Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 34. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstraeti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aoalstræti 6, sími 22480. Afgreiosla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuoi innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakiö.
Stefnumið ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsens í
utanríkismálum eru eftir-
tektarverð, bæði vegna þess
sem í málefnasamningi
hennar segir, og einnig
vegna hins sem þar er látið
ósagt. Ríkisstjórnin ætlar að
fylgja sjálfstæðri utan-
ríkisstefnu eins og það er
orðað og síðan segir: „I því
sambandi verði þátttaka í
starfi Sameinuðu þjóðanna
og Norðurlandaráði sérstak-
lega styrkt." Athyglisvert er,
að hér er ekki getið um
Atlantshafsbandalagið. Þeg-
ar vinstri stjórn Ólafs Jó-
hannessonar var mynduð 1.
september 1978, var það tek-
ið fram í málefnasamningi
hennar, að fylgt skyldi
óbreyttri utanríkisstefnu. Þá
sáu alþýðubandalagsmenn
ástæðu til að láta það koma
sérstaklega fram, að þeir
væru andvígir aðild Islands
að Atlantshafsbandalaginu
og dvöl varnarliðsins hér á
landi. Nú sjá þeir ekki
ástæðu til að láta neins slíks
fyrirvara getið  í  málefna-
samningnum. Á að skilja það
svo, að þeir hafi horfið frá
andstöðu sinni? Eða felst í
þessu, að þeir telji ástæðu-
laust að ítreka andstöðu
sína, þar sem Atlantshafs-
með ótvíræðum hætti grein
fyrir afstöðu ríkisstjórnar-
innar til Atlantshafsbanda-
lagsins og varnarsamstarfs-
ins við Bandaríkin.
Nú eru miklar viðsjár á
alþjóðavettvangi og síst til-
efni til þess að íslendingar
auki á þær með hálfvelgju í
öryggisstefnu sinni.
Þá hlýtur það að vekja
athygli manna ekki síst er-
lendra, að í þeim kafla
stefnuyfirlýsingar    ríkis-
stjórnar, sem fjallar um
utanríkismál er setning eins
og þessi: „Undirbúið verði
öflugt átak til atvinnu-
uppbyggingar á Suðurnesj-
um." Þessa setningu á þess-
mitt viðurkennt með því að
leggja þar sérstaka áherslu á
atvinnuuppbyggingu á Suð-
urnesjum."
Greinilegt er af þessu
orðalagi Svavars Gestssonar,
að kommúnistar telja sig
hafa náð áfangasigri í bar-
áttu sinni gegn dvöl varnar-
liðsins í samningum sínum
við Gunnar Thoroddsen þeir
eru ekki fyrst og fremst að
hugsa um hag manna á
Suðurnesjum, sem þó er
nauðsynlegt í atvinnu-
málum. Engin klókindi duga
til að breiða yfir þá stað-
reynd. Reynsla kommúnista
af ákvæðinu í málefnasamn-
ingi fyrsta ráðuneytis Ólafs
Hver er stefnan
í öryggismálum?
bandalagsins er hvergi getið
í stjórnarsáttmálanum og
þar með sett skör lægra en
önnur alþjóðasamtök í fyrsta
sinn síðan 1949?
Enginn vafi er á því, að
þessi hrópandi þögn Um Atl-
antshafsbandalagið á eftir
að vekja athygli víða um
lónd bæði meðal þeirra, sem
eru okkur vinveittir, og
hinna, sem vegna eigin hags-
muna vilja, að tengsl íslands
við Atlantshafsbandalagið
rofni. Þögnin krefst þess, að
forsætisráðherrann og utan-
ríkisráðherrann  geri  strax
um staö verður að skýra með
því að vísa til þeirrar
áherslu, sem kommúnistar
hafa lagt á það, að „ein
forsenda þess að hægt sé að
skapa víðtækan skilning
fyrir brottför hersins er að
atvinnulíf á Suðurnesjum sé
eflt þannig að þeir sem nú
starfa hjá hernum geti fund-
ið sér störf við íslenska
atvinnuvegi" eins og Svavar
Gestsson orðar þessa stefnu
kommúnista í viðtali við
Þjóðviljann í gær. Og hann
bætir við: „í kaflanum um
utanríkismál er þetta ein-
Jóhannessonar, 1971—1974,
þar sem berum orðum var
tíunduð brottför varnarliðs-
ins í áfóngum, hefur kennt
þeim að betra er að hafa allt
orðalag um þessi efni loðin.
Ólafur G. Einarsson for-
maður þingflokks sjálfstæð-
ismanna kemst svo að orði
um þetta atriði í Morgun-
blaðinu í gær: „Kann að vera
að það sé þetta atriði, sem
Ragnar Arnalds talaði um á
miðstjórnarfundi Alþýðu-
bandalagsins, þegar hann
sagði, að Gunnar Thor-
oddsen; væri einangraður og
því ættu alþýðubandalags-
menn auðvelt með að þrýsta
á, ekki þyrfti að hafa slíkt
ákvæði í málefnasamningn-
um. Það myndi nást fram
síðar."
