Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980
23
Aðfararnótt hins 27. janúar s.l.
lést í Sjúkradeild Borgarspítalans
í Reykjavík Matthildur Kvaran
Matthíasson, á 91. aldursári. Hún
fæddist í Winnipeg í Kanada hinn
29. dag septembermánaðar árið
1889, dóttir Einars Hjörleifssonar
Kvaran, rithöfundar og ritstjóra,
og síðari konu hans, Gíslínu Gísla-
dóttur frá Reykjakoti í Mosfells-
sveit. Fyrri konu sína, Mathilde,
hafði Einar misst nokkrum árum
áður, sem og tvo syni þeirra hjóna,
báða á 1. ári. Bar einkadóttir
Einars nafn hinnar látnu konu.
Einar H. Kvaran dvaldi um
tæplegá 10 ára skeið í Kanada, en
árið 1895, þegar Matthildur var á
6. ári, sneri hann aftur heim til
íslands með fjölskyldu sína: konu
og 4 börn, til þess að taka við
starfi sem meðritstjóri Björns
Jónssonar að blaðinu Isafold. Börn
þeirra Einars og Gíslínu, sem
fæddust í Kanada, voru: Sigurður,
sem dó um fermingaraldur, þá
nemandi í Menntaskólanum í
Reykjavík, Matthildur, Einar,
síðar aðalbókari í Útvegsbanka
íslands, og Ragnar, prestur vestan
hafs og síðar landkynnir. Sama ár
og fjölskyldan fluttist til íslands
fæddist fimmta barnið, Gunnar,
síðar stórkaupmaður. Systkinin
eru nú öll látin.
Einari H. Kvaran kynntist ég
aldrei persónulega, því að hann
lést vorið 1938, sama ár ,og ég
tengdist þessari fjölskyldu. Auð-
yitað vissi ég, eins og flestir aðrir
íslendingar, að hann var einn
merkasti rithöfundur þjóðarinnar
og mikill gáfumaður.
Matthildi átti ég hins vegar
eftir að kynnast mjög vel, því að
örlögin höguðu því svo, að ég verð
tengda-dóttir hennar. Fann ég þá
glöggt, hversu miklum áhrifum
hún hafði orðið fyrir frá föður
sínum og hversu mikla virðingu
hún bar fyrir honum, ekki einung-
is sakir óvenjulegra gáfna hans og
merkra ritstarfa, heldur einnig
vegna þess, hversu mildur hann
var og velviljaður, ekki síst í garð
þeirra, sem minnst máttu sín.
Kemur þetta og glöggt fram í
skáldsögum hans.
Matthildi varð tíðrætt um,
hversu góð sambúð foreldra henn-
ar hefði verið, hve samrýmd þau
voru og hversu mikla ástúð þau
sýndu hvort öðru. Ég get ekki
stillt mig um að birta hér 3
síðustu erindin í kvæði, sem Einar
orti til konu sinnar á skemmsta
degi ársins 1936. Hann var þá 77
ára, og þau höfðu verið gift í 48 ár.
Nú er ævin orðin löng,
enn er ég samt kátur
fyrir þín gæði, fyrir þinn söng
og fyrir þinn milda hlátur.
í dag er lægst á lofti sól,
en ljós yfir anda þínum.
Og hjá þér allt af eru jól
innst í huga mínum.
Sérhver rennur á í ós.
Enda ég með því braginn:
að þú hefir verið lífs míns ljós
lengsta og skemmsta daginn.
Fegurri ástarjátningu og þökk
fyrir langa ævi er vart unnt að
hugsa sér.
Þegar ég kynntist Matthildi, var
ég innan við tvítugt, en hún
tæplega fimmtug. Hún var þá
glæsileg kona, mjög lagleg, hárið
svart, ennið og augnsvipurinn
óvenju fallegur og greindarlegur.
Mér hefir verið sagt af þeim, sem
þekktu hana sem unga stúlku, að
hún hafi borið af öðrum konum að
fríðleik. Ekki var það þó ytri
glæsileiki, sem olli því, að mér
fannst strax mikið til Matthildar
koma, heldur hinn mikli persónu-
leiki, sem hún hafði til að bera.
