Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 3 „Aðeins sýnishorn aí listiðn íslenskra kvenna“ Guðrún S. Jónsdóttir formaður sýningarnefndarinnar cr hcr við muni scm systurnar Hclga ok Þórunn Egilson hafa Kcrt. Munir þcssir hafa vakið mikla athygli á sýningunni. Fjórar listakonur sýna muni úr kcramik. A „SYNINGUNNI „Listiön íslenskra kvenna“ sem lýk- ur á Kjarvalsstöðum í dag, eru verk eftir 36 íslenskar listakonur. Langflest af því sem sýnt er er unniö í nútímanum af nútíma listakonum en þó eru þar nokkur verk eftir listakon- ur sem nú eru látnar og einnig eftir núlifandi eldri konur sem enn vinna aö list sinni. Öndvegi sýningarinnar skipa of- in teppi eftir Vigdísi Kristjáns- Litið inn á sýningu á listiðn íslenskra kvenna og rætt við formann sýningar- nefndar, Guðrúnu S. Jónsdóttur listakonur og má sem dæmi nefna að á sýningunni má sjá gull- og siifursmíðar eftir ungar konur sem nýlega hafa lokið námi í þeirri iðn. Þá er einnig mikið um fatnað úr ull meðal sýningarmuna, svo sem sérhannaðar lopapeysur gerðar af Huldu Jósefsdóttur og aðrar flíkur úr lopa. Einnig eru þar hand- prjónaðir kjólar og batikkjólar og sýning á þjóðbúningunum á veg- um Þjóðdansafélags Reykjavíkur. „Undirstaðan er ullin“ „Þetta er alls ekki yfirlitssýning sem hér er um að ræða,“ sagði Guðrún S. Jónsdóttir formaður sýningarnefndar bandalags kvenna í Reykjavík. „Það er til svo gífurlegt magn af listiðn eftir íslenskar konur að hér er aðeins um sýnishorn að ræða. Guðrún sagði að sýningin heföi gengið framar öllum vonum. „Nú hafa hátt á fjórða þúsund manns séð sýninguna og er það langt umfram það sem ég þorði að láta mig dreyma um þótt bjartsýn væri. Við eigum Gunnari Björns- syni sem setti sýninguna upp fyrir okkur mikið að þakka, þar sem uppsetning hans hefur ekki síst stuðlað að velgengni sýningarinn- ar.“ — Hver er undirstaðan í listiðn íslenskra kvenna? „Undirstaðan hlýtur að vera ullin og ullarvinnan. Á tímabili virtist þessi list vera á undanhaldi en hefur síðan unnið mikið á. Nú eru það margir sem hafa áhuga bæði á að vinna listaverk úr ullinni og eins eru þeir margir sem kunna að meta þá list. — Að lokum, er listiðn kvenna frábrugðin karlmanna? „Það held ég alls ekki. Okkur fannst meira gaman að hafa aðeins sýningu með verkum eftir konur, svona rétt til að láta þær njóta sín. Það hefði einnig orðið of umfangsmikið að hafa verk karl- mannanna með,“ sagði Guðrún. Handprjónaðir kjólar. Þessir munir eru eftir Aðalbjörgu Jóns- dóttur og Jóhönnu Iljaltadóttur. dóttur og ber þar hæst teppið Landnám sem Bandalag kvenna gaf Reykjavíkurborg árið 1961 og hangir það í Borgarstjórnarsaln- um í Skúlatúni 2. Auk teppa Vigdísar eru á sýn- ingunni fleiri ofin teppi eftir nútíma listakonur. Keramik er einnig í hávegum haft og sýna 4 listakonur verk úr keramiki og aðra leirkerasmíði. Þau verk sem einna mesta eftirtekt hafa vakið á sýningunni eru gerð af systrunum Þórunni og Helgu Egilson en þar er um að ræða ýmsa handunna muni. Eins og áður hefur komið fram eru flest verkanna eftir nútíma- Hjúkrunarfólkið væntanlegt heim frá Thailandi ÍSLENZKA hjúkrunarfólk- ið, sem davlið hefur í Thai- landi í tæplega þrjá mán- uði, lýkur stöfum sínum þar næstkomandi fimmtu- dag og er væntanlegt heim fljótlega upp úr því. Fleiri íslenzkir hjálparhópar veröa ekki sendir til Thai- lands á þessu stigi a.m.k. Dregið hefur verið úr hjálparstarfinu í Thailandi og skipulagi þess breytt. Þú getur jgy ne.vtt gómsætra rétta y og vína á gjafverði — farið í skemmtilegar og heillandi ’ kynnisferðir undir leiðsögn ísl. fararstjóra Útsýnar til Fcncyja. Florcns. Gardavatns. Dolo- míta-alpanna. Júgóslavíu og Austurríkis og gert ótrúleg reifara- kaup (t.d. skór, hvers kyns leðurvörur, tískuvörur, kristall listmunir) milli þess sem þú t sólar þig á bestu baðströnd j Evrópu Gullnu ströndinni — A Lignano jépj) ZJtsýn býöur besta <dva.la.rsta.ðinn á Ítalíu jisrnano Sanmaaoro sironama Bjartar og rúmgoðar íbuoir 1 — Luna Residenee — alveg við ströndina. Hvítasunnuferð 24. maí — 3 vikur Verð frá kr. 297.100.- Vikulegar brottfarir laugardaga. Frá 14. júní — morgunflug. Verð 251.400.- Tryggið ykkur rcttu ferðina tímanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.