Bæði erlendis sem innan-
lands eru menn í vafa um,
hvernig beri að skýra ákvæði
málefnasamnings      nýju
stjórnarinnar um utan-
ríkismál. Tortryggni manna
um það, að fiskur liggi undir
steini, stafar ekki síst af því,
að kommúnistar eru kampa-
kátir yfir árangri sínum,
þótt þeir láti einnig orð falla
um það, að auðvitað hefðu
þeir viljað meira. En að því
verður unnið í kyrrþey. Að-
eins skýrar yfirlýsingar for-
sætisráðherra og utanríkis-
ráðherra um öryggi íslands
geta komið í veg fyrir þessa
tortryggni.
Líklega gæti það ekki
gerst nema hér á landi í
óeðlilegu dekri við kommún-
ista, að gengið sé til stjórn-
armyndunar á tímum mik-
illa sviptinga í alþjóða-
málum og ekki eitt orð sagt
um stefnu hinnar nýju
stjórnar til að tryggja öryggi
lands og þjóðar. Eitt megin-
einkenni á þeim ríkisstjórn-
um, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur átt aðild að, hefur
einmitt verið stefnufesta
þeirra í þessu úrslitamáli.
Stefnuleysi nýju stjórnar-
innar undir forsæti Gunnars
Thoroddsens í öryggismálum
staðfestir best undir hve'
óheillavænlegum áhrifum
hún var mynduð.
Rey kj aví kurbréf
Laugardagur 9. febrúar
Alþýðuflokkur-
inn hræddur
I forystugrein Morgunblaðsins á
þriðjudaginn var komist svo að
orði, að eftir kosningarnar 1971
hafi Alþýðuflokkurinn ekki verið
til viðræðu um viðreisnarstjórn
við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki ber
að skilja þessi orð þannig, að strax
eftir að kosningaúrslitin lágu
fyrir 1971 hafi þessi afstaða komið
fram hjá Alþýðuflokknum. Á
þetta gat ekki reynt þá vegna
fylgishruns Alþýðuflokksins og
þeirrar staðreyndar, að ekki var
meirihlutastuðningur fyrir við-
reisnarstjórn á Alþingi. Slíkur
meirihluti var ekki fyrir hendi
fyrr en eftir kosningarnar 1978.
En einm'tt þá þorði Alþýðuflokk-
urinn ekki í ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokknum.
Vinstra dekur Alþýðuflokksins
allt frá kosningunum 1971 hefur
verið vatn á myllu framsóknar og
komma. Reynslan af ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar dugði ekki
einu sinni til. Enn voru kratar
þeirrar skoðunar eftir kosn-
ingarnar í desember, að þeir ættu
best heima hjá Framsóknarflokki
og Alþýðubandalagi. Alþýðuflokk-
urinn stóð þanníg að skiptingu
þingmanna í deildir, að útilokaður
var möguleikinn á meirihlutasam-
starfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Eftir tvennar kosningar 1978 og
1979 hefur komið í ljós, að Alþýðu-
flokkurinn hefur ekki þorað að
ganga til samstarfs við Sjálfstæð-
isflokkinn. Að sögn krata
sprengdu þeir stjórn Ólafs Jó-
hannessonar í þeim tilgangi að
koma í kjölfarið á ríkisstjórn, sem
þyrði að takast á við aðsteðjandi
vanda og verðbólguna. Til hvers
" hefur upphlaupið leitt? Hefur
eitthvað miðað í þá átt, sem
Alþýðuflokkurinn þóttist ætla að
sækja? Svarið er einfalt, nei.
Þvert á móti blasir nú við, að
Alþýðuflokkurinn hefur stuðlað
að því, að við völdum tekur
ríkisstjórn, sem byggir á enn
veikari forsendu en sú, er þeir
sprengdu. Nú fyrst hefur Alþýðu-
flokkurinn raunverulega ástæðu
til að vera hræddur.
Hvað ræður
ferðinni?
Erfitt er að gefa við því einhlit
svör, hvað hefur ráðið mestu um
vilja framsóknarmanna og komm-
únista til að setjast í ríkisstjórn
undir forsæti Gunnars Thor-
oddsens. Á síðasta hausti blasti
við öllum, hve óljúft ráðherrum
þessara flokka var að yfirgefa
stóla sína, þótt stjórn þeirra þá
væri öllu trausti rúin og algerlega
gagnslaus. Varla er það eftirsjáin
eftir þeirri óreiðu allri, sem nú
ræður ferðinni hjá þeim. Líkleg-
asta skýringin er vonin um að geta
komið höggi á Sjálfstæðisflokkinn
með því að leiða Gunnar Thor-
oddsen til öndvegis í nýrri vinstri
stjórn.
