Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 31. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980
Um þessar mundir er mikið um að vera hjá
Sinfóníuhljómsveitinni. Fyrir utan það að æfa
fyrir næstu reglulegu hljómleika á fimmtudag, eru
Sinfóníuhljómsveitin, Söngsveitin Fílharmonía og
vænn hópur einsöngvara að búa sig undir nýstár-
legt stórverkefni, flutning á óperunni La Traviata
eftir Verdi, og hefur verið æft stíft siðan um
miðjan janúar, iðulega að morgni, um miðjan dag
og að kvöldi, að því er hljómsveitarstjórinn,
Gilbert Levine, og Sue M. Porters sögðu blaða-
manni Mbl., er hitti þau að máli. Sue M. Porters er
það sem á ensku er nefnt „coacher", en við eigum
ekki einu sinni nafn yfir. „Coacher" starfar við
óperur, kennir raddirnar og undirbýr söngvarana
áður en stjórnandinn kemur inn í myndina.
Garöar Cortes og Ólöf Harö-
ardóttir syngja ásamt Guð-
mundi Jónssyni aðalhlut-
verkin í óperunni.
Sue M. Porters, sem er fastur
aðstoðarstjórnandi við óperuna í
San Fransisco og hefur starfað
þar fyrir utan með ýmsum söngv-
urum og óperum, kom til íslands
19. janúar og tók til við að fara
yfir verkið með söngvurunum.
Fyrst einum og einum og síðan
saman í smáhópum og með kórn-
um.
Gilbert Levine kom viku síðar.
Hann sagði að málið ætti nokkuö
Iangan aðdraganda. Sigurður
Björnsson, framkvæmdastjóri
hljómsveitarinnar, hefði nefnt við
sig hugmyndina um að flytja La
Traviata í hljómleikasal með þess-
um hætti í janúar í fyrra. Fyrir
meira en hálfu ári var það svo
ákveðið er hann var hér á ferð í
júní og um leið að nota aðeins
íslenzka söngvara. Þá kvaðst hann
hafa fært það í tal, að nauðsynlegt
væri að fá mjög góðan og þjálfað-
an „coacher". Hann leitaði ráða
hjá einum af hljómsveitarstjórum
Metropolitan-óperunnar, Richard
Waitack, sem benti á Sue M.
Porters, er oft vinnur með söngv-
urum Metropolitan-óperunnar. Og
hljómsveitarstjórnin hér ákvað að
fá hana hingað.
— Þetta er yfirleitt ákaflega
vel skipulagt og undirbúið verk-
efni, sagði Gilbert Levine. Við
höfum nú fjögurra vikna æfingar,
því hljómleikarnir verða 12. og.14.
febrúar, og það þykir í rauninni
ákaflega gott hvar sem er.
Undir þetta tók Sue M. Porters
og bætti við, að hér væri líka
ákaflega vel unnið.  Fólkið væri
allt svo fúst til að leggja sig fram.
Aldrei væri neikvætt svar, heldur
alltaf tekið undir ef stungið væri
upp á æfingum, og gilti það jafnt
um einsöngvara og kórfólk, sem
væri sjaldgæft í hvaða óperuhúsi
sem er. Þótt þetta fólk vinni allt
önnur störf, þá finnur það sér
einfaldlega tíma til æfinga.
Levine bætti því við, að hann
væri feginn að ákveðið var að
flytja verkið á ítölsku. Við það
fengi það meira líf, og hann kvaðst
mjög ánægður með ítölskuna hjá
söngvurunum. Enda væri Sue
Porters vel ítölskumælandi. Þau
hefðu hitzt í New York, áður en
hún fór til íslands og rætt um
flutninginn á La Traviata. Hún
hefði svo verið búin að vinna
mikið og gott verk, þegar hann
kom, og það gerði sitt verkefni
miklu léttara. Kórinn væri góður
og reiðubúinn til að taka þátt í
verkinu sem drama, ekki bara
söngur, og það mundi bæta upp-
færsluna.
íslenzkir söngvarar
Einsöngvararnir í aðalhlutverk-
unum eru Guðmundur Jónsson,
Ólöf Harðardóttir og Garðar Cort-
es og í minni hlutverkum Elísabet
Erlingsdóttir, Anna Júlíana
Sveinsdóttir, Már Magnússon,
Kristinn Hallsson, Halldór Vil-
helmsson og Hjálmar Kjartans-
son.
Við spjölluðum um einsöngs-
hlutverkin. Levine kvaðst ákaflega
ánægður með söngvarana hér og
Hljómsveitarstjórinn
þjálfar söngvarana.
Gilbert Levin og Sue M.
Liósm. Ól. K. Mag.
Porter, sem
rifjaði upp nokkur atvik í því
sambandi. Upphaflega hafði
Magnús Jónsson ætlað að syngja
hlutverk Alfredos. Svo var það
seint á haustmánuðum í nóvem-
ber, að hann var á leið milli
Evrópu og Ameríku um ísland,
enda sagðist hann oft ferðast með
Loftleiðum. Hann kvaðst hafa
verið alveg uppgefinn og hlakkað
til að komast heim. Þegar hann
gekk inn í flugstöðina í Keflavík
til að bíða þess að halda ferðinni
áfram, sá hann að þar voru
komnir Sigurður Björnsson og Jón
Sen og hugsaði: Guð minn góður,
nú er eitthvað að, allt farið í
vaskinn! Þeir spurðu hvort ég gæti
stansað í 2 daga, og það varð úr,
þótt farangurinn minn yrði að
halda áfram með vélinni. Þeir
tjáðu mér, að Magnús væri hættur
við að syngja hlutverkið. Þetta var
meiri háttar áfall, því mér sýndist
ekki líklegt að annar söngvari
gæti þannig umsvifalaust komið
inn í fyrir Alfredo. Bjóst við að við
yrðum að sækja einhvern vanan
hlutverkinu til New York eða
annað. En þeir höfðu beðið mig
um að hafa viðdvöl til að hlusta á
Garðar Cortes sem ég var strax
mjög ánægður með. Það var alveg
stórkostlegt að geta fengið hann,
sagði Levine.
Þá sagði Gilbert Levine frá
atviki, sem honum fannst ekki
síður stórkostlegt. Það vantaði
söngvara í 3 örstutt hlutverk, og
talið að líklega þyrfti bara að
sleppa þeim úr. Hann kvaðst hafa
rætt þetta við kórstjórann Martin
Hunger, sem benti strax á mann
úr kórnum sjálfum, Kristin Sigur-
mundsson. Hann gat sungið öll
hlutverkin þrjú, þótt þau séu gerð
fyrir mismunandi raddtegundir.
Kristinn lærði hlutverkin á einum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40