Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 50. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980
Hvaó tekur vió
eftir lát Titos?
SÍDAN Josip Broz Tito forseti veiktist hefur á ný vaknað uggur
um nýja árekstra milli Austurs og Vesturs út af Júgóslavíu vegna
hernaðarlegs mikilvægis landsins.
Fljótlega eftir að fyrstu fréttirnar bárust um veikindi forsetans
greip um sig mikið írafár í erlendum sendiráðum i landinu,
sögusagnir komust á kreik um ískyggilega liðsflutninga, öryggi
var hert innanlands og margir Júgóslavar hröðuðu sér i banka og
nýlenduvöruverzlanir til að vera við öllu búnir. Á bak við allt þetta
bjó uggur um, að dauði Titos gæti haft í för með sér keðjuverkanir
sem mundu leiða til innrásar sovézks herliðs og nýrrar styrjaldar.
Lítill skilningur
Uggur sá, sem var látinn í ljós
á Vesturlöndum, var um margt
öfgakenndur að dómi ýmissa
Júgóslava, sem vísuðu mörgu af
því sem kom fram sem hreinum
hugarburði, og þeir kvarta yfir
því að lítill skilningur ríki á
landi þeirra erlendis. „Það hefur
aldrei verið nokkur hætta á því,
að Sovétríkin skærust í leikinn
hernaðarlega," sagði háttsettur
júgóslavneskur embættismaður í
einkaviðtali um orðróm, sem var
á kreiki um sovézka innrás.
„Rússar geta komið hvenær sem
er, en þeir vita að það kostar
stríð," sagði hann.
Mikilvægi Júgóslavíu er í senn
hernaðarlegt, landfræðilegt og
stjórnmálalegt. Júgóslavía er
eina kommúnistalandið, sem
liggur milli herafla Varsjár-
bandalagsins og Norður-
Atlantshafsbandalagsins, og
ekkert erlent herlið er í landinu.
Júgóslavía er eina landið miili
Varsjárbandalagsins og Adría-
hafs. Ef Moskvukommúnismi
verður ofan á í landinu mundi
það valda gífurlegri röskun á
valdajafnvæginu á Miðjarðar-
hafi.
Þá mundu ítalir standa and-
spænis     Varsjárbandalaginu
meðfram allri austurströnd
sinni. Einangrun Austurríkis og
Grikklands, sem er í Nato,
mundi aukast. Sömu sögu yrði að
segja um Tyrkland og Miðaust-
urlönd.
Sovézkur
þrýstingur
Sjálfstæð stefna Titos varð til
þess, að Jósef Stalín flæmdi
Júgóslavíu úr sovézku valda-
blokkinni 1948. Þá hófust Júgó-
slavar handa um að byggja upp
kommúnisma á grundvelli svo-
kallaðs sjálfstjórnar fyrirkomu-
lags, sem er í veigamiklum
atriðum ólíkt sönnum Moskvu-
kommúnisma. Júgóslavneska
kerfið er frjálslyndara og hefur
leitt til meiri velsældar þrátt
fyrir ýmsa alvarlega efnahags-
erfiðleika.
Fáir sérfræðingar óttuðust sov-
ézkar hernaðaraðgerðir þegar
fyrstu fréttir bárust um veikindi
Titos, en margir óttuðust og
óttast enn, að þrýstingur muni
koma frá Rússum, ef stjórn-
málaástandið innanlands yrði
óstöðugt. Júgóslavneskir leiðtog-
ar heita því, að jafnvægi muni
ríkja, en halda uppi flóknum
öryggisráðstofunum gegn er-
lendum og innlendum óvinum.
íbúar Júgóslavíu eru 22 millj-
ónir og landið skiptist í sex fylki
og tvö héruð, þrjú tungumál eru
töluð í landinu og tvö starfróf
eru notuð, landsmenn aðhyllast
þrjú aðaltrúarbrögð og ólik saga,
ólikar lífsvenjur og ólík menn-
ingarafleifð greinir þá í sundur.
