Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1980
Hátíðarstemmning á
Neskaupstað vegna
komu togarans Barða
I>að var sannkölluð hátiðar-
stemmning á Neskaupstað í lok
síðustu viku vegna komu nýs
togara Norðfirðinga, Barða NK
120. Daginn eftir að fleytan
lagðist að bryggju eftir rúmra
tveggja sólarhringa siglingu
frá North Shields á Englandi,
þar scm gerðar voru nokkrar
brcytingar um borð. lagði
starfsfólk frystihúss Sildar-
vinnslunnar snemma niður
vinnu og flykktist um borð í
bjórdrykkju í boði útgerðarinn-
ar. Var þar glaumur mikill og
kátt á hjalla. og óhætt að segja
að koma togarans hafi haft
mikil áhrif á félagslífið á Nes-
kaupstað þann daginn. Norð-
firðingar hafa það fyrir sið að
fagna komu nýrra skipa á
þennan hátt og þá með al-
mennri þátttöku. Fögnuður
þeirra við komu Barða var ef til
vill eðlilegur með tiiliti til þess
að þeir háðu harða baráttu
fyrir því að fá að kaupa hið
nýja skip.
Jóhann K. Sigurðsson útgerð-
arstjóri Síldarvinnslunnar á
Neskaupstað sagði í spjalli við
blaðamann Mbl. að Barði væri
rúmlega fjógurra ára gamalt
skip, keypt í Boulogne í Frakk-
landi. Er eitt 12 skipa í seríu sem
Pólverjar smíðuðu fyrir franska
aðila, en nú væri búið að kaupa
fjögur þeirra til íslands, þar af
tvö til Neskaupstaðar, Birting og
Barða. Hin tvö væru Hegranes
frá Sauðárkróki og Þorlákur frá
Þorlákshöfn. Barði væri 362
tonn og 48 metrar að lengd,
knúinn áfram af 1500 hestafla
vél af Crepelle-gerð. Kostaði
Barði einn milljarð króna með
breytingunum. Gamli Barði var
tekinn upp í kaupverðið og
fengust fyrir hann 380 milljónir.
Tekin voru erlend lán vegna
kaupanna, þar sem ekki fékkst
fyrirgreiðsla úr Fiskveiðasjóði
eða ríkissjóði.
Sagði Jóhann að gera hefði
þurft ýmsar breytingar á Barða
fyrir íslenzkar aðstæður, t.d. var
aðallestinni breytt úr stíulest í
kassalest, lestarlúgur voru
stækkaðar, skutrennuloki var
settur á skipið og breytingar
gerðar á íbúðum og vistarverum.
„Nú eigum við tvö skip af
sömu gerð, og' hefur það mikla
kosti í för með sér við rekstur-
inn. Við höfum lært ýmislegt
varðandi útgerð Birtings og
kemur það sér vel, t.d. er hægt
að fyrirbyggja ýmsar bilanir og
stöðvanir Barða vegna þess sem
komið hefur upp á hjá Birtingi.
Þá kemur sér vel að skipin eru
eins þegar um varahluti er að
ræða. Ég held að segja megi að
við eigum nú tvö góð og keppileg
skip þar sem eru Barði og
Birtingur, við hefðum ekki efni á
að reka dýrari skip en þessi, nýir
togarar hefðu vart fiskað nema
fyrir vöxtum," sagði Jóhann.
Auk þeirra á Síldarvinnsla tog-
Herbert Benjamínsson skip-
stjóri í brúnni á Barða.
arann Bjart, sjö ára skip, smíðað
í Japan.
Það kom fram í spjalli við þá
Jóhann og Ólaf Gunnarsson for-
stjóra Síldarvinnslunnar hf., að
32—350 manns störfuðu hjá
Síldarvinnslunni þegar allt væri
í fullum gangi, Ioðnubræðslan og
frystihús. Um það bil 50 manns
störfuðu í bræðslunni og 75—80
manns væru á skipum fyrirtæk-
isins. Launagreiðslur fyrirtækis-
ins á síðasta ári námu tæpum
tveimur milljörðum, þar af voru
greiðslur til sjómanna 815 millj-
ónir.
