Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 31. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980
Þórður Jónsson, Látrum:
Vanhugsað
lagaákvæði
Enn er komiö að því að telja
fram til skatts, að þessu sinni eftir
nýjum skattalögum nr. 40/1978,
sem koma fyrst endanlega til
framkvæmda við álagningu á
þessu ári 1980.
Það var mikil umræða um þessi
lög þegar þau voru samþ., og ég
held að margur hafi andað lettar
þegar þeir sáu að gildistaka þeirra
var ekki fyrr en eftr tvö ár, og
hugsað sem svo, að þá gætu
viðhorf ráðamanna hafa breyst til
laganna og stærstu hnökrar
þeirra þá kembdir af. En það er
ekki nóg, að við teljum fram eftir
nýjum lögum heldur eru kostir
þeirra og gallar framreiddir á
alveg nýjum skatteyðublöðum, svo
samanlagt mun þetta verka held-
ur illa á margan framteljanda, og
útúr því verður óhófleg skrif-
finnska, og vangaveltur sem tölv-
urnar eiga sjálfsagt eftir að æla
margsinnis á matara sinn eins og
óþægir krakkar sem ekki vilja
borða grautinn sinn.
Ég ætla ekki að gera eyðublöðin
að umtalsefni að þessu sinni það
er sjálfsagt margt gott við þau, en
erfitt um að dæma við fyrstu
kynni, en mér finnst þó að hónnun
blaðanna sé nokkuð mislukkuð, og
verði fljótlega breytt til betri
vegar, eða til auðveldunar fram-
teljanda en þess þarf við, en mér
er ekki grunlaust um að útúr
framtalningu þessa árs verði ein
hringavitleysa, því það er allt með
eindæmum undirbúið.
I skattalögunum vil ég ræða eitt
atriði, af mörgum slæmum, en
mörg eru þar líka til bóta frá fyrri
lögum. Umræðuefnið verður önn-
ur málsgrein 1. töluliðs 7. greinar
laganna og hljóðar svo:
„Vinni maður við eigin atvinnu-
rekstur eða sjálfstæða starfsemi
skal hann telja sér til tekna eigi
lægra endurgjald fyrir starf sitt
en hefði hann innt það af hendi
fyrir óskyldan eða ótengdan aðila.
Sama gildir um vinnu við atvinnu-
rekstur eða starfsemi sem rekin er
í sameign með öðrum eða á vegum
þeirra aðila sem um ræðir í 2. gr.
Á sama hátt skal reikna end-
urgjald fyrir starf sem innt er af
hendi af maka hans eða barni
hans sé starfið innt af hendi fyrir
framangreinda aðila."
Og svo 59. gr. sem ég vildi kalla
samviskubit löggjafans, því hún er
til að gefa stjórnanda aðgerðanna,
ríkisskattstjóra, tækifæri til að
milda aðeins hina hörðu kröfu og
skipun í hinni greininni, sem sagt,
háttvirt Alþingi hefir gefið smá-
atvinnurekendum kinnhestinn, sér
aðeins eftir því, og gefur ríkis-
skattstjóra tækifæri til aðeins að
milda fjárhagslegar afleiðingar
löðrungsins, ef honum sýndist svo,
sem aldrei getur þó orðið nema
furðulegt kák, eða kattarþvottur
sem ætti að vera nútímafólki liðin
tíð, en móðgunina og skömmina
ætlar háttvirt Alþingi þessum
hópi að bera og geyma um ókomna
tíð.
59. gr. hljóðar svo orðrétt:
„Ef maður, er starfar við eigin
atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi eða hjá aðila honum
tengdum, telur sér til tekna af
starfi þessú lægri fjárhæð en ætla
má að launatekjur hans hefðu
orðið ef hann hefði unnið starfið
sem launþegi hjá óskyldum aðila,
sbr. 2. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr. skal
ákveða honum tekjur af starfinu.
Ríkisskattstjóri skal árlega setja
skattstjórum viðmiðunarreglur til
slíkrar ákvörðunar. Skattstjóri
ákvarðar síðan tekjur þessar með
hliðsjón af viðmiðunarreglunum
og skal þá gætt aðstöðu viðkom-
andi aðila, aldurs hans, heilsu og
starfstíma, umfangs starfsins og
annarra atriða er máli skipta.
Viðmiðunartekjur þeirra er land-
búnað stunda skulu miðast við
launaþátt í verðlagsgrundvelli
landbúnaðarafurða, þó að teknu
tilliti til aðstæðna hverju sinni,
svo sem því ef bóndi nær ekki
heildartekjum grundvallarbúsins
vegna afurðaverðs, árferðis eða
annarra atriða er máli skipta að
mati ríkisskattstjóra.
