Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980
Hormuz-sund - mikilvægasta
en þrengsta olíusiglingaleiðin
Hernám Afganistans hefur
leitt til þess, að Sovétmenn eru
nú aðeins i um það bil 500 km
fjarlægð frá Indlandshafi og
nálægt Hormuz-sundi — en um
það fer mestur hluti olíu verald-
arinnar. Sovétmenn eru nú að
reyna að styrkja aðstöðu sína á
þeim stað, sem er einna við-
kvæmastur allra þegar litið er
til orkuöflunar Vesturlanda.
Ofangreind orð eru úr ræðu
þeirri, sem Jimmy Carter
Bandaríkjaforseti flutti undir
lok janúar um hag og stöðu
þjóðar sinnar. Jafnframt sagði
forsetinn, að Bandaríkjastjórn
ætlaði að beita valdi til að koma
í veg f yrir hertöku Persaflóa.
í umræðum um Hormuz-sund
hefur því verið haldið fram af
sumum, að hryðjuverkamenn
gætu náð því á vald sitt eða
stöðvað siglingar um það. Aðrir
hafa sagt, að slíkar vangaveltur
ættu við engin rök að styðjast. í
ræðu Bandaríkjaforseta lýsir
hann þeirri hættu, sem margir
herfræðingar telja mun meira
áhyggjuefni en aðgerðir hryðju-
verkamanna, sem sé að óvinveitt
ríki reyni að loka Persaflóa og
- eftir Anthony
J. Parisi
fréttaritara
New York Times
stöðva þannig siglingar olíu-
skipa.
Margir sérfræðingar í olíu-
málum og hermálum telja hins
vegar að slík aðgerð myndi sjálf
hafa svo miklar hættur í för með
sér, að næsta ólíklegt sé, að
nokkur muni þora að ráðast í
hana. Þeir segja sem svo, að
sundið sé svo mikilvægt, að
einungis ríki, sem sé til þess búið
að hefja allsherjarstríð mundi
þora að stöðva siglingar um það.
Hormuz-sund tengir Persaflóa
við Indlandshaf. Olíuskip fer um
það  að  meðaltali  hverja  21.
Skip lesta olíu við Persaflóa.
mínútu. Tveir þriðju allrar
þeirrar olíu, sem OPEC-löndin,
olíuframleiðsluríkin, selja, fer
um sundið, þ.e. meira en helm-
ingur þeirrar olíu, sem fer á
alþjóðamarkað.
Stærstur hluti þessarar olíu
fer til Japans og Evrópulanda.
Hins vegar eru olíuviðskiptin
orðin svo samtengd um allan
hinn vestræna heim, að lokun
sundsins mundi hafa áhrif um
öll lönd og leiða til þess að
skömmtunarreglur Alþjóðaorku-
stofnunarinnar í París kæmu til
framkvæmda.
Olíuskorturinn, sem af þessu
mundi leiða, yrði meiri en menn
hafa nokkru sinni staðið frammi
fyrir. Til dæmis má nefna, að
þegar samdráttur varð í olíu-
framleiðslu írana á síðasta ári,
sem var um 5% á heimsmæli-
kvarða, tvöfaldaðist olíuverð, áð-
ur en markaðurinn komst aftur í
jafnvægi. Grófur útreikningur á
því, sem kynni að gerast við 30%
samdrátt á heimsmælikvarða,
bendir til að olíuverð kynni að
sjöfaldast og tunnan þá kosta
um 200 dollara.
Hormuz-sund er eins og öfugt
U í laginu og um 100 sjómílna
langt. I suðri er Oman og norðri
íran. Yfirleitt er það nægilega
breitt til þess að bæði löndin fái
fulla 12 mílna lögsögu og síðan
alþjóðasiglingaleið þar á milli. Á
einum stað er þó sundið þrengra
en 24 sjómílur og þar verður ekki
siglt  nema  í  lögsögu  annars
Nýr eigandi Gígju
SKIPT hefur verið um eiganda á
Hárgreiðslustofunni Gigju, Suð-
urveri, Stigahlíð 45. Stofuna átti
Guðrún Þorvarðardóttir og rak
hún hana í 10 ár. Nú hefur
Sólveig Leifsdóttir keypt stofuna
og opnað hana aftur eftir endur-
bætur.
Sólveig tók sveinspróf í hár-
greiðslu 7. nóvember 1970. Lærði
hún iðnina á Hárgreiðslustofunni
Permu og hefur unnið þar af og til
síðan. Hún rak hárgreiðslustofu í
Vestmannaeyjum 1972—73 eða
þar til gosið varð.
Sólveig hefur tekið þátt í þrem-
ur íslandskeppnum, og síðasta vor
varð hún í:
1. sæti í greiðslu í framúrstefnu-
stíl
3. sæti í klippingu og blæstri
3. sæti í samanlögðum stigum.