Jóhann sagði að alls hefðu
tæplega 7.000 tonn af fiski borist
til frystihússins á síðasta ári og
40.000 tonn af loðnu verið brædd
á vetrarvertíðinni í fyrra. Hann
sagði að sá Barði sem seldur var
í skiptum fyrir nýja Barða hefði
varla landað eftir 20. júlí, og því
mætti búast við meiri afla á
þessu ári ef allt gengi að óskum.
„Þetta hefur ekki gengið nema í
meðallagi hjá okkur, enda voru
Bretar og aðrir útlendingar bún-
ir að þurrka upp miðin hérna
útaf Austfjörðunum 1966. Þetta
er smám saman að batna, aflinn
jókst í fyrra um 10—11% miðað
við 1978, en aukningin var þó um
30% víðast hvar annars staðar
við landið. Við erum óánægðir
með að útlendingum skuli leyft
að veiða hér á okkar slóð þar
sem önnur mið við landið eru
miklu arðbærari. Færeyingar fá
að taka 17 þúsund tonn fyrir
Austfjörðunum, þeir vilja veiða
hér þar sem stytzt er hingað að
fara."
En það má þó segja að við
séum sáttir við allt og alla þar
sem Barði er nú kominn í höfn,
það kostaði þriggja ára baráttu
að koma eldri Barða í verð og að
fá að gera þessi skipti. Þrír
togarar eru algjör forsenda
fullrar atvinnu á Neskaupstað.
Tveir togarar duga ekki í mis-
jöfnu fiskiríi og neyðarástand
skapaðist ef mánaðarstöðvun
yrði á togara vegna óhappa sem
alltaf geta orðið."
„En við erum þó afskaplega
ósáttir við þá stefnu stjórnvalda
að ekki megi endurnýja flotann,"
sagði Ólafur. „Ef ekki er um að
ræða stöðuga endurnýjun þá er
einungis verið að reisa stíflu sem
síðar mun bresta, og þá mundi
stór holskefla ríða yfir þjóðina."
Ólafur Gunnarsson (t.h.) framkvæmdastjóri og Jóhann K.
Sigurðsson útgerðarstjóri Sildarvinnslunnar við Barða NK 120
þar sem skipið liggur við bryggju á Neskaupstað.
Bjarki Þórlindsson vélstjóri á Barða í vélarrúminu. Aðalvélin sér
cinnig um rafmagnsframleiðslu um borð, og því ekki þörf
sérstakrar Ijósavélar eins og er í flestum skipum.
Barði NK 140 við bryggju á Neskaupstað.
Batikverk í Norræna húsinu
Á NÆSTUNNI verða til sýnis í
anddyri Norræna hússins batik-
verk, gerð af Hrefnu Magnúsdótt-
ur. Hrefna er Reykvíkingur, f.
1934, hún byrjaði mjög ung að
teikna, en hóf að fást við batik upp
úr 1965. Hún var við nám í
Myndlistaskóla      Reykjavíkur
1972—75. Á sýningunni í anddyri
Norræna hússins verða batik-
myndir frá árunum 1975—80, kjól-
ar, pils, lampar o.fl., en Hrefna
hefur undanfarin 8 ár selt batik-
lampa á vegum íslensks heimilis-
iðnaðar.
rteimilio
m#tv/ela-
syningin
22. agúst til 7. septernber 1980. Sýtxing, ro<irkaður, mannfagnaður
Heimilið '80 í
Höllinni í haust
DAGANA 22. ágúst til 7. septem-
ber í sumar verður haldin í
Laugardalshöllinni vörusýning
undir nafninu „Heimilið '80", en
ihnan þeirrar sýningar verður
einnig sérsýning á matvælum og
neyzluvarningi   undir   nafninu
„Borð og búr". Það er fyrirtækið
Kaupstefnan hf. sem gengst fyrir
sýhingunni og þess má geta, að á 4
síðustu stórsýningum Kaupstefn-
unnar hafa gestir verið 65—80
þúsund á hverri þeirra fyrir sig.
