Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 31. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980
Merki Ólympíuleikanna. Áletrunin er á þessa leið:
spegla sókn mannkyns til friðar og framfara."
„ólympíuleikarnir endur-
Sjónvarpsleikar í
stað Moskvu-leika?
Brezka tímaritið Economist
gerir það að tillögu sinni að
Olympíuleikarnir í sumar verði
gerðir að „sjónvarpsleikum"
þannig að þeim verði dreiít á
marga staði og þannig verði
búið um hnútana að tryggt
verði að sem flestir áhorfendur
víðs vegar í heiminum geti
fylgst með leikunum.
Tjöldi þess fólks sem 01-
ympíuleikarnir veita upplyft-
ingu er meiri en þeirra um það
bil tveggja af hundraði gáfu-
fólks sem fylgist með stjórnmál-
um af lifandi áhuga," segir
blaðið. „Þess vegna ættu stjórn-
málamenn ekki að tala um að
hundsa leikana eins og Carter
forseti gerir heldur flytja þá."
„Þeir sem eru hlynntir því að
færa leikana stinga venjulega
upp á Ólympíuleikvöngunum
1972—76 í Montreal eða Munch-
en; slíkir flutningar hljóma
skynsamlega, en því aðeins að
þeir beri árangur og hvernig á að
sannfæra     Ólympíunefndina
(IOC) sem er komin í sjálfheldu?
En ef bandamenn Bandaríkja-
manna sýna meiri rögg er eng-
inn þessara þriggja erfiðleika
óyfirstíganlegur," segir Econom-
ist.
500 milljónir
„Yfir 500 milljónir sjónvarps-
áhorfenda munu fylgjast með
Ólympíuleikunum," heldur blað-
ið áfram, „auk um 0.03% þess
fjölda, sem munu fylgjast með
leikunum á staðnum og mundu
valda húsnæðiserfiðleikum í
hvaðá borg sem væri, þar sem
leikar eru haldnir. Ef leikarnir
verða fluttir frá Moskvu væri
augljósasta lausnin sú að gera
þessa 1980-leika að sjónvarps-
leikum, dreifa hinum ýmsu
keppnisgreinum til ólíkra, ríkra
sem fátækra, íþróttaáhugaþjóða,
tengja þær með sjónvarpi og
myndsegulbandi við áhorfendur
um allan heim, sjá til þess að
sjónvarpað verði frá leikunum
um gervihnött til helztu sjón-
varpsglápssvæða  á  þægilegum
frítímum og verja öllum nýjum
styrkjum til þess að standa
undir þeim aukakostnaði, sem
fylgir því að sjónvarpa frá leik-
unum."
Economist vitnar í þau orð
ritara alþjóðaklúbbs íþrótta-
manna, Derek Johnsons, í Daily
Mail, að þótt „lyfjagjafir þekkist
meðal vestrænna íþróttamanna
skipuleggi íþróttafélög í Aust-
ur-Evrópu lyfjagjafir handa
íþróttamönnum" og segir að
lyfjahneykslið í íþróttaheimin-
um  sé  bandamaður  vestrænu
ríkjanna.
„Fáum IOC til að flytja leik-
ana frá Moskvu með því að segja
nefndinni að fyrir Ólympíuleik-
ana í Los Angeles 1984 muni öll
siðmenntuð lönd krefjast með
lögum lyfjaprófs á öllum
íþróttakeppendum „af heilbrigð-
isástæðum"," segir Economist.
ísknattleikur í
Pakistan
„I sjónvarpsleikunum 1980
skal stungið upp á því, að
keppnin í ísknattleik fari fram í
Pakistan, hnefaleikakeppnin í
einhverju Afríkulandi þar sem
þeir séu vinsælir, róðrakeppnin í
Júgóslavíu, fimleikarnir í Kína,
en að öðru leyti skal keppni í
einstökum greinum- fara fram
þar sem hver keppnisgrein um
sig er vinsælust (júdó í Japan
o.s.frv.)," segir blaðið.