Skýringar þeirra Steingríms
Hermannssonar og Lúðvíks Jós-
epssonar á því, hvernig það bar að
höndum, að þeir sneru sér til
Gunnars Thoroddsens en ræddu
ekki um það við Geir Hall-
grímsson,  að  slík  stjórn  yrði
mynduð eða að henni unnið eru
ófullnægjandi. Augljóst er, að
Geir hafði skýrt þeim Steingrími
og Lúðvík frá því, að hann útilok-
aði ekki möguleika á slíkri stjórn
þótt hann teldi ólíklegt, að af
henni gæti orðið við óbreyttar
aðstæður. Auðvitað vísaði Geir
þar til málefnanna, sem þessa
flokka skilja. Við þessar aðstæður
héldu Steingrímur og þeir Alþýðu-
bandalagsmenn sér að Gunnari
Thoroddsen einum í þeirri von, að
honum tækist það ætlunarverk
sitt að fá nokkra þingmenn úr
Sjálfstæðisflokknum tií liðs við
sig.
Það lá ljóst fyrir eftir þing-
flokksfund     sjálfstæðismanna
föstudaginn 1. febrúar, að Gunnar
Thoroddsen lét sig engu varða
samþykktir flokksbræðra sinna.
Hann braut gegn vilja þeirra þá
strax um kvöldið með yfirlýsing-
um í sjónvarpi. Einkennandi mun-
ur var á málflutningi Geirs Hall-
grímssonar í sjónvarpinu það
kvöld og ræðu Gunnars. Geir var
greinilega til þess búinn að bera
klæði á vopnin og gera sem minnst
úr ólíkum sjónarmiðum þeirra
Gunnars. Var samtalið við Geir
tekið upp í þinghúsinu síðdegis en
Gunnar kom fram í beinni útsend-
ingu í fréttatíma sjónvarpsins og
skýrði þar frá því í viðurvist
alþjóðar, ef þannig má að orði
komast, að hann ætlaði að hafa
flokk sinn að engu. Hann hafði
hvorki greint formanni flokks síns
né samþingsmönnum sínum innan
Sjálfstæðisflokksins frá því, hvað
hann hefði í hyggju. Segja má, að
með þessum hætti hafi Gunnar
Thoroddsen kastað stríðshanskan-
um fram fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn.
Gunnar Thoroddsen sótti síðan
ekki fundi þingflokks sjálfstæö-
ismanna fyrr en fimmtudaginn 7.
febrúar, þegar hann kynnti þar
málefnasamning stjórnar sinnar.
Á þeim fundi lagði Geir Hall-
grímsson til, að Sjálfstæðisflokk-
urinn skipaði viðræðunefnd í því
skyni að fjalla um efnisatriði
málefnasamningsins með full-
trúum Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks. Þessari tillögu hafn-
aði Gunnar Thoroddsen á þeirri
forsendu, að plaggið væri að fullu
frágengið. Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins yrðu að gera það upp við
sig, hvort þeir féllust á það eða
synjuðu því. Jafnframt greindi
Gunnar frá því, að hann ætlaði
ekki að virða skipulagsreglur
Sjálfstæðisflokksins. Hann myndi
ekki leita eftir samþykki flokks-
ráðs sjálfstæðismanna við stjórn-
armyndun sinni eins og skylt er að
lögum Sjálfstæðisflokksins. Með
þessari afstöðu sinni undirstrikaði
Gunnar ótvírætt, að hann lítur
ekki þannig á, að Sjálfstæðisflokk-
urinn eigi aðild að stjórninni.
Flokkurinn
ogsann-
færingin
Gunnar Thoroddsen og fylgis-
menn hans úr þingflokki sjálf-
stæðismanna hafa lýst því yfir, að
heiðri Alþingis verði aðeins bjarg-
að með þingræðislegri meirihluta-
stjórn. Það er sannfæring þeirra.
Jafnframt er það skoðun Gunnars
og manna hans, að eins og málum
sé komið hafi enginn annar en
Gunnar getað myndað slíka stjórn
með Alþýðubandalaj?inu og Fram-
sóknarflokknum. A þeirri for-
sendu verði Sjálfstæðisflokkurinn
annað hvort að samþykkja mál-
efnasamninginn óbreyttan eða
vera ella utan stjórnar, í stjórnar-
andstöðu.
Gunnar  Thoroddsen  vísar  til    þ
þess ákvæðis stjórnarskrárinnar,    e
að þingmenn séu einungis bundnir    þ
við  sannfæringu  sína  en  ekki    f;
fyrirmæli kjósenda, þess vegna sé    s
honum í sjálfsvald sett að setja
Sjálfstæðisflokknum úrslitakosti.
Hér er nauðsynlegt að huga að    :'<
því, að því aðeins bauð Gunnar sig    s
fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að    ^
félagsmenn þar, kjósendur, töldu    1
að skoðanir Gunnars og þeirra    s
færu saman. Þingmenn skipa sér í    s
flokka  vegna  þeirrar  sannfær-    s
ingar,  sem  venjulega  er  nefnd    s
skoðanir.  Þingmenn  eru  kosnir    I
vegna þess að þeir lýsa því yfir, áð    l
skoðanir þeirra og hópsins, sem    f
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32