Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 34. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
Guðmundur G. Hagalin heim-
sækir opinbera starfsmenn
GUÐMUNDUR G. Hagalín
mun verða gestur opin-
berra starfsmanna ásc»mt
Sigríði Hagalín leikkonu
og Baldvin Halldórssyni
leikara n.k. þriðjudags-
kvöld, 12. íebrúar, að
Grettisgötu 89 kl. 20.30.
Baldvin mun þar segja
frá kynnum sínum af
skáldinu, Sigríður Hagalín
les sögu Guðmundar „Móð-
ir barnanna" og Guðmund-
ur spjallar um rithöfundar-
starf sitt og svarar fyrir-
spurnum. Þessi bók-
menntakynning er liður í
starfi     fræðslunefndar
BSRB.
Áður hefur Halldór
Laxness komið í heimsókn
og framhald mun verða á
þessari starfsemi.
Ljósm. Emilía.
Starfsfólk Klakahallarinnar að undirbúa opnun verzlunarinnar.
Klakahóilin:
Jógúrtís meðal nýjunga
KLAKAHÖLLIN er ný ísbúð
sem opnuð hefur verið í verzl-
unarhúsnæði Mjólkursamsöl-
unnar að Laugavegi 162.
EMMESS ísvörur og mjólkur-
drykkir verða á boðstólum í
f jölbreyttum útgáfum og
skyndiréttir eins og skyr með
rjóma, jógúrt, heitar samlok-
ur og hamborgarar.
Helztu nýjungarnar sem
boðið verður upp á er jógúrtís,
en hann er búinn til úr jógúrt
og því fitulítill, mysudrykkur
sem kallaður er Sopi og hnetu-
jógúrt. Þá verður hægt að fá
sérskreyttar ístertur í tilefni
tyllidaga. Klakahöllin verður
opin alla daga frá kl. 10.00 til
23.00.
Hönnun húsnæðis var í
höndum arkitektanna Guð-
mundar Kr. Guðmundssonar
og Ólafs Sigurðssonar, yfir-
smiður var Ólafur Nilsen
trésmíðameistari. Verzlunar-
stjóri er Bent Bryde mjólkur-
fræðingur. Um auglýsingar og
skreytingar sá Auglýsinga-
stofa Kristínar.
Mynd þessi er tekin í Ásgrímssafni þegar Sigrún Guðmundsdóttir æfingakennari kom með nemendur
í hóp 7 úr Fossvogsskóla á barnaárs-sýningu safnsins, ásamt þremur kennaranemum. Sátu þeir á
gólfinu með börnunum og sögðu þeim þjóðsögur sem tengdar voru myndum á sýningunni, m.a. Hlina
kóngssyni og Búkollu. Myndina tók einn af kennurunum.
§kólasýning opnuð í
Asgrimssaf ni i dag
í DAG verður hin árlega skóla-
sýning Ásgrímssafns opnuð og
er hún 16. sýningin sem safnið
efnir til fyrir skólanemendur.
Eins og á fyrri sýningum
safnsins var leitast við að hún
yrði sem fjölþættust, og sýnir
hún meðal annars ýmsar hliðar
á list Ásgríms Jónssonar á 50
ára tímabili.
Á heimili listamannsins er
komið fyrir t'eikningum úr þjóð-
sögum ásamt nokkrum alda-
móta-olíumálverkum.
í hluta af vinnustofu Ásgríms
má sjá nokkrar vatnslitamyndir
af breytilegu veðurfari. Meðal
þeirra eru tvær myndir frá
Þingvöllum, útsýn yfir vatnið,
málaðar á nákvæmlega sama
stað, önnur í skúraveðri, en hin
þegar upp stytti. í mörgum
myndum Ásgríms Jónssonar,
sérstaklega í vatnslitamyndun-
um, er áberandi sá þáttur í list
hans að nota veðrabrigðin í
náttúrunni sem viðfangsefni.
Guðmundur     Benediktsson
myndhöggvari aðstoðaði við val
mynda, og annaðist uppheng-
ingu þeirra.
Skólasýningar Ásgrímssafns
virðast njóta vaxandi vinsælda,
en nemendur úr hinum ýmsu
skólum borgarinnar, og utan
hennar, hafa heimsótt hús
Ásgríms, en heimili hans er í
sömu  skorðum  og  var  þegar
hann kvaddi það í hinzta sinn.
Skólayfirvöld borgarinnar
hafa stuðlað að heimsóknum
nemenda í söfn, enda virðist slík
listkynning sjálfsagður þáttur í
námi uppvaxandi kynslóðar. Og
fróðlegt er fyrir nemendur að
líta með eigin augum hina miklu
listaverkagjöf Ásgríms Jónsson-
ar, sem hann ánafnaði þjóð
sinni, og varðveitt er í húsi hans.
Sýningín er öllum opin sunnu-
daga, þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeyp-
is.
Sértima geta skólar pantað
hjá forstöðukonu Ásgrímssafns í
síma 14090 og 13644. Ásgríms-
safn, Bergstaðastræti 74.