í rítgerð Tómasar Guðmunds-
sonar, skálds, um Einar H. Kvar-
an rakst ég á eftirfarandi tilvitn-
un í minningargrein, sem Sigurð-
ur Nordal ritaði um séra Hjörleif
Einarsson, föður Einars: „Það,
sem framar öllu einkenndi séra
Hjörleif, var brennandi fjör og
áhugi. Hann var allra manna
léttastur og kvikastur á fæti, og
hann sópaði burt allri deyfð og
lognmollu, hvar sem hann fór ...
Hann var hispurslaus í öllu við-
móti, skapstór, hreinlyndur og
drengskaparmaður í hvívetna". Og
hann bætir við, að séra Hjórleifur
hafi verið „næmur á nýjar stefnur
og skoðanir".
Þessi lýsing á afa Matthildar
hefði næstum eins getað verið
rituð um sonardóttur hans. Ein-
mitt þannig var Matthildur. Hún
hafði vissulega brennandi áhuga á
— næstum öllu. Hún hafði brenn-
andi áhuga á stjórnmálum, bæði
hér heima og erlendis, og var vel
að sér um þau efni, því að hún las
mikið, bæði íslensk og erlend blöð,
tímarit og bækur. Hún íhugaði
hvert málefni vandlega og mynd-
aði sér ákveðnar skoðanir, skoðan-
ir, sem hún var ófeimin við að láta
í ljós við hvern sem var.
Hún var skapstór og gat verið
dómhörð um það, sem henni
fannst miður fara, og þá, sem, að
hennar dómi, breyttu ekki á þann
veg, sem þeim bar, eða sem henni
fannst sæmandi. Það var sannar-
lega engin lognmolla né deyfð í
kringum hana.
Matthildur hafði mikinn áhuga
á bókmenntum og listum: málara-
list, tónlist, leiklist. Einnig á sviði
bókmenntanna var hún mjög vel
lesin, og varla hefur hún látið
margar málverkasýningar né
leiksýningar hér í bæ fram hjá sér
fara, á meðan hún hélt heilsu.
Sérstakan áhuga hafði hún á
skólamálum og kennslu, og yfir-
leitt öllu því, sem til menningar
gat talist.
Einar, faðir Matthildar, hafði
viljað, að hún færi í Menntaskól-
ann í Reykjavík, þegar hún var á
skólaaldri. En, þótt einkennilegt
megi virðast um svo gáfaða stúlku
og fróðleiksfúsa, vildi hún það
ekki. Faðir hennar mun hafa
undrast þetta, því að hún sagði
honum aldrei ástæðuna fyrir því,
að hún hafnaði þessu boði.
Á þeim árum tíðkaðist það ekki,
að íslenskar stúlkur „gengju
menntaveginn", eins og það var
kallað. Fyrsti íslenski kvenstúd-
entinn, Laufey Valdimarsdóttir,
útskrifaðist ekki fyrr en árið 1910,
en þrettán árum áður hafði ein
færeysk stúlka lokið stúdentsprófi
við Menntaskólann í Reykjavík.
Matthildur óttaðist, að hún næði
ekki nógu góðum árangri við
námið og yrði þannig kynsystrum
sínum til skammar! Þó hefi ég
aldrei kynnst neinni manneskju,
sem ég tel að hafi haft jafnmiklar
námsgáfur og Matthildur. Enda
fór svo, að þótt hún færi ekki í
Menntaskólann, varð hún, með
sjálfsnámi og vegna óslökkvandi
fróðleiksþorsta og mikillar ein-
beitni, einhver gagnmenntaðasta
kona hér í bæ og þótt víðar væri
leitað.
Þegar ég kynntist Matthildi, var
hún mjög vel að sér í dönsku,
ensku og þýsku og kunni allmikið í
frönsku, að ógleymdu móðurmál-
inu, sem hún lagði sérstaka rækt
við. Þótti hún svo fær í öllum
þessum tungumálum, að fjölmarg-
ir nemendur leituðu til hennar um
kennslu, er þeir voru að búa sig
undir landspróf, og einnig síðar,
við nám í menntaskóla. Þannig
varð það hlutskipti Matthildar að
leiðbeina öðrum, sem fetuðu þann
veg, er hún hafði þó ekki sjálf
treyst sér til að ganga.