Þúsundir Júgóslava féllu í inn-
byrðis væringum eftir innrás
Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld-
inni og innbyrðist fjandskapur
þeirra á sér djúpar sögulegar
rætur. Hvort sem aftur mun
skerast í odda eða ekki vann Tito
að því árum saman að koma á
laggirnar kerfi, sem gæti tryggt
jafnvægi og áframhald þeirrar
stefnu, sem hann fylgdi, eftir
dauða hans.
Samvirk
forysta
Samkvæmt hugmyndum Titos
mun samvirk forysta fara með
völdin að honum látnum, bæði í
flokknum og ríkisstjórninni.
Stjórnmálamenn eiga að skipt-
Talið er, að herinn hafi falið
vistir víðs vegar í fjöllunum.
óvinir ríkisins
Samkvæmt júgóslavnesku
stjórnarskránni er ólöglegt að
undirrita uppgjafarskilmála.
Júgóslavneskir embættismenn
halda því fram, að stjórn lands-
ins starfi ekki lengur nokkur
raunveruleg hætta frá Moskvu-
hollum Júgóslövum, svokölluð-
um „informburoistum", sem
tóku afstöðu með Stalín 1948 og
vildu vera áfram í svoétblokk-
inni. En hópar stuðningsmanna
Rússa halda áfram starfsemi
sinni í Vestur-Evrópu og nefnd-
ir, sem voru settar á fót eftir að
Tito veiktist, hafa leitað þeirra.
Þetta var liður í öryggisráðstöf-
unum, sem voru gerðar svo að
lítið bar á, og forseti júgóslavn-
eska herráðsins, Branko Mamula
aðmíráll, sagði að þær hefðu
sannað, að landið gæti varið sig.
Júgóslavneskir kommúnista-
leiðtogar hafa greinilega meiri
áhyggjur af hryðjuverkaherferð-
um, sem hafa verið bendlaðar
Tito á sjúkrabeöi
og synír
hans hjá honum.
ast á um að fara með valdamestu
embætti samkvæmt ákveðnu
kerfi, þannig að maður frá sama
landshluta sé aldrei voldugastur,
og þeir eiga að gegna störfum í
aðeins eitt ár í senn. Engar
meiriháttar ákvarðanir verða
teknar í flokknum og stjórninni
nema.því aðeins að allir séu á
einu máli um þær.
Júgóslavneski fastaherinn er
skipaður um 300.000 mönnum og
flókið kerfi varahers óbreyttra
borgara grundvallast að nokkru
leyti á skipulagi skæruliða Titos
í heimsstyrjöldinni. Forsenda
varnarstefnu júgóslavneska her-
aflans hefur lengi verið sú, að
liðsafli Varsjárbandalagsins
sæki inn í landið yfir ungversku
slétturnar í norðri. Þær eru
nánast óverjandi og þar eru
sovézkt skriðdrekalið og herlið
staðsett til frambúðar.
Júgóslavneskir liðsforingjar
segja að þeir muni fylkja megin-
liði sínu í fjöllunum, sem liggja
yfir Iandið þvert og endilangt og
skilja í sundur slétturnar og
héruðin meðfram ströndinni.
Skæruliðar Titos, partísanarnir,
börðust í þessum sðmu fjöllum
fyrir 40 árum og stór hluti
fjallasvæðanna er eins erfiður
yfirferðar og einangraður og þá.
við hreyfingu útlægra króatískra
aðskilnaðarsinna, Ustasha, og
útlæga serbneska þjóðernis-
sinna, svokallaða Chetnika. En
þótt þessir hópar séu mjög
athafnasamir erlendis er ekki
vitað til þess, að þeir hafi gripið
til vopna innan landamæra
Júgóslavíu síðan 1973, þegar 19
útsendarar Ustasha voru sendir
yfir landamærin á dögum frjáls-
íyndisstefnu í Króatíu. Þeir
sögðu lögreglunni, að þeir hefðu
búizt við víðtækum stuðningi við
árásarferð þeirra, fyrstu aðgerð-
ir af þessu tagi í 20 ár. En fyrir
utan þá, sem voru ekki gripnir
þegar í stað og skotnir, gátu þeir
aðeins leitað hælis hjá ættingj-
um. Allir nema einn voru að
lokum drepnir eða teknir af lífi.
