Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 27 Fólk og fréttir úr ýmsum áttum Löggilding svigbrauta HLUTI vetrariþróttahátíðarinn- ar á Akureyri verður alþjóðlegt skíðamót, en það er keppnin i svigi og stórsvigi karla og kvenna, sem fer fram í Hliðar- fjalli 1. og 2. mars. Á 8.1. vetri var óskað heimildar SKÍ um að fram færi á Akureyri alþjóðlegt skíðamót í alpagrein- um og var um það sótt til alþjóðaskiðasambandsins (FIS) i Bern í Sviss. Á þingi FIS 8.1. vor var samþykkt að þetta mót færi hér fram. Yfirdómari var þá tilnefndur Haakon Rygh frá Noregi. Haakon Rygh er verkfræðingur, útskrifað- ist úr háskóla í Kaupmannahöfn. Hann hefur starfað að skíðamál- um í Noregi síðan 1939 og gegnt mörgum störfum fyrir Skíðasam- band Noregs (NSF) og Alþjóða skíðasambandið (FIS). ER nú í alpanefnd NSF, tækninefnd NSF um skíðastaði, skipulagsnefnd um málefni NSF. Þá er hann í ráshópanefnd FIS. Þá hefur Haa- kon Rygh verið yfirdómari á fjölda alþjóðamóta og fararstjóri norskra skíðahópa á skíðamót og leiðbeinandi á dómaranámskeið- um hjá NSF. Boð á þetta mót hefur verið sent öllum skíðasamböndum innan FIS. • Körfuknattleikur á vaxandi vinsældum að fagna hjá yngri kynslóðinni. Á myndinni hér að ofan eru Reykjavíkurmeistarar Vals í 3. flokki ásamt þjálfurum sínum. Ljósm. Emilia. Alan Ball Alan Ball leikur nú sitt síðasta keppnistímabil með Southamp- ton. Ball, sem varð heimsmeistari með Engiandi 1966, hefur verið lykilmaður i iiði Southampton, sem líklega hefur aldrei verið með sterkara lið í 1. deildinni. Hann vill þó flytja sig um set, þar sem hann hefur, þrátt fyrir allt, ekki átt upp á pallborðið hjá stórum hluta áhangenda Sout- að hætta hampton. Er hann orðinn leiður á skítkasti og skömmum úr þeim glerhúsum og framkvæmdastjóri Southampton, Laurie McMen- emy, hefur lofað honum svokall- aðri frjálsri sölu er keppnis- tímabilinu lýkur. FRjáls sala er í því fólgin, að Southampton verður ekkert með puttana í samningum sem gerðir verða. Ball getur ráðstafað sér sjálfur og félög, sem áhuga hafa á honum, ferða ekki fæld frá vegna Knatlspyrna) einhvers tröllslegs söluverðs sem Southampton setur upp fyrir Ball. Segir McMenemy að með þessu vilji Southampton þakka Ball fyrir sinn þátt í að hefja liðið til vegs og virðingar á Bretlandseyj- um. Alþjóðlegt skíðamót t sambandi við alþjóðamótið i alpagreinum sem fram fer á Vetraríþróttahátíðinni er skil- yrði að svigbrautir séu sam- þykktar af tækninefnd FIS um keppnisbrautir í alpagreinum. Á FlS-fundinum s.l. vor lá fyrir umsókn frá Akureyri um löggild- ingu svig- og stórsvigsbrauta i Hliðarfjaíli. Tækninefnd FIS tilnefndi Sverre Lassen-Urdahl frá Noregi til að fara til Akureyrar og „taka út brautirnar" í Hlíðarfjalli. Sverre er meðlimur í tækninefnd FIS. Formaður þeirrar nefndar er Hubert Spiess, Austurríki. Sverre kom til Akureyrar 24. sept. og vann við athuganir og mælingar í fjallinu í einn dag. Auk þess fékk hann í hendur myndir og teikn- ingar af staðnum. Þá hafði hann fund með fulltrúum frá íþrótta- bandalagi Akureyrar, Skíðaráði Akureyrar og íþróttaráði Akur- eyrar. • Knattspyrnusnillingurinn Eusebio, sem lék með Benfica gegn Val á Laugardalsvellinum fyrir nokkrum árum og komst ekkert áleiðis eins og margir muna, stendur nú á krossgötum enda er ferill hans sem knatt- spyrnumanns á enda runninn. Fort Lauderdale og Tampa Bay í Bandarikjunum hafa boðið hon- um starf sem njósnari, en hann hefur meiri áhuga á, að eigin sögn, að reyna fyrir