Kom þá í ljós enn eitt sameigin-
legt einkenni með Matthildi og afa
hennar, því að Sigurður Nordal
segir um hann í áðurnefndri
minningargrein, að hann hafi ver-
ið „afburða kennari", en það átti
sannarlega einnig við um Matt-
hildi. Var það jafnvel haft eftir
gamalreyndum kennara við
Menntaskólann í Reykjavík, að
Matthildur lækkaði stórlega
„standardinn" í Menntaskólanum,
því að „enginn væri sá auli, að
Matthildur gæti ekki komið hon-
um upp í Menntaskólann!" Þetta
var auðvitað sagt í gamni, en sýnir
þó, hvers álits hún naut sem
kennari.
Enn er ótalinn einn þáttur í fari
Matthildar, sem ekki hafði þó
hvað minnsta þýðingu fyrir hana,
en það var tónlistarhneigð hennar.
Hún hafði alla tíð mikið yndi af
tónlist, og sjálf lék hún mjög vel á
píanó og stundaði í mörg ár
kennslu í þeirri grein. Hafði hún
fyrst numið píanóleik hér í
Reykjavík, eri sigldi síðar til
Kaupmannahafnar til framhalds-
náms, sem hún stundaði um lið-
lega eins árs skeið. Eftir að hún
kom heim, lék hún oft undir á
tónleikum einsöngvara hér í bæ.
Matthildur hafði ávallt ríka
samúð með þeim, sem minna
máttu sín í þjóðfélaginu. Ófáir
voru þeir nemendur, sem hún
kenndi endurgjaldslaust, að því að
hún vissi, að foreldrar þeirra
bjuggu við kröpp kjör. Þá, eins og
nú, var oft rætt um efnahags- og
launamál. Minnist ég þess að
Matthildi fannst allt af, að ekki
væri ástæða til að þeir, sem mikla
menntun höfðu hlotið, fengju svo
miklu hærri laun en hinir, sem
enga höfðu menntunina. „Þegar
öllu er á botninn hvolft, þurfa allir
jafnt", sagði hún oft. Henni fannst
einnig, að mönnum hætti til að
vanmeta menntunina, menntunar-
innar sjálfrar vegna. Það væri í
sjálfu sér mikið lán, að fá að njóta
menntunar og fá að stunda þau
störf, sem hugurinn hneigðist til.
Ég var henni ekki alltaf sammála
í þá daga, fannst, að hún gerði
hlutina full einfalda. En eftir því
sem ég hefi elst og — vonandi —
þroskast, hefi ég komist meir og
meir á hennar skoð.un.
Nítján ára gömul giftist Matt-
hildur Ara Jónssyni, sem síðar tók
upp ættarnafnið Arnalds. Hann
var 17 árum eldri en hún, hafði
lokið laganámi og starfaði við
ýmis lögfræðistörf í Reykjavík,
jafnframt því sem hann var á
þessum árum þingmaður Stranda-
manna. Árið 1914 var hann
skipaður sýslumaður í Húna-
vatnssýslu, en fjórum árum síðar
skipaður sýslumaður í Norður-
Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyð-
isfirði. Þau Matthildur og Ari
eignuðust þrjá syni, sem allir eru
á lífi og búsettir í Reykjavík. Þeir
eru: Sigurður, útgefandi, Einar,
fyrrverandi hæstaréttardómari,
og Þorsteinn, fyrrv. framkvæmda-
stjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Þau hjónin slitu samvistum, en
Matthildur giftist síðar Magnúsi,
stórkaupmanni, Matthíassyni,
syni Matthíasar Jochumssonar
skálds. Þau voru barnlaus, en
sonur Magnúsar, Eiríkur, bjó hjá
þeim um nokkurra ára skeið, þar
til hann fór utan til náms. Magnús
lést árið 1963.