Telji skattyfirvöld að endur-
gjald fyrir starf maka manns eða
barna hans innan 16 ára aldurs á
tekjuárinu, sbr. 1. tl. A-liðs 7. gr.,
sé hærra en makinn eða barnið
hefði  aflað  hjá  óskyldum  eða
ótengndum aðila skulu þau
ákvarða tekjur makans eða barns-
ins af starfinu."
Þessu ákvæði laganna virðist
aðallega stefnt gegn bændum, og
þá sérlega smábændunum, og fer
það eftir framkvæmd laganna
hvort þessi lög verða sá löðrungur
á bændastéttina sem til þarf, til
þess að brjóta hana niður, andlega
og fjárhagslega, þegar hann kem-
ur til viðbótar harðindum ársins
sem á að fara að telja fram fyrir,
og sem mun vera afgerándi harð-
indaár í sögunni, en ég trúi nú
samt að allur fjöldinn komist í
gegnum þetta óskaddaður.
Hér er að mínu mati um tvenns
konar aðför að ræða, sálræna og
fjárhagslega, og tel ég þá fyrr
töldu mun alvarlegri, en hún felst
í því, að með beitingu þessa
lagaákvæðis er bændum gert það
ljóst að þeim er ekki trúað fyrir að
telja fram svo við verði unað, og
Þórftur Jónsson.
löggjafinn staðfestir það með
löggjöf. Fjárhagslega aðförin felst
í því að með nefndri lagagrein er
bændum gert skylt að ætla sér
ekki lægri tekjur en boðuð viðmið-
un kveður á um, sem mundi vera
nú 7—8 millj. nettótekjur fyrir
hjón, ef mannúð ríkisskattst.
grípur ekki inní, og meira, ef
framtalið ber með sér að tekjurn-
ar hafi verið meiri.
Þessar tilbúnu tekjur eru
gjaldstofn fyrir fleiri gjöld en
tekjuskatt og útsvar, til dæmis
aðstöðugjald, tryggingargjöld, og
launaskatt, þar sem hann á við.
Nú er það vitað mál, að margir
bændur og aðrir smáatvinnurek-
endur hafa nokkrar tekjur frá
ýmsu öðru, utan þeirra aðalat-
Sr. Bjartmar Kristjánsson:
Naf n Jesú
í höfuðguðspjalli nýársdags,
Lúk. 2.21, segir svo: Þegar átta
dagar voru fullnaðir og hann
skyldi umskera, var hann látinn
heita Jesús.
Nafnið Jesús er gríska formið af
hebreska nafninu Jóshúa, sem
sagt er merkja: Drottinn frelsar,
eða drottinn hjálpar. Nánast sama
heitið er Móses, sem er útlagt:
Frelsari.
Ekki er alveg víst, að meðferðin
á nafni Jesú sé alveg klár í vitund
allra kristinna manna. Er átt við
það, hvernig nafnið er fallbeygt. Á
frummáli Nýja-testamentisins,
grísku, er það beygt svo: Neínifall:
Jesús. Ávarpsfall: Jesú. Þolfall:
Jesún, Þágufall og eignarfall:
Jesú. Og þannig hefir nafn hans
síðan verið beygt að undanskildu
því, að þolfallinu, Jesún, hefir
verið breytt í Jesúm, sem munu
vera áhrif frá latínu.
Tollfrjáls innflutningur öls
Athugasemdir frá Áfengisvarnaráði
Vegna einhliða og villandi
fréttaflutnings ýmissa fjölmiðla í
sambandi við nýja reglugerð um
tollfrjálsan innflutning áfengs öls
vill Afengisvarnaráð taka fram
eftirfarandi:
1- Löggjafarvaldið á íslandi,
Alþingi, hefur aldrei á þessari öld
samþykkt heimildir til innflutn-
ings, framleiðslu og sölu áfengis á
íslandi — nema til handa varnar-
liðinu sem hér dvelst. — Heimildir
til slíks eru frá öðrum stjórnvöld-
um komnar.
2. Það er að sjálfsögðu ekki að
ófyrirsynju að sérstók áfengislög
gilda í landi voru. Efnið etanól —
vínandi — er engin venjuleg
neysluvara heldur fíkni- og vímu-
efni sem veldur meira tjóni í
velferðarríkjum en öll önnur slík
efni að áliti AJþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar.
Sýnt er að alþingismcnn hafa
jafnan gert sér ljóst að almenn
bjórneysla myndi auka áfengisböl-
ið í landinu og valda annars konar
*r.da í félagslegu tilliti en neysla
--ars áfengis.
