Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 31. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40 SIÐUR

31. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Trén eru í hvítum snjópels
Ljíismynd Mbl. Ól.K.M.
Anker Jörgensen:
Leggur Víetnam og
Afganistan að jöfnu
Kaupmannahofn. 6. febrúar — AP.
ANKER Jörgensen, forsætisráðherra Dana, sagði i dag í viðtali í
danska útvarpinu, að í raun væri enginn munur á innrás Sovétmanna
í Afganistan og striðsrekstri Bandaríkjanna í Vietnam. ..í báðum
tilvikum var viðbáran sú, um aðstoð hefði verið að ræða," sagði
Jörgensen. llann var spurður hvort það væri rétt skilgreint, að
Sovétmenn hefðu ráðizt inn í Afganistan. „Já" svaraði Jörgensen. Þá
var hann minntur á, að á sínum tíma hefði ekki verið rætt um innrás
Bandaríkjanna i Víetnam. „Ég veit ekki hvaða orðalag var notað, en
munurinn er enginn í grundvallaratriðum," sagði Jörgensen.
Skömmu eftir að Jörgensen varð forsætisráðherra Danmerkur 1972
olli hann miklu fjaðrafoki með því að krefjast þess að Bandarikin
færu frá Víetnam.
Stærsta dagblað Italíu sagði í
dag, að afganskir uppreisnarmenn
ættu í miklum erfiðleikum vegna
skorts á vopnum og skotfærum.
Fréttamaður blaðsins er nýkom-
inn frá Afganistan, þar sem hann
var meðal uppreisnarmanna
skammt frá pakistönsku landa-
mærunum. „Þegar skæruliði hefur
skotið dagsskammti sínum, 25
byssukúlum, verður hann að not-
ast við grjót," hafði blaðamaður-
inn eftir einum leiðtoga uppreisn-
armanna. Hann sagði, að skæru-
liðar væru að undirbúa árás á
Tarinkot, höfuðborg Oruzgan. Yfir
9000 skæruliðar væru í sveitum,
sem skipulegðu árásina og hefðu
aðeins 500 tiffla að vopni. I
Oruzgan er fyrir sterkt lið Sovét-
manna, vopnað stórskotaliði,
skriðdrekum og þyrlum.
Sovézka fréttastofan TASS
sagði í dag, að kínverskir ráðgjaf-
ar hefðu farið yfir landamærin til
Afganistan með i „þúsundum
glæpamanna" þjálfuðum í Kína.
Þá sagðist Tass hafa sönnur fyrir
því, að skæruliðar hefðu banda-
rísk vopn undir höndum.
Frakkar og V-Þjóðverjar gáfu í
kvöld út sameiginlega yfirlýsingu,
Bani-Sadr um námsmennina:
„Einræðisseggir haíá
myndað ríki í ríkinu
Teheran. 6. febrúar. AP.
HINN nýkjörni forseti írans, Abolhassan Bani-Sadr, réðst í dag
harkalega að írönsku námsmönnunum, sem halda bandarísku
gíslunum í sendiráðinu í Teheran. Hann kallaði þá „einræðisseggi,
sem hafa myndað ríki í ríkinu". Fordæming Bani-Sadr kom í kjölfar
handtöku upplýsingamálaráðherra landsins, Nasser Minachi. Stúd-
entarnir sögðust hafa fundið skjöl, sem sönnuðu að Minachi væri í
slagtogi með CIA, bandarisku leyniþjónustunni. Ráðherrann neitaði
þessum ásökunum alfarið. Stúdentarnir handtóku ráðherrann án
nokkurs samráðs við írónsk stjórnvöld.
Bani-Sadr sagði, að með fram-
ferði sínu ykju stúdentar á óreiðu
í landinu og veiktu hið íslamska
lýðveldi. Bani-Sadr var í gær
kosinn formaður byltingaráðsins
og þykir það hafa styrkt stöðu
hans í íran. Blað í Teheran sagði í
dag, að Kurt Waldheim, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, mundi hafa yfirumsjón með
skipun manna í alþjóðlega nefnd
til að rannsaka meinta glæpi
keisarastjórnar Reza Pahlevi.
Rudolf Stadjuhar, talsmaður
Sameinuðu þjóðanna í New York,
sagði við fréttamenn að Banda-
Tyrkir í EBE
Ankara, 6. fehn'iar. — AP
FRÁ því var skýrt í Ankara í
dag, að Tyrkir hygðust sækja um
aðild að Efnahagsbandalagi Evr-
ópu. Það var utanrikisráðherra
Tyrkja, Hayrettin Erkmen, sem
skýrði frá þessu og sagði hann að
Tyrkir mundu þá sækja um aðild
fyrir árslok. Engin viðbrögð hafa
borizt frá aðalstöðvum EBE í
Briissel, en almennt er litið svo á,
að með ósk sinni vilji Tyrkir
freista þess að fá aukna aðstoð
iðnrikja Evrópu. Efnahagur
Tyrkja er mjðg bágborinn.
ríkjamenn vildu að gíslunum yrði
sleppt lausum þegar nefndin væri
tekin til starfa, en Iranir vildu
halda gíslunum þar til rannsókn
lyki.
Fréttir hafa borizt um, að Reza
Pahlevi sé ekki lengur frjáls ferða
sinna í Panama. Heimildir herma
að hann hafi verið handtekinn í
janúar og látinn laus gegn trygg-
ingu. Heimildir segja, að Panama-
stjórn hafi veitt íransstjórn
tveggja mánaða frest til að leggja
fram kærur gegn keisaranum.