Síðustu árin, sem Matthildur
lifði, fór heilsu hennar smám
saman hrakandi, enda var hún þá
orðin háöldruð. Fjógur síðustu
æviárin lá hún rúmföst í Sjúkra-
deild Borgarspítalans í Reykjavík,
og vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar
sérstaklega þakka læknum og
starfsfólki þeirrar stofnunar, sem
stunduðu hana af stakri um-
hyggju. Einnig sambýliskonu
hennar síðustu árin, Björgu Ólafs-
dóttur, sem ávallt sýndi Matthildi
mikla hlýju og nærgætni.
Nú, þegar Matthildur er öll,
minnist ég ótal ánægjustunda sem
fjölskylda mín og ég áttum með
henni, og ég get ekki annað en
verið þakklát fyrir að hafa fengið
tækifæri til að kynnast þessari
merku konu og njóta samvista við
hana.
Guð blessi vegferð hennar á
nýjum leiðum.
Guðrún Arnalds.
Matthildur frænka mín hefur
kvatt okkur, því hún var orðin
öldruð kona. Ellin getur að vísu
verið allbjört góðu og andlega
þroskuðu fólki, en þegar óbætan-
legur sjúkdómur fylgir háum aldri
er betra að lifa ekki of lengi.
Matthildur fóoursystir mín
verður mér ævinlega ógleymanleg
manneskja. Hjá henni fór jafnan
saman gáfur og góðleikur. Hún
var tilfinningarík kona og það sem
margir létu sér í léttu rúmi liggja
skipti hana miklu. Hún bjó yfir
ríkri réttlætistilfinningu og kær-
leika til þeirra sem halloka fara í
þessu lífi og lét sér ekki á sama
standa hvernig farið var með
varnarlaust fólk. Þessi tilfinning
hefur vafalaust átt ríkan þátt í
því, hve mjög hún hneigðist til
mannúðarstefnu og jafnaðar um
kjör fólks og frelsi. Hún batt því
miklar vonir við þau samtök í
heiminum sem ætlað var að draga
úr óréttlæti hvers konar, vekja til
samstarfs og kynningar milli
þjóða, eins og Þjóðabandalagið.
Matthildur fylgist ákaflega vel
með stjórnmálum og öðru sem
skipti land okkar miklu. Þá fylgd-
ist hún ekki síður með því sem
gerðist á vettvangi heimsmála og
keypti í þeim tilgangi erlend blöð
og  tímarit.  Hún  hafði  mikla
ánægju af því að ræða við fróða
menn um þessi efni. En áhugamál
hennar voru þó miklu víðtækari
en þetta. Hún hafði mikla unun af
tónlist, enda lék hún sjálf frábær-
lega vel á slaghörpu. Ekki var hún
samt fús til þess að láta til sín
heyra, því hún var afar vandvirk
og kröfuhörð við sjálfa sig, jafnvel
svo að ýmsum fannst hún í þeim
efnum ganga of langt hvað hana
sjálfa  snerti.  En  það  var  eitt
einkenni hennar, að gera jafnan
ýtrustu kröfúr til hvers verks sem
hún tók að sér. Það sýndi hins
vegar andlegan þroska hennar, að
hún var mild í dómum um aðra og
afar orðvör í þeim efnum. Hún
hafði sérstakan hæfileik til þess
að  geta  litið  á  mál  frá  fléiri
hlíðum en einni og hefði vafalaust
orðið frábær lögfræðingur, ef hún
hefði lagt það fyrir sig. En hún
var ein af þessum manneskjum,
sem ekki þurfa að ganga í marga
skóla til þess að hljóta menntun.