Economist segir, að ef Ólymp-
íuleikarnir verði fluttir frá
Moskvu muni það sýna venju-
legum Rússum fram á að „önnur
lönd heims hafi viðurstyggð á
innrás hinna öryggislausu ein-
ræðisherra, sem eru valdhafar
þeirra, í Afghanistan". „Slíkt
mundi stöðva hina kostnaðar-
sömu sjónvarpssýningu fyrir
heiminn, sem þjónar þeim til-
gangi (í anda meiri þjóðernis-
hyggju en Ólympíuleikar nazista
1936) að sýna að þessir einræð-
isherrar njóti alþjóðlegrar við-
urkenningar og hylli."
Mikið áf all
Blaðið Sunday Times tekur í
sama streng og segir, að það yrði
alvarlegt áfall fyrir Rússa ef
leikarnir yrðu ekki haldnir í
Moskvu, enda hafi þeir varið 250
milljónum rúblna í smíði leik-
vangs og mannvirkja til þess
eins að vekja hrifningu körfu-
boltamanna frá Tékkóslóvakíu."
Ef leikarnir verða hundsaðir
mun það hafa miklu meiri áhrif
á þá en hömlur Carters forseta á
kornsölu. Þetta er hið gullna
tækifæri til þess að ná í nauð-
synlegan vestrænan gjaldeyri og
líka til þess að sýna efagjörnum
heimi „fyrirmyndarborg komm-
únista". Enn fremur hafa þeir
gert svo gífurlega mikið úr
leikunum í augum venjulegra
rússneskra borgara, að erfitt er
að sjá fyrir hvaða hugsanleg
áróðurskúvending gæti bætt
þann skaða, sem af því mundi
leiða ef leikarnir yrðu hundsað-
ir."
En Sunday Times segir, að í
Moskvu trúi því ekki nokkur
maður að vestræn ríki muni
hundsa Ólympíuleikana og vitn-
ar í einn starfsmann skipulags-
nefndarinnar, A.E. Starodoub,
sem sagði undrandi þegar hon-
um var gefið í skyn að leikarnir
yrðu hundsaðir: „Hundsaðir?
Pólitísk þvæla! Við efumst um að
svo fari."
Því halda Rússar ótrauðir
áfram að undirbúa leikana, sem
eiga að hefjast 19. júlí, þegar
þeir gera ráð fyrir að fleiri
útlendingar stígi fæti í Moskvu
en nokkru sinni síðan her Napó-
leons kom þangað (Einn leið-
sögumaður frá Intourist mun sjá
um hveja 15 gesti).
Opinber sovézk mynd af Ólympíuþorpinu.
Á næstu vikum munu milljón-
ir manna um heim allan þurfa
að greiða meir fyrir tannfyll-
ingar og fyrir filmur í myndavél-
arnar. Það verður líka erfiðara
að fá ríku frænkuna til að fallast
á að kaupa silfurborðbúnað í
brúðargjöf eða fá samþykki
heimilislæknisins til að fyrir-
skipa röntgenmyndatöku.
Að undanförnu hefur verð á
gulli rokið upp lítil 200 prósent
og það hafa þótt forsíðufréttir,
en á meðan hefur silfurverð
hækkað um meir en 550 prósent
án þess að vekja ýkja mikla
athygli. Það hafa orðið miklar
vangaveltur um ástæður þess, að
gull hefur hækkað svo mjög í
verði, en lítil svör hafa fengist.
Á silfurmarkaðnum hafa farið
fram ítarlegar athuganir, sem
gefið hafa dágóð svör.
Þessa óvenjulegu hækkun silf-
urverðs má rekja að mestu til
aðgerða eins manns, Nelsons
Bunkers Hunt, og fjölskyldu
hans. Bunker Hunt er einn tíu
erfingja að auði, er nam 800
milljörðum ísl. króna og var
arfur hins þjóðfræga olíukóngs í
Dallas, H.L. Hunts en hann lést
árið 1974.
