk
samtenging er þannig orðin
að íslensku kvennmanns-
nafni, enda þótt, jedoch, saga
þess kvenmannsnafns sé ekki
löng í íslensku máli.
Argerð 1980 er komin
af
Arctic Cat Pantera \í
Léttur en kraftmikill,
55 hestöfl
%r~~
Hitinn er dýr
- lokið
kuldagjóstinn úti
;¦"¦;'¦'¦ *				l
IKBEI T		iflllHi -Éip Hm»"'''"		P
L   ji ;»««* *        ¦Jfll	4		tllai	i
— /        %5^ HK	ll		fl	§*>;¦
¦  *«   .. *;i		ikl  •¦ £*		
3Sí ¦   mBÍBHHBwj^H LfilaP&ISfe'*':"-	f	Pff r" fcJt C		m ;;;s::'. ííív
^U.KM				
^^  ^P'                        'ÍS8?-   'i'*-   í?fí:«				£****¦  4*1  ^
				-¦<> S" ¦*  V jj3f  '
				•«•
				'"'***?Jl   'kUw^-^í  '
+ VINDSÚGUR = LÁGMARKSHITATAP
Fallegar útthurðir af mörgum gerðum .— öflugar og
viðnámsgóðar — þrautreynd og rannsökuð hurðar-
bygging með tvöfaldri málmvörn og spónalögum
— Þéttar og loka úti súg og raka — Karmur með
gúmmíhéttilista — 2 ára ábyrgð. —
Scadania-hurðir.
BÚSTOFN
Adalstræti 9, Reykjavík,
símar 29977 — 29979
lcelandReview
segir meira frá íslandi en margra ára bréfaskrrftir. Hvert nýtt eintak
af þessu glæsilegasta íímariti landsins flytur kveöju þína frá íslandí og
treystir tengslin.
Sendu vinum þínum og viðskiptamönnum gjafaáskrrft 1980.
Nýir áskrifendur fá
einn árgang ókeypis
2
o
CL
•o
c
<D
Nýrri áskrift 1980 fylgir allur árgangur 1979 ókeypis, ef óskaö er
(innanlands sem utan) einungis gegn greiðslu sendingarkostnaöar.
Þaö er ódýrt og fyrirhaínarlítiö aö senda gjafaáskríft:
Útgáfan lœtur viötakanda vita af nafni gefanda meö sérstöku póstkorti
og síöan berast heftin jafnóðum og þau koma út. Fáðu eina áskrift fyrir
sjálfan þig í leiðinni (og einn árgang ókeypis).
GlSlÍ JÓnSSOfl & CO. h.f. Sundaborg41. R.Sími 86644
D Undirritaöur kaupir. .. giafaáskrift(ir) aö lceland Revíew og greiðir
áskriftargjald kr. 5.900 að viöbœttum sendingarkostnaöi kr. 1.900 pr. áskritt.
Samt. 7.800.
D Árgangur 1979 veröi sendur ókeypis til viötakanda(-enda) gegn greiðslu
sendingarkostnaöar kr. 1.500 pr. áskrift. Tilboðið stendur til 31. janúar, 1980.
Natn áakritanda:
Sími        Heimili.f.
Nafn móttakanda
Haimilfaf.              Nötn annarra móttakanda fykjja med é öðru blaöi
Sendið lceland Reviw, pósthóH 93, Reykjavðc, eða hringið í síma 27622.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32