Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 40. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Norskir útgerðarmenn: Krefjast 74 milljarða til viðbótar þeim 67 sem þeir hafa þegar fengið Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. í Ósló. 16. febrúar. NORSKIR útgerðarmenn krefj- ast nú liðlega 74 milljarða íslenzkra króna í styrki umfram þá 67, sem þeir hafa þegar fengið fyrir árið 1980. Krafan um liðlega 74 milljarða skiptist þannig, að 47 milljarðar fari til stuðnings þorskveiðum, 14,5 milljarðar króna til stuðnings síldveiða. Þá biðja útgerðarmenn um tæpa 13 milljarða króna til hagræðingar. Talið er líklegt að það muni sæta andstöðu stjórn- valda, vegna þess að í 67 milljarða styrknum var gert ráð fyrir stuðn- ingi til hagræðingar. Enn einn Rússi rekinn Madrid. 16. febrúar. AP. AÐALRITARI sovéska sendi- ráðsins í Madrid, Anatole Krassilnikov, helt í dag til Moskvu, þar eð spænsk stjórnvöld höfðu krafist þess að hann yrði iátinn hætta störfum í sendiráðinu og kvaddur heim. Áreiðanlegar diplómatískar heimildir hermdu að Krassil- nikov væri grunaður um aðild að njósnamálum, þótt engar sakir hefðu verið á hann bornar. Krassilnikov er sjötti Sovét- maðurinn sem rekinn er frá Spáni fyrir njósnir frá því að Sovétríkin og Spánn tóku að nýju upp stjórnmálasamband árið 1977. Forstjóri sovézka flugfélagsins Aeroflot á Spáni var rekinn burt frá landinu í gær. Lögregla skýrði frá því að forstjórinn hefði verið tekinn fastur með vopn í sínum fór- Ekki tókst að ná vélbátnum Sævari af strandstað við Sandgerði í fyrrinótt, enda oísarok á strandstað og erfitt um vik fyrir björgunarmenn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þar sem þeir berjast við brattann við að koma dælu um borð í bátinn fullan af sjó. Sjá bls. 2. Ljósmynd Mbl. Kristján Einarsson. Brutu Sovétmenn SALT II? Washingtun. 16. fobrúar. AP. SOVÉTMENN hafa gert til- raunir með nýtt flugskeyti, sem stjórnað var með dulmálslykl- um. Bandaríkjamenn gátu því ekki metið skeytið að fullu, að því er embættismenn í Wash- Hreinsanir í Kína PekinK. 16. febrúar. AP. BLAÐ alþýðunnar í Peking skýrði írá því í dag að miklar breytingar hefðu verið gerðar á æðstu stöðum innan kínverska hersins. Fjórir nýliðar, allir þátttakend- ur í Kóreustríðinu, hefðu verið únefndir til herráðsins, og að breytt hefði verið um yfirmann á sjö af 11 hernaðarumdæmum landsins. Kunnugir segja að breyt- ingarnar hafi fyrst og fremst verið gerðar út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Undantekning væri þó brottvikning Chen Xilian, yfir- manns heraflans á Pekingsvæð- inu. Veitzt hefði verið að honum á veggspjöldum að undanförnu og ljóst væri að hann væri ekki stuðningsmaður Deng Xiaopings. Xilian heldur þó sæti sínu í stjórnmálanefnd kínverska kommúnistaflokksins. ington skýrðu frá í dag. Sam- kvæmt SALT II samkomulaginu þá er bannað að nota slíka dulmálslykla í tilraunum með flugskeyti, eða á annan hátt að reyna visvitandi að leyna mik- ilvægum upplýsingum um fram- farir í byggingu flugskeyta. Þessum nýju tilraunum hefur verið haldið leyndum um nokk- urra vikna skeið. Bandaríkja- menn fylgdust með tilraununum með gervihnöttum og eftir öðrum leiðum. Flugskeytið lenti í norð- urhluta Rússlands. Það getur borið stærri kjarnaodda en önn- ur