Nýlega kvörtuðu júgóslavnesk
yfirvöld yfir því, að Bretar hefðu
leyft „hryðjuverkamönnum"
Ustasha að funda í London til
þess að „skipuleggja nýja glæpa-
starfsemi" á sama tíma og
brezka stjórnin sendi Tito óskir
um góðan bata. „Ég held, að þeir
geri sér grein fyrir að þeir ríafa
meiru að tapa en þeir geta unnið,
sagði vestrænn sendiherra um
horfurnar á nýjum innbyrðis
væringum.
Júgóslavneskur blaðamaður
sagði nýlega: „Sumt fólk virðist
hafa verið sofandi í 40 ár. Það
virðist halda að þegar Tito fer
muni allt það, sem við höfum
byggt upp einhvern veginn,
sökkva á einni nóttu."
Þórður Tómasson frá Vallnatúni:
VEÐURFRÆÐI  EYFELLINGS
168 bls.
Bókaútg. Þjóðsaga.
Rvík. 1979.
Þetta eru ósvikin þjóðfræði.
Þórður Tómasson safnar hér sam-
an á einn stað þeim orðum og
orðtökum sem höfð voru (og höfð
eru) um veðrið í heimahögum
hans. Veðrið var, eins og það er
enn, hið daglega umræðuefni,
stundum ræddu menn það í alvöru
og af nauðsyn, annars til að rjúfa
þögn, segja eitthvað. Svo daglegt
og algengt umræðuefni krafðist
tilbrigða — menn reyndu að segja
sömu meininguna á mismunandi
vegu til að gæða umræðuefnið
ofurlítilli margbreytni — auk þess
sem veðrið sjálft sá oftast um
breytileik í umræðunum með því
að breyta sér sjálft frá degi til
dags. »Veðurfræði« Þórðar Tóm-
assonar miðast fyrst og fremst við
búskaparhætti og lifnaðarhætti
fyrri tíðar. Og þá vissi fólk meir af
veðri en nú. »Húskuldinn.« segir
Þórður t.d., »átti mestan þátt í að
margt gamalt fólk lagðist í kör,
sem kallað var.«. A hverjum
einasta degi, allan ársins hring,
þurfti að vinna einhver verk sem
kröfðust útivistar. í allra versta
veðri var sagt: »ekki fært milli
fjóss og bæjar, ekki fært á milli
húsa, ekki gegnandi veður, ekki
fært á húsin, ekki fært til næstu
bæja. Við þær aðstæður urðu
menn veðurtepptir«, segir Þórður.
Eyjafjöllin eru sem kunnugt er
sveit mikilla veðrabrigða. Þar
getur veður verið betra og fegurra
en annars staðar þegar skjóls
nýtur af jöklum. En lega sveitar-
innar — milli háfjalla annars
vegar og úthafsins hins vegar —
kallar líka á storm þegar þannig
viðrar. Þórður Tómasson segir
sögur af því: »Veðrið, sem ég
heyrði oftast talað um á uppvaxt-
arárum mínum, var pálmaveðrið
1888, sem vann það sér til mestrar
Bókmenntlr
ef tir ERLEND
JÓNSSON
Þórftur Tómasson
»Veður-
fræði«
Þórðar
ósæmdar að feykja kirkjunni af
Holti út af grunni og svipta meir
en átta alda kirkjustað höfuðprýði
sinni.«
Þjóðtrúin tengdist mjög veðri
og veðurspám og fer höfundur
grannt ofan í það. Mörkuðu menn
veðurhorfur næstu framtíðar af
ýmiss konar fyrirbærum í náttúr-
unni, lifandi og dauðum, ekki
aðeins í heimasveit heldur jafnvel
í fjarlægum sveitum. Til dæmis
hefur Þórður eftir manni »að
ferðamenn í vorferðum um Hell-
isheiði hefðu alltaf aðgætt vatns-
borðið í Fóvelluvötnunum fyrir
neðan Svínahraun. Vatnsmagnið
þótti ekki að öllu fara eftir
úrkomu. Mikið vatn í þeim að vori
boðaði harðan vetur, en góður
vetur fylgdi því að vatnið þar væri
lítið.«
Einn kaflann nefnir Þórður
Merkidaga. Þar telur hann upp
daga sem þjóðtrúin taldi að af
Lönd og lýðir
Kjartan Ólafsson: SOVÉTRÍKIN
280 bls. Bókaútg. Menningar-
sjóðs. Rvík, 1979.
