Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 10
10 Helgi Hálfdanarson: fL • >c Plð, Nú er af sú tíðin, að Seltirn- ingar segi á síðkvöldum „Komið þér sælar, jómfrú góð!“ Nú segja menn í hlýlegum kumpánatón „Komdu nú sæl, vinkona!", ef ekki er þá látið duga „Halló, skvísa!“ Eg hygg að flestum þyki breyting orðin til batnaðar, þó að enn séu þeir til sem virðist veröldin ótryggari síðan þéranir lögðust af. Ýmsir höfðu talið þann sið meðal ytri einkenna stéttaskipt- ingar; en þá merkingu hafði hann með öllu misst, þó svo að þar hafi hann átt sér upphaf. Veigamesta röksemdin fyrir af- námi þérana var sú, að þær voru málfarslegt óeðli, raunar enn fráleitara en verið hafði í önd- verðu, þegar konungur var ávarpaður í fleirtölu og átt var við hann sjálfan ásamt allri hans hirð. Þaðan var raunar skammt í að ávarpa einn mann í fleirtölu til virðingar, unz þessi fleirtala í stað eintölu varð almenn gagnkvæm umgengnis- venja án teljandi merkingar. Afnám þérana er því umfram allt málhreinsun. Hins vegar mun hreinlæti í máli lítt hafa vakað fyrir þeim, sem öðrum fyrr afræktu þennan sið, heldur um frá einhver ímynduð félagsleg þörf; enda hafa ýmsir ekki sézt betur fyrir en svo, að þeir hafa reitt kálið ásamt arfanum. Þeir láta ekki við það sitja að fordæma ranga notkun fleirtölu í stað eintölu annarrar persónu, heldur ólmast þeir líka gegn réttri notkun fleirtölu fyrstu persónu. Fyrst rangt er að segja „þér“ við einn mann, þá virðast þeir halda að líka sé rangt að segja „vér“ um marga. Nýlega birtist í einu Reykja- víkur-blaðanna (Dagbl. 19. jan.) greinarstúfur, þar sem nafnlaus höfundur rótaðist eins og naut í flagi gegn því, sem hann kallaði „ossinga-véringa- og yðurstagl", „ossinga- og véringaófögnuð" og fleira ámóta kjarngott, og kvað tíma til kominn að „þetta gamla danska kónga-tilskipunarmál- far“ yrði lagt á hilluna. Þarna var öllu ruglað saman í ofsanum, réttu og röngu. Síðan vitnaði höfundur sér til hugar- hægðar í sögu af bónda, sem kunni ekki að þéra og sagði: „Það er halt sem yður ríður". Þó að sagan hafi á sér allan svip tilbúnings, væri það í sjálfu sér ekki tiltökumál, að Islendingur gæti fipazt í rangri málnotkun vor, oss eins og þérun. Hitt er hastar- legra, að höfundur sjálfur skuli ekki skilja muninn á þérunum og því sem hann kallar „ossingar og véringar". Hann skilur ekki einu sinni muninn á þeirri röngu notkun fyrstu persónu að segja „vér“ um sjálfan sig einan (eins og kóngurinn) og þeirri réttu notkun hennar að segja „vér“ um marga, eins og þegar rætt er um þjóðina alla eða um mannfólkið á jörðinni. Þess er þá ekki heldur að vænta, að hann skilji muninn á því að nota fornafn annarrar persónu ranglega, eins og þegar einn maður er þéraður, og hinu, sem rétt er, að segja „þér“ við marga, eins og t.d. alla útvarps- hlustendur. Það er að vísu ótrúlegt, að til sé fullvaxið fólk svo áttavillt í sínu eigin móðurmáli að kunna ekki skil á sjálfum persónufor- nöfnunum. En sú fávizka mun þó vera meginhvati þess áróðurs, sem ýmsir hafa í frammi gegn fleirtölu persónufornafna; rétt notkun hennar er lögð að jöfnu við þérun, og því kölluð ósiður, tilgerð eða annað verra, jafnvel danska! Hitt er alkunna, að tvítalan, „við“ og „þið“, hefur lengi haft fleirtölu-merkingu jafnframt; og dytti víst engum í hug að beita sér gegn því. Hins vegar er sú merking engin röksemd fyrir því, að hin eiginlega fleirtala sjálf skuli með öllu látin víkja fyrir tvítölunni. Það væri ekki annað en ruddaleg málspjöll, sem skammarlegt er að berjast fyrir. Eitthvert geigvænlegasta hnignunarmerki tungunnar er flóttinn til einföldunar. Einföld- un máls er jafnan af hinu illa. Hún gerir tungutakið fátæk- legra, eyðir hollri fjölbreytni í orðafari, þurrkar út blæbrigði merkinganna, sviptir málið nákvæmni sinni og þröngvar stílkosti þess. Þeir sem ofnota skildagatíð vegna óvissu sinnar um viðtengingarhátt, fremja í einföldunar skyni rosaleg málspjöll, sem stefna á útrým- ingu sagnbeyginga. Þeir sem nota í tíma og ótíma veikbeygð orð vegna vafa síns um notkun sterkbeygðra orða, vinna til ein- földunar ámóta óþurftarverk. Þeir sem banna sögnina „brúka", eru að þrengja svigrúm málsins með einföldun í orðavali á sama hátt og þeir sem ofnota „brúka“ í stað „riota". Þó að merking þessara sagna sé næsta lík, hafa þær sitt stílgildið hvor; og sá þarflegi munur máist brott, ef þær eru lagðar að jöfnu í notkun. Orðin „bíll“ og „bifreið" eru bæði ómissandi, þó að merking þeirra sé hin sama; „bifreið" getur brugðið á hugtakið nokkrum svip sparibúnings, ef svo ber undir, einungis vegna þess að orðið „bíll“ er haft til hvers- dags-nota. Sú einföldun máls að útrýma öðruhvoru orðinu, væri því málspjöll. Líku máli gegnir um fleirtölu persónufornafna annars vegar og tvítölu þeirra í fleirtölu- merkingu hins vegar. Engum dytti í hug, að kennari segði við nemendur í bekk „Nú tökum vér til þar sem oss rak í strand í gær“. Tvítalan er sjálfsögð, enda þótt talað sé til margra. Það finna allir. En hitt er jafn- sjálfsagt að nota þessa eiginlegu fleirtölu, hvenær sem við á. Og hver maður með heilbrigðan málsmekk hlýtur að finna, hve- nær það á við, hlýtur að finna muninn á því, hvort sagt er „vér íslendingar", „á vorum tímum", „með þjóð vorri" , ellegar „við Islendingar", „á okkar tímum", „með þjóð okkar". Á þessu tvennu er dýrmætur stílsmun- um, sem óbætanlegur skaði væri að glata. Fyrir nokkrum árum stakk ég í blað greinarkorni, þar sem ég reyndi meðal annars að sýna fram á þá hvumleiðu einhæfni, sem ræður beygingunni „við, okkur, okkur, okkar", þar sem tvöfalt k hlunkast brokkandi gegnum öll aukaföll, og hins vegar hina fögru og tilbreyti- legu beygingu á „vér“ og „vor“. Eg bar saman tvær smáklausur, sem sýndu þennan mun en voru að öðru leyti eins: „Barátta vor íslendinga fyrir sjálfstæði voru stendur enn, og oss er ljóst, að kostir lands vors og frelsi þjóðar vorrar er það bezta, sem niðjar vorir taka í arf eftir oss, sem nú lifum." Og síðan: „Barátta okkar íslendinga fyrir sjálfstæði okkar stendur enn, og okkur er ljóst, að kostir lands okkar og frelsi þjóðar okkar er það bezta, sem niðjar okkar taka í arf eftir okkur, sem nú lifum." Þessi okkur-okkar-síbylja, sem einatt vofir yfir svona algengu tvítölu-orði, setur ein- staklega óhrjálegan svip á allan texta. Og þar sem á undan fer oftast eignarfalls s eða r, var fyrirbærið kallað sokkrokkismi. Þess var og getið, að fáeinir prestar hefðu leiðzt út í þessa villu um sinn, og var sýnt fram á hvernig færi, ef henni yrði hald- ið til streitu í sjálfri bæn Drottins. Dapurlegt er það, ef klerkastéttin, burðarás íslerizkr- ar hámenningar um aldir, er smám saman að glutra sjálfri sér niður í þetta vesaldar-fen; og lof sé þeim prestum, sem standa staðfastir gegn þeim ósóma. Hér kann að virðast um ein- angrað og næsta lítilvægt mál- fyrirbæri að ræða. Hitt er þó sönnu nær, að losað er um hvern steininn af öðrum, unz mikil skriða hlýtur að falla. Þarna spjarar sig angi af þeirri freku lausungar-stefnu, sem ryðst um í menningarlífi voru og hefur lágkúruna að hugsjón. Það hefur sokkrokkistum orð- ið ágengt, að vettvangur fleirtöl- unnar „vér“ hefur enn rýrnað á skömmum tíma og þeim fjölgað, sem ekki kunna með að fara. Ég minnist þess, að ræðumaður í sjónvarpi mannaði sig eitt and- artak upp í þá reisn að verða hugsað „til oss“ íslendinga. Sá mun eflaust taka sokkrokkism- anum tveim höndum áður en lýkur. Ég vil að síðustu vara unga íslendinga við ónytju-þrugli sokkrokkista. Ég bendi þeim á að fylgja því fordæmi, sem hæst ber, og hlýða með athygli á tungutak forseta vors, sem verið hefur í því sem öðru þjóðinni holl fyrirmynd. Það verður seint ofmetið að eiga svo málsnjallan menntafrömuð í æðsta embætti landsins. Þess er að óska, að þar takist vel til framvegis. Og aldrei mun ég hylla neinn þann forseta, sem smjaðrar fyrir lág- kúrunni með því að segja „við íslendingar", þegar hann reynir að halda hátíðaræðu. Þrjár skáldsögur eftir Indriða G. Þorsteinsson um mestu umbreytingartíma sem yfir ísland hafa gengið: LAND OG SYNIR — um baráttu og vanda sveitadrengs þegar heimskreppa og nýjar lífsskoðanir naga þúsund ára rætur fslenzks bændasamfélags. NORÐAN VIÐ STRÍÐ — um hernámsárin í norölenskum kaupstað og hvernig stríöið umturnar mannlífinu, breytir hægum skrefum í kapphlaup og sjálfsaga í stríðsfíkn. 79 AF STÖÐINNI — um baráttu, vanda og vonbrigði sveitadrengsins í borginni eftir að stríðið er gengiö hjá. Aftur verður aldrei snúið hve feginn sem þú vildir. Almenna bókaf élagið Skemmuvegur 36 sími 73055 Austurstrœti 18 sími 19707

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.