Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 32. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980
Hveragerði er einn tiltölulega fárra þéttbýlistaða hér
á landi sem ekki liggur við sjávarsíðuna. íbúar
kauptúnsins hafa því eðlilega haft atvinnu af öðru en
fiskveiðum og fiskvinnsluv svo sem iðnaði, gróður-
húsarækt og heilsugæslu. Á síðustu árum hafa augu
Hvergerðinga þó opnast fyrir því að unnt kunni að
reynast að vinna fisk í þorpinu á hagkvæman hátt, þar
sem jarðhitinn spilar stærstu rulluna. Hafa á síðustu
árum verið gerðar tilraunir til fiskvinnslu í Hveragerði,
og hafa þær gefist ágætlega, svo sem hjá harðfiskvinnsl-
unni Stútungi hf. Blaðamaður og ljósmyndari Morgun-
blaðsins litu við hjá fyrirtækinu nú í vikunni.
Helgi Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Stútungs sagði, að
fiskvinnsla hjá fyrirtaekinu hefði
hafist í maí á síðasta ári, og verið
haldið áfram óslitið síðan. „Upp-
haflega ætlaði ég að nota húsnæð-
ið til hellugerðar eða einhverrar
slíkrar starfsemi, þar sem ég er
lærður múrari," sagði Helgi, „en
ég hætti við það, meðal annars
vegna þess hve byggingarvinna
hefur verið að dragast saman hér í
þorpinu undanfarin ár. Þá var það
að mágur minn, Hafsteinn Ás-
geirsson skipstjóri í Þorlákshöfn,
benti mér á að möguleikar gætu
legið í vinnsiu harðfisks með
hverahita, og ég sló til, og nú
vinna við þetta fimm manns."
Helgi sagði að nú væri unnin
hjá Stútungi harðfiskur, karfi,
bitafiskur, saltfiskur og skreið.
Mest er lagt upp úr harðfiskinum,
og hann er seldur í neytendaum-
búðum í verslanir á Suðurlandi og
höfuðborgarsvæðinu, auk þess
sem nokkurt magn hefur verið
flutt á markað í Færeyjum'.
Harðfiskurinn er þannig
verkaður, að fiskurinn er flakaður
og settur á grindur. Aðallega er
notaður nýr fiskur, einkum línu-
fiskur, og hefur Helgi bæði sótt
hann til Þorlákshafnar og til
Bæjarútgerðarinnar í Reykjavík.
Þegar fiskurinn er kominn í grind-
urnar er hann látinn inn í
þurrkklefa, þar sem hann er
látinn vera í um það bil sjö
sólarhringa. Bitafiskurinn er þó
skemur, eða í um það bil þrjá
sólarhringa. Klefinn er hitaður
upp með hveragufu og vifta blæs
loftinu um hitarör inn í klefann.
Hita- og rakastigið er haldið jöfnu
með sérstökum útbúnaði. Eftir að
fiskurinn er kominn út úr þurrk-
klefanum er hann síðan látinn
liggja í pækli í tvo sólarhringa, þá
er hann barinn eða valsaður og
settur í neytendaumbúðir, til-
búinn til að fara í verslanir.
„Það hlýtur að liggja í augum
uppi," sagði Helgi, „að aðstæður
eru góðar til vinnslu af þessu tagi
hér í Hveragerði, þar sem orka er
næg, nú á tímum gífurlegra verð-
hækkana á olíu. Gífurlega kostn-
aðarsamt yrði að hita þurrkklef-
ann upp með olíu, en það er þó
sums staðar gert."
Sagði Helgi starfsrækslu fyrir-
tækisins hafa gengið mjög vel, og
hefðist varla undan að selja vör-
una. Ýmsir byrjunarerfiðleikar
hefðu þó orðið á veginum, en
vonandi væri nú búið að yfirstíga
þá að mestu. Rekstur fyrirtækja í
landinu sagði Helgi hins vegar að
væri allur mjög erfiður, einkum
vegna þess hve fjármagnskostn-
aður væri mikill. Þá sagði hann að
ýmislegt gerði það einnig að verk-
Helgi kannar fiskinn sem er í þurrkun á grindunum. Hveragufa er notuð til að hita þurrkkleíann, og
vifta blæs loftinu um grindurnar þannig að fiskurinn þornar. Um það bil sjö sólarhringa tekur að
þurrka venjulegan harðfisk, og þarf að gæta þess nákvæmlega að hita- og rakastig sé hæfilegt allan
tímann. Þorni fiskurinn til dæmis of ört, myndast skurn eða skel utan um hann, og úldnar þá það sem
fyrir innan er.
Harðfiskvinnsla Stút-
ungs h.f. í Hveragerði
Bjarnþór Valdimarsson við að valsa harðfiskinn áður en hann er settur i neytendaumbúðir.
Ljósmyndirnar tók Ragnar Axelsson.
um að reksturinn gengi erfiðlegar
en vera þyrfti, svo sem að fram-
leiðslan er háð verðlagsákvæðum.
„Þrátt fyrir launahækkanir í des-
ember og nýlega fiskverðshækkun
höfum við ekki fengið leyfi til að
hækka framleiðsluvöruna hér, og
veldur það okkur að sjálfsögðu
erfiðleikum," sagði Helgi. „Að
mínu mati ætti hér að ríkja frjáls
verðlagning, enda er um að ræða
það mikla samkeppni í greininni
að það ætti að tryggja sem lægst
vöruverð. Þá er hér ekki beinlínis
um að ræða nauðsynjavöru, þann-
ig að yrði verð hennar óhóflega
mikið hætti hún einfaldlega að
seljast."
Einnig sagði hann opinber gjöld
ekki vera til þess fallin að örva
smáiðnað af þessu tagi, þar sem
aðeins fasteignagjald skipti
hundruðum þúsunda króna.
„En við gefumst ekki upp þótt á
móti blási," sagði Helgi að síðustu,
„heldur ætlum við að halda þess-
um rekstri áfram, og jafnvel er
hugmyndin að reyna að stækka
fyrirtækið og auka framleiðsluna
ef mðgulegt reynist."
- AH
Helgi Þorsteinsson með sýnishorn af skreið sem þurrkuð er hjá
Stútungi. Með þessari vinnslu er fiskurinn nánast fullunninn.
þar sem áður hafa flökin verið unnin fyrir innanlandsmarkað.
Á
Fiskurinn settur í plastpoka, sem síðan fara beint á markað í verslanir, hér innanlands og í
Færeyjum, það er Dóra T. Senior sem þarna vinnur að pökkuninni. Með fiillum afköstum hjá Stútungi
er unnt að senda 3500 til 4000 poka á markað í viku.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32