Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR1980 Pálmalundur og greni skógur hlið við hlið. Hitabelti í Öskjuhlíðinni? Blómstrandi skrautblóm í Ijúfum lundum, páfuglar og flamingóar rigsandi um milli gúmmítrjáa og blaktandi pálma á meðan norðangarrinn gnauöar hvað napurlegast á landinu kalda? Þetta kann að virðast nokkuð órakennt, en samt sem áöur er möguleikinn fyrir hendi og við þurfum ekki að hafa mikið fyrir því að nýta hann, að sögn Róberts Péturssonar og Magnúsar G. Björnssonar, arkitekta, sem eru höfundar þeirrar tillögu að skipulagi hluta Öskjuhlíöarinnar, sem hér gefur að líta. Telja þeir, að gera megi eins hektara gróöurvin á þessum stað fyrir upþhæð, sem vart þyrfti að verða hærri en 150 milljónir króna. Aö dómi þeirra eiga Reykvíkingar falið gull í Öskjuhlíðinni, þar sem er yfirfallsvatnið úr hitaveitugeymunum. Nú er aðeins örlítill hluti þessa vatns nýttur, — það er að segja sá dreytill, sem rennur til sjávar í Öskjuhlíðinni, og hefur viðkomu í þeim hlöðnu skorningum, sem sumir hafa kosið að nefna „Læragjá". Það vatn, sem þannig fer til spillis aö langmestu leyti, mundi raunar nægja til að verma 6 hektara í slakka Öskjuhlíðar. ■ I Hitabelti í Oskjuhlíð? Hugmyndarsmiðirnir gera ráð fyrir því að bollar yrðu grafnir í jarðveginn, og mundu þeir, ásamt tjaldi einu mikfu, veita skjól fyrir veðri og vind- um, en við aðstæður sem þarna eru fyrir hendi og felast í hita og raka væri bókstaflega unnt aö hafa stjórn á loftslagi svæðisins. í því sambandi má geta þess að í Kansas í Bandaríkjunum hefur verið komið fyrir gríðarstóru tjaldi, sem gert er eftir fyrirsögn Buckminster Fullers, og er það svipað því tjaldi sem komið var fyrir á Lækjartorgi ekki alls fyrir löngu. í Kansas- tjaldinu er fernskonar loftslag, sem sé þær tegundir loftslags, sem ríkja í Bandaríkjum Norður-Ameríku. í tjaldinu eru engin skilrúm eöa annar út- búnaður til aö skipta loftslag- inu, nema raki og hiti. í viðtali við Morgunblaðið sögðu þeir Róbert og Magn- ús, að hugmyndin um gróður- beltiö í Öskjuhlíð hefði fyrst og fremst sprottiö af áhuga á að búa til í Reykjavík vett- vang, þar sem fólk á öllum aldri hefði tækifæri til að spóka sig árið um kring í aölaðandi umhverfi um leið og það nyti útivistar. Ekki sízt hefðu þeir haft í huga, að í borginni væru harla fáir staðir sem barnafjölskyldur gætu sótt um helgar, — svo virtist sem blikkbeljan airæmda væri helzta athvarf fjölskyldna, sem gjarnan vildu verja tómstund- um sínum að einhverju leyti utan veggja heimilisins. „Ég neita því ekki“, sagði Magnús G. Björnsson, „að þessi hugmynd okkar hefur að einhverju leyti orðið til við að fylgjast með þeirri gífurlegu aðsókn, sem um allar helgar er að þeim gróðurhúsum í Reykjavík og nágrenni, sem Nokkrar hugmyndir um hugsanlega nýtingu svæðisins. A. Hotel/motel (gámahugmynd); veitingastaöur, bar, grillbar o.s.frv. B. Verzlanir, markaöstorg, sölubásar o.s.frv. C. Sýnigarsvæði, þar sem sýnd er og skýrð jaröfræði íslands með hliösjón af plötukenningunni. (módel, filmur í básum, kort, myndir og lesmál). Ennfremur er