Munu þar einkum koma til
breyttar neysluvenjur, svo sem
vinnustaðadrykkja og almennari
sídrykkja — en þá einkum stór-
aukin áfengisneysla unglinga og
barna. — En það var einmitt
síðast talda atriðið sem olli því
öðru fremur að Svíar bönnuðu
framleiðslu og sólu milliöls, eftir
bitra reynslu af þessu efni sem
merin fyrir hágsmuna sakir eða
vanþekkingar reyna nú að sveipa
dýrðarljóma hérlendis.
3. Látið er að því liggja að brot
á lógum um bann við innflutningi
áfengs öls réttlæti afnám banns-
ins. Ef slík regla ætti að gilda
bæri þegar í stað að afnema
fjölmörg lög sem í landinu gilda.
Ákvæðin um hámarkshraða í
umferð eru til að mynda án efa
miklu oftar og almennar brotin en
lögin um áfengt öl. Er þá kannske
ástæða til að afnema öll hraðatak-
mörk í umferð?
4.  P>kki þarf að drekka öllu
meira en þrjár bjórflöskur að
styrkleika um 4% til að áfengis-
magn í bióði manna fari yfir það
hámark scm gerir akstur vélknú-
inna ökutækja ólöglegan.
5.  Rétt er að gera sér Ijóst að
það er sama efnið sem menn
sækjast eftir í öli og dðrum
tegundum áfengis og áhrifin eru
þau sömu.
6. Áfengt öl er víðar litið horn-
auga en meðal íslendinga, þó að
reynt sé að láta líta svo út að við
séum þar einir á báti. Svíþjóð er
nærtækt dæmi um það.
7. Áfengisvarnaráð telur að
ráðherra hafi ekki lagaheimild til
að setja reglugerð sem leyfir
innflutning áfengs öls. Ef svo væri
myndi honum og heimilt að setja
reglugerð um toilfrjálsan inn-
flutning kannabisefna, heróíns,
LSD og fleiri slíkra.
8. Janvel í ríkisfjölmiðlum hef-
ur á einkar ósmekklegan hátt
verið látið sem hér væri um
sjálfsagt jafnréttismál að ræða og
óábyrg öfl aðstoðuð við að svala
fjölmiðlafýsn ákveðinna manna —
að því er virðist.
9. Það er kannski ekki tilviljun
að á sama tíma sem Sameinuðu
þjóðirnar skera upp herör gegn
áfengisneyslu og hvetja til strang-
ari hamla og nágrannaþjóðir okk-
ar reyna að herða á reglum en
slaka hvergi skuli sumir íslenskir
ráðamenn halda þeirri stefnu sem
fylgt var fyrir áratug. Klukkan á
Islandi hefur jafnan verið á eftir
Evrópu-klukkunni.
Áfengisvarnaráð.
En nú víkur sögunni að sálma-
bók frá 1972. Þar er þessari
aldagömlu hefð og reglu ^breytt.
„þegjandi og hljóðalaust". Ávarps-
fallið er lagt niður og nefnifall
sett í staðinn. Svipaða meðferð
fær þolfallið. Því er breytt á þann
veg að aukafóllin þrjú verða öll
eins.
Þetta er að sönnu einföldun, en
er hún leyfileg? Og hvers vegna er
hún gerð? Er það talið kristnu
fólki ofraun að læra að beygja
nafn Jesú, eins og það hefir verið
gert um aldaraðir? Segja mætti að
þeir, sem kristnir vilja vera, muni
þurfa að læra marga lexíuna sem
erfiðari er.
Ávarpsfall er að vísu ekki sér-
stakt í íslenzku. En engin ofr.ausn
væri það að gera þar á undantekn-
ingu gagnvart Frelsaranum. Og
þar sem kristnum mönnum er
trúlega ekki ótamt að ávarpa
hann, er það svolítið hjákátlegt,
að einmitt ávarpsfallið skuli vera
lagt niður!
Svo að lítið eitt sé vikið að þeirri
hlið málsins, sem að sálmasöngn-
um snýr, þá verður þessi nýlunda
sízt til fagnaðar. Er ekki að
orðlengja það, að hvarvetna verð-
ur það bögulegra að hafa nefni-
fallið: Jesús, þar sem vera skyldi
ávarpsfallið: Jesú. Þetta getur
hver sem vill sannfært sig um.
Áður en ég skilst við þessu fáu
orð um nafn Jesú, vil ég geta
þeirra sem beygja, eða vilja
beygja það eins og t.d. nafnið
Magnús. Þ.e.: Jesús, um Jesús, frá
Jesúsi, til Jesúsar. Móses og
spámennina má gjarnan „beygja"
þannig, en ekki nafn Jesú. Þótt
íslenzkulegra kunni að vera, er
það óþjálft í munni. Og auk þess
þyrfti að yrkja upp velflesta
sálma vora, ætti ekki að verða
ruglingur um framburðinn. Merk-
ur maður taldi að vísu, að Jesú
hefði ekki verið veittur íslenzkur
borgararéttur fyrr en nafn hans
yæri beygt upp á íslenzkan máta.