Erfingjar hans hafa ekki látið
sitt eftir liggja og hinir vesælu
Maður-
inn sem
á silf ur-
fjallið
800 milljarðar H.L. Hunts hafa í
höndum þeirra orðið að 2000
milljörðum króna. Ástæðan er
að hluta til þaulhugsuð og stór-
tæk kaup á silfurmörkuðum
heims.
Yfirvöldum líst
ekki á blikuna
Reyndar hafa afrek Bunkers
Hunts á silfurmörkuðum haft
svo víðtækar afleiðingar, að al-
ríkisstofnun sú í Washington,
sem annast eftirlit með kaup-
höllum — Nefndin um samn-
ingsbundin kauphallarviðskipti
— hefur knúið fram breytingar á
reglum þeim, er gilda í stóru
kauphöllunum í New York og
Chicago í því skyni að stemma
Mark Frankland/OBSERVER:
Pólverjar eru
að ókyrrast
undir okinu
EFNAHAGSVANDI og sívaxandi óánægja almenn-
ings með úrræðaleysi stjórnvalda herja í Póllandi.
Edward Gierek, formaður pólska kommúnistaflokks-
ins, viðurkenndi fúslega í hverri ræðunni á fætur
annarri ísíðasta mánuði, að þjóðin væri komin í
ógöngur. í ræðum sínum minntist hann á öll helztu
áhyggjuefni almennings:
Hvers vegna er skortur á
kolum í landi svo auðugu að
kolum? Hvers vegna er raf-
magnsskortur í flestum bæj-
um? Hvers vegna er rekstur
járnbrautalesta í molum?
Hvers vegna verður fólk að
bíða í átta ár eftir íbúð? Hvers
vegna eru ekki nógar vörur í
verzlunum?
Gierek fullyrðir að forysta
flokksins geri sér fulla grein
fyrir erfiðleikunum og að þeir
haldi fyrir honum vöku.
En Pólverjar eiga við alvar-
legri vanda að stríða en efna-
hagserfiðleika. Efnahagsvand-
inn minnir fólk á takmörk
pólska stjórnarkerfisins og
innbyggðan veikleika þess. Um
það fjallar mjög athyglisverð
skýrsla, sem 50 pólskir
menntamenn sömdu. Þeir eru
margir meðlimir í kommún-
Peter Ristic/OBSERVER:
Tito ætlar eng
um að f eta í
fótspor sín!
Langt er síðan ákveðið var, hvað við tekur, þegar
Tító fellur frá — en þó er ekki vist, að allt fari svo
sem ætlað er.
Meiningin er, að enginn taki við af Tító. Forseti á
aldrei framar að ríkja í Júgóslavíu. Nokkrir
stjórnmálamenn eiga að taka við völdum hans.
Tító hefur ákveðið að ríkis-    hverju ári er útnefndur vara-
stjórn landsins og yfirstjórn    forseti, sem stjórnar fundum
flokksins skipti með sér for-
setaembættinu. Ákvarðanir
eiga að vera teknar í samein-
ingu og bróðerni og forsæti
stjórnanna á að vera í höndum
stjórnarmanna í eitt ár í senn.
I ríkisstjórninni eiga sæti
fulltrúar frá ríkjunum sex og
svæðunum tveim, sem saman
mynda Júgóslavíu. Tító hefur
ávallt átt forsæti í henni. Á
og skipuleggur þá.
Lazar Kolisevski frá Make-
dóníu, sem er 65 ára, er
núverandi varaforseti ríkis-
stjórnarinnar. Ef Tító fellur
frá verður litið á hann sem
ábyrgðarmesta mann Iandsins,
þann sem gegnir opinberum
skyldustörfum forseta. En inn-
an stjórnarinnar yrði hann
ekki valdameiri en hver hinna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40