skýrt hvernig jarðhitakerfin standa í samhengi við plötukerfin. Þá er sýnt líkan af jarðhitakerfinu á Reykjavíkursvæðinu, og nýtingu þess. Þetta er sett í samhengi við sögu landsins og sýnt hvaöa breyting á lífskjörum fylgdi þeirri verkmenningu aö læra að nota auölind eins og jaröhitann (myndir af húsakosti o.s.frv. Línurit yfir tíöni sjúkdóma sem rekja má til húsakosts t.d. meðalaldur og lifilíkur; önnur not af jaröhita — iönaöur, ilrækt og þær breytingar sem fylgdu eöa sem ætla má aö muni fylgja). D. Hér má sýna forsögu landsins, meö því aö t.d. hafa steingerfinga af heittempruöum skeiöum frá Brjánslæk eöa annars staðar, innan um slíkan gróöur frá sa-ríkjum Bandaríkjanna. Hér ætti einnig aö hafa fugla, fiska og hættulaus smádýr og skriödýr frá þessum svæöum. E. Barnagæzla, leikvöllur. F. Barnadýragaröur, þ.e. hættulaus gæludýr (músaborg, naggrísir, kanínur, lömb o.s.frv.). G. Hestaleiga, útreiöatúrar í skóginum, þar sem reitt er undir þeim yngstu. H. Sundsvæöi. Vatniö er klóraö eöa meöhöndlaö á annan hátt ef meö þarf á svæöinu milli D og H. Hór er suðrænn gróður og náttúruleg laug (berar klappir), heitir pottar, fossar o.fl. í búningsklefahúsi eru gufuböö. I. A svæði I eða annars staðar í nágrenni við laugina er komiö fyrir stólum og boröum og sjálfsölum — ýmis konar drykkir, súpur og smáréttir. J. „Amphitheatre" „hringleikahús", þar sem flytja má leik eða músik. K. Veitingahús, danssvæöi, discotek. L. Kvikmyndahús. Neöst á teikningunni sést þverskuröur svæöisins í hallanum. hafa gert sér far um að laða að viöskiptavini með því aö bjóöa upp á eitthvað annað en venjuleg verzlunarviðskipti. Þá teljum við þá staðreynd undirstrika þessa þörf, að þegar efnt er til vörusýninga í auglýsingaskyni flykkist fólk þangað tugþúsundum saman og greiðir stórfé fyrir aö gefa söluaðilum kost á aö auglýsa varning sinn. Vörusýningar geta eflaust veriö þarfar og eru kannski nauðsynlegur lið- ur í viöskiptalífinu, en þessi gífurlega aðsókn segir sína sögu. Raunverulegur áhugi al- mennings á framboði neyzlu- varnings getur hreinlega ekki verið í samræmi við þessa feiknalegu aösókn, — okkur finnst trúlegt að skýringin sé sú að verulegu leyti, að þarna fái fólk, og þá ekki sízt fjölskyldur, kærkomið tæki- færi til að koma á mannamót, sýna sig og sjá aðra. Skortur á tækifærum til samveru- stunda fjölskyldunnar utan heimilis hefur áreiðanlega óheillavænlegar afleiðingar, og vfða verða árekstrar ef til vill tíðari en ánægjustundirn- ar, einfaldlega af því að úti- vera hefur ævinlega verið miklum erfiðleikum bundin hér á landi." „Við hugsum okkur að þarna í Öskjuhlíöinni væri kjöriö að koma fyrir margs- konar starfsemi, sem yröi ekki einungis til gamans, heldur einnig til gagns og fróðleiks," sagði Róbert Pétursson. „Þarna væri til dæmis kjörið að hafa fiskasafn, hin fjöl- breytilegustu gæludýr og fugla, sem af augljósum ástæðum mundu una sér vel á þessum staö, plöntur og ótal margt fleira til yndis og ánægju. Þarna sunnan til í hlíðinni er tvímælalaust heppi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.