Námskeið í hjálp í við-
lögum í Bolungarvík
BYGGÐALAGSNEFND Junior
Chamber Bolungarvík hefur
ákveðið að gangast fyrir nám-
skeiði i hjálp i viðlögum dagana
8. — 10. febrúar i grunnskóla
Bolungarvikur og hefst klukkan
20 á föstudagskvöld. Því verður
framhaldið á laugardags- og
sunnudagseftirmiðdag. Leiðbein-
andi verður Snorri Hermannsson
frá ísafirði.
Bolvíkingar eru hvattir til þess
að sækja þetta námskeið, þar sem
margsannað er að rétt viðbrögð
rétt eftir að slys hefur átt sér stað
eru mjög örlagarík. Slysin gera
ekki boð a ..rdan sér og alltof oft
hefur þaí komið fyrir að sökum
kunnáttultiysis hefur verið brugð-
izt við á rangan hátt og slíkt
valdið ævilöngum örkumlum og
jafnvel dauða. Þeir, sem áhuga
hafa á að notfæra sér þetta
tækifæri, geta skráð sig á lista,
sem liggur frammi í búsáhalda-
deild verzlunar Einars Guðfinns-
sonar. Jafnframt mun byggðar-
lagsnefnd JC Bolungarvík gangast
fyrir sölu á sjúkrakössum á nám-
skeiðinu og að því loknu verður
gengið í öll hús bæjarins og
kassarnir boðnir þar til sölu.
(Fréttatilkynning).
Þingstúka Reykjavíkur:
Harmar að borgarráð skuli
hafa mælt með fjölgun
vínveitingastaða i borginni
Borist hefur eftirfarandi samþykkt
frá fundi Þingstúku Reykjavíkur 29.
janúar s.l.:
„Það þykir fullsannað að neysla
afengis verður því meiri sem mönnum
er auðveldara að veita sér áfengi og að
áfengisböl stendur í hlutfalli við heild-
arneyslu áfengis, þó þannig að vand-
ræðin fjórfaldast þegar neyslan tvö-
faldast.
Það er rökrétt afleiðing þessara
staðreynda, að heilbrigðisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna hvetur öll aðildarríki
sín til að vinna að takmörkun drykkju-
skapar með því að torvelda fólki
áfengiskaup, með háu verði, fækkun
sölustaða og styttingu veitingatíma,
jafnframt því að efla bindindisstarf-
semi. Þess er einnig að geta, að alls
staðar þar sem til fréttist, eru lögboðin
takmörk fyrir því hverjum megi selja
áfengi, hvar megi selja það og hversu
lengi.
Með hliðsjón af þessu öllu lætur
Þingstúka Reykjavíkur í ljós hryggð
sína  og  vanþóknun  vegna  þess  ao
borgarráð Reykjavíkur hefur nýlega
mælt með fjölgun vínveitingastaða í
borginni, en fjölgun þeirra mun leiða
til þess að meira sé drukkið. Fyrir því
heitir Þingstúkan á dómsmálaráðu-
neytið að fylgja stefnu og ákalli
heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna og leyfa ekki nýja vínveitinga-
staði."
Leiðrétting
HLUTI setningar féll því miður
niður í grein Sigurlaugar Bjarna-
dóttur í blaðinu í gær. Ofarlega í
öðrum dálki á að standa:
„Það er rödd hinnar mannlegu
samvizku, sem hlýtur að ráða
niðurstöðu okkar hvers einasta
einstaklings, sem á annað borð
gefur sér tíma til að hugsa málið,
mynda sér skoðun — taka af-
stöðu."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32