Hún menntaði sig sjálf á þeim
sviðum  öllum  sem  hún  hafði
mestan áhuga á og taldi nauðsyn-
legust og varð með þeim hætti
hámenntuð kona í þess orðs besta
skilningi. Hún var mikill unnandi-
íslenzkrar tungu og tók persónu-
lega nærri sér, ef hún varð vör við
skeytingarleysi í meðferð móður-
málsins. Sjálf hafði hún kynnt sér
það til hlítar og þeir sem nutu
kennslu hennar í íslenzku urðu vel
að sér í þeim efnum, því hún var
frábær kennari. Fór slíkt orð af
íslenzkukennslu hennar, að henni
var boðið kennarastaða í íslenzku
við Menntaskólann í Reykjavík, en
hún hafnaði því. Hins vegar héldu
nemendur hennar áfram að vekja
athygli fyrir sérlega góða frammi-
stöðu í móðurmálinu. Hún kenndi
einnig mörgum pianoleik og kom
þar fram sami kennarahæfilteik-
inn  sem  henni  virtist  í  blóð
borinn.
Þorsteinn Arnalds, yngsti sonur
Matthildar, varð vinur minn og
leikbróðir í æsku og kynntist ég
við það móður hans. Þareð ég var
svo miklu yngri en þessi gáfaða
frænka mín voru þau kynni frem-
ur yfirborðsleg fyrst framan af.
En eftir að ég náði fullorðins
árum, heimsótti ég hana oft og
kynntist henni betur. Minningarn-
ar um þær heimsóknir verða mér
ætíð ógleymanlegar og mikils
virði. Sökum víðsýnar og fróðleiks
virtist hún vel að sér í öllu. En
hún bjó einnig yfir þeim hæfileik,
sem er alltof sjaldgæfur, en það er
að kunna að hlusta. Þegar hún tók
að eldast bað hún mig oft að lesa
fyrir sig erindi sem ég var að
skrifa til flutnings í útvarp og
virtist hafa af því mikla ánægju.
Ég lét þetta eftir henni, en satt að
segja hefði ég heldur viljað fá að
hlusta á hana, því þekking hennar
var mikil og gáfur hennar frábær-
ar.
Matthildur var kona tíguleg í
fasi og hafa gamlir menn sagt
mér, að hún hafi verið orðlögð
fyrir fegurð, þegar hún var ung.
Hún var fædd í Winnipeg árið
1889, dóttir Einars Hjörleifssonar
Kvarans skálds, sem þá var rit-
stjóri vestanhafs og Gíslínu Gísla-
dóttur konu hans. Matthildur var
elst barna þeirra sem upp komust
og lifði þeirra lengst. Arið 1908
giftist hún Ara Arnalds, síðar
sýslumanni og bæjarfógeta á
Seyðisfirði og áttu þau þrjá syni,
Sigurð útgefanda, Einar fyrrver-
andi hæstaréttardómara og Þor-
stein fyrrv. forstjóra Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur. Matthildur
og Ari slitu samvistum og hún
giftist síðar Magnúsi stórkaup-
manni Matthíassyni, Jochumsson-
ar skálds. Hann lézt árið 1963.
Ég hygg að Matthildur frænka
mín verði fleirum þeirra sem
kynntust henni ógleymanleg en
mér. Hún hefur nú kvatt okkur.
Persónulega hlakka ég mikið til að
hitta hana aftur.
Ævar R. Kvaran.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 88., 92. og 96. tölublaði
Lögbirtingablaösins 1979, á Hamraborg 16
— hluta —, þinglýstri eign Antons Val-
garossonar, fer fram á eigninni sjálfri miö-
vikudaginn 13. febrúar 1980 kl. 13:30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 88., 92. og 96. tölublaöi
Lögbirtingablaosins 1979, á Kjarrhólma 38
— hluta —, þinglýstri eign Arnar Jóhanns-
sonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri
miöviKudaginn 13. febrúar 1980 kl. 15:00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 88., 92. og 96. tölublaöi
Lögbirtingablaösins 1979, á Selbrekku 17,
þinglýstri eign Kristins Guölaugssonar, fer
fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 13.
febrúar 1980 kl. 16:00.
Bæjarfógetinn íKópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 88., 92. og 96 tölublaöi
Lögbirtingablaösins 1979, á Hlíöarvegi 32
þinglýstri eign Guömundar Ólafssonar, fer
fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 13.
febrúar 1980 kl. 14:30.
Bæjarfógetinn íKópavogi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32