sér við þjálfun í Evrópu. Og þá helst hjá félagi sínu, Benfica. • Fyrir austan járntjald er fylgst vel með því að allt sé í röð og reglu á knattspyrnuleikjum. Og það er eins gott að vera ekki að æsa sig ef ekki gengur vel. Eins og sjá má á þessari mynd eru lögreglumenn látnir koma sér fyrir við hverja bekkjaröð þegar áhorfendur hafa sest. • Mörg viðamikil verkefni eru framundan hjá Knattspyrnusambandi íslands á árinu. Á myndinni eru þeir i þungum þönkum, nýkjörinn knattspyrnumaður ársins, Marteinn Geirsson, Fram, sem leikið hefur flesta landsleiki fyrir íslands hönd i knattspyrnu, og formaður KSÍ, Ellert B. Schram. Meðal þeirra þjóða sem við mætum á árinu í landsleikjum eru Tyrkir, Rússar og Finnar. • „Verið velkomin á White Horse-leikvanginn“ gæti Bobby Moore verið að segja á meðfylgjandi mynd. Hinn 38 ára gamli Moore, sem var fyrirliði Englands á HM 1%6, gerðist nýlega framkvæmdastjóri Oxford City, sem er áhugamannalið í Oxford, 97 ára gamalt. Moore var um tíma stjóri hjá Lundúnaliðinu Fulham, en þrátt fyrir að liðið hafi um það leyti komist í úrslit FA-bikarkeppninnar, gekk Moore ekki allt í haginn. Nú segir hann, að hann ætli að byrja frá grunni og Oxford City sé sannkallaður grunnur. Að baki Moore á myndinni má sjá aðalstúkuna á leikvangi OC. Tekur hún að sögn 100 manns. Sýnist hún enn hrörlegri en aðalstúkan á Melavellinum. Evrópumeistarakeppni landsliða i knattspyrnu hefur staðið yfir að undanförnu. Úrslitakeppnin fer fram á ftalíu i júnímánuði. Jafnan þegar um slík stórmót er að ræða er haldin samkeppni um merki keppninnar. Þessi tvö sem hér sjást að ofan báru sigur úr býtum að þessu sinni. Til vinstri er merki keppninnar og til hægri er lukkutröllið. • Bandaríkjamaðurinn John McEnroe þykir vera einn af þremur bestu tennisleikurum veraldar. Ef frá er talinn Rúmeninn Ilje Nastase, þykir McEnroe skapbráðasti og leiðinlegasti keppnismaður- inn. Hann trúir því statt og stöðugt að dómarar ofsæki hann og leggi í einelti og ekki líður sú keppni að hann eigi ekki í grimmilegu orðaskaki við dómarana. Telur hann þá hafa bundist samtökum um að kveða hann í kútinn. Á meðfylgjandi mynd hefur McEnroe fengið sig fullsaddan af vitleysum dómarans og kastað sér til jarðar. „Skíðastaðir“ Undirbúningur vegna vetrarhátíðar 1980 Skíðasvæðið i Hlíðarfjalli heit- ir nú SKÍÐASTAÐIR og hlaut það nafn á s.l. sumri. Þar hefir í sumar verið unnið að ýmsum framkvæmdum til undirbúnings fyrir Vetraríþróttahátíðina 1980. Við Ásgarð hefur verið byggð ný 45 m stökkbraut á sama stað og gamla brautin var. Þessi braut var hönnuð hjá Statens Ungdoms og Idrættskontor í Oslo. Miklar endurbætur voru gerðar á fjarskiptakerfi í fjallinu og eru nú komin kalltæki á milli allra bygginga á svæðinu auk þess sem símalínur í svigbrekkum voru end- urbættar. Ný og mjög fullkomin tímatöku- tæki verða tekin í notkun í vetur og við þau verður tengd utandyra ljósatafla. Við Strýtu var byggt 80 fm hús á tveimur hæðum. Á neðri hæð er spennistöð fyrir skíðasvæðið við Stromp, geymslur og verkstæði. Á efri hæð eru snyrtingar og veit- ingasala. Við húsið er 90 fm trépallur, þar verða borð .og bekkir til afnota fyrir gesti, til hvíldar og snæðings. Svig- og stórsvigsbrekkur voru hæðar- og lengdarmældar mjög nákvæmlega og síðan kortlagðar eftir þeim mælingum. Þetta var gert til að fá þessar brekkur viðurkenndar sem alþjóðlegar keppnisbrautir af hálfu Alþjóða skíðasambandsins FIS. ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.