Sovétríkin hafa löngum verið
svo viðkvæmt tilfinningamál að
hlutlausar upplýsingar um þau
hafa sjaldan legið á lausu. Þessi
bók inniheldur geysimikla landa-
fræði, það vantar ekki. Þó er
mörgum spurningum ósvarað að
lestri lqknum. Bókin skiptist í þrjá
hluta. í hinum fyrsta er Iandlýs-
ing og saga Sovétríkjanna. Annar
hlutinn heitir Sambandslýðveld-
in. Hinn þriðji nefnist Þjóðlíf og
menning.
Fyrsti hlutinn er að ýmsu leyti
aðgengilegastur. Fljótt er farið
yf ir söguna en þó svo að aðalatrið-
in koma fram. Rússar — sem eru
auðvitað kjarni þeirra þjóða sem
byggja Sovétríkin — hafa ekki
alltaf átt samleið með Vestur-
Evrópubúum. Nálægðin við Asíu
hefur að verulegu leyti markað
svipmót þjóðarinnar. Þegar óvígir
herir austursins flæddu vestur til
Evrópu brotnaði aldan fyrst á
Rússum. Hafnleysi landsins hélt
þjóðinni líka í einangrun frá
heiminum. Menningarlega standa
Rússar á öðrum og ólíkum grunni.
Og þar var einnig byggt og búið
með öðrum hætti en vestar í
álfunni: bændur bjuggu í þorpum,
ekki í dreifbýli eins og við þekkj-
um. Lýðræði í okkar skilningi hafa
Rússar aldrei kynnst, þvert á móti
hafa þeir lengst af þraukað undir
harðstjórn. Stjórnarhættir þeir,
sem þróast hafa í landinu eftir
byltingu, eru því framhald fyrri
sögu. Aðdáendur stjórnarfarsins í
Sovétríkjunum hafa ekki alltaf
aðgreint það, sem grundvallað er á
rússneskri  erfðavenju, frá hinu
sem upp kom eftir byltingu. Nú
orðið minna Sovétríkin oftast á
sig sem her- og heimsveldi.
»Flotastyrkur Rússa,« segir
Kjartan, »hefur vaxið mjög á
öllum heimshöfum hin síðari ár.
Hann óx t.d. hægt en stöðugt á
Miðjarðarhafi, uns valdahlutföll
breyttust þar gjörsamlega Rúss-
um í vil. Á Indlandshafi hefur
styrkur peirra aukist svo gífur-
lega, að slíkt hefði þótt hrein
fjarstæða fyrir einum áratug.«
Sjálfir halda Rússar þessu lítt á
loft og enginn kafli þessarar bókar
fjallar sérstaklega um sovéska
herinn — þótt á stöku stað sé á
hann minnst. Hins vegar halda
Sovétmenn mjög á loft sínum
friðsamlegu vísindum. Að dæmi
þeirra fer höfundur þessarar bók-
ar. Til að mynda upplýsir hann að
»sovéskir vísindamenn hafa —
fyrstir allra — sagt fyrir hvar og
Kjartan ólafsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48