íslenzkur borgararéti'ir Jesú
byggist þó fremur á öðru en því,
hvernig nafn hans er beygt. En
viðkunnanlegast er það, að með
nafn hans sé farið sem líkast því,
er gert var á hérvistardögum
hans og gert hefir verið í aldanna
rás.
26. janúar 1980.
Bjartmar Kristjánsson.
vinnuvegs, Ekki verður annað
ráðið af lögunum en að þær tekjur
bætist við tekjuskömmtun lag-
anna, svo margur smábóndinn
kemur til með að hafa skemmti-
legar tekjur á pappírnum. Sé hér
ekki höggvið of nærri friðhelgi
eignarréttarins og atvinnufrelsi
manna, þá veit ég ekki hvenær það
er.
Ég harma þessa löggjöf hátt-
virts Alþingis, og ég skil ekki
hvernig á því stendur að það
ágætis fólk sem þar er samankom-
ið getur látið sé detta í hug að
gera slíka hluti, sem réttarvitund
og frelsiskennd þjóðarinnar hlýt-
ur að rísa gegn og mótmæla. Og
mér finnst það mjög oft, að svona
vanhugsaðar lagasetningar, og
aðrar mislukkaðar aðgerðir Al-
þingis, vera kveikjan að því, að
hver þrýstihópurinn eftir annan
tekur valdið í sínar hendur, setur
háttvirt Alþingi og rétt kjörna
ríkisstjórn upp við vegg og segir
þeim fyrir verkum, jafnvel sjó-
menn sigla skipum sínum í höfn
og segja: „Við erum hættir." Fólk-
ið á varla annarra kosta völ gegn
óréttlæti af þessu tagi. Háttvirt
Alþingi á að vera okkur öllum
skjól og skjöldur hvar í flokki eða
stöðu sem við stöndum; til þess
kjósum við 60 manns sem skipa
Alþingi. Mér finnst, að með því
lagaákvæði sem hér um ræðir haf i
háttvirt Alþingi sýnt þó nokkrum
hluta þjóðarinnar Htilsvirðingu
(látum fjárhagshliðina liggja milli
hluta) og borið á þann hluta
ósagðar og algjörlega ósannaðar
sakir, og í framhaldi af því dæmt
hann til fjárútláta með því að
reikna þessum hópi skatta af
hærri tekjum en honum tókst að
afla, og eins og að framan segir,
alveg að órannsökuðu máli.
Að lokum mælist ég til þess, að
umrætt lagaákvæði verði þegar
numið úr gildi. Verði það ekki
gert, leyfi ég mér hér með að skora
á hina gömlu og virðulegu stofnun
okkar, Búnaðarfélag íslands, og
Stéttarsamband bænda sem eru
fyrirsvarsaðilar okkar bænda, að
láta reyna á réttarstöðu þess
lagaákvæðis sem hér um ræðir
fyrir dómstólum landsins.
Látrum, 20/1-80,
Þórður Jónsson.
London
dýrust
Peking
ódýrust
New York, febrúar. AP.
LONDON er dýrasta borgin
og Peking sú ódýrasta, sam-
kvæmt niðurstöðum úr
könnun enska viðskipta-
timaritsins World Business
Weekly. New York er 15.
dýrasta borgin og Tókýó
hefur hrapað niður í niunda
sæti, en hún var lengi sögð
dýrasta borgin. Veitingahús
þar eru þó enn þau dýrustu.
I könnuninni var miðað við
þriggja nátta gistingu á
fyrsta flokks hóteli, máltíðir,
vínföng og leigubílakostnað
eins og eðlilegt þykir fyrir
dæmigerða viðskiptaferð.
Samkvæmt þessu kostar
góð máltíð í Tókýó 41 dal eða
rúmar 16 þúsund krónur.
Samsvarandi máltíð á góðu
veitingahúsi í New York
kostar 25 dali. Á Filipseyjum
þarf, samkvæmt könnuninni,
að greiða 21 dal eða rúmar
átta þúsund krónur fyrir
flösku af léttu víni, og ein-
faldur Whiskey kostar fimm
dali eða tvö þúsund krónur í
Frankfurt.
Af öðrum bandarískum
borgum, sem könnunin náði
til, er Houston í 19. sæti,
Chicago í 23. og Los Angeles í
29. sæti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40