Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 Heimilistölvan Tölvuskóli Borgartúni 29, sími 23280. TÖLVUNÁMSKEIÐ Ný hraönámskeiö á smátölvur (microcomputers) hefjast um mánaöarmótin. Námskeiöin eru sniöin fyrir alla þá sem vilja kynna sér og læra aö hagnýta hina margvíslegu möguleika sem smátölvur hafa upp á að bjóöa. Námskeiðin eru stutt, efnismikil og samþjöppuö, og eftir 20 stunda nám hafa nemendur öölast staðgóða grundvallarþekkingu á forritunarmálinu BASIC. Engar sérstakar forkröfur eru geröar til nemenda um tæknimenntun eöa þekkingu á tölvum, og kennslan fer öll fram á íslensku. Nú er rétta tækifæriö til aö iæra meöferö tölva. Eftir örfá ár veröa smátölvur komnar inn í hvert fyrirtæki og jafnvel inn á hvert heimili. Sími Tölvuskólans er 00000 Innritun stendur yfir 4.0^01/ OPIÐ HÚS sunnud. 27. jan. kl. 14.00-18.00 Komið og kynnist starfsemi skólans af eigin raun. WttWlflHI-HIHWIWIIMIMMMHIt m m 9 m símanúmer RITSTJÓRN OG SKRIFSTOFUR: 10100 22480 83033 immmmmmmmmí m *#####§# EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Nokkrir þeirra er fram koma á tónleikunum í kvöld, frá vinstri: Anna Málfríður Sigurðardóttir, undirleikari, Elisabet F. Eiríksdóttir, Krystyna Cortes undirleikari, Baldur Karlsson, Hrönn Hafliðadóttir, Þuríður Pálsdóttir, Jórunn Viðar undirleikari, Valgerður J. Gunnarsdóttir og Ásrún Davíðsdóttir, en á myndina vantar Pál Jóhannesson. Ljósm. Emilía Myrkir músíkdagar: Nemendur Söngskólans kynna söngljóðagerð Nemendur Söngskólans í Reykjavík og Þuríður Pálsdóttir sjá um tónleika í kvöld kl. 20:30 i Félagsstofnun stúdenta og eru það þriðju tónleikar í hátiðinni Myrkir músikdagar. Þarna kynna þau islenska söngljóða- gerð í tali og tónum og hefur Þuriður Pálsdóttir tekið saman Enn í fremstu röð í skákinni 35 árum síðar FJÓRUM umferðum er nú lokið af 11 á Skákþingi Reykjavíkur, en teflt er eftir Monrad-kerfi í einum flokki og keppendur liðlega 80 tals- ins. 5. umferð verður tefld í kvöld í Skákheimilinu við Grensásveg. Þá er einnig teflt í unglingaflokki. Fjórir skákmenn hafa unnið allar skákir sínar í mótinu til þessa, þeir eru Björn Sigur- jónsson, TK, Guðmundur Ág- ústsson, TR, Jóhann Hjartar- son, TR, og Haraldur Haralds- son, Mjölni. Nokkrir eru með 3V2 vinning og margir með 3 vinninga, þannig að hart er barist. Þess má geta að Guð- mundur Ágústsson, sem er meðal þeirra er verma efsta sætið, varð Reykjavíkurmeist- ari í skák árið 1945 eða fyrir réttum 35 árum. ^Dale . (Jarnegie námskeiðið ★ Meira hugrekki. ★ Stærri vinahópur. ★ Minni áhyggjur. ★ Meiri lífskraftur. PERSÓNULEGUR ÞROSKI STJÓRNUNARSKÓUNN Konráö Adolphsson Sími 82411 Ný námskeið eru að hefjast. efnisskrána og kynnir hún jafn- framt lögin. Áður en Tónlistarskólinn í Reykjavík tók til starfa og síðar Sinfóníuhljómsveitin, sömdu ís- lensk tónskáld einkum sönglög og kórlög, sem mörg lifa góðu lífi með þjóðinni í dag og er ætlunin að gera nokkra grein fyrir verkum þeirra tónskálda sem voru braut- ryðjendur tónsköpunar hér á landi og er nú farnir, einnig að sýna sönglagagerð í dag, segir m.a. í kynningu fyrir tónleikana. Þuríður Pálsdóttir var í vikunni með nokkra nemendur Söngskól- ans að æfa fyrir tónleikana er Mbl. fékk að líta inn sem snöggv- ast og taka af þeim mynd. Koma fram á tónleikunum 6 einsöngvar- ar og þrír undirleikarar þeirra. Þau eru komin mismunandi langt í söngnáminu en hafa komið fram áður við ýmis tækifæri. Stiklað verður á stóru í þessari kynningu á íslenskum tónskáldum og er elstur höfundanna Svein- björn Sveinbjörnsson og yngstur Jórunn Viðar. Einar Baldvinsson listmálari við eitt af verkum sínum Sýningu Einars lýkur á sunnudag EINAR G. Baldvinsson opnaði sl. sunnudag yfirlitssýningu á verk- um sinum á Kjarvalsstöðum. Einar sýnir þar myndir frá 20 ára tímabili, alls 120 verk. í gær höfðu 1200 manns séð sýningu Einars en henni mun ljúka n.k. sunnudag, 26. janúar. jT Island leggur 10 millj. til flóttamannahjálpar RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sinum í gærdag að verða við tvcimur beiðnum um framlög til brýnna líknarverkefna, sem bor- ist hafa frá Poul Hartling, flótta- mannafulltrúa Sameinuðu þjóð- anna, að upphæð 25 þúsund bandarikjadollarar, eða sem nem- ur um 10 milljónum islenzkra króna. Ríkisstjórnin ákvað að ísland legði fram til hjálparstarfsins vegna flóttafólks frá Afganistan 18 þúsund dollara eða sem nemur um 7,2 milljónum íslenzkra króna og segir í frétt frá ríkisstjórninni að þessi fólksflótti eigi sér stað í fjalllendi í vetrarhörkum og því sé þörf á matvælum, klæðnaði, sæng- urfatnaði og húsaskjóli. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur einnig tekið að sér að standa straum af heimflutningi flóttafólks til Zimbabwe-Rhódesíu frá nágrannalöndunum og hefur ríkisstjórnin ákveðið að ísland leggi fram 7 þúsund dollara til þessa verkefnis en það er um 2,8 milljónir íslenzkra króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.