sovésk flugskeyti og eldsneyti þess er í föstu formi. Dulmáls- lyklarnir komu í veg fyrir að Bandaríkjamenn gætu áttað sig á nákvæmni flugskeytisins. Embættismenn stjórnarinnar í Washington lögðu á það áherzlu að Bandaríkjamenn væru ekki að ásaka Sovétmenn um að brjóta gegn anda SALT II samkomu- lagsins, sem enn á eftir að hljóta samþykki bandaríska þingsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði að fylgst væri náið með þessum tilraunum, með tilliti til þess hvort Sovétmenn væru að brjóta gegn anda SALT II sam- komulagsins. Hið nýja flugskeyti er ætlað til notkunar í nýrri tegund sovéskra kafbáta. Þeir eru fullkomnari og stærri en aðrir sovéskir kafbát- ar. Harold Brown, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá hinum nýja sovéska kafbát í árlegri skýrslu sinni til banda- ríska þingsins. Þeir geta borið fleiri flugskeyti en aðrir sovéskir kafbátar, en hinir stærstu þeirra geta borið 16 flugskeyti með kjarnaoddum. San Salvador: Halda yfir 700 manns í gíslingu Dauða hvali og eiturefni rekur á Englandsstrendur London. 16. íebrúar. AP. TVO dauða hvali rak á land við Southsea og Hastings á suður- strönd Englands í gærkvöldi, og hefur þá fimm hvali rckið þar á land á tæpri viku. Óttast er að hvalirnir hafi orðið banvænum eiturefnum að bráð, úrgangsefnum er skolast hafa frá grísku flutningaskipi sem sökk eftir árekstur við vestur- þýzkt skip undan Portland Bill í nóvember. Unnið er að rannsókn á dauða hvalanna. Um borð í gríska skipinu var mikið magn af eitruðum efnum, svo sem arsenik þríklóríði. Hef- ur um 1.400 dósir af eiturefnun- um rekið á fjörur suðurstrandar Englands og strendur eynnar Wight, og fleiri bætast við dag hvern. Ekki er vitað hversu mikið af eiturefnunum var um borð í gríska skipinu er það sökk. Óttast er að í uppsiglingu sé meiriháttar mengunarvanda- mál, og hefur almenningur verið varaður við fjöruferðum, þar sem banvænar eiturgufur mynd- ast þegar innihald dósanna kemst í snertingu við loft. San Salvador. 16. febrúar. AP. VINSTRISINNAR í E1 Salvador lögðu í gær undir sig þá deild í utanríkisráðuneytinu. sem fer með erlend viðskipti, og tóku 20 gísla. Þeir krefjast starfa fyrir þá verkamenn, sem sagt hefur verið upp hjá erlendum fyrir- tækjum, er hafa undanfarið flutt starfsemi sina á brott vegna hins ótrygga ástands í landinu. Vinstrisinnar halda áfram um 450 gíslum í búnaðarbankanum, sem þeir tóku á fimmtudag og um 250 manns í skrifstofum þeirrar stofnunar í borginni, sem fer með skólp- og vatnsveitumál. Til lausnar gíslunum í bankan- um krefjast vinstrisinnar betri lánakjara til handa bændum og lægra verðs á áburði. Þá krefjast þeir umbóta í vatnsveitu- og skólpmálum, en víða í fátækra- hverfum San Salvador rennur skólpið í opnum lögnum og aðeins nokkrir vatnspóstar éru til staðar. Þá halda vinstrisinnar dómkirkju borgarinnar. í San Salvador halda skæruliðar 28. febrúarhreyfingar- innar enn tveimur gíslum í spánska sendiráðinu. Stjórnin leysti í gær úr haldi 21 fanga, sem höfðu verið teknir fastir í skærum undanfarinna vikna. Um 600 stuðningsmenn stjórnarinnar tóku sér stöðu fyrir utan forsetahöllina og lýstu holl- ustu sinni. Kristlegi demókrata- flokkurinn stóð fyrir göngunni og hafði spáð þátttöku tugþúsunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.