Kristniboðsvika
í Haf narfirði
KRISTNIBOÐSDEILD KFUM og
K í Hafnarfirði efnir til árlegrar
kristniboðsviku og heíst hún með
guðsþiónustu     i     kapellu
Víðistaðasóknar í Hrafnistu kl.
14 í dag, sunnudag. Samkomur
verða síðan hvert kvöld vikunnar
í húsi KFUM og K að Hverfisgötu
15, sem hefjast kl. 20:30 og
verður hin síðasta sunnudaginn
17. febrúar.
í guðsþjónustunni í dag þjónar
Ekki grundvöllur til að
ná árangri gegn verðbólgu
- segir  Sighvatur  Björgvinsson  form.  þingflokks  Alþýðuflokks-
ins  um  málefnagrundvöll  ríkisstjórnar  Gunnars  Thoroddsen
„ÞAÐ eru ýms fögur fyrirheit í
þessum stjórnarsáttmála, þann-
ig að út frá orðanna hljóðan má
segja, að hann geymi ýmislegt
jákvætt. En það er líka ýmis-
legt neikvætt í honum og meg-
inatriðið er það, að þessi samn-
ingur er ekki grundvöllur til að
ná árangri í baráttunni við
verðbolguna," sagði Sighvatur
Björgvinsson, formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins, er Mbl.
spurði hann í gær álits á
málefnasamningi ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsen.
„Ég held, að þessi stjórnar-
sáttmáli  boði  áframhald  þess
stjórnarfars, sem verið hefur í
landinu undanfarin ár," sagði
Sighvatur. „Það verður efnt til
hallareksturs á ríkissjóði og
skuldasöfnun erlendis og einnig
virðist stefnt að því að taka
stóra niðurgeiðsludýfu með svip-
uðum hætti og á undanförnum
árum, með peningum, sem ekki
eru til. Þetta hlýtur svo óhjá-
kvæmilega að koma fram í
allverulegri hækkun á almenn-
um sköttum.
Þannig sýnist mér að segja
megi, að þetta sé skammgóður
vermir. Menn ná því ef til vill að
láta hjólin snúast í 6 til 8
mánuði, en þá fer allt á hliðina
og geysilegur fjárhagsvandi
ríkissjóðs bætist ofan á verð-
bólguvandann. Afleiðingarnar
hljóta að verða mikil kjaraskerð-
ing hjá fólkinu í landinu.
Mér finnst athyglisvert við
þennan stjórnarsáttmála, hvað
hann er opínn og laus, þegar það
er haft í huga, að allir flokkar
sögðu við upphaf stjórnarmynd-
unartilrauna, að það sem læra
mætti af undanförnum árum,
væri meðal annars það að fara
ekki  í ríkisstjórn,  nema  allir
endar væru fastbundnir. Ég
minnist nú sérstaklega ítrekaðra
yfirlýsinga framsóknarmanna
og alþýðubandalagsmanna um
það, að alla enda yrði að binda
fasta. Ég fæ hins vegar ekki
betur séð en að í þessum stjórn-
arsáttmála sé enginn endi fast-
ur, heldur allir endar lausir.
Við þennan stjórnarsáttmála
er því ekki hægt að binda miklar
vonir. Engu að síður óska ég
nýrri ríkisstjórh góðs og vona,
að í framkvæmdinni reynist hún
þjóðinni betur, heldur en ráða
má af því vegarnesti, sem hún
hefur í stjórnarsáttmálanum."
¦ þafí ri<i: vUH f<xht<- líííitr, aem er ú ítbm
Iti ^mifífí ('*.'.w.'r<;í .fr.fí'.'/iftííjd (JííiíÆÍ,
sr. Sigurður H. Guðmundsson
fyrir altari, Benedikt Arnkelsson
guðfræðíngur predikar og Halldór
Vilhelmsson syngur einsöng. Á
samkomunni um kvöldið talar sr.
Frank M. Halldórsson og verður á
kvöldsamkomunum kynnt starf
Sambands ísl. kristniboðsfélaga í
Eþíópíu og Kenýa. Susie Bach-
mann og Páll Friðriksson hafa að
undanförnu dvalist í Kenýa og
segja þau frá starfinu þar, en þar
dveljast nú hjónin Kjellrún og
Skúli Svavarsson. Aðrir er koma
fram á kristniboðsvikunni eru sr.
Valgeir Ástráðsson, Helgi Hró-
bjartsson, sr. Bernharður Guð-
mundsson, Helga Steinunn Hró-
bjartsdóttir, sr. Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir, sr. Gunnþór Inga-
son, Katrín Guðlaugsdóttir, Gísli
Arnkelsson og Gunnar Sigurjóns-
son.
Á síðustu samkomunni syngur
Æskulýðskór KFUM og K í
Reykjavík og á öllum samkomun-
um verður tekið á móti gjöfum til
kristniboðsstarfsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32