Hún tók þátt í Norðurlanda-
keppni í Norrköping í Svíþjóð 11.
nóvember síðastliðinn. Þar varð
hún Norðurlandameistari í klipp-
ingu og blæstri, og í 6. sæti í
samanlögðum stigum.
Auk Sólveigar starfa á stofunni
Anna Linda Aðalgeirsdóttir og
Erna Baldursdóttir.
Hárgreiðslustofan Gígja verður
opin alla virka daga frá 9—6, og
laugardaga frá 9—12.
Sólveig Leifsdóttir (t.h.) ásamt  starfsstúlku.
Kúba stendur frammi fyrir
„efnahagshruni og gjaldþroti,
sem síðar mun leiða til hung-
ursneyðar og atvinnuleysis
hundruð þúsunda manna".
Þessi ógnvekjandi orð eru ekki
höfð eftir neinum heittrúuðum
andstæðingi Fidels Castros
heldur bróður hans Raul, sem
er æðsti maður hermála á Kú-
bu.
Á þessa leið hefst grein, sem
birtist í breska blaðinu Financ-
ial Times undir lok janúar. Þar
fjallar Hugh O'Shaugnessy
blaðamaður um vaxandi efna-
hagsvanda þeirra Castro-
bræðra. í greininni segir, að svo
virðist sem efnahagsógöngurnar
hafi magnast vegna andófs-
hreyfingar heima fyrir og vand-
ræða á alþjóðavettvangi vegna
afstöðu kúbanskra stjórnvalda
til innrásar Sovétmanna í Af-
ganistan.
Þegar Raul Castro hafði út-
málað hörmungar efnahagslífs-
ins lét hann ekki undir höfuð
leggjast að ítreka, að marxist-
lenínískir stjórnarhættir á eyj-
unni og aðstoð erlendis frá,
einkum sovésk, myndu gera
þjóðinni kleift að komast út úr
erfiðleikunum.
Ástæðurnar fyrir erfiðleikun-
um eru margar t.d. hafa sjúk-
dómar herjað á sykur- og tób-
aksökrum eyjarinnar. Sykurverð
er lágt. Þá viðurkenna stjórn-
völd, að ekki sé lengur einungis
unnt að skella allri skuldinni á
hafnbann Bandaríkjanna, eins
og þau hafa löngum gert. Sam-
kvæmt ræðu Rauls Castros virð-
ist ljóst, að meginvandinn eigi
rætur að rekja til þeirra kvilla,
sem jafnan sækja að sósíalískum
þjóðfélögum, þar sem öll hvatn-
ing til afkasta hefur verið kæfð
undir járnhæl skrifræðis og
áætlana.
Raul Castro sagði, að margir
þeir, sem störfuðu við landbún-
að, skiluðu aðeins 4—6 stunda
vinnudegi. Kvóta-kerfið, þar sem
hver maður á að skila ákveðnum
Efnahagshrun og
gjaldþrot yf ir-
vofandiáKúbu
— segir Raul
Castro her-
málaráðherra
afköstum á dag, væri herfilega
misnotað. Menn uppfylltu kvóta
sinn tvisvar eða jafnvel þrisvar á
einum degi og hvíldu sig síðan í
tvo daga.
Skömmu eftir þessa ræðu R.
Castros, sem flutt var undir lok
síðasta árs í borginni Santiago á
áusturhluta     K-úbu,     var
samgönguráðherrann rekinn.
Almenningssamgöngur í þétt-
býli hafa um langan aldur valdið
almenningi reiði, þar sem ekki
hefur verið unnt að treysta á
ferðir strætisvagna og járn-
brautalesta.
í ræðu sinni vék forsetabróðir-
inn einnig að „litlum klíkum
menntamanna", sem þættust
geta dæmt byltinguna og árang-
ur hennar. Á síðari hluta síðasta
árs skýrðu erlendir sendiráðs-
menn í Havana frá því, að á
húsveggi hefðu verið máluð
ókvæðisorð í garð Fidels Castr-
os. Var þetta síðar staðfest af
fréttamönnum, sem eru hlynntir
stjórninni. Kúbumenn hafa
einng leitað á náðir ýmissa
suður-amerískra sendiráða og
óskað eftir hæli innan veggja
þeirra. Sendiráð Venezuela í
Havana hefur einkum orðið fyrir
slíkum tilmælum.
Á þingi Sameinuðu þjóðanna
slóst kúbanski sendiherrann í
hóp með Sovétríkjunum og fylgi-
ríkjum þeirra innan COMECON,
efnahagsbandalagi kommúnista-
ríkja, sem Kúba er aðili að,
þegar fjallað var um innrásina i
Afganistan og greidd atkvæði
um hana. Kúbanska ríkisstjórn-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32