Hodding Carter, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins, skýrði frá því í Washington,
að ráðuneytið hefði sett sig í
samband við Andrew Young, fyrr-
um sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, vegna
íransdeilunnar. Bandarískir emb-
ættismenn eru sagðir vonbetri en
áður að gíslunum verði sleppt
lausum.
49 Bandaríkjamenn komu í
kvöld til Teheran í boði náms-
mannanna, sem halda bandarísku
gíslunum í Teheran. Bandaríkja-
mennirnir töfðust vegna vega-
bréfsskoðunar og er álitið að
utanríkisráðuneytið sé ekkert um
heimsóknina gefið og hafi jafnvel
hugleitt að hleypa ekki fólkinu inn
í landið.
Sakharov f ær
að hitta þr jár
Flórens. 6. fehn'iar — AP.
„SOVÉZK yfirvöld halda því fram, að Andrei Sakharov sé ekki
fangi í eigin landi. Því fer víðs fjarri — hann er í stofufangelsi
og fær aðeins að hitta þrjár konur, tengdamóður sína, ættingja
og unnustu sonar sins. Honum er meinað að umgangast alla aðra,
eins er allur póstur til hans tekinn af honum." sagði Yelena
Bonner, eiginkona Nóbelsverðlaunahafans og andófsmannsins
Sakharov í símtali við Ninu Harkavitch, vinkonu þeirra hjóna.
Hún sagði það lygar sovézkra     vopnaðir menn koma inn í íbúð-
stjórnvalda, að manni sínum
hefði verið gefinn kostur á að
fara til Parísar. „Hann var
handtekinn á götu í Moskvu og
sendur til Gorki. Það er lygavef-
ur, sem sovézk stjórnvöld hafa
spunnið, að honum hafi verið
gefinn kostur á að fara úr landi,"
sagði Yelena.
Þá sagði Yelena, að Sakharov
héldi enn jafnaðargeði.  „Þegar
ina og hreyta í hann ónotum, þá
brosir hann ávallt til þeirra og
bregður ekki skapi. Hann hefur
ekki enn misst þolinmæðina,"
sagði Yelena í símtalinu. Hún
sagði það ósk sína, að annað
hvort yrði Sakharov sleppt úr
stofufangelsi og honum veitt
aftur réttindi sín, eða honum
yrði leyft að fara úr landi.
þar sem þess var krafizt að
Sovétmenn yrðu á brott úr Afgan-
istan.
I tilkynningu, sem gefin var út
eftir fundi Giscard d'Estaing
Frakklandsforseta og Helmut
Schmidt, kanzlara Vestur-Þýzka-
lands, sagði að slökunarstefna
austurs og vesturs „þyldi ekki
annað eins áfall og innrásina í
Afganistan". Þeir urðu sammála
um, að ríkin tvö sameinuðust um
aðgerðir til að tryggja öryggi sitt
og alþjóðleg landamæri. Jimmy
Carter fagnaði í kvöld yfirlýsing-
unni, en fundur leiðtoganna
tveggja var haldinn í París.
Mæðgin
flýðu frá
Bolshoi-
ballettínum
Tokyo. 6. fehrúar — AP.
TVEIR meðlimir sovézka
Bolshoiballettsins, mæðgin,
hafa beðið um hæli i Banda-
ríkjunum sem pólitískir
flóttamenn. Þau fóru frá
Tokyo í kvöld áleiðis til Banda-
ríkjanna. Þau sem báðu um
hæli eru Mikhailova Messerer.
kennari við ballettinn, og son-
ur hennar, Mikhail Messerer,
en hann er dansari við ballett-
inn.
Bolshoiballettinn kom til
Japans 27. janúar og hefur
sýnt víðs vegar um Japan.
Mæðginin eru af þekktum
listamannaættum í Sovétríkj-
unum. Mikhail er náfrændi
Maya Plisetskaya, skærustu
ballettstjörnu Sovétríkjanna.
Afi hans er einn af fremstu
ballettkennurum í Sovétríkj-
unum. í samtali við fréttam-
ann AP sagði Mikhail, að þau
vildu fara til Bandaríkjanna til
að þroska list sína í frjálsu
andrúmslofti.
I París var tilkynnt, að
Bolshoiballettinn myndi ekki
koma í fyrirhugaða sýninga-
ferð til Parísar. Engin skýring
var gefin, en getum er að því
leitt, að forráðamenn balletts-
ins óttist að fleiri hlaupist
undan merkjum. Þegar Bolsh-
oiballettinn sýndi í Bandaríkj-
unum í fyrra flýðu þrjár af
skærustu stjörnum ballettsins.
Myrtigísl
Mílanó. 6. febrúar. AP
LÖGREGLA réðst í kvöld til
inngöngu í bandaríska ræð-
ismannsskrifstofu í Mílanó
þar sem geðtruflaður maður
hafði haldið sjö gíslum. Þegar
að var komið hafði maðurinn
skotið sjálfan sig til bana og
einn gíslanná, konu. Skömmu
áður en ráðizt var til atlögu
hafði tekizt að bjarga sex
gíslanna. Þegar maðurinn
tók ræðismannsskrifstofuna
hafði hann myrt einn starfs-
mann.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40