Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 34. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
Sviðsettur atburður og raunverulegur. Neðri myndin sýnir er blaðafulltrúi kjarnaorkuversins við Harrysburg gefur fréttamönnum yfirlýsingu
þess efnis að kjarnorkuverið sé lítillega skemmt en almenningur hafi aldrei verið í nokkurri hættu. Efri myndin er úr kvikmyndinni og þar hefur
blaðafulltrúi orkuversins (við hlið Jane Fonda) nýlokið við að gefa sams konar yfirlýsingu.
flótta undan ofbeldismönnum og
þegar honum skilst hvað til stend-
ur sem sé að koma honum fyrir
kattarnef, tekur hann byssu ör-
yggisvarðar í stjórnsalnum og
skipar öllum að fara út. Síðan vill
hann veita Kimberley viðtal um
öryggi versins. Þegar viðtalið er
hafið kemur óspektalögregla á
vettvang, stöðvar orkuverið og
drepur Godell. En öryggi versins
var ekki meira en svo að dæla þess
þolir ekki stöðvunina og rifnar og
litlu munar að ekki verði stórslys.
Fyrir utan orkuverið, að atburð-
unum loknum, gefur blaðafulltrúi
versins fréttamönnum þær skýr-
ingar að Godell hafi verið brjál-
aður. Einnig segir hann að smá-
vægilegar skemmdir hafi orðið á
orkuverinu en að almenningur
hafi aldrei verið í nokkurri hættu.
Kimberley fær þó samstarfsmann
Godell til að játa það að Godell
hafi alls ekki verið brjálaður, það
hafi verið einlægt álit hans að
orkuverið væri hættulegt almenn-
ingi.
„Ég tek það fram
að almenningur
var aldrei í hættu"
Fljótlega eftir frumsýninguna
fóru viðbrögð Bandaríkjamanna
að koma í ljós. Sumum fannst
myndin fáránleg og voru jafnvel
uppi raddir um að eigendur kjarn-
orkuvera í Bandaríkjunum hygð-
ust lögsækja kvikmyndafyrirtæk-
ið Colombía fyrir að hræða al-
menning. En margir fóru að leiða
hugann að því hvort kjarnorku-
verin væru jafnhættulaus og af
væri látið. Gætu þau t.d. þolað
jarðskjálfta? Var öryggis þeirra
nægjanlega gætt eða voru örygg-
isskýrslur falsaðar? Þetta varð til
þess að fimm kjarnorkuverum á
austurströnd Bandaríkjanna var
lokað og fram fór ítarleg könnun á
öryggiskerfum þeirra. Munu þau
öll hafa fengið leyfi til að taka til
starfa á ný.
En kvikmyndin komst aftur í
sviðsljósið er kjarnorkuslysið varð
við Harrysburg þar sem ýmislegt
þótti svipað og í hinu syiðsetta
slysi og því raunverulega. í báðum
tilfellunum var sú hætta fyrir
hendi að kjarninn félli niður í
vatnskælinn sem er í botni þess
hylkis sem kjarninn er geymdur í.
„Kjarnaleiósla til Kína"
Kvikmyndin „Kjarnaleiðsla til Kina", sem
sýnd er um þessar mundir í Stjörnubíói í
Reykjavík, hefur verið sýnd viða um heim og alls
staðar vakið mikla athygli og umtal. Myndin
greinir frá slysi í kjarnorkuveri, en slikt hafði
aldrei gerst er myndin var frumsýnd og fannst
ýmsum að framleiðendurnir hefðu tekið fyrir
ákaflega fáránlegt atvik. En u.þ.b. mánuði eftir
frumsýninguna varð slys í kjarnorkuverinu
nálægt Harrysburg i Pennsylvania, að sumu leyti
ekki ósvipað því og sagt er frá í myndinni.
Breyttist þá álit flestra og þykja framleiðendur
myndarinnar hafa verið óvenju sannspáir.
í „Kjarnaleiðsla til Kína" segir
frá því er sjónvarpsfréttamaður-
inn Kimberley Wells (Jane Fonda)
fer ásamt kvikmyndatökumanni
sínum Richard Adams (Michael
Douglas) í kjarnorkuver í Kali-
forníu til að vinna að þætti um
orkumál. Með'an þau eru stödd í
verinu og horfa niður í stjórnstöð
þess gerist óvæntur atburður sem
sýnilega vekur mikinnn ugg meðal
starfsfólksins. Þótt Richard hafi
verið meinað að taka myndir niður
í stjórnsalinn setur hann mynda-
vélina í gang á laun þegar hann
sér að eitthvað óvænt er á seyði.
Er hann skoðar myndina síðar og
rannsakar svipbrigði stjórnenda
versins, meðan þessi atburður átti
sér stað, sér hann að líklega hefði
eitthvað alvarlegt getað gerst.
Þegar þau koma aftur í sjón-
varpsstöðina vill yfirmaður þeirra
ekki nota filmuna sem sýnir þetta
einkennilega atvik og bendir á að
það geti kostað mikið málaþras og
skaðabótakröfur.
Richard sættir sig ekki við það
og tekur filmuna úr geymslu
stöðvarinnar og fer með hana til
sérfræðings til að fá túlkun á
atburðunum.
Jack Godell (Jack Lemmon)
vaktstjóra í orkuverinu grunar
einnig að ekki sé allt með felldu.
Hann kemst að því að skjöl um
logsuðusamskeyti hafa verið föls-
uð og enginn veit neitt um ðryggi
**4
esi CBM !____!
CZ J  í is M    ^MHtfBHi
km J  Á  ¦  •_»     _____ -_*__
þeirra. Þegar hann ræðir þetta
mál við starfsmann verktakafyr-
irtækisins sem reisti verið hefur
sá maður í hótunum við hann.
Er óhappið átti sér stað var
orkuframleiðsla  versins  stöðvuð
en eigendur þess heimta að frám-
leiðsla verði hafin að nýju sem
allra fyrst og er aðeins efnt til
málamyndarannsóknar á atburð-
unum. En áður en allt er komið í
gang kemur Godell í orkuvérið á
Jack Lemmon í hlutverki
Jack Godells vaktstjóra í
orkuverinu í „Kjarnaleiðsla
til Kína".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32