Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Einleikur á f iðlu
á næstu tonleikum
Fyrstu áskriftartónleikar Sinfó-
níuhljómsveitar íslands á siðara
misseri starfsársins verða haldn-
ir á fimmtudagskvöld 7. febr. og
hefjast kl. 20.30 í Háskólabiói. A
efnisskrá eru verk Berlioz Rom-
an Carnivel, fiðlukonsert nr. 2 í
g-moll eftir Prokofieff og si-
nfónia nr. 5 eftir Shostakovich.
Stjórnandi er Gilbert I. Levine og
einleikari Pina Carmirelli.
I frétt frá Sinfóníuhljómsveit
íslands segir m.a. svo um stjórn-
andann og einleikarann:
Hljómsveitarstjórinn Gilbert I.
Levine fæddist árið 1948 í New
York. Hann laerði hjá Dennis
Russel Davies við Juillard-skólann
í sömu borg 1967—8, við Prince-
tonháskólann hjá Jacques Monod
1968—71, hjá Nadíu Boulanger í
París á árinu 1971, og við Yale-
háskólann í Connecticut hjá
Gustav Meyer 1971—2. Árið 1973
var hann sérlegur aðstoðarmaður
George Solti í London og París,
þar sem þeir unnu saman að
konsertum með L'Orchestre de
Paris, B.B.C. Symphony Orchestra
við Royal Opera House, Covent
Garden og með London Philharm-
onic Orchestra við upptökur á La
Bohéme fyrir R.C.A. hljómplötu-
fyrirtækið. Um haustið sama ár,
kom hann fyrst fram sjálfstætt
með  frönsku   útvarpshljómsveit-
Árnað heilla
75 ára er í dag Lilja Jónsdóttir,
Rauðagerði 18. Lilja er að heiman
í dag, en vinir hennar og vanda-
menn senda henni beztu
hamingjuóskir.
Hafréttar-
ráðstefnan
hefst á ný í
lok f ebrúar
NÆSTA fundarlota Hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
hefst í New York 27. febrúar n.k.
og mun standa til 3. apríl.
Að sögn Hans G. Andersens
sendiherra í Washington á þetta
að verða næst síðasti fundur
Hafréttarráðstefnunnar og sá
síðasti á að verða í Genf 28. júlí til
29. ágúst í sumar. Hins vegar kvað
Hans það óljóst, hvort tækist að
halda þessum áætlunum. Á fund-
inum í New York, sem hefst síðar
í þessum mánuði, verður haldið
áfram að ganga frá endanlegu
uppkasti Hafréttarsáttmála.
Hans G. Andersen mun sem
fyrr verða formaður íslenzku
sendinefndarinnar en aðrir full-
trúar hafa ekki verið valdir ennþá.
inni L'Orchestre Philharmonique.
Hann var framkvæmdarstjóri og
fastur hljómsveitarstjóri Norwalk
Symphony Orchestra 1974 og hef-
ur síðan stjórnað ýmsum hljóm-
sveitum í Evrópu og Ameríku.
Einleikarinn Pina Carmirelli
hefur verið talin meðal fremstu
fiðluleikara allt síðan hún árið
1937 vann fyrstu verðlaun í sam-
keppni sem haldin var í tilefni af
því að liðin voru 200 ár frá dauða
híns fræga fiðlusnillings Antonio
Stradivari frá Cremona. Hún leik-
ur jöfnum höndum einleiks- og
kammerverk. Hún stofnaði bæði
Boccherini-kvintettinn og Carm-
irelli-kvartettinn, sem báðir hafa
leikið á fjölda tónleika í Evrópu og
Ameríku við mjög góðan orðstír.
Hún lék með Sinfóníuhljómsveit
íslands á starfsárinu 1970—71.
Pina Carmirelli leikur á „Tosk-
ano" Stradivaríusfiðlu sem hún
fékk að gjöf frá ítölsku ríkis-
stjórninni í virðingarskyni fyrir
list sína. Þetta er í þriðja sinn sem
hún sækir okkur heim og leikur
sem einleikari með Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
Runebergsdagur
í Norræna húsinu
SUOMIFÉLAGIÐ heldur upp á Runebergsdaginn að þessu sinni
með samkomu í Norræna húsinu miðvikudaginn 6. febrúar kl.
20:30 og í tilefni norræns málaárs verður dagskráin helguð
finnskri tungu og kynningu á henni.
Formaður Suomifélagsins, Bar- talar Mikko Háme magister um
bro Þórðarson, flytur ávarp og viðhorf Finna til íslenskunnar,
finnski sendikennarinn við Há- bræðurnir Arnór og Gísli Helga-
skóla íslands, Rosmari Rosen- synir leika samleik á slaghörpu og
berg, flytur erindi um finnska flautu, og finnskar bækur liggja
tungu. Málfríður Kristjánsdóttir frammi á bókasafni hússins. Á
arkitekt, sem stundað hefur nám í undan samkomunni verður hald-
Finnlandi, flytur spjall sem hún inn aðalfundur Suomifélagsins og
nefnir „Að læra finnsku." Einnig